Morgunblaðið - 12.11.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.11.1997, Blaðsíða 1
72 SÍÐUR B/C/D STOFNAÐ 1913 258. TBL. 85. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Clinton telur aðgerð- ir Iraka óviðunandi Reuters Flóð í Sómalíu AÐ minnsta kosti 40.000 manns hafa orðið að yfirgefa heimili sín vegna flóða í Sómalíu og ríkir neyðarástand í Juba- og Shabelle-dalnum. Tugir þorpa hafa farið undir vatn og eru þess dæmi að menn hafi orðið að takast á við krókódíla og flóð- hesta um það litla landrými sem enn hefur ekki farið undir vatn. „Vopnuð átök hafa staðið frá ár- inu 1991 og hermenn hafa ógnað lífi okkar. Við eigum afar erfitt með að átta okkur á því að nú stafi okkur hætta af dýrum,“ seg- ir stríðsherrann Said Morgan, sem fer með völd í suðurhluta Sómalíu. Segir hann upplausnar- ástandið gera það að verkum að erfiðara sé að koma íbúum flóða- svæðanna til hjálpar þar sem engin ein stjórn sé við völd. Washington, Baghdad, Peking. Reuters. BILL Clinton, forseti Bandaríkj- anna, sagði í gær að sú ákvörðun Iraka að hindra alþjóðlegt vopnaeft- irlit í Irak væri „óviðunandi" og skoraði á öryggisráð Sameinuðu þjóðanna að krefjast þess að eftir- litsmönnunum yrði heimilað að halda áfram störfum sínum. írakar sögð- ust ætla að framfylgja banni sínu við því að Bandaríkjamenn tækju þátt í eftirlitinu nema tryggt væri að það yrði hlutlaust og slakað yrði á refsi- aðgerðum sem gripið var til eftir innrás íraka í Kúveit árið 1990. Vilja hlutlausa nefnd Bretar sögðust bjartsýnir á að ríkin fímm, sem eiga fastafulltrúa í örygg- isráðinu, styddu drög að ályktun þar sem Irakar eru gagnrýndir fyrir að hindra vopnaeftirlitið. I ályktunartillögu Bandaríkja- stjórnar, sem nýtur stuðnings Breta, er ennfremur kveðið á um alþjóðlegt bann við ferðum íraskra embættis- manna sem hafa hindrað eftirlitið. Mohamed Saeed al-Sahaf, utan- ríkisráðherra Iraks, sagði að Irakar myndu hvergi hvika frá þeirri ákvörðun sinni að meina Bandaríkja- mönnum að taka þátt í vopnaeftirlit- inu og áréttaði að írakar hygðust skjóta niður njósnavélar sem flygju yfír írak á vegum Sameinuðu þjóð- anna. Ráðherrann bætti við að Irak- ar kynnu að grípa til frekari aðgerða gegn eftirlitsmönnum Sameinuðu þjóðanna éf Tareq Aziz, aðstoðarfor- sætisráðherra Iraks, sem er í New York, tækist ekki að fá öryggisráðið til að slaka á refsiaðgerðunum. Sahaf lagði til að öryggisráðið skipaði hlutlausa nefnd sérfræðinga sem yrði send til Iraks til að ganga úr skugga um hvort Irakar hefðu staðið við vopnahlésskilmálana sem þeir samþykktu eftir stríðið fyrir botni Persafióa 1991. Isaac Richardson, skipherra bandaríska flugmóðurskipsins Nimitz, sem er í viðbragðsstöðu und- an strönd Iraks ásamt sex fylgdar- skipum, sagði að bandarískir flug- menn fylgdust grannt með herstöðv- um í Irak og væru undir það búnir að gera loftárásir á landið. Flug- menn bandarískrar njósnavélar, sem flaug yfir írak á mánudag, sögðu ljóst að Irakar væru að búa sig undir árásir með því að flytja flugvélar og vopn frá hugsanlegum skotmörkum. Jeltsín leggst gegn árásum Talsmaður Borís Jeltsíns Rúss- landsforseta, sem er í Kína, sagði að rússneska stjórnin væri algjörlega andvíg því að gripið yrði til hernað- araðgerða í Irak og að Kínverjar styddu þá afstöðu. Al-Ahram, mál- gagn egypsku stjórnarinnar, sagði að Hosni Mubarak, forseti Egypta- lands, væri einnig andvígur því að hervaldi yrði beitt. Andstaða Iraka/20 Barnfóstran Mary McAleese sver embættiseið sem áttundi forseti írlands þakkar dóm- aranum Boston. Reuters. LOUISE Woodward, breska barn- fóstran sem látin var laus á mánu- dag eftir að lífstíðardómur yfir henni var mildaður, þakkaði í gær dómaranum í málinu. „Þungu fargi er létt af mér vegna þess að Zobel dómari taldi rétt að veita mér frelsi að nýju,“ sagði Woodward, sem var dæmd sek um að hafa orðið Matt- hew Eappen, átta mánaða dreng sem hún gætti, að bana. Sagði hún dauða hans hryggja sig mjög. Leiðarahöfundar bandarískra dagblaða virtust í gær flestir á því að með því að milda dóminn yfír Woodward hefði verið bætt úr órétti sem barnfóstran hefði mátt þola. Þó var ljóst að mörgum þótti dómarinn hafa gengið of langt er hann ákvað að láta hana þegar lausa þar sem slíkt gæti haft fordæmis- gildi í réttarhöldum yfir þeim sem misþyrmdu bömum. „Það er ekkert vit í þessu“/18 Reuters Brussel. Reuters. EVRÓPUDÓMSTÓLLINN úr- Evrópudómstóllinn leyfír þýsk lög um forgang kvenna að störfum Urskurður sagður sigur fyrir konur skurðaði í gær að þýsk lög sem veita konum forgang að störfum í fögum þar sem karlar eru fleiri en konur, skyldu standa. Fastlega hafði verið búist við því að úr- skurður dómstólsins gengi gegn lögunum þar sem lögmaður dóm- stólsins hafði lagt til að lögin yrðu numin úr gildi. Hefur úrskurði dómstólsins verið lýst sem mikl- um sigri fyrir konur, en í honum segir að konur standi frammi fyr- ir „djúpstæðum fordómum“ og kunni að þurfa á hjálp að halda í atvinnuleit. Úrskurðarins hefur verið beðið í aðildarlöndum Evrópusambands- ins þar sem óljóst hefur verið til hvaða aðgerða megi grípa til að bæta atvinnumöguleika kvenna. Þýsk yfirvöld lýstu í gær yflr ánægju með niðurstöðu dómstóls- ins. Francis Jacobs, lögmaður dóm- stólsins, lýsti því yfír í maí að þau lög sem veittu konu „algeran og óskilyrtan forgang“ að störfum brytu í bága við lög Evrópusam- bandsins gegn mismunun og gengju of langt í því að skapa jöfn tækifæri, sem þó væri markmið Evrópusambandsins. Hellmut Marschall höfðaði mál- ið á hendur sambandslandinu Nordrhein-Westphalen, þar sem kona var tekin fram yfir hann er bæði sóttu um kennarastöðu. Evr- ópudómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að lög í sambandsland- inu stæðust lög ESB þar sem þau veittu konum ekki sjálfkrafa og óskilyrtan forgang. Þau kveða á um að taka eigi kvenkyns umsækjendur fram yfír karla í þeim starfsgreinum sem karlar séu fleiri en ráða megi karla til starfa geti þeir sannað að þeir séu hæfari til að sinna starfinu en þær konur sem sótt hafa um. Þvert á fyrri úrskurð Úrskurður Evrópudómstólsins er þvert á fýrri úrskurð hans um svipað mál, sem felldur var árið 1995. Þá úrskurðaði dómstóllinn að lög um kynjakvóta, sem sett voru í Bremen í Þýskalandi stæðust ekki lög ESB þar sem þau veittu konum óskilyrtan forgang á jafnhæfa karl- menn að störfum í fögum þar sem konur væru í minnihluta. Hyggst vinna að friði á N- Irlandi Dyflinni. Reuters. MARY McAleese sór í gær enib- ættiseið sem áttundi forseti Ir- lands. Hét hún því að vinna að „aldamótagjöf friðar" á írlandi en McAIeese er fyrsti forseti írska lýðveldisins sem er frá Norður-ír- landi. Kvaðst hún myndu gera allt sem í hennar valdi stæði til að að- stoða þá sem ynnu að friði á Norður-Irlandi en rúmlega 3.000 manns hafa látið lífið í blóðugum átökum sambandssinna og Iýð- veldissinna þar. A meðal þeirra sem viðstaddir voru innsetningar- athöfnina var Gerry Adams, leið- togi Sinn Fein, stjórnmálaarms Irska lýðveldishersins. „Við vonum og biðjum, við för- um fram á það að ofbeldisöldunni sé lokið. Við krefjumst réttarins til að leysa vandamál okkar með viðræðum og hinni göfugu leit að samkomulagi," sagði McAleese við athöfnina í Dyflinnarkastala en í lok hennar kannaði hún heiðursvörð við kastalann. McAleese viðurkenndi að djúp- stæð gagnkvæm tortryggni ríkti á milli deiluaðila á Norður-írlandi. Allt tal um sættir vekti ugg í brjóstum mótmælenda sem væru hlynntir sambandinu við Breta. „En hvorugur deiluaðila á einka- rétt á sársauka, hvor um sig hef- ur liðið miklar þjáningar." Hinn nýi forseti Irlands er kaþ- ólikki, trúuð mjög, og hvatti hún landa sína til að vinna að því að skapa „aldamótagjöf handa barn- inu í Betlehem sem brátt á tvö þúsund ára afmæli - eyju þar sem menn fagna því sem er ólíkt með þeim.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.