Morgunblaðið - 12.11.1997, Qupperneq 6
6 MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Laugavegi 18 • Sími 515 2500 • Síðumúla 7 • Síml 510 2500
10-20 manns rann-
sakaðir vegna inn-
flutnings 500 bfla
EMBÆTTI skattrannsóknarstjóra
vinnur enn að rannsókn á innflutn-
ingi á notuðum og nýjum bifreiðum
til landsins. Alls nær rannsóknin til
innflutnings á ríflega 500 bílum og
tengjast þessum innflutningi 10-20
einstaklingar og lögaðilar, að sögn
Garðars Gíslasonar, forstöðumanns
hjá embætti skattrannsóknarstjóra.
Hluti þessara mála hefur komið til
kasta efnahagsbrotadeildar embættis
ríkislögreglustjóra, vegna gruns um
brot á tollalögum.
Eins og Morgunblaðið hefur skýrt
frá leikur grunur á að tekjur af við-
skiptum með bifreiðarnar hafí verið
vantaldar. Rannsókn skattrannsókn-
arstjóra hófst í ágúst og hefur m.a.
beinst að því að afla upplýsinga um
kaupverð bifreiðanna erlendis. Þá
hefur verið rætt við kaupendur hér á
landi um hve hátt verð þeir greiddu
fyrir bifreiðarnar. Talið er að mis-
munurinn geti numið tugum milljóna
og að af þeirri upphæð hafí ekki verið
greidd lögboðin, opinber gjöld.
Garðar Gíslason sagði í samtali við
Morgunblaðið í gær að rannsókn
embættis skattrannsóknarstjóra
væri ekki lokið. „Við erum búnir að
marka málunum ákveðinn farveg, en
það er enn töluvert í að rannsókninni
Ijúki að fullu. Hún er umfangsmikil,
enda snýst hún um kaup og sölu á ríf-
lega 500 bifreiðum. Við höfum ekki
rannsakað hlut kaupenda, en höfum
hins vegar haft samband við þá til að
fá nánari upplýsingar um viðskiptin."
Lögregla rannsakar meint
tollalagabrot
Einu málanna, sem embætti skatt-
rannsóknarstjóra hefur rannsakað,
var vísað til embættis ríkislögreglu-
stjóra, vegna meints tollalagabrots
starfsmanns tollstjórans i Reykjavík.
Samkvæmt upplýsingum Morgun-
blaðsins eru fleiri slík mál til rann-
sóknar hjá efnahagsbrotadeild, sem
bæði hafa komið upp við rannsókn
þar og verið vísað þangað frá tollayf-
irvöldum.
Nýtt mál gegn Halim A1
Kringlan stækk-
uð til suðurs
FRAMKVÆMDIR við 8.500
fermetra stækkun Kringlunnar
til suðurs heQast snemma á
næsta ári og er fyrirhugað að
hluti húsnæðisins verði tekinn í
notkun næsta haust. Fram-
kvæmdum við Kringluna á að
ljúka að fullu haustið 1999, en
þá verður búið að reisa tveggja
hæða bílapalla við Kringlutorg.
Kynning á stækkuninni hef-
ur undanfarið verið í sal borg-
arskipulags og byggingarfull-
trúa í Borgartúni 3, vegna
breytinga á deiliskipulagi Kr-
inglureits. Nú hefur kynningin
einnig verið sett upp á 2. hæð í
Kringlunni og lýkur henni á
báðum þessum stöðum 21. nóv-
ember. I Kringlunni gefur að
líta teikningar af nýbygging-
unni, sem verður á þremur
hæðum, alls 8.500 fermetrar. I
byggingunni verður rúm fyrir
30 nýjar verslanir, þjónustufyr-
irtæki og veitingastaði. Bfla-
pallarnir rúma 410 bfla í stæði.
Á teikningunum sjást einnig
fyrirhugaðar breytingar á Kr-
inglugötu og Listabraut og um-
hverfísmótun á Kringlutorgi
og svæðinu meðfram Kringlu-
götu.
Nýbyggingin sem stækkar
Kringluna til suðurs og tengir
Kringluna og fyrrverandi
Borgarkringlu, sést fyrir
miðju á meðfylgjandi tölvu-
gerðri mynd teiknistofu Hall-
dórs Guðmundssonar arki-
tekts. Hægra megin er eldra
verslunarhús Kringlunnar, en
vinstra megin á myndinni er
Borgarleikhúsið. Ný bflastæði
á tveimur hæðum eru í for-
grunni.
LÖGMAÐUR Sophiu Hansen hef-
ur höfðað nýtt forræðismál fyrir
undirrétti í Istanbúl og er málið
höfðað í framhaldi af umgengnis-
réttarbroti Halims A1 í ágúst sl.
þegar Sophia átti umgengnisrétt
við dætur sínar í tvo mánuði. Kraf-
an í þessu nýja forræðismáli er sú
að Halim A1 verði sviptur forræð-
inu yfír dætrum sínum þar sem
hann hafí brotið forsendur fyrir
dómi.
Næstu réttarhöld í sakadómi yfír
Halim A1 vegna umgengnisbrota
hans verða mánudaginn 24. nóvem-
ber næstkomandi. Fimm mál hafa
verið höfðuð gegn Halim A1 í saka-
dómi og er reiknað með dómi í
fjórða málinu 4. desember. í fyrsta
málinu var Halim A1 dæmdur í
þriggja bandaríkjadala sekt, í öðu
málinu til þiggja mánaða og 26 daga
fangelsisvistar og í þiðja málinu var
hann sýknaður. Öðru málinu var
áfrýjað til hæstaréttar og er það til
meðferðar þar.
Bókin lýsir sársaukafullri reynslu konu
þegar höll ástarinnar hrynur.
Fyrsta Ijóðabók Önnu Valdimarsdóttur
sem er sálfræðingur að m'ennt.
„... læsilegt verk og á sinn hátt óður
til frelsunar sjálfsins, ástarinnar og
bjartsýninnar."
Morgunblaðið
4>
FORLAGIÐ
Lagðir af stað á
suðurpólinn
SUÐURSKAUTSFARARNIR
íslensku, Ólafur Örn Haraldsson,
Haraldur Örn Ólafsson og Ing-
þór Bjarnason, eru nú komnir á
Suðurskautslandið og ætluðu að
hefja för sína í átt að suðurpóln-
um í gær.
Morgunblaðið náði sambandi
við Ólaf Örn Haraldsson í búðun-
um í Patriot Hills á Suðurskauts-
landinu í gær. Þangað höfðu þeir
komið með Hercules-flugvél frá
Chile í fyrrinótt. Ferðalagið tók
6,5 tíma og var lent á íshellunni.
Það var fyrst í þriðju tilraun sem
flugvélin komst á áfangastað frá
Punta Arenas í Chile. Upphaf-
lega ætluðu þremenningarnir að
komast á Suðurskautslandið á
laugardag. Vegna veðurs gat
ekki orðið af því fyrr en í fyrra-
kvöld.
Heillandi tilfínning
„Fegurðin hér er enn meiri en
ég átti von á,“ sagði Ólafur Örn.
Hann sagði að úr búðunum blasi
við á aðra hönd Patriot Hills-
fjallið og mikill fjallgarður og á
hina höndina ótakmörkuð víð-
átta. „Þetta gefur tilfínningu sem
er mjög heillandi og ég hef vart
t'undið áður,“ segir Ölafur Öm.
Þegar þeir lentu í búðunum
var um 20 stiga frost og 4-5 vind-
stig en í fyrrinótt skall á stormur
með 10 vindstigum og fauk tjald
franskra fjallgöngumanna í búð-
unum en tjald íslendinganna
haggaðist ekki og sváfu þre-
menningarnir af sér bylinn. Auk
Frakkanna og íslendinganna eru
í búðunum Bandaríkjamenn sem
ætla að skoða sig um á Suður-
skautslandinu úr lofti. Á leið
sinni á pólinn búast íslending-
amir við að verða varir við tvo
aðra leiðangra í sömu erinda-
gjörðum, annan skipaðan Áströl-
um og hinn Nýsjálendingum.
Þegar Morgunblaðið hringdi
til Suðurskautslandsins í gær
vom þremenningarnir að yfír-
fara fjarskiptamál og búnaðinn
og leggja lokahönd á undirbún-
inginn. Allur búnaður var kom-
inn óskemmdur á sinn stað og
Ólafur sagði að þýskir sleðar sem
þeir hafi pantað kæmu mjög vel
út og virtist sem 120 kg hlassið,
sem hver þeirra mun draga á eft-
ir sér, verði léttara í taumi en bú-
ist hafði verið við.
Suðurskautsfaramir verða
með talstöð á sér og verða í sam-
bandi við búðirnar í Patriot Hills
á tveggja daga fresti. Auk þess
era þeir með Argos-senditæki,
og senda frá sér boð um stað-
setningu og ástand sem berast
heim til Flugbjörgunarsveitar-
innar í Reykjavík og til Land-
helgisgæslunnar.
Kalt en þurrt
Ólafur sagði að strax væri
komið í ljós að reynsla þremenn-
inganna frá göngu þeirra yfir
Grænlandsjökul mundi skila sér
vel í þessu ferðalagi. Þrátt fyrir
mikinn kulda og vinda á Suður-
skautslandinu er loftið þurrt og
kuldinn ekki óbærilegur. Ólafur
segir þó að varast verði kal í and-
liti.
„Okkur líst alveg feikilega vel
á þetta, vináttan og samstaðan í
hópnum hefur aldrei verið betri
og það liggur vel á okkur og mik-
il tilhlökkun hjá okkur að takast
á við þetta verkefni. Við munum
fara varlega og eftir því sem
sleðarnir léttast og þolið vex og
við venjumst aðstæðum þá auk-
um við hraðann en við förum
mjög varlega og tökum enga
óþarfa áhættu til þess að ná
þessu marki skref fyrir skref,“
sagði Ólafur Öm Haraldsson.
Fínn mið-
ill hefur
keypt
Sígilt FM
FINN miðill, sameinað fyrir-
tæki FM 95,7 og Aflvaka sem
rekur Aðalstöðina, X-ið og
Klassík FM, keypti í gær
tækjabúnað útvarpsstöðvar-
innar Sígilt FM 94.3 af Mynd-
bæ hf. sem rekið hefur út-
varpsstöðina frá stofnun fyrir
þremur árum. Að sögn Jó-
hanns Briem, framkvæmda-
stjóra Myndbæjar, mun Fínn
miðill halda áfram að útvarpa
svipaðri dagskrá og verið hef-
ur á Sígildu FM, og sagði hann
að starfsmenn stöðvarinnar
myndu flytjast til Fíns miðils.
Sígilt FM útvarpaði í fyrstu
eingöngu klassískri tónlist en
hefur undanfarin misseri sér-
hæft sig í þægilegri og léttri
tónlist. Jóhann sagði að ástæða
þess að útvarpsstöðin hefði
verið seld væri sú að erfitt væri
að reka útvarp nema að vera
með nokkrar rásir og ná
þannig til sem dreifðasts hlust-
endahóps. Því hefði annaðhvort
þurft að flytja starfsemi stöðv-
arinnar úr húsnæði Myndbæj-
ar og auka við hana á öðram
stað með tilheyrandi fjárfest-
ingum eða selja hana. Fjórir
hefðu sýnt áhuga á að kaupa
stöðina og ákveðið hefði verið
að selja Fínum miðli búnaðinn.
„Rekstur útvarpsstöðvarinn-
ar hefur verið ákveðið þróunar-
verkefni hjá okkur og hann
passar einfaldlega ekki lengur
við aðra starfsemi Myndbæjar
sem sérhæfir sig í myndfram-
leiðslu, en sá þáttur starfsem-
innar hefur verið rúmlega 90%
af umsvifum fyrirtækisins,“
sagði Jóhann Briem.