Morgunblaðið - 12.11.1997, Side 2
2 MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Danir vilja selja
sement hér á landi
DANSKT fyrirtaaki, sem ætlar að
selja sement til íslands í samkeppni
við innlenda framleiðslu, hefur sótt
um lóð á hafnarsvæðinu í Þorláks-
höfn. Þar hyggst fyrirtækið reisa
tvo 7.000 tonna sementsturna.
Guðmundur Hermannsson, sveit-
arstjóri í Þorlákshöfn, segir að um-
sóknin verði tekin fyrir á fundi
hafnarstjómar fjórða desember
næstkomandi Sement frá fyrirtæk-
inu er selt á um 60% lægra verði í
Danmörku en verð á islensku sem-
enti er hérlendis, að sögn Guð-
mundar.
Þreifmgar um þetta mál hófust
síðastliðið vor en formleg umsókn
barst hafnarstjórninni nýlega.
Guðmundur segir að umboðs-
menn fyrirtækisins hafí undanfarin
tvö ár verið að kanna sementsmark-
aðinn hér á landi. Þeir hafa sótt um
lóð á hafnarsvæðinu til þess að reisa
sementsturnana tvo en sementið
yrði flutt laust í sérstökum tank-
Sótt um lóð fyrir
tvo sementsturna
í Þorlákshöfn
skipum til Þorlákshafnar og því
skipað þar upp.
Sement á verulega lægra verði
„Danimir telja sig geta selt sem-
entið á verulega lægra verði en inn-
lent sement. Menn vita að þessi inn-
flutningur er orðinn frjáls og benda
má á að virkjanir á landinu em
byggðar úr dönsku sementi," sagði
Guðmundur.
Þorlákshöfn varð fyrir valinu því
siglingaleiðin frá Danmörku þangað
er níu klukkustundum styttri en til
Reykjavíkur. Þannig yrði skip 18
klukkustundum lengur í förum milli
Reykjavíkur og Danmerkur en Þor-
lákshafnar og Danmerkur. Guð-
mundur segir að staðurinn liggi auk
þess vel við helstu mörkuðum.
Rúmlega klukkustundar akstur er í
virkjanirnar í Búrfelli og Sultar-
tanga. Hann kveðst telja að að inn-
koma danska fyrirtækisins á sem-
entsmarkaðinn geti hugsanlega leitt
til lækkunar byggingakostnaðar í
landinu.
Sigurður Bjarnason, formaður
hafnarstjómar í Þorlákshöfn, segir
að beðið hafi verið um frekari upp-
lýsingar frá danska fyrirtækinu og
umsóknin verði afgreidd á næsta
fundi hafnarstjómar. Fyrirtækið
ætlar að hefja undirbúning að starf-
seminni um næstu áramót og hefja
sölu á sementi næsta vor.
Indriði Kristinsson hafnarstjóri
segir að steypa þm-fi plötur undir
sementstumana en að öðru leyti
þurfi ekki að ráðast í miklar fram-
kvæmdir. Hann sagði að vilji væri
fyrir því innan hafnarstjórnar að
samþykkja umsókn danska fyrir-
tældsins.
Morgunblaðið/RAX
SIGURÐUR Bjarnason, formaður hafnarstjórnar, t.v., og Indriði Kristinsson hafnarsfjóri á nýjum viðlegu-
kanti í Þorlákshöfn en á athafnasvæðinu þar hefur danskt fyrirtæki sótt um lóð til að reisa tvo sementsturna.
Gerhard Schröder
væntanlegur
til íslands
GERHARD Schröder,
forsætisráðherra
Neðra-Saxlands,
kemur í opinbera
heimsókn til íslands í
boði íslenzkra stjóm-
valda dagana 19.-21.
þessa mánaðar.
Schröder hefur
heimsóknina á Akur-
eyri næstkomandi
miðvikudag, þar sem
Halldór Ásgrímsson
utanríkisráðherra
mun taka á móti hon-
um. Auk viðræðna
við Halldór mun
Schröder eiga við-
ræður við fulltrúa viðskiptalífsins
norðan heiða og heimsækja út-
gerðarfyrirtækin Samherja og
ÚA.
Fimmtudaginn 20. nóvember
fer Schröder að Bessastöðum á
fund Ólafs Ragnars Grfmssonar,
forseta íslands, og hittir í Reykja-
vík Davíð Oddsson forsætisráð-
herra og Þorstein Pálsson sjávar-
útvegsráðherra.
í hádeginu föstudaginn 21. er
áformað að Schröder tali á opnum
fundi á vegum Þýzk-íslenzka
verzlunaríelagsins.
Gerhard Schröder
er einn af áhrifa-
mestu forystumönn-
um þýzka jafnaðar-
mannaflokksins,
SPD.
Líklegt kanzlara-
efni SPD
Hann er af mörg-
um talinn líklegur til
að verða kanzlaraefni
flokksins er Þjóðverj-
ar ganga til þing-
kosninga í september
á næsta ári. Sam-
kvæmt skoðanakönn-
unum nýtur Schröder
nú þegar meira fylgis kjósenda en
kanzlarinn Helmut Kohl.
Schröder er lögfræðingur að
mennt. Hann sat á Sambandsþing-
inu í Bonn, neðri deild þýzka
þingsins, 1980-1986, en frá 1986
hefur hann setið á þingi Neðra-
Saxlands og hann hefur jafnlengi
átt sæti í flokkssljórn SPD. Hann
varð forsætisráðherra Neðra-
Saxlands 1990.1 sfðasta mánuði
tók Schröder við forsæti í Sam-
bandsráðinu, efri deild þýzka
þingsins, þar sem fulltrúar allra
sambandslandanna 16 eiga sæti.
Schröder
Rúmenum ekki
veitt atvinnuleyfí
BEIÐNI Norðuráls fyrir hönd eins
undirverktaka þess við fram-
kvæmdimar á Grundartanga, ABB,
um dvalar- og atvinnuleyfi fyrir 60
málmiðnaðarmenn frá Rúmeníu
hefur verið hafnað af félagsmála-
ráðuneytinu. Óttast Þórður S.
Óskarsson, starfsmannastjóri Norð-
uráls, að þetta geti tafið fram-
kvæmdir.
Félagsmálaráðuneytið hafnaði
þessari umsókn með bréfi sem
barst Norðuráli í gær eftir að hafa
fengið umsagnir Samtaka iðnaðar-
ins og stéttarfélaga á svæðinu sem
töldu nógan íslenskan starfskraft
fyrir hendi. „Við óttumst svolítið að
það verði erfitt að útvega þann
mannafla sem þarf,“ segir Þórður S.
Óskarsson. „Framkvæmdimar em
að komast á vaxandi skrið og verk-
takar sem eru að vinna samhliða
þurfa marga málmiðnaðarmenn.
Þar fyrir utan má minna á að Norð-
urál mun upp úr áramótum,
kannski í janúar-febrúar, ráða í fóst
störf, þar á meðal um 20 málmiðn-
aðarmenn, þannig að við óttumst að
þetta geti haft áhrif á gang mála ef
ekki verður unnt að manna þessar
stöður.“
-------------
Arangurs-
laus leit
LEIT að Sölva Levi Péturssyni, 24
ára Reykvíkingi, sem hófst á mánu-
dag, hefur ekki enn borið árangur.
Henni verður haldið áfram í dag.
Frumvarp til laga um skyldutryggingu lífeyrissjóða og starfsemi lífeyrissjóða lagt fram á Alþingi í gær
Akvæði kjarasamn-
ings ráða sjóðsaðild
SAMKVÆMT frumvarpi til laga
um skyldutryggingu lífeyrisrétt-
inda og starfsemi lífeyrissjóða,
sem lagt var fram á Aiþingi í gær,
er öllum launamönnum og þeim
sem stunda atvinnurekstur eða
sjálfstæða starfsemi gert rétt og
skylt að eiga aðild að lífeyrissjóði
frá 16 til 70 ára aldurs og lagt fyrir
ríkisskattstjóra að fylgjast með því
að iðgjöld séu innt af hendi. Komi í
ljós að iðgjald hafi ekki verið greitt
er ríkisskattstjóra heimilt að
ákvarða iðgjald sem nemi 10% af
útsvarsstofni hjá launamanni og
rennur það til Söfnunarsjóðs líf-
eyrisréttinda sé sjóðsaðild ekki
ákvörðuð með öðrum hætti.
í frumvarpinu og athugasemd-
um við það kemur íram að lífeyris-
iðgjald skal vera 10% af heildar-
fjárhæð greiddra launa. Um aðild
að lífeyrissjóði og skiptingu ið-
gjaldsins milli launamanns og
launagreiðanda fer eftir ákvæðum
kjarasamninga eða sérlögum ef við
á. Taki kjarasamningur ekki til
viðkomandi starfsviðs eða séu
ráðninoabundin starfskiör ekki
byggð á kjarasamningi velur við-
komandi sér lífeyrissjóð eftir því
sem reglur einstakra lífeyrissjóða
leyfa.
Iðgjaldið standi undir lág-
markstryggingavernd
Lífeyrisiðgjaldið gengur annars
vegar til að standa undir lág-
markstryggingavernd sem skil-
greind er í lögunum og greiðist til
lífeyrissjóðs og viðbótartrygginga-
vemd, sem bankar og sparisjóðir,
líftryggingarfélög og verðbréfafyr-
irtæki geta veitt, auk lífeyrissjóða.
Lágmarkstryggingaverndin miðað
við 40 ára inngreiðslutíma skal
nema 56% af þeim mánaðarlaun-
um sem greitt er af í ævilangan
elli- og örorkulífeyri. Ennfremur
felur lágmarkstryggingaverndin í
sér að jafna skal á milli sjóðfélaga
kostnaði vegna maka- og barnalíf-
eyris. Lífeyrissjóður tilgreinir það
iðgjald sem þarf til að standa und-
ir lágmarkstryggingaverndinni og
getur ákveðið hana þannig að hún
felist að hluta í öflun lífeyrisrétt-
inda í séreign. Ef um það er að
ræða getur sjóðfélagi ákveðið að
ráðstafa því til annars aðila sem
hefur rétt til að taka við lífeyrisið-
gjöldum og það gildir einnig um
þann hluta iðgjalds sem er um-
fram lágmarkstryggingavemd og
gengur til að afla sér viðbótar-
tryggingavemdar.
Þá er að finna í lögunum lág-
marksskilyrði um rétt til örorku-,
barna- og makalífeyris og taka þau
mið af þeim réttindum sem al-
mennt eru í gildi hjá stærstu líf-
eyrissjóðunum. Einnig er hjúskap-
araðilum veitt heimild til að skipta
lífeyrisréttindum á milli sín með
gagnkvæmum hætti.
Lágmarksfjöldi í sjóði
verði 800 félagar
í frumvarpinu er kveðið á um
lágmarksstærð lífeyrissjóða og
skal það miðast við 800 sjóðfélaga
að lágmarki nema að sjóðurinn
tryggi áhættudreifíngu með öðrum
hætti til dæmis með kaupum á
trygginu hjá vátryggingafélögum
eða með samstarfi við aðra lífeyr-
issjóði. Árleg tryggingarfræðileg
athugun skal gerð á fjárhag sjóða.
Sé meiri en 10% munur á miH'
eigna og skuldbindinga sjóðsins er
honum skylt að gera nauðsynlegar
breytingar á samþykktum sjóðsins
til að sá munur hverfi. Sama gildir
muni meira en 5% á eignum og
skuldbindingum samfellt í fimW
ár.
Þá eru í frumvarpinu ákvæði um
að stjórn lífeyrissjóðs skuli fyrh'
lok júní ár hvert boða til ársfundar
sjóðsins, þar sem allir sjóðfélagar
eiga rétt til setu með umræðu- og
tillögurétti. Um atkvæðisrétt fer
eftir samþykktum hlutaðeigandi
lífeyrissjóðs.
Loks að finna í frumvarpinu
ákvæði um almenn skilyrði lífeyris-
sjóðsrekstrar, starfsleyfi lífeyris-
sjóða, lífeyrissparnað og lífeyris-
réttindi, rekstur og innra eftirlit
fjárfestingarstefnu, ársreikninga
og endurskoðun, eftirlit, ákvaeð)
um slit og samruna þeirra og fleira: