Morgunblaðið - 30.10.1997, Qupperneq 42
» 42 FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 1997
MINIMIIMGAR
MORGUNBLAÐIÐ
JZJLIUS
GUÐMUNDSSON
+ Júlíus Guð-
mundsson fædd-
ist í Reykjavík 18.
september 1959.
Hann lést á heimili
sínu 12. október síð-
astliðinn og fór út-
för hans fram frá
Fossvogskirkju 22.
október.
„Það falla regndropar
það streyma minningar“
> eru upphafsjjóðlínur úr
ljóði eftir Arsæl, sem
koma upp í huga minn
er ég sit hér norður í
Skagafirði og horfi út um gluggann
og sé haust og vetur takast á. Þann-
ig er líöan mín þegar minningar og
söknuður fara um hugann. Það er
erfítt að skilja orðinn hlut en eftir
standa minningar um góðan og örlát-
an dreng sem vildi öllum vel og var
ætíð boðinn og búinn að hjálpa öðrum.
Ég kynntist Júlíusi fyrir 14 árum
þegar ég kom inn í fjölskylduna og
varð mér þá strax ljóst hvern mann
hann hafði að geyma. Tókst með
okkar mikil vinátta sem varaði æ
síðan. Það voru alltaf gleðistundir
þegar Júlíus kom í heimsókn þó svo
það væri bara í smákaffisopa þegar
hann var að erinda fyrir bankann
norður í landi og ósjaldan hafði hann
eitthvað með til að gleðja bróðurdæt-
ur sínar. Júlíus var einstaklega barn-
góður og eiga litlu stelpurnar mínar
eftir að sakna hans sárt. Og glatt
var á hjalla þegar systkinin og fjöl-
skyldur hittust því alltaf var Júlíus
hrókur alls fagnaðar, drífandi og
spaugsamur.
Júlíus lagði mikla rækt við fjöl-
skyldu sína og vini. Hann var sann-
kallað náttúrubarn og undi sér vel
á Vatnsnesinu. Að skreppa norður
í land úr skarkala borgarinnar til
að komast á veiðar, dytta að bátnum
eða hjálpa vinum og kunningjum var
honum mikils virði. Fjölskyldan var
oft með í för og eiga synirnir eftir
að sakna allra ferðanna með pappa
sínum norður á Vatnsnes sem og
ástundun allra þeirra áhugamála
sem þeir áttu sameiginlega. Missir
þeirra er mikill en Júlíus var þeim
meira en góður faðir, hann var þeim
einnig góður félagi og vinur. Það
er mikið sem María Soffía fer á mis
við en Helga og strákamir eiga góð-
ar minningar sem þeir deila með
henni þegar hún hefur aldur til.
> Elsku Helga, Þórir, Magnús, Mar-
ía Soffía, Fríða, Ólöf, Ársæll, aðrir
aðstandendur og vinir, ég votta ykk-
ur mína dýpstu samúð. Missir okkar
er mikill en margar góðar minningar
um umhyggju og örlæti
Júlíusar eru huggun
harmi gegn. Minningin
um góðan dreng er ljós
í lífí okkar og höfum í
huga síðustu ljóðlínurn-
ar úr fyrrnefndu ljóði
Ársæls.
„Það falla regndrop-
ar en sólin skín.“
Blessuð sé minning
þín, kæri mágur.
Gunnhildur
Harðardóttir.
Ef ég bara mætti mæla
mál sem læknað gæti sárin,
þrek í striði þreyttum gefíð,
þerrað höfug sorgartárin -
(Sverrir Haraldsson.)
Við félagarnir í Taflfélaginu Helli
vomm harmi slegnir þegar við frétt-
um að Júlíus Guðmundsson, einn af
stjórnarmönnum félagsins, væri lát-
inn langt fyrir aldur fram.
Kynni okkar af þessum góða
dreng og félaga okkar voru öll á
einn veg. Mannkostir hans voru ótví-
ræðir og oft var til hans leitað til
að gegna ábyrgðar- og trúnaðar-
störfum fyrir félagið. 011 þau mál
sem Júlíus tók að sér leysti hann
hratt og vel af hendi og af mikilli
vandvirkni. Einu gilti hvort um var
að ræða lögfræðileg mál, fjáröflun-
arstarf eða stuðning við uppbygg-
ingu unglingastarfs félagsins.
Unglingastarfíð var Júlíusi sér-
staklega hugleikið og má þess geta
að synir hans, Þórir og Magnús, eru
meðal efnilegustu skákmanna fé-
lagsins af yngri kynslóðinni.
Með þessum fátæklegu orðum
verða engan veginn upp talin öll þau
góðu verk og þær ánægjulegu sam-
verustundir sem alltof stutt kynni
gáfu okkur.
Minningin um góðan vin og félaga
mun lifa um ókomna tíð. Helgu og
börnunum vottum við samúð okkar
og megi góður guð styrkja þau í
sorg þeirra.
Taflfélagið Hellir.
Kæri vinur.
Við kynntumst þegar við byijuð-
um laganám. Ég velti nú fyrir mér
hvað það var sem leiddi okkar sam-
an til þess nána vinskapar sem síðar
varð. Mér kemur fyrst í hug að ég
hafi sótt í félagsskap þinn vegna
góðrar kímnigáfu sem var þitt helsta
einkenni. Það var ómögulegt að láta
sér leiðast í návist þinni. Þá minnist
ég vinnusemi þinnar og vandvirkni.
Við félagar þínir, Stefán og ég,' nut-
HELGA ÁGÚSTA
EINARSDÓTTIR
+ Helga Ágústa
Einarsdóttir
fæddist á Blómstur-
völlum við Bræðra-
borgarstíg 16. ágúst
* 1909. Hún lést á
Sjúkrahúsi Reykja-
víkur 18. október
síðastliðinn og fór
útför hennar fram
frá Digraneskirkju
24. október.
Með örfáum orðum
langar mig að minnast
Helgu vinkonu minnar,
sem ég á svo mikið að
þakka, og þá fyrst og fremst fyrir
sanna vináttu í 50 ár. Það var mér
mikils virði að kynnast henrii ásamt
fleiri konum sem allar voru eldri en
ég og buðu þær mér að vera með sér
í saumaklúbb.
Ég var þá 19 ára gömul og nýbú-
in að missa móður mína í bílslysi,
og það segir sig sjálft að mikið átti
ég ólært í heimilishaldi. Aldrei man
ég eftir því að þær létu mig fínna
fyrir reynsluleysi mínu, utan einu
sinni þegar ég var langt komin með
að pijóna peysu á frum-
burðinn. Þá sagði hún
„þetta er ekki nógu
gott, ég skal rekja þetta
upp fyrir þig.“ „Nei,
það get ég gert,“ svar-
aði ég og svo hlógum
við að öllu saman.
Það var alltaf gleði
og gaman í sauma-
klúbbnum okkar og
átti Helga stóran þátt
í að svo var. Nú er ég
orðin ein eftir af þeim
sjö sem stofnuðu
saumaklúbbinn, en
hver veit nema að við
getum stofnað annan þegar við hitt-
umst aftur.
Feijan hefur festar losað
farþegi er einn um borð
mér er ljúft - af veikum mætti
mæla nokkur kveðju orð.
Þakkir fyrir hlýjan huga,
handtak þétt og gleðibrag,
þakkir fyrir þúsund hlátra,
þakkir fýrir liðinn dag.
^ (J.Har.)
Kristlaug Ólafsdóttir.
um þessara hæfíleika í ríkum mæli
öll þau ár sem við unnum saman við
glósugerð í lagadeildinni undir for-
merkjum Fræðimannafélagsins, en
svo nefndum við þennan félagsskap
okkar þriggja. Ég held að það sé
nokkuð ljóst að frágangur á glósum
okkar Stefáns hefði verið frekar
ræfilslegur ef drifkrafts þíns hefði
ekki notið við. Ég á margar góðar
minningar um þig frá námsárum
okkar. Þú smitaðir mig af skák-
áhuga þínum og fór mikið af ætluð-
um námstíma okkar í að tefla. Ég
á þér að þakka að hafa hampað
meistaratitli í skák þegar við urðum
tvískákmeistarar Orators. Mér skilst
raunar að við séum það enn, þar sem
tvískáksmót hafi ekki verið haldið á
vegum félagsins eftir þetta merki-
lega afrek okkar.
Það einkenndi þig alla tíð að þú
gerðir miklar kröfur til sjálfs þín við
þau verkefni sem þú tókst þér fyrir
hendur. Einungis það besta var nógu
gott. Þessi eiginleiki kom glögglega
fram í þeim áhugamálum sem þú
lagðir stund á. Þú varst alltaf fýrstur
til að kaupa bestu græjumar þegar
kom að leiktækjum fyrir okkur strák-
ana. Þú áttir bestu veiðistöngina,
flottasta veiðihjólið og allan aukabún-
að sem þurfti til bæði físk- og skot-
veiða. Við félagamir horfðum á sport-
mennskuna hjá þér öfundaraugum
og létum okkur dreyma um að eign-
ast slík undratól í fyllingu tímans.
Þá tókstu veiðisportið föstum tökum.
Sóttir nauðsynleg námskeið, lærðir
óaðfínnanleg vinnubrögð við veiði-
skapinn og hélst þér í góðri þjálfun.
Af góðsemi þinni dróstu mig með þér
bæði á skot- og fiskveiðar. Meðan
þú hljópst upp á fjöll gekk ég móður
og másandi langt á eftir þér. Árang-
urinn af skotveiðinni hjá okkur varð
eins og til var stofnað.
Okkar bestu stundir saman voru
við laxveiðar. Það verður alltaf sér-
stakt samband á milli veiðifélaga.
Við veiðiskapinn kemur hinn innri
maður í ljós. Þú varst kappsamur
við veiðar en jafnframt tillitssamur
við veiðifélagann. Þú fagnaðir inni-
lega, með þínum sérstæða hætti,
hveijum laxi sem á land var dreginn
og skipti þá ekki máli hvor okkar
hélt um stöngina. Fiskveiðarnar voru
mikil ástríða hjá okkur báðum og
fór vaxandi. Við vorum á fyrstu stig-
um fluguhnýtinga og áttum margt
eftir ógert á þessum vettvangi.
Þín verður sárt saknað, vinur.
Missirinn er mikill. Reglubundnir
skvasstímar sem við höfðum stundað
í mörg ár verða ekki fleiri. Lífsgleði
þinnar og kímni, sem hefur kryddað
tilveru okkar frá fyrstu kynnum og
var uppá sitt besta í helgarferð okk-
ar með eiginkonum til Amsterdam
nú í haust, munum við ekki njóta
nema í minningunni. Það er nú eigin-
lega sárast að hafa ekki sagt þér
frá því hversu mikils virði vinskapur
okkar var mér. Það þykir víst ekki
karlmannlegt að flíka slíkum tilfínn-
ingum og verður því við það að sitja.
Það er ekki bara ég sem mun
sakna þín. Þú varst Völu og sonum
mínum mikill gleðigjafi og traustur
vinur. Þau senda þér sínar bestu
kveðjur.
Þótt missir okkar sé sár er hann
hjóm eitt miðað við missi Helgu,
Þóris, Magnúsar og Maríu Soffíu.
Sem fjölskyldufaðir stóðstu þig af
stakri prýði. Þú varst óþreytandi við
að kynna börnum þínar ýmsar hliðar
lífsins. Synirnir voru félagar þínir í
hinum ýmsu áhugamálum og horfði
maður á samband ykkar með að-
dáun. Þótt erfiðir tímar séu fram-
undan hjá fjölskyldunni, getum við
þó huggað okkur við það að þau eru
öll sérstaklega vel gerð og munu
takast á við sorgina með sóma.
Þá er ekkert eftir nema að kveðja.
Það eru erfið orð, en verða kannski
heldur léttbærari ef ég orða það
þannig; ég kveð þig að sinni.
Jóhannes Sigurðsson,
Valgerður Andrésdóttir
og synir.
Hvernig getum við að trúað því
að fáeinum klukkustundum eftir að
við kvöddum Júlla yrði hann allur?
Svo allt of fljótt og allt of snöggt.
Matarklúbburinn okkar hafði átt
saman ánægjulega kvöldstund eins
og venjulega þegar við komum sam-
an, þar sem margt var rætt og
ákvarðanir teknar um hvað gera
ætti í framtíðinni. Við vissum að
sumir af stóru draumunum yrðu
framkvæmdir í nánustu framtíð, en
aðrir kannski aldrei. Júlli ætlaði að
taka okkur með sér á ijúpnaskyttirí
og sýna okkur veiðilendur sínar
norður í Húnavatnssýslu. Hann ætl-
aði að sýna okkur svæði þar sem
hann ríkti sem kóngur í ríki sínu og
þekkti eins og fingurna á sér. Þá
var ákveðið að fara laxveiðiferð
næsta sumar. Við ætluðum að fara
með fjölskyldurnar okkar á kast-
námskeið í vetur, til að geta verið
saman næstu sumur við eitthvert
kyrrlátt vatn, eða straumharða á,
til að stunda okkar sameiginlega
áhugamál, stangveiði. Viljinn var
alltaf fyrir hendi og Júlli alltaf dug-
legri en aðrir að láta verkin tala.
Fullur af eldmóði við fluguhnýtingar
og lestur fræðirita um veiðiskap.
Slíkur var áhuginn.
Júllí var duglegur að vera með
strákunum sínum. Hvort heldur um
var að ræða veiðiskapinn, handbolt-
ann eða skákáhugann sem hann
kveikti hjá þeim báðum og ræktaði
með þeim. Hann var stoltur af þeim
og við vitum að þeir eiga ekki nema
góðar minningar frá öllum samveru-
stundum þeirra. Þá má ekki gleyma
litla sólargeislanum, Maríu Soffíu,
sem þrátt fyrir stutta ævi naut
margra góðra stunda og umönnunar
pabba síns. Hún mun ylja sér í fram-
tíðinni við minningar um góðan föð-
ur af frásögnum annarra. Hann var
faðir sem feður nútímans ættu að
taka sér til fyrirmyndar.
Hugurinn reikar til þeirra sam-
verustunda sem við áttum saman.
Frá þeim eigum við aðeins góðar
minningar. Hvort heldur farið var
með fjölskyldurnar austur á Vopna-
fjörð til Stefyar og Oddgeirs, þar
sem ýmislegt var brallað, eða útileg-
an sem farin var síðastliðið sumar.
Það er ferð sem verður alltaf ofar-
lega í minningunni og sýndi okkur
best hversu samrýndir þeir feðgar,
Júllí, Þórir og Magnús voru.
Mikill harmur er kveðinn að okkur
öllum við fráfall Júlla vinar okkar.
Litli hópurinn sem kynntist í gegnum
nám eiginkvennanna fyrir 15 árum
verður aldrei samur. Fráfall hans
er hræðilegt áfall sem breytir lífi
okkar allra. í amstri hversdagsins
stöldrum við við, lítum upp, köfum
í sálina og spyijum áleitinna spurn-
inga um lífið og tilveruna og sjáum
að hlutimir eru ekki allir eins og við
viljum eða höldum. Við höfum lært
að meta lífið á öðrum forsendum en
áður og njótum minninganna um
góðan dreng, en söknum þess að
eiga ekki framtíð með honum. Þó
er söknuður okkar hjóm eitt miðað
við missi hans nánustu. Elsku Helga
og böm, Guð gefi ykkur styrk í þess-
ari miklu sorg og hjálpi ykkur að
takast á við lífið framundan.
Góðar glaðar stundir,
geymast í huga og sál,
vina, sem orna sér ennþá
við æskunnar tryggðamál.
Þær stundir leiftrandi lifa,
svo ljúfsárt minningaflóð
og okkur til æfiloka
yljar sú foma glóð.
Allt er í heimi hverfult,
hratt flýgur stund, lán er valt.
Góðar og glaðar stundir
þú geyma við hjarta skalt
og magna eld, sem að endist,
þótt annað flest reynist hjóm.
Hann logar fegri og fegri,
þótt fölni hin skæmstu blóm.
(Ómar Þ. Ragnarsson.)
Nú skilja leiðir um stund. En hver
veit, kannski eigum við eftir að hitt-
ast síðar og þá verður gaman að
rölta saman eftir árbakkanum með
stöng um öxl.
Ingibjörg og Halldór.
Ragnheiður og Ágúst.
Stefanía og Oddgeir.
Theodóra og Garðar.
Kveðja frá skólafélögum
Það er sárt að horfa á eftir góðum
vini og félaga, sem í bióma lífsins
kveður þennan heim. Júlíus Guð-
mundsson skilur eftir sig skarð sem
ekki verður fyllt. Hann var góður
drengur, sem ávann sér væntum-
þykju, vináttu og virðingu þeirra,
sem kynntust honum, hvort sem var
í leik eða starfi. Kímnigáfu hafði
hann í ríkum mæli og létta lund.
Júlíus var lífíð og sálin í öllum okk-
ar samfundum og uppákomum, enda
var hann oftar en ekki sá sem skipu-
lagði og stefndi okkur saman.
Júlíus var mikill fjölskyldumaður.
Þau Helga byggðu sér samhent og
af miklum dugnaði gott heimili. Júl-
íus var augljóslega mjög stoltur af
börnum sínum og þeim góður faðir,
félagi og vinur.
Við sem brautskráðumst með Júl-
íusi sumarið 1986 úr lagadeild Há-
skóla Islands viljum með þessum fáu
orðum minnast kærs vinar og félaga
og kveðja hann.
Helgu og börnum þeirra, Þóri,
Magnúsi og Maríu Soffíu, móður
hans, Sigfríði, systkinum, tengda-
fólki og öðrum vandamönnum, vott-
um við okkar dýpstu samúð. Megi
Guð styrkja ykkur í sorg ykkar og
söknuði.
Útskriftarhópur úr lagadeild
HÍ sumarið 1986.
Við ólumst upp í sömu götu. Júlli
á nr. 28 en ég á nr. 36. Júlli var í
eldra liðinu með Anga, Halia og
Binna. Á sumrin mættust allir ald-
urshópar hverfisins í ákafri innbyrð-
is keppni á Garðaflötinni sem var á
milli heimila okkar. I þá daga gat
aldursbilið oft gert gæfumuninn.
Leiðir okkar lágu saman að nýju
í lagadeildinni. Hugtakið „aldur“ var
þá oðið þokukenndara. Það var mik-
il huggun fyrir nýstúdent að sjá aft-
ur góðkunnugt andlit úr götunni
heima. Júlli var þá kominn í gegnum
síu fyrsta ársins og það herti mig
upp í að ganga í plógfar hans. Júlli
hafði þá þegar yfírbragð áreiðan-
leika og nákvæmni sem síðar gagn-
aðist honum vel í starfí. Mönnum
þótti gott að leita þangað sem vitað
var að hlutirnir voru í röð og reglu.
Ábyrga ásýnd sína braut Júlli síðan
upp með hárfínni eðlislægri glettni
sem fáum er gefín. Þessir mannkost-
ir gerðu það eftirsóknarvert að
dvelja í návist Júila.
Við sóttumst báðir eftir því að búa
áfram í gamla hverfinu. í samtölum
okkar síðustu árin barst hnignun
víkinganna oft í tal. Það var sameig-
inlegt markmið okkar að snúa þeirri
þróun við innan frá. Júlli hafði lagt
sitt af mörkum til að svo mætti
verða. Hans elja verður öðrum
hvatning til að halda þessu starfi
áfram.
Ég votta eiginkonu, börnum og
fjölskyldum mína dýpstu samúð
vegna fráfalls Júlíusar Guðmunds-
sonar.
Jóhannes Albert Sævarsson.
Það var ekki alltaf ljóst í laga-
deildinni hvort menn tefldu í pásu
frá lestri eða lásu í pásu frá skák.
Þannig virðist það allavega í endur-
minningunni, sem segir sjálfsagt
aðallega að skákin hafí þótt
skemmtilegri en lesturinn og minnið
sé valkvætt. En kannski var það
ekki skákin sjálf sem skipti öllu
máli. Hún var rammi um félagsskap-
inn, sem við vildum fyrir alla muni
koma í veg fyrir að sundraðist við
það að menn breyttust úr laganem-
um í lögfræðinga. Skákrannsóknar-
félagið var okkar aðferð til þess að
hindra sundrunguna, skákrannsókn-
ari gat hvort heldur verið stud. eða
cand. jur.
Skákrannsóknarfélagið er komið
yfir fermingaraldur. Félagsmenn eru
allir löngu orðnir lögfræðingar og
lögmenn. Markmið félagsins um að
viðhalda félagsskapnum náðist.
Skákin skiptir jafnvel enn minna
máli en áður, mestu varðar að hitt-
ast. Markmiðið hefði aldrei náðst án
Júlla. Júlli var aðalhvatamaðurinn
að stofnun félagsins, fyrstu fundir
þess voru heima hjá honum og eina
fyjöltefli félagsins var við Guðmund,
pabba Júlla.
Skákrannsóknarar eru mjög mis-
öflugir skákmenn. Ákveðin tímamót
urðu þó á opnunarmóti leiktíðarinnar
96-97, Júlli tapaði fyrir eina félagan-
um sem aldrei hafði sigrað hann og
þar með lokaðist hringurinn, allir