Morgunblaðið - 30.10.1997, Síða 55

Morgunblaðið - 30.10.1997, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 1997 55 FÓLK í FRÉTTUM KVIKMYNDIR/Laugarásbíó hefur tekið til sýninga myndina Rudyard Kipling’s: The Second Jungle Book: Mowgli and Baloo. Hún er um Mowgli, sem ólst upp hjá dýrunum í frumskóginum. Frumskógarstrákurinn FRUMSÝNING ÞRJÁTÍU tamin villidýr voru flutt frá Los Angeles og út í frumskóg- ana á Sri Lanka til þess að taka þátt í gerð myndarinnar um Mowgli sem Laugarásbíó hefur nú tekið til sýninga. Ekki voru þó fluttir inn fíl- ar, því nóg var af þeim á staðnum. Myndin er byggð á Jungle Book, hinu þekkta ævintýri Rudyard Kiplings um Mowgli, drenginn sem elst upp meðal villidýranna í frum- skógi Indlands án þess að kynnast mönnum, og fyrstu kynni hans af mannkyninu. Tengslin við sögu Kiplings eru þó lausleg, því þótt nöfn aðalpersónanna séu þau sömu er sagan sem sögð er í þessari mynd frumsamin af kvikmynda- gerðarfólkinu. Nú er Mowgli ekki unglingur heldur barn, sem vex upp í skógin- um og hefur aldrei kynnst mönnum. í skóginum sveiflar hann sér milli trjágreina eins og api, syndir eins og fiskur og veiðii' eins og úlfur. Besti vinur hans er björninn stóri, hann Baloo, pardusdýrið Bagheera og grái úlfurinn. En allt kemst í uppnám þegar Mowgli kynnist mannkyninu í fyrsta skipti. Af hljótast ævintýri og spenna með uppgjöri þar sem Mowgli hefur kynnst ýmsum fulltrúum mann- kynsins og ákveður að hafna því og velja frekar frumskóginn og óspillta náttúruna. Aðalleikari myndarinnar er Jam- ie Williams, 10 ára strákur, sem leikur í sinni fyrstu mynd. Auk hans er meðal leikara Roddy McDowall, sem er m.a. þekktur úr Apaplánetunni. Leikstjóri myndarinnar heith- Duncan McLachlan, sem er sér- fræðingur í því að leikstýra dýra- myndum og þykir hafa sýnt mikla færni í því hlutverki. Hann hefur m.a. leikstýrt myndinni Running Wild með Brooke Shields og Martin Sheen og tveimur hlébörðum í aðal- hlutverkum. Enn ein opnun ► LEIKARINN og veitingamaðurinn Bruce Willis opnaði enn einn Planet Hollywood-veitingastaðinn nú á dögunum. Nýjasti staðurinn er í Houston í Texas og bar Willis á herðum sér stóra og mikla hauskúpu af kú af tilefninu. Willis var umkringdur frægu fólki á opnuninni enda er hver staður opnaður með miklum tilþrifúm enda þema þeirra kvikmyndir Hollywood og sljörnur þeirra. ■r MOWGLI litli (Jamie Williams) ferðast um skóginn á bakinu á birninum Baloo. MEÐAL vina Mowglis er grái úlfurinn í frumskóginum. Tilboðs dagar Yfirhafnir Saint Tropez yfirhafnir Decoy sokkabuxur 10% afsláttur 20% afsláttur 20% afsláttur var nú I Peysur 4.990 kr. 2.990kr. Buxur 6.490 kr. 4.990 kr. Útviðar leggings 2.990 kr. 1.990 kr. Þunnar peysur 2.990 kr. 1.990 kr. m Laugavegi 83 • Simi 562 3244 4\ Föstudagskvöld gengur á barnum, dauðans alvara Sýrupolkasveitin Hringir leikur léttan útfaramars Hlf ^i I Wm 'á' VEGAMÓTASTÍGUR 4 (BAK VIÐ LAUGAVEGSAPÓTEK) SÍMI 511 3040 • OPIÐ VIRKA DAGA TIL KL. 01 OG TIL KL. 03 UM HELGAR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.