Morgunblaðið - 30.10.1997, Side 44

Morgunblaðið - 30.10.1997, Side 44
44 FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ BENEDIKT SIG VALDASON + Benedikt Sig- valdason var fæddur að Ausu í Andakíl 18. apríl 1925. Hann lést á heimili sínu 10. október síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Há- teigskirkju 23. október. Fánum skólanna á Laugarvatni var flagg- að í hálfa stöng að morgni 11. október. Þeir bærðust ekki í logninu. Laugarvatn var spegilslétt þennan fagra og hlýja haustmorg- un. Reykur hveranna sveif hægt upp í loftið, dreifðist þar og varð að engu. Lauf skógarins var að mestu fallið til jarðar og farfugl- arnir að kveðja landið. Fámennt var á Laugarvatni því að frí var í skólum staðarins. Heimamenn voru hljóðlátir og fátalaðir því að Benedikt Sigvalda- son, fyrrverandi skólastjóri, hafði andast kvöldið áður að heimili sínu í Reykjavík, en hann hafði sem kunnugt er dvalið á Laugarvatni í marga áratugi, fyrst sem nemandi og síðar kennari en þó lengst af skólastjóri. Benedikt var afburða námsmað- ur; mun stundum hafa tekið venju- legt tveggja vetra nám á einum vetri. Hann lagði mikla vinnu í allt sem honum var ætlað að gera eða trúað fyrir, sama hvort það var nám, kennsla, skólastjórn eða önn- ur störf. Allt leysti hann af hendi á frábæran hátt. Benedikt var maður hlédrægur og blandaði sér ekki í málefni ann- arra að óþörfu. Hann leitaði ekki eftir mannvirðingum á neinn hátt, en sagði meiningu sína afdráttar- laust með hnitmiðuðum orðum sem voru öllum auðskilin. Benedikt hafði bjart yfirlit og var sviphreinn, ávallt snyrtilega búinn og bar sig vel, enda vakti hann hvarvetna at- hygli með sinni frjálslegu fram- komu. - Hann iðkaði nokkuð göng- ur sér til heilsubótar, oft nokkuð langar og erfiðar, en náði þar sem annars staðar settu marki. Benedikt var alla sína skóla- stjóratíð í stjórn Skólastjóraráðs Laugarvatns og oft formaður þess. Það voru mörg verkefni er skóla- stjóraráð þurfti að sinna, m.a. að skipuleggja kennslu á skólasetrinu, vinna að sem bestri nýtingu mötu- neyta og íbúða, sam- ræma félagsstörf í skólunum o.m.fl. Mjög náið samstarf varð milli skólastjóranna. Skólastjórum skól- anna eða skólastjóra- ráði bar samkvæmt samningi milli mennta- málaráðuneytis og Sýslusjóðs Árnessýslu frá 1953 að fara með yfirstjórn Sameigna skólanna, en þar var ég framkvæmdastjóri allt til 1994. Það er margs að minnast frá þessum liðnu áratugum er við Benedikt unnum saman. Þar vann hann sem annars staðar af vand- virkni, var fljótur að kynna sér hin ýmsu mál og tillögugóður. Margir fundir voru haldnir og einnig farn- ar ferðir á vegum Sameignanna. Þess á milli komu stjórnarmenn saman við ýmis tækifæri og var þá Benedikt hrókur alls fagnaðar. Benedikt og Adda Geirsdóttir giftust 1964. Fyrst bjuggu þau í lítilli íbúð í heimavistarhúsinu Mörk sem er miðsvæðis við aðrar vistir nemenda Héraðsskólans og beint á móti húsinu Laug þar sem ég og kona mín bjuggum. Þar var tíður samgangur á milli og traust og einlæg vinátta. Síðar fluttu Adda og Benedikt í skólastjórabústaðinn í Garði. Þar undu þau sér vel. Út- sýni er þar frábært. í suðaustri blasir við vatnið, Hekla, Eyjafjalla- jökull; til austurs og vesturs Laug- ardalurinn með sínum fjöllum og hæðum en í norðri Laugarvatns- fjall með sínar skógarhlíðar. Garð- ur er þó að nokkru hulinn ræktuð- um skógi. Benedikt kallaði oft Laugarvatn „paradís á jörðu“, taldi þar einn fegursta stað á íslandi. Héraðsskólinn og skólastaðurinn var honum afar kær. Þar lauk hann ævistarfi sínu. Það var mikið hamingjulán fyrir Benedikt að fá Öddu fyrir eigin- konu. Þau áttu vel saman, báru virðingu hvort fyrir öðru og voru mjög hamingjusöm. Bæði voru þau kennarar við sama skólann og hjálpuðust að við skólastjórnina. Það var ánægjulegt að heimsækja þau í hið óþvingaða og hreina and- rúmsloft er ríkti á hinu smekklega og fagra heimili þeirra, enda komu þar margir og þáðu frábærar góð- gerðir. Ef tími var aflögu frá eril- sömu skólastjórastarfi ferðuðust þau um Island. Einnig fóru þau oft + Eiginkona mín, ÓLAFÍA RAGNARS, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 31. október. Athöfnin hefst kl. 13.30. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Kjartan Ragnars, Bólstaðarhlíð 15. + Innilegar þakkir til ailra þeirra, sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður, fóstur- föður, tengdaföður og afa, KRISTMANNS HREINS JÓNSSONAR frá Efra Hóli í Staðarsveit, Höfðagötu 27, Stykkishólmi. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks St. Franskiskussjúkrahússins í Stykkishólmi. Guð blessi ykkur öll. Árný M. Guðmundsdóttir, Edda Sóley Kristmannsdóttir, Jón Ingi P. Hjaltalín, Kristján Viktor Auðunsson, Hildur K. Vésteinsdóttir, Þröstur Ingi Auðunsson, Wioletta Maszota, Arna Dögg J. Hjaltalín, Alfreð Már J. Hjaltalín. til annarra landa á eigin vegum. Þá fengum við, vinir þeirra, skemmtilegar kveðjur. Adda, ég veit að þú hefur misst það dýrmætasta sem til var í lífi þínu. Eg sendi þér og vinum þínum hugheilar samúðarkveðjur. Eiríkur Eyvindsson. í dag kveð ég gamlan vin minn, Benedikt Sigvaldason, eða Benda, eins og ég kallaði hann þegar ég var telpa. Með Benda mínum er horfinn einn af þessum gömlu sént- ilmönnum sem í dag eru svo sjald- séðir. Eg á margar ljúfar minningar um Benda. Hann var sterkur mað- ur og hraustur sem mokaði snjó og kleif fjöll, en hann var líka að mörgu leyti ákaflega fínlegur mað- ur, og vandvirkur með afbrigðum. Allt sem hann gerði, gerði hann vel. Bílar voru eitt af hans áhuga- málum og Bendi hugsaði vel um sína eigin. Ég efast um að betur hirtir bílar sjáist á götum en hans, enda var alltaf biðröð eftir þeim þegar hann endumýjaði. Bendi var mikill fræðimaður og ákaflega vel að sér um flest. Mín helsta minning er að sjá hann sitja við skrifborðið sitt umkringdan bókum og landa- kortum. Hann hafði mikinn áhuga á landafræði og sögu, og kynnti sér staðhætti allra þeirra landa og staða sem þau hjónin ferðuðust til. Bendi var mjög góður enskumaður og fær í sínu fagi. Hann var mér fyrirmynd og aðstoðaði mig mikið í mínu námi. Ég dvaldist oft hjá Dodu og Benda á Laugarvatni, einkum þeg- ar skóla lauk á vorin. Ég veit ekki hvað ég var gömul þegar ég fór að vera hjá þeim ein, en mér finnst eins og ég hafi alltaf verið þar. Það var gaman á Laugarvatni. Vatnið, skógurinn, Jónas, pósthúsið og kaupfélagið var allt saman ákaf- lega spennandi fyrir telpu úr Reykjavík. Húsið sem þau bjuggu í fannst mér ekki síður vera ævin- týraheimur. Þar var hátt til lofts og vítt til veggja og mér fannst það líkast höll. Þar var hægt að hlaupa um allt, fara í handahlaup og sippa í holinu, renna sér á rass- inum niður vel bónaða stiga og gramsa í gömlum tímaritum á háa- loftinu. Ekki var kjallarinn síður spennandi. Þar var þvottahúsið og saumavélin hennar Dodu, bóka- safnið með uppstoppaða fuglinum sem ég fékk stundum að klappa, og sturtan hans Benda. Og svo kom það fyrir að ég fékk að „ritvéla“ inni í því herbergi sem mér fannst hið allra heilagasta, en það var skrifstofan hans Benda. Þar voru bækur og stílar ásamt ýmsu sem hann hafði skrifað, oftast með blek- penna og hafði hann ákaflega fal- lega rithönd sem bar vott um vand- virkni hans og snyrtimennsku. Þangað kom líka oft fólk, bæði nemendur hans og kennarar og þá fékk ég að fara til dyra og fylgdist gjarnan með samræðum. Ég minnist einnig kvöldanna á Laugarvatni. Við Bendi sátum þá gjarnan við sjónvarpið því við höfð- um bæði jafn gaman af að horfa. Hann sat þá í stólnum sínum en ég oftast á gólfinu og Doda færði okkur iðulega eitthvað sætt svona eftir matinn. Ógleymanleg er líka íjallgangan okkar Benda þegar ég sparkaði „bjarginu" fram af brún- inni á Laugarvatnsfjalli, stóð tæpt og horfði niður. Eins lofthrædd og ég nú er þá fannst mér ég vel geta allt með Benda. Kannski þóttist ég líka hugaðri en ég í raun var því Bendi var sjálfur svo kjarkmikill og harður af sér að ég vildi ekki sýna neinn tepruskap. Bendi hafði ákveðnar skoðanir á hlutunum og sagði alltaf meiningu sína. Hann gerði miklar kröfur bæði til sjálfs síns og annarra og ég held að einmitt það hafi gert hann að svo góðum kennara og skólastjóra sem raun ber vitni. Maður bar virðingu fyrir Benda og fyrir mér voru orð hans lög. En þótt Bendi væri ákveðinn maður og oft alvörugefinn þá kunni hann vel að meta góðar sögur og gat sagt þær ansi margar. Hann hafði mikla kímnigáfu og gátu þau mamma oft skemmt hvort öðru með sögum sem maður sagði ekki alveg hvar sem var. Hann hafði líka sínar aðferðir við hlutina og af honum iærði ég m.a. þá leið sem mér hefur reynst áhrifaríkust við flugnaveiðar. Já, margs er að minnast. En nú hefur Bendi minn kvatt okkur. Þessi hrausti maður varð að láta í minni pokann fyrir illskeyttum sjúkdómi. Hann barðist hraustlega og sýndi mikinn hetjuskap í veik- indum sínum, en nú er stríði hans lokið. Við vildum öll fá að hafa hann lengur hjá okkur en við fáum þessu ekki ráðið. Ég vildi óska að börnin mín litlu hefðu fengið að kynnast honum, en þakka þó að þau foru fædd áður en hann kvaddi. Nú munum við sem eftir erum halda minningu hans á lofti. Benda minn ætla ég að muna hraustan, með skóflu eða þvottakúst á lofti, alltaf hressan, alltaf að. Við söknum sárt, elsku Doda mín. Minningarnar svíða í fyrstu, en með tímanum verður ljúft að minnast. Ég þakka góðum manni sam- fylgdina. Hann kenndi mér margt og tel ég mig gæfumanneskju að hafa átt hann sem skáfrænda, „afa“, lærimeistara og vin. Adda María. Tvo vetur fyrir tæpum tuttugu árum stunduðum við nám við Hér- aðsskólann á Laugarvatni. Allir eigum við hlýjar minningar um þann tíma, ekki síst vegna góðra kynna af Benedikt Sigvaldasyni skólastjóra og eftirlifandi eigin- konu hans Öddu Geirsdóttur kenn- ara. Burstirnar á Héraðsskólanum eru jafníslenskar og gufustrókarnir við Laugarvatn en þegar við sáum Benedikt fyrst á gönguferð, tein- réttan og vökulan, fannst okkur að við værum fremur staddir í Oxford eða Cambridge. Kynni okk- ar af Benedikt staðfestu fyrstu hughrif okkar. Hann reyndist fram- úrskarandi enskukennari og heill- andi maður. Sérlega mátum við hve hann var stundum aristókratískt annars hugar og hve oft hann stóð á skemmtilegum sjónarhóli og frumlegum. Við sendum okkar innilegustu samúðarkveðjur til Öddu og þökk- um fyrir eftirminnileg og afar ánægjuleg kynni af heiðurshjónum. Aðalsteinn Norberg, Fjalar Sigurðsson, Guð- mundur Kr. Hallgríms- son, Ragnar Sigurðsson og Þorgeir Pálsson. Þegar stofnað var til landsprófs miðskóla, til að opna alþýðu í dreif- býli leið til menntaskólanáms, var það strax viðhaft í Héraðsskólanum á Laugarvatni og haldið í fyrsta sinn vorið 1946. Til þessa náms gaf sig fram tvítugur Borgfirðing- ur, sem fram að því hafði engan veg séð til skólagöngu umfram fullnaðarpróf barnaskólans í Anda- kíl. Að sækja menntaskóla var dýrt, auk þess þurfti hann að vinna í búi foreldra sinna. Þegar nú þessi til- tölulega greiða landsprófsleið opn- aðist, tókst Benedikt Sigvaldasyni að knýja fram leyfi til að taka þátt í ævintýrinu, upp á það að ekki yrði framar rætt um skólagöngu á því heimili. Þó fór svo að ekki varð aftur snúið. Benedikt átti hvorki afturkvæmt úr skóla né frá Laugarvatni, ef frá eru talin menntaskólaárin í Reykjavík, há- skólaárin í Leeds á Englandi og svo nú árin síðustu, allt of fáu, í steinin- um helga í Reykjavík. Hann var framúrskarandi námsmaður, menntaskólanum lauk hann á þrem árum, en flestir þurfa fjögur eða jafnvel fimm. í Leeds-háskóla lagði hann stund á ensku og latínu. I sama mund og landsprófið verður til fer Bjarni Bjarnason, skólastjóri, að vinna að stofnun menntaskóla á Laugarvatni, þar sem ódýr heimavistaraðstaða mætti auðvelda efnalitlu dreifbýlis- fólki skólagönguna. Með stuðningi annarra viturra manna tókst að ná því markmiði, en það tók langan tíma. Menntaskólakennsla að Laugarvatni fór fram í 6 ár áður en menntaskólinn þar var formlega stofnaður, vorið 1953. Þetta er ég að rifja upp nú vegna þess, að á þessum tíma hitti ég Benedikt Sigvaldason fyrst, þegar hann kom beint frá háskólanámi og kenndi okkur félögum, sem vor- um að hefja menntaskólanám, ensku og latínu í 2. bekk og síðan ensku í 3. og 4. bekk. Mikið þótti til hans koma. Hann var svipaðs uppruna og við, alþýðumaður sem ólst upp við venjuleg störf, hafði brotist til náms, eins og við þótt- umst vera að gera, þótt léttara væri nú en hálfum áratug fyrr. Við stóðum nefnilega við upphaf skól- unarbyltingarinnar óstöðvandi, sem reið yfir landið á næstu 15-20 árum. Bjarni á Laugarvatni og hans menn, Benedikt og allir hinir, mega í raun teljast með brautryðj- endum þessarar þróunar. Það fylg- ir því ólýsanleg fullnægja að fá að taka þátt í slíkri vakningu. Þetta var kannski endurómur af alda- mótavakningunni margrómuðu, hér var enn á ferð óbilandi vissa um möguleika og heimsbótaáhrif mannsandans, fengi hann rétta uppfræðslu og þjálfun. Enginn efí komst að um það, að þannig bætt- ur mannsandi myndi gagnast al- menningi öllum. Þegar við unglingarnir settumst við fætur þeirra Borgfirðinganna Benedikts frá Ausu og Þórðar frá Stóra-Kroppi, og voru reyndar báð- ir Flóamenn til hálfs að uppruna, urðu þar fundir sem skiptu okkur máli. Þegar ég verð þessa dagana áheyrsla að tali ungs fólks um kennara sína, lýstur endurminning- unni niður í huga minn með nokkr- um trega. En auðvitað er það að ástæðulausu, hlutverk kennarans hefur breyst, sem betur fer, lík- lega, því að hans hlutur er orðinn svo miklu minni en var. Nú hefur unglingurinn óteljandi leiðir til að afla sér þekkingar og upplýsinga, hjá menntuðum ættmennum, jafn- vel foreldrum, á myndböndum, hljóðsnældum, þrautadiskum, í tölvufyrirtækjum, sjónvarps- og útvarpsstöðvum, í bókum er liggja sem hráviði víðs vegar. Sem eðli- legt er finnist unglingum nú iðu- lega að kennarinn sé bara partur af fjölmiðlagný, sem slökkva þurfi á öðru hveiju til að halda geð- heilsu. Algengt er að þeir vita ekki hvað kennarinn heitir. Þetta var á annan veg í dentíð. I hinum fagra fjallasal við Laugar- vatn höfðum við ekki einu sinni reglulegan aðgang að útvarpsvið- tæki né dagblöðum. Gluggi okkar til umheimsins voru kennararnir, við drukkum í okkur hvert þeirra orð. Að fá að kynnast þýska mann- inum Goethe á frummálinu, að fá að lesa og heyra í Benedikts útskýr- ingu Shakespeare og Dickens eða Wordsworth og alla hina, og það með þeirra eigin orðum, sem kannski voru alls ekki til á íslensku - það var einfaldlega uppheíjandi lífsreynsla, sem staðfesti fordóma okkar um göfgi menntunarinnar. Og hvílíkur gluggi var hann Bene- dikt, hve skært skinu hans rúður. Hann var okkur mjög nálægur í viðkynningu, gjörsamlega laus við hroka, hann skildi hugsanagang okkar betur en hinir kennararnir, enda var hann þeirra yngstur. Ekki er seinna vænna að reyna að þakka honum. Sá sem þetta ritar á Benedikt einnig aðra skuld að gjalda, því að hann reyndist mér aftur velgjörðar- maður. Ég hafði líka lent til út- landa, í meintri menntunarleit, en hafði heim kominn hrökklast á víðavang um skeið og var ekki viss um áttir. Þá gerðist það einn sum- ardag fyrir 34 árum, þegar ég var sem ákafast að grafa fyrir raf- magnsstaurum norður á Siglufirði, að í mig hringir Benedikt Sigvalda-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.