Morgunblaðið - 30.10.1997, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 1997 43
höfðu náð að vinna alla. Júlli taldi
í fyrstu brögð hafa verið í tafli, en
aðrir hlustuðu ekki á slíkt. Það var
einfaldlega mest gaman að vinna
Júlla, sem tapaði alltof sjaldan að
mati okkar hinna. Það verður að
játast nú, að hann var öflugasti
skákmaðurinn í hópnum og hann
vissi það svo sem, enda vann hann
mótin okkar undantekningalítið. Það
verður erfítt að fá ekki fleiri færi á
að rúlla Júlla. Það er jafn erfitt að
hugsa til þess að verða ekki framar
rúllað af Júlla. Skákin verður ekki
söm hjá Skákrannsóknarfélaginu án
hans. Við hinir munum þó reyna að
halda merkinu á lofti, sannfærðir
um að þannig sé minningu Júlla
mestur sómi sýndur.
Það vita allir sem Júlla þekktu,
að hann var frábær fjölskyldufaðir
og afar stoltur af íjölskyldunni.
Strákunum sínum kenndi hann vita-
skuld skák og áhugi þeirra og hæfi-
leikar glöddu hann mjög. Eini mað-
urinn sem Júlli tapaði skák fyrir
með stolti var Þórir Júlíusson. Magn-
ús, þá smástúfur, gladdi líka pabba
sinn ósegjanlega þegar hann mátaði
einn skákrannsóknarann í aukaskák
á einu mótinu.
Hugur okkar félaganna er hjá
ykkur, elsku Helga, Þórir, Magnús
og María Soffía, á þessari hræðilega
erfiðu stundu. Við vonum að algóður
guð gefi ykkur styrk og minningin
um yndislegan föður, félaga og eig-
inmann lifi með ykkur.
Skákrannsóknarfélagið.
Milli lífs og dauða er örmjór
strengur. Einhvem tímann brestur
hann, en við ætlum það verði seinna
en á morgun. Stundum gerist það
fyrr og alltaf verðum við jafn agn-
dofa. Af hverju núna? spyrjum við,
en fáum ekkert svar.
Góður drengur er farinn. Strengur
hans brast fyrr. Góður drengur með
glettni í augum og góðlátlegt bros,
vinur vina sinna og ástríkur fjöl-
skyldu sinni.
Það er enginn strengur í minning-
um, minningin um Júlla mun lifa.
Elsku Helga, Þórir, Magnús og
litla María Soffía, Fríða mín, Ólöf,
Sæli og fjölskyldur, megi guð styrkja
ykkur í sorginni og söknuðinum.
Kristín.
Ungur maður, okkur svo kær, er
látinn. Hvemig öllum er afmarkaður
staður og stund er okkur hulin ráð-
gáta. Á örskotsstundu skynjum við
að ekkert verður héreftir sem hing-
aðtil.
Eftir stendur minningin svo ljós-
lifandi. Glæsilegur maður, góðum
gáfum gæddur, svo einstaklega geð-
þekkur. Lífsglaður drengur, mikill
húmoristi og sérlega skemmtilegur.
Maður sem vakti með manni vænt-
umþykju og virðingu.
Við dáðumst að dugnaði hans, hve
vel hann sinr.ti öllu sínu, fjölskyldu
og heimili, vinnu, námi og fjölmörg-
um áhugamálum. Það bar þó af öðm
og vakti sanna aðdáun hve vel hann
rækti föðurhlutverk sitt. Af alúð tók
hann virkan þátt í leik þeirra og
starfi. Þeim veitti hann meira en
margur gerir á langri ævi.
Við tengdumst Júlla og Helgu
venslaböndum þegar systir mín og
bróðir hennar rugluðu saman reytum
fyrir allnokkrum árum. Síðan þá
höfum við átt samleið og með okkur
þróast samkennd og vinátta. Þau
voru fastur punktur í tilveru okkar
og fyrir það þóttumst við einkar lán-
söm. Það er með þungum trega sem
við nú þökkum Júlla samfylgdina.
Helgu og barnanna er missirinn
mikill. Við fáum ekki skilið það sem
nú er á þau lagt. Við lútum höfði
og biðjum almáttugan guð að um-
vefja þau kærleika sínum og leiða
þau gegnum dimman dalinn. Við
biðjum að þeim hlotnist huggun um
síðir. Megi minningin um ástríkan
eiginmann og föður vera þeim leið-
arljós í sorginni.
Móður Júlíusar, systur og bróður
sem og aðstandendum öllum, sendum
við okkar dýpstu samúðarkveðjur.
Júlíus kveðjum við með virðingu
og þakklæti fyrir þær góðu minning-
ar sem hann skilur eftir hjá okkur.
Sigríður Jónsdóttir
og Karl Wernersson.
JONFINNS
JÓNSSON
+ Jón Finns Jóns-
son fæddist í
Hlíð í Reykhóla-
hreppi 4. desember
1919. Hann lést á
Hrafnistu í Hafnar-
firði 21. október síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru Guðrún
Ámadóttir og Jón
L. Hansson, sem þá
voru ábúendur í
Hlíð. Tveggja ára
gamall var hann
tekinn í fóstur af
hjónunum Magnúsi
Sigurðssyni og Ingi-
björgu Einarsdóttur, sem
bjuggu á Kinnarstöðum í Reyk-
hólasveit. Alsystkini Jóns Finns
eru eftirtalin: Hansína Kristin,
f. 1916, d. 1989, Guðný, f. 1921,
d. 1991, Sigríður, f. 1923, d.
1944, Ólöf, f. 1925, d. 1946,
Guðbjörg, f. 1927, d. 1940, Erl-
ingur, f. 1930, Arai, f. 1931.
Systkini Jóns, samfeðra eru:
Hannes, Ogn, Gunnar og Pétur
og síðan Guðmundur, sem öll
Við andlát Nonna frænda er eins
og við systumar séum að kveðja
hluta tilveru okkar frá bemskudög-
unum. í mörg ár var það fastur lið-
ur að Nonni frændi væri hjá okkur
á aðfangadag. Alltaf kom hann fær-
andi hendi og gladdi okkur með
ýmsu móti. Þegar búið var að taka
upp jólapakkana munum við eftir
sögunum hans frá mörgum þeim
löndum sem hann hafði heimsótt.
Okkur fannst að hann hefði heim-
sótt öll lönd heimsins og hann var
ótrúlega fróður um allt mögulegt.
Við munum líka eftir honum þeg-
ar hann rak verslunina á hominu
og alltaf var tekið vel á móti okkur
þegar við litum þar við. Eftir að
Nonni flutti á Hrafnistu urðu heim-
sóknir hans stijálli en þar leið honum
vel. Ámi, bróðir hans, heimsótti
hann daglega og tók hann með sér
í ferðir um bæinn og stytti honum
stundir á ýmsa lund. Þótt hann hafí
oft verið mikið veikur kom andlát
hans okkur á óvart. Við munum
varðveita góðar minningar um
Nonna frænda í hjörtum okkar.
Pálína Margrét
og Guðrún Brynja.
Andlát Jóns Finns Jónssonar,
bróður okkar, kom snöggt. Hann
hafði verið óvenju hress undanfama
daga og talaði um það góðlátlega
að þær væru nú orðnar nokkuð
margar banalegumar sem hann
hefði komist klakklaust úr. Lífshlaup
bróður okkar hefur á margan hátt
verið merkilegt. Hann ólst upp í
Reykhólasveit, sem hann taldi feg-
ursta allra sveita. Þar naut hann
samvista við þær Kinnarstaðasystur
og alla tíð var hann í nánum tengsl-
um við þær fóstursystur sínar þó
fjarlægðin væri löngum mikil. Eftir
notadijúga skólagöngu varð sjórinn
hans starfsvettvangur í fjölda ára
og um öll heimsins höf lágu leiðir
hans. Hann hafði óvenju góða frá-
sagnargáfu og sögur hans frá þess-
um stöðum vom sannarlega heill-
andi. Hann setti sig einnig inn í hag
landsmanna í mörgum þessara landa
og var ótrúlega fróður um stjórnarf-
ar og sögu þeirra. Ef aðstæður hefðu
verið aðrar á uppvaxtarárum hans
hefði hugur hans örugglega staðið
til lengri skólagöngu en raun varð
á. Hann hafði gaman af að spjalla
um menn og málefni og var með
mjög ákveðnar skoðanir á hlutunum
og var ekkert að liggja á þeim hver
svo sem átti í hlut. Hann var lengst
af mjög róttækur í skoðunum og það
var ekki svo sjaldan sem sló í brýnu
með okkur bræðrum og honum þeg-
ar sitt sýndist hveijum. En á síðari
árum hneigðist hugur hans æ meira
til hugleiðinga um lífið og tilveruna
og hvað tæki við. Ef til vill átti sú
reynsla sem hann gekk í gegnum
sinn þátt í því. Svo oft stóð hann
við dauðans dyr að hann taldi það
enga tilviljun að hann „sneri alltaf
eru látin, og Þor-
varður, sem lifir
bróður sinn. Eftir-
lifandi bróðir Jóns,
sammæðra, er Rún-
ar Brynjólfsson.
Jón stundaði nám
í Flensborgarskóla í
eitt ár er hann var
22 ára gamall og
vann síðan um skeið
við skrifstofustörf
og verkamanna-
vinnu. Lengst af
ævinnar, eða í rúm
40 ár, stundaði Jón
sjómennsku bæði á
innlendum og erlendum skipum.
Jón var sæmdur heiðursmerki
sjómanna í Hafnarfirði að aflo-
knu farsælu starfi á sjónum.
Eftir það stundaði hann kaup-
mennsku og starfaði við það í
nokkur ár.
Jón var ókvæntur og barn-
laus.
Útför Jóns fer fram frá Víði-
staðakirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
aftur til mannheima", eins og hann
orðaði það.
Á sjómannsárum sínum hin síðari
ár vann Nonni oftast sem mat-
sveinn. Þegar í land var komið eftir
langa útivist var það löngum frekar
regla en undantekning hjá mörgum
sjómanninum að tappi væri dreginn
úr flösku. Jón bróðir okkar var þar
engin undantekning. Hann var um
tíma mjög dijúgur í þeim efnum, en
hins vegar var það með ólíkindum
að aldrei brást það að daginn áður
en átti að fara út hætti hann og um
borð fór hann á réttum tíma og stóð
sina pligt. En sama ljúfmennið var
hann hvernig sem ástandið var, og
ekki vitum við um neinn mann sem
hefur borið einhvern kala í bijósti
til hans. Og þegar hann hætti loks
á sjónum og kom í land var tappinn
nokkrum árum síðar settur í flösk-
una og ekki haft fleiri orð um það.
Hann gat ekki neitað neinum
manni um greiða ef honum var það
á einhvem hátt mögulegt að leysa
úr vandanum og sparaði þá ekkert
til. Móðir okkar blessuð, Guðrún
Ámadóttir, nefndi það oft að það
hefði verið henni erfíð raun að sjá
á eftir syni sínum í fóstur, þrátt
fyrir það að um afbragðs fólk væri
að ræða sem hann dvaldist hjá. Sam-
band þeirra var mjög náið eftir að
Jón fluttist suður og allt fram á síð-
asta dag ævi hennar. Þau höfðu
bæði yndi af ljóðum og skáldskap
og sátu löngum á tali um þetta
áhugamál sitt. Ekki fóm pólitískar
hugmyndir þeirra saman á þessum
ámm, en Jón gætti mjög hófs í skoð-
unum sínum þegar hún var annars
vegar. Það fer vel á því nú að leiðar-
lokum að hann verður lagður til
hvíldar við hlið hennar.
Árin hans á Hrafnistu í Hafnar-
fírði vom honum góð, þrátt fyrir
erfið veikindi. Nonni þreyttist aldrei
á að tala um hve vel væri um hann
hugsað. Aðstandendur vilja koma á
framfæri innilegu þakklæti til allra
þeirra er voru honum stoð og stytta
þessi síðustu ár. Lífshlaupi bróður
okkar er lokið og við erum sannfærð-
ir um að hann fær góða heimkomu.
Við geymum ljúfar minningar um
hann og vitum að hann lítur til með
okkur ef hann á þess nokkurn kost.
Árni Jónsson, Erlingur
Jónsson, Rúnar
Brynjólfsson.
Elsku Nonni frændi.
Nú þegar leiðir skiljast langar
okkur að þakka liðnar stundir. Það
verða að teljast forréttindi fyrir okk-
ur og börnin okkar að hafa fengið
að kynnast þér og eiga minningarn-
ar eftir sem ylja okkur um ókomna
tíð. Við eigum eftir að sakna allra
skemmtilegu stundanna þegar við
sátum „ein augu og eym“ og hlust-
uðum á sögur af framandi fólki frá
fjarlægum stöðum. Þú, sem hafðir
siglt um öll heimsins höf, hafðir lag
á að segja þannig frá að allt varð
þetta ævintýri líkast. Ábyggilegt er
að þú fylgdist alla tíð vel með gangi
mála, hvort heldur var á sviði þjóð-
mála, í heimspólitíkinni eða á
íþróttasviðinu. Það var sama hvar
borið var niður, alltaf vissir þú eitt-
hvað um málið og hafðir á því skoð-
un og oftar en ekki gastu kveðið
okkur í kútinn því minni þitt var
einstakt. Allt það fólk sem þú kynnt-
ist á lífsleiðinni var af þínum sögum
að dæma einstakir öðlingar en, elsku
Nonni, þú varst sjálfur mesti öðling-
urinn og nægjusamur með eindæm-
um. Þrátt fyrir að þú ættir ekki allt-
af mikið af veraldlegum gæðum átt-
ir þú alltaf nóg til að gefa öðrum
og ófáir eru þeir sem þú hefur séð
aumur á. Enda er okkur minnisstæð
sagan af þér þegar þú gafst utan
af þér fötin og komst í strigapokan-
um um borð. Elsku Nonni frændi,
nú þegar kallið er komið og þú far-
inn þangað sem amma Guðrún og
systumar taka fagnandi á móti þér,
viljum við með eftirfarandi ljóðlínum
þakka fyrir allt.
Far þú í friði,
ftíður Guðs þig blessi,
hafðu þðkk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Araabörn.
Látinn er góður vinur minn, Jón
Finns Jónsson, ávallt kallaður
Nonni af sínu nánustu. Nonni
stundaði sjóinn mest allan sinn ald-
ur, bæði hér við íslandsstrendur að
veiða físk og svo sigldi hann um
öll heimsins höf á stórum erlendum
skipum.
Ekki kynntist hann öðru en góðu
fólki í þeim löndum sem hann heim-
sótti og löndin voru mörg en svona
var Nonni, allir vom góðir. Hann
hallmælti aldrei nokkmm manni.
Er við spjölluðum saman barst talið
fljótt að tónlist. Nonni elskaði ópem-
söng og þekkti alla frægustu tenóra
heimsins um leið og hann heyrði í
þeim, frá Caruso til þeirra vinsæl-
ustu í dag. Þó Nonni væri heimsmað-
ur þráði hann ætíð sveitina sína,
Reykhólasveitina, Vaðalfyöllin og
ilminn úr birkikjarrinu. Fór þangað
eins oft og hann gat og hitti fólkið
sitt.
Ég kveð Jón Finns Jónsson með
þökk fyrir að hafa fengið að kynn-
ast honum. Ég læt hér fylgja ljóð
sem ætíð mun minna mig á hann.
Þótt þú langfórull legðir
sérhvert land undir fót,
bera hugur og hjarta
samt þíns heimalands mót.
Frænka eldfyalls og ísa,
sifyi árfoss og hvers,
dóttir landholts og lyngmós,
sonur landvers og skers.
(Stephan G. Stephansson.)
Auður Axelsdóttir.
ir höfum kynnst. Nonni Finns, eins
og hann ávallt var kallaður, var
uppeldisbróðir móður okkar og mik-
ill fjölskylduvinur. Hann var tíður
gestur á heimilinu og í huga okkar
var hann hinn besti afi. Hann var .
gæddur miklum mannkostum, vel
lesinn, víða heima og alltaf til í að
ræða málin og koma með nýjar
víddir í umræður. Nonni var sérlega
glaðlyndur og jákvæður og hvar
sem hann kom smitaði nærvera
hans út frá sér. Nonni var sérstakt
gæðablóð og einstaklega bamgóð-
ur. Þegar spurðist að von væri á
Nonna í heimsókn, á heimilið, var
öllu ýtt til hliðar, því Nonni hafði
algjöran forgang. Sögumar hans
vom í sérstöku uppáhaldi og ekki
skemmdi frásagnarlistin, sem var
einstök. '
Nonni fór snemma á sjóinn og
réð sig ungur á norsk fraktskip sem
sigldu um öll heimsins höf. Á ferð-
um sínum um ókunn lönd lenti hann
í ýmsum svaðilförum sem urðu upp-
sprettur af frásögnum sem hann
var óspar á að deila með öðrum.
Seinna flutti Nonni heim og gerð-
ist sjómaður á innlendum skipum.
Á þeim árum var oft siglt með afl-
ann á erlenda markaði. Ógleyman-
legar eru þær stundir er Nonni kom
úr þeim siglingnum, geislandi af
gleði og yfírleitt fylgdu gjafír til
okkar litlu drengjanna með. Með
aldrinum dró hann sig í hlé frá sjó-
mennskunni, en fór samt alltaf túr
og túr þó að heilsan leyfði það eng-
an veginn. Það er hægt að ímynda
sér hversu verðmætur félagi hann
var á sjónum með sína yfírvegun
og jákvæðni. Hann átti líka marga
félaga úr sjómennskunni sem leit-
uðu til hans löngu eftir að hann
hætti á sjónum.
Eftir að sjómannsferlinum lauk
keypti Nonni lítinn sölutum í Hafn-
arfírði, þar sem hann bjó lengst af.
Börnin í hverfínu hændust að hon-
um og gaf hann sér ávallt góðan
tíma í að afgreiða þau og yfírleitt
komu þau vel út úr viðskiptunum.
Síðustu árin dvaldi Nonni á
Hrafnistu í Hafnarfirði. Hann var
ánægður með dvölina á Hrafnistu
bæði með aðstöðuna og starfsfólk-
ið. Um helgar gátum við gengið að
Nonna vísum inni í sjónvarpsher-
bergi horfandi á enska boltann eða
aðrar íþróttir. Hann hafði krónískan
áhuga á íþróttum og hafði ávallt
skoðanir á því hvemig leikar fæm,
eða hveijir yrðu meistarar þetta
árið.
Foreldrar okkar, við bræðumir
og fjölskyldur okkar þökkum fyrir
þær ógleymanlegu stundir sem við
áttum með Nonna. Við emm vissir
um að Nonna sé vel tekið hið efra ^
og eflaust situr hann þar með vinum
og vandamönnum og skemmtir
þeim við frásagnir af veraldlegum
ævintýram. Farinn er einstakur
maður sem þó er hvfldinni feginn.
Blessuð sé minning Nonna Finns.
Gunnbjörn og Jóhann.
Genginn er góður félagi og einn
greindasti maður sem við bræðum-
E ríidnkkjui'
Gott verð
og lipur
þjónusta
S K Ú TA N
Hólshrauni Hafnarfirði
sími: 555 1810
13lómaL»úðin
öarðsKom
v/ PossvogskiiAkjL4ga»*ð
Sími: 554 0500
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
Erfidrykkjur
H
H
H
H
H
H
H
H
H"
H
^ Sími 562 0200 ^
riiixixiiixrl
Kammerkór Langholtskirkju - Jón Stefánsson
Með listrænan metnað - Sími 894 1600