Morgunblaðið - 30.10.1997, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ
MINIMINGAR
FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 1997 41
sig ævinlega fyrir þeim. Hann lék
við þau og oft stóðu þau opin-
mynnt og horfðu stórum augum á
Jonna galdra fram tónlist úr bama-
hljóðfærum sem við höfðum talið
ónýt. Skilaboð Jonna á símsvaran-
um mínum voru einstæð - nýr
gjömingur í hvert sinn. Jonni varð-
veitti æskuna betur en nokkur sem
ég hef þekkt. Árin virtust ekkert
bíta á hann - þrátt fyrir skyldur
hjónabands og foðurhlutverk var
hann alltaf sami strákurinn í sér.
Jonni var sá eini í mínum vinahópi
sem allt fram á síðasta dag átti
það til að hringja í mig og spyija
hvort ég væri ekki „til í að koma
út að leika“. Þá fómm við gjaman
með fótbolta á eitthvert túnið í
Vesturbænum, spörkuðum á milli
og héldum uppi samræðum um leið.
Til marks um að Jonni sleppti aldr-
ei anda unglingsáranna sá ég hann
aldrei gefa síða hárið eftir með öllu.
Jonni var KR-ingur af hörðustu
gerð en sýndi tryggð minni við
Fram ætíð mikið umburðarlyndi.
Við höfðum reyndar yndi af því að
bauna hvor á annan í þeim efnum
eftir gengi liðanna hveiju sinni, en
fullkomin virðing ríkti ætíð fyrir
tryggð hins við sitt félag. Við Jonni
áttum það sameiginlegt að vera
miklir „sjónvarpsíþróttamenn".
Þeir era ófáir leikirnir sem við höf-
um horft á saman bæði í handbolta
og fótbolta. Þegar kom að Heims-
meistarakeppni eða Evrópukeppni
stilltum við saman strengi okkar
og litum á dagana framundan sem
hátíð. Ég veit að það er eigingjöm
afstaða en ég finn svo sárt fyrir
því hve margar minningar mínar
hafa orðið fyrir gengisfellingu.
Minningar sem maður á einn era
einskis virði í samanburði við þær
sem maður getur deilt með öðram.
Eftir andlát Jonna er ég fátækari
og svo mun um marga fleiri. Við
Valdís vottum Svövu, Kiddu, Ingi-
björgu, Bimu og Atla okkar dýpstu
samúð.
Hafliði Skúiason.
Mig langar að minnast í fáeinum
orðum Jónasar Bjömssonar tónlist-
armanns sem lést með sviplegum
hætti af slysförum á erlendri
grandu fyrir mánuði. Ég kynntist
Jónasi um miðjan áttunda áratug-
inn þegar leiðir okkar lágu saman
á tónlistarbrautinni. Jónas hafði þá
um skeið leikið á trompet í Skóla-
hljómsveit Kópavogs undir farsælli
stjóm foður síns, Bjöms Guðjóns-
sonar. Stigu margir verðandi tón-
listarmenn og -konur sín fyrstu
spor á listabrautinni í þeirri merku
sveit. Jónas var einnig mjög liðtæk-
ur slagverksleikari, enda snemma
sóst eftir liðsemd hans í rokkhljóm-
sveitum. Tónlistarsmekkur okkar
var um margt líkur og spannaði
allt frá rokki þess tíma til blús- og
djasstónlistar og bræðings þessara
greina á meiði alþýðutónlistar. Ég
tók snemma eftir því hve gott eyra
Jónas hafði fyrir tónlist og var
hann oft hvatamaður að því að
sækja tónleika sem buðust hér í
borg. Má þar nefna atriði á listahá-
tíð Reykjavíkur þar sem heims-
frægir listamenn á borð við Cleo
Laine og John Dankworth komu
fram, auk merkra íslenskra sveita
eins og Hins íslenska þursaflokks.
Þá var Jónas hrókur alls fagnaðar.
Síðar skildu leiðir og ég fór inn
á nýjan starfsvettvang en Jónas
hélt áfram að starfa við tónlist.
Ég minnist þess þegar leiðir okkar
lágu saman að nýju árið 1982 að
hann sagðist stoltur vera búinn að
festa ráð sitt og byggi á Sauðár-
króki, léki með hljómsveit Geir-
mundar og ferðaðist vítt og breitt
um landið. Hittumst við Jónas af
og til næstu árin en stilltum svo
saman strengi okkar í danshljóm-
sveit árið 1988. Hafði Jónas nokkra
áður flutt suður með fjölskyldu
sína, stundaði tónlistarkennslu í
ýmsum skólum og drýgði tekjumar
með því að leika í danshljómsveit
okkar um helgar. Kynni okkar Jón-
asar urðu þá enn nánari enda vor-
um við í nær daglegu sambandi á
þeim tíma. Ég kom oft á heimili
þeirra Jónasar og Svövu á Seilu-
granda. Varð ég þess strax áskynja
að þar bjó samhent fjölskylda.
Mannvænleg og prúð böm þeirra
hjóna heilsuðu gestinum glaðlega
við komuna og margt var spjallað
yfír ijúkandi tebolla. Kímnigáfu
Jónasar var við bragðið og hafði
hann ávallt frá einhveiju spaugi-
legu að segja. Hann var ætíð hress
í bragði og aldrei lognmolla í kring-
um hann. Eftirtektarvert var hve
vinmargur Jónas var. Hann átti
vini og kunningja á mörgum stöð-
um víðsvegar um landið. Oft og
tíðum fóram við Jónas saman á
völlinn til að hvetja og sjá Vestur-
bæjarliðið KR leika. Var hann mik-
ill knattspyrnuáhugamaður og
sjálfur liðtækur í íþróttinni. Eftir
að Jónas hætti í hljómsveit okkar
og hóf að leika með Rúnari Þór
leið lengra á milli þess að við hitt-
umst. Fylgdist ég með honum úr
ijarlægð, heyrði lög þeirra félaga
í útvarpi og var stundum í símsam-
bandi við hann.
Ég hitti Jónas í hinsta sinn að
kvöldi Þoriáksmessu í fyrra á
Laugaveginum þar sem hann spók-
aði sig með fjölskyldu sinni í góða
veðrinu ásamt þúsundum lands-
manna. Ekki vissi ég þá að það
yrðu okkar síðustu fundir. Ég kveð
góðan samferðarmann með söknuði
og bið um styrk til handa Svövu,
bömunum og öllum aðstandendum
Jónasar sem syrgja sárt.
Sverrir Konráðsson.
Vatn þitt spegilslétta
speglar sjálfan þig
á fleti myndir flétta
farin ævistig.
Brotnar myndir berast
eins og brek að strönd
línur ljóssins skerast
skiptir lit á hönd.
(Úr texta Heimis Más.)
Leiðir okkar Jónasar lágu saman
í gegnum tónlistina fyrir um tíu
áram. Mér var bent á hann þegar
ég var að leita að trommuleikara
í hljómsveitina mína. Strax eftir
fyrsta kvöldið vissi ég að þama var
kominn maður sem var gott að
vinna með og hann spilaði með
mér allt þar til hann lést af slysför-
um á Spáni í síðasta mánuði.
Jónas þvældist með mér og
hljómsveitinni um allt land og allan
þennan tíma skyggði aldrei á vin-
áttu okkar. Enda deildum við öðr-
um áhugamálum en tónlistinni,
sérstaklega fótboltanum. Við fór-
um saman á alla leiki KR sem við
gátum sótt enda báðir miklir stuðn-
ingsmenn liðsins. í ágúst síðastliðn-
um fór hljómsveitin til Spánar og
dvaldi þar við spilamennsku í rúm-
an mánuð. Við voram allir sam-
mála um að ferðin hefði gengið svo
vel að það væri þess virði að fara
aftur utan. Það var í þessari seinni
ferð sem hið hörmulega slys átti
sér stað. Ég ætlaði ekki að trúa
mínum eigin eyram þegar mér vora
borin tíðindi af dauða Jónasar og
var reyndar lengi að átta mig á
þessari staðrejmd. Aðeins nokkram
klukkustundum áður lék allt í lyndi
og við slógum á létta strengi eins
og við voram vanir.
Þessi atburður sýnir manni hvað
það er stutt milli lífs og dauða.
Enginn veit hvenær kallið kemur
og þegar það kemur er gott að eiga
öll sín mál uppgerð. Þannig var það
með okkur Jónas. Við áttum í sjálfu
sér ekkert órætt því eins og áður
sagði féll aldrei skuggi á okkar
vináttu. En það breytir ekki því að
ég sakna hans mikið. Það er undar-
legt að koma fram og spila án þess
að hafa Jónas vin minn glaðan í
bragði við trommusettið. Hann var
orðinn svo fastur punktur í tilver-
unni. í huga mér verður hann líka
alltaf við trommusettið þó aðir fylli
hans skarð.
Ég er Jónasi þakklátur fyrir vin-
áttuna og samstarfíð þennan tæpa
áratug sem við áttum saman. Hann
var bæði samstarfsmaður og vinur
og sú vinátta mun alltaf eiga sinn
fasta sess í hjarta mér þar til ég
þarf að svara því kalli sem hann
hefur nú fengið á besta aldri. Jónas
spilaði inn á margar af mínum plöt-
um. Ég get því haldið áfram að
hlusta á hann tromma og er þakk-
látur fyrir það. En Jónas spilaði
ekki bara á trommur. Hann var
lærður trompetleikari og kenndi á
það hljóðfæri ásamt trommunum.
Jónas var því íjölhæfur maður þó
hann vildi ekki gera mikið úr hæfí-
leikum sínum sjálfur. Það var ekki
hans stfll að gorta af eigin verðleik-
um nema í gríni í hópi okkar vin-
anna. Það er óneitanlega tómlegra
um að litast í lífinu eftir að Jónas
er farinn. Vinnufélaginn, vinurinn
og samferðamaðurinn á fótbolta-
völlinn hefur skilið eftir sig vand-
fyllt skarð. En alveg eins og ég sé
hann fyrir mér við trommusettið
verður hann mér ljóslifandi á fót-
boltavellinum líka og það er góð
tilhugsun. Með þessum fátæklegu
orðum vil ég þakka þessum góða
vini mínum fyrir samfylgdina í
gegnum lífið. Ég treysti því að
hann sé í góðum höndum og að
hann sé hrókur alls fagnaðar þar
eins og hann var með okkur sem
þekktum hann.
Ég og Heimir Már bróðir minn
sem kynntist Jónasi í gegnum
textasamstarf sitt við hljómsveit-
ina, sendum Svövu og bömum
hennar og Jónasar, Ingibjörgu,
Bimu og Atla og foreldram Jónas-
ar og systkinum okkar dýpstu sam-
úðarkveðjur.
Rúnar Þór.
Mig setti hljóðan þegar mér var
sagt að Jónas væri dáinn. Hugurinn
leitar aftur til þess tíma þegar leið-
ir okkar frænda lágu saman í
Skólahljómsveit Kópavogs. Þar var
Jonni hrókur alls fagnaðar, jafnvíg-
ur á trompet og trommur og átti
það til að grípa önnur hljóðfæri.
Hann hafði meðfædda tónlistar-
gáfu og var snemma farinn að spila
í rokkhljómsveitum meðfram lúðra-
sveitinni sem þó átti alltaf hug
hans. Ég fékk einu sinni fyrir
frændsakir að vera með á æfíngu
en efnisskráin samanstóð af Led
Zeppelin og Black Sabbath og
reyndist ungum trompetleikara of-
raun.
Þrátt fyrir að leiðir skildi var
alltaf góð taug á milli okkar og
báðir vildum við rækta betur
tengslin. Hann átti þó framkvæði
að því að smala saman í frændgarð-
inn til fagnaðar þegar það var gert.
Síðast hitti ég Jonna frænda á
KR-vellinum. Þar var hann tíður
gestur og við hittumst þar oft. Eitt
sinn bauð hann mér heim til sín út
á Granda eftir leik. Þar sýndi hann
mér gamlar myndir af félögum í
Lúðrasveit Reykjavíkur sem hann
hafði uppi á vegg í tónlistarat-
hvarfí sínu í geymslu niðri í kjall-
ara. Fyrir miðri mynd var afí okk-
ar, með pírð augu bakvið kringlótt
gleraugu og glott á vör. Við náðum
hvoragur að kynnast honum. Jonni
spurði mig hvort afí hlyti ekki að
hafa verið húmoristi af myndinni
að dæma. Ég samsinnti því og við
sátum lengi saman og létum hug-
ann reika í allar áttir. Á þessum
góðu stundum nálguðumst við
frændur. Jonni var heiðarlegur og
einlægur og sá alltaf broslegu hlið-
amar á málunum.
Afí okkar dó fyrir aldur fram í
Reykjavík. Núna er Jónas dáinn á
Benidorm á Spáni, alltof ungur.
Hann var nýlega orðinn varafor-
maður Lúðrasveitar Reykjavíkur
og fetaði þar í fótspor Guðjóns afa
sem var formaður og einn af stofn-
endum sveitarinnar. Örlög þeirra
áttu eftir að tvinnast saman á fleiri
vegu áður en yfír lauk.
Jónas var góður drengur og fé-
lagi og ég á eftir að sakna hans
mikið. Fjölskyldu hans, Svövu og
bömunum, Bimi, Ingibjörgu og
Önnu Þóra, sendi ég mínar dýpstu
samúðarkveðjur. Minningin um
góðan dreng á eftir að vera þeim
dýrmæt og hjálpa þeim í sorginni.
Guðjón Guðmundsson.
+
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
FREYJA KRISTJÁNSDÓTTIR
frá Ásgarði,
Húsavfk,
verður jarðsungin frá Húsavíkurkirkju föstu-
daginn 31. október kl. 13.30.
Páll Vigfússon,
Gísli Vigfússon,
Helgi Vigfússon,
Elísabet Vigfúsdóttir,
Hjálmar Vigfússon,
Sigurður Vigfússon,
Ragnheiður Valdimarsdóttir,
Hrafnhildur Ragnarsdóttir,
Unnur Jónsdóttir,
Leifur Jósefsson,
Hildur Kristjánsdóttir,
Dögg Hringsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir og amma,
LILJA G. ODDGEIRSDÓTTIR,
Háaleitisbraut 103,
Reykjavík,
er lést á Landspítalanum laugardaginn
25. október, verður jarðsungin frá Fossvogs-
kapellu þriðjudaginn 4. nóvember kl. 13.30.
Ólafur H. Ólafsson,
Baldína H. Ólafsdóttir, Kristján Sigurjónsson,
Ólafur E. Ólafsson, Jóhanna Reynisdóttir,
Oddgeir H. Ólafsson,
Ásta Sigurðardóttir
og barnabörn.
+
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
MARGRÉT JÓHANNESDÓTTIR,
Lyngholti,
sem lést á Sjúkrahúsi Hvammstanga 20. októ-
ber, verður jarðsungin frá Hvammstangakirkju
laugardaginn 1. nóvember kl. 14.00.
Ragnheiður Björnsdóttir,
Maria Björnsdóttir,
Sævar J. Straumland,
Margrét Birna Hannesdóttir,
Herdís Hannesdóttir,
Hannes G. Jónsson,
Haukur Hannesson,
Inga Lára Hansdóttir,
Guðný Hannesdóttir,
Gréta Hauksdóttir,
önnur barnabörn og langömmuböm.
+
Móðir mín og tengdamóðir,
ÞORGERÐUR HAUKSDÓTTIR
kennari,
Hólabraut 20,
Akureyri,
verður jarðsett frá Akureyrarkirkju föstudaginn
31. október kl. 11.00.
Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á
Minningarsjóð Guðmundar Óla Haukssonar,
reikningur nr. 322-13-877054 í Búnaðarbanka Islands.
Haukur Ingibergsson, Bima Bjarnadóttir,
böm og barnabörn.
+
Elskulegur faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
EINAR ODDBERG SIGURÐSSON
(Beggi),
lést á Hrafnistu í Reykjavík fimmtudaginn
23. október sl.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn
31. október kl. 15.00.
Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Heilsugæslustöð Hrafnistu.
Innilegustu þakkir fyrir góðan hlýhug til allra á Hrafnistu.
María Theresa B. Einarsson,
Magnús Þór Einarsson,
Sigurlín Einarsdóttir,
Sigurrós Einarsdóttir,
Fríða Einarsdóttir,
Unnur Einarsdóttir,
Rafn Einarsson,
Málhildur Sigurbjörnsdóttir,
Sigurbjörg Sigurbjörnsdóttir,
Ásta Sigurbjörnsdóttir,
Unnur Kristjánsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn
Jón Sigbjörnsson,
Már Elfson,
Gunnar Haraldsson,
Elín Ó. Eiríksdóttir,
Arthúr Eyjólfsson,
Hafsteinn M. Sigurðsson,