Morgunblaðið - 12.11.1997, Síða 7

Morgunblaðið - 12.11.1997, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 1997 7 Þetta eru Ari og Ösp. Þau eru í fyrstu íslensku margmiðlunarbókinni fyrir böm, eftir Bergljótu Amalds, sem Apple-umboðið og Virago gefa út á næstunni. Ösp er að byrja í skóla og er með stafabókina sína úti á leikvelli, þegar vindhviða feykir stöfunum úr bókinni. Þegar þeir em lentir í sandkassan- um, fá þeir haus, hendur og fætur. Ekki nóg með það, heldur fara þeir að tala og íbókinnifylgj- um við Ara í gegnum stafrófið, þar sem hann spjallar við stafa- karlana, en öll sagan er leiklesin af þeim Bergljótu Amalds og Steini Ármanni Magnússyni. Stafakarlarnir MÆT LJJ I geta verið ansi iÞlk . 14 drjúgir með sig og keppast að sjálfsögðu við að nota orð sem byrja á þeim sjálfum, nema „ð", því ekkert íslenskt orð byrjar á Ð. Þegar sagan er valin gagnvirk, er einnig hægt að leika sér í henni. Á bak við hvem hlut og persónu leyn- ist eitthvað óvænt og skemmtilegt. Markmiðið með þessari líflegu bók er að kenna böm- um að þekkja stafina, æfa lestur og auka orðaforða þeirra, en að sjálfsögðu á skemmtilegan hátt. Margmiðlunarbókin um Stafakarlana er nú þegar til sýnis í Apple-umboðinu, Skip- holti 21, og er væntanleg um allt land í lok nóvember. Stafakarlamir em bæði fyrir Macintosh- og Windows-stýrikerfi. GKS

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.