Morgunblaðið - 12.11.1997, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 12.11.1997, Qupperneq 10
10 MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 1997 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Lagafmmvarp tveggja þingmanna Alþýðubandalags Umhverfisráðuneytið ákvarði heildarafia- mark ár hvert KRISTINN H. Gunnarsson og Hjörleifur Guttormsson, þingmenn Alþýðubandalags og óháðra, hafa lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um breytingu á lögum um rannsóknir í þágu atvinnuveganna. Með frumvarpinu er lögð til sú breyting að nokkur verkefni sem nú falla undir sjávarútvegsráðu- neyti og landbúnaðarráðuneyti verði flutt til umhverfisráðuneytis. Er þar um að ræða hafrannsóknir, friðun og ákvörðun um heildarafla- mark úr einstökum fiskstofnum, svo og almennar rannsóknir og til- raunir er snerta gróðurvemd og skipulag landnýtingar. Jafnframt er gert ráð fyrir því að yfirstjórn Hafrannsóknastofnunarinnar og Rannsóknastofnunar landbúnaðar- ins verði færð frá atvinnuvega- ráðuneytum til umhverfisráðu- neytis. I greinargerð segir að nái þetta frumvarp fram að ganga muni umhverfisráðuneyti ákvarða heild- araflamark ár hver, hafa umsjón með rannsóknum og gera tillögur varðandi almennt skipulag veiða innan efnahagslögsögunnar, ekki síst þær er tengjast hafsbotninum. „Þá mun ráðuneytið veita ráðgjöf um friðunaraðgerðir og notkun veiðarfæra, jafnframt því að setja almennar reglur um notkun veiðar- færa. Sjávarútvegsráðuneytið mun eftir sem áður annast stjóm veið- anna innan framangreindra marka og hafa yfirumsjón með eftirliti með veiðum og mat á sjávarafurð- um,“ segir í greinargerð. Ríkari áhersla á umhverfisþætti Flutningsmenn segja í greinargerð að nauðsynlegt þyki að gera um- rædda breytingu og leggja þannig ríkari áherslu en verið hefur á umhverfisþátt rannsókna og stjórn á álagi við hagnýtingu auðlind- anna. „Þetta er ítrekað með því að færa mikilvægar ákvarðanir og Sími 555-1500 Garðabær Stórás Rúmgóð ca 70 fm 2—3 herb. íb. á neðri hæð í tvíb. Ný eldinnr. Nýtt gler. Parket. iBoðahleinl Höfum fengið til sölu fyrir aldraða við Hrafnistu í Hf„ gott endaraðh., ca 90 fm auk bílsk. Áhv. ca 1,5 millj. Verð 11,5 millj. Hafnarfjörður Óttarstaðir Til sölu ca 5—6 hektara landspilda úr landi Óttarstaða I. Liggur að sjó. Verð: Tilboð. Reykjavíkurvegur Gott skrifstofuhúsnæði ca 120 fm á 2. hæð. Verð 5,2 millj. Breiðvangur Sérlega glæsileg ca 190 fm neðri sérh. í tvíb. auk bílskúrs. 5 svefnh. Áhv. byggsj. ca 2,7 millj. Verð 13,2 millj. Gunnarssund Til sölu er góð 3ja herb. íb. á jarðh. Álfaskeið Einbýlishús á tveimur hæðum með hálfum kj„ samtals 204 fm. Mikið end- urn. Ath. skipti á lítilli íb. Vantar ca 100 fm íb. nærri miðbæ Hafnar- fjarðar. Vantar eignir á skrá Fasteignasala, Strandgötu 25, Hfj. Árni Grétar Finnsson, hrl. Stefán Bj. Gunnlaugsson, hdl. tillögugerð úr höndum beinna hagsmunaaðila til umhverfis- ráðuneytis. Ekki er eðlilegt að hagsmuna- aðilar geti ráðið miklu um ákvörðun sem þá varðar miklu fjárhagslega þegar í húfi eru náttúruauðlindir sem þjóðin byggir afkomu sína á í svo ríkum mæli sem raun ber vitni. Reynslan sýnir okkur hversu alvarlegar afleiðingar það hafði fyrir þjóðina að mikilvægir nytja- stofnar sjávarins voru ofnýttir í þágu skammtímahagsmuna og ber að varast að slíkt geti endurtekið sig. Það skiptir því miklu máli að við ákvarðanir um hagnýtingu auð- lindar sé litið til langs tíma og þjóðarhags,“ seg- ir í greinargerð. Að því er varð- ar gróður og jarð- veg, segir enn- fremur í greinar- gerð, að nauðsynlegt sé að með rannsóknum verði aflað hlutlægra upplýsinga sem hægt sé að leggja til grundvallar við skipulag land- notkunar og hagnýtingu einstakra þátta. „Því þykir rétt að færa al- mennar rannsóknir er þetta snertir til umhverfisráðuneytisins sem jafnframt fer með skipulagsmál." -•'>> j|§ 8 If i J8 l! i 1® ALÞINGI Fréttir í Sjónvarpi verði textaðar LAGT hefur verið fram á Alþingi frumvarp til laga um breytingu á útvarpslögum. í frumvarpinu er lagt til að fréttir, sem fluttar eru í aðalfréttatíma Sjónvarps, skuli jafnan vera textaðar á íslensku og textinn gerður aðgengilegur þeim sem svo kjósa. Þetta skuli þó ekki eiga við þegar fluttir eru erlendir söngtextar, þegar dreift er við- stöðulaust um fjarskiptahnött eða móttökustöð fréttum eða frétta- tengdu efni sem gerist í sömu andrá eða þegar slíku efni er sjónvarpað í beinni útsendingu. Fyrsti flutningsmaður frum- varpsins er Sighvatur Björgvins- son, þingmaður þingflokks jafn- aðarmanna, en meðflutningsmenn eru Tómas Ingi Olrich, þingmaður Sjálfstæðisflokks og Svanfríður Jónasdóttir, þingflokki jafnaðar- manna. Leggja flutningsmenn til að frumvarpið, ef samþykkt verð- ur, öðlist lagagildi 1. janúar árið 1999, þannig að Ríkisútvarpinu gefist gott svigrúm til undirbún- ings. I greinargerð með frumvarpinu segir m.a. að tillaga þessi sé ekki síður gerð vegna þess hve þýðingar- mikið það sé fyrir þá sem ekki geti notið talaðs máls að fylgjast sem best með atburðum líðandi stundar sem einatt varði umhverfi fólks og daglegt líf. „Ríkisútvarpið, Sjón- varp hefur m.a. komið til móts við þennan hóp áhorfenda með frétta- yfirliti á táknmáli og er það virðing- arvert. Hins vegar nær það fréttayf- irlit engan veginn því umfangi sem reglulegir fréttatímar sjónvarpsins miðla, í öðru lagi er nokkur hópur heyrnarlausra og heyrnardaufra sem ekki getur nýtt sér táknmálið, einkum eldra fólk, og í þriðja lagi geta heyrnarlausir og heymardauf- ir ekki notið þess að fylgjast með fréttaútsendingum sjónvarps á líð- andi stundu á sama hátt og aðrir sjónvarpsáhorfendur,“ segir m.a. í greinargerðinni. Ofanleiti 23 Til sölu 3ja herb. íbúð á 1. hæð með sérgarði. Glæsilegar innréttingar. íbúð í sérflokki á vinsælum stað. Laus strax. Góð lán áhvílandi. Verð kr. 8.900.000. Upplýsingar í síma 581 1223 og hjá Fasteignamiðlun Vesturlands, sími 431 4144. Alþingi Stutt Staða kynjanna höfð í huga við afgreiðslu mála KRISTÍN Halldórsdóttir, þingmaður Kvennalista, mælti fyrir frumarpi til laga á Alþingi í gær um breytingu á lögum um þingsköp Alþingis. Er með frumvarpinu lögð til sú breyting á 30. grein laganna að fastanefndum Alþingis sé gert skylt að hafa stöðu kynjanna í huga við afgreiðslu mála á sama hátt og þeim sé gert skylt að leggja mat á kostnað vegna fram- kvæmdar nýrrar lagasetningar eða ályktana. „Við viljum með öðrum orðum gera jöfnum rétti og jafnri stöðu kynjanna jafnhátt undir höfði eins og stöðu sjálfs ríkis- sjóðs,“ sagi Kristín í gær. „A síð- ustu árum hefur sú stefna rutt sé æ meira til rúms víða um lönd að flétta þurfi jafnréttisbaráttuna sem mest inn í alla aðra þætti mannlegra samskipta, sljórnunar og hvers konar starfsemi í stað þess að afgreiða hana sem ein- hvers konar sérfyrirbæri eins og mörgum hættir til,“ sagði Kristín. „Umræðan þarf að vera sívak- andi, sífellt þarf að meta stöðu kynjanna á öllum sviðum og leita leiða til að jafna hana. Alþingi og framkvæmdavaldið hljóta að ganga á undan með góðu fordæmi og sýna þann vilja sinn í verki sem lýst er í lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla,“ sagði Kristín. Meðflutningsmenn Kristínar eru Ásta R. Jóhannesdóttir, Gísli S. Einarsson og Lúðvík Bergvinsson, þingflokki jafnaðar- manna. Drífa Hjartardóttir og Pétur H. Blöndal þingmenn Sjálf- stæðisflokks. Kristjana Bergsdóttir og Siv Friðleifsdóttir, þing- menn Framsóknarflokks. Margrét Frímannsdóttir og Stein- grímur J. Sigfússon, þingmenn Alþýðubandalags og óháðra, og Guðný Guðbjörnsdóttir og Kristín Ástgeirsdóttir, þingmenn Kvennalista. Eldri skráningarmerki bifreiða verði leyfð áfram GUÐMUNDUR Hallvarðsson og Einar K. Guðfinnsson, þing- menn Sjálfstæðisflokks hafa Iagt fram á Alþingi þingsálykt- unartillögu þess efnis að Alþingi feli dómsmálaráðherra að breyta núgildandi reglum um eldri skráningarmerki bifreiða, þannig að eigendum bifreiða með eldri skráningarmerki verði heimilt að hafa slík merki áfram á bifreiðum sínum. í greinargerð flutningsmanna er vísað til reglugerðar um notkun eldri bifreiðaþar sem segir m.a. að bifhjól og eftirvagn- ar megi ekki bera skráningarmerki af eldri gerð lengur en til 31. desember 1997 og önnur ökutæki ekki lengur en til 31. desember 1998. Ökutæki sem skráð voru fyrir 1. janúar 1989 megi hins vegar bera áfram skráningarmerki af eldri gerð, enda séu merkin heil og vel læsileg. í greinargerð segir jafnframt að samkvæmt upplýsingum frá Skráningarstofunni hf. séu nú 44.752 fólksbifreiðar, 427 hópferðabifreiðar og 2.770 vörubifreiðar með skráningarnúm- er af eldri gerð eða alls 47.949 ökutæki. „Láta mun nærri að kostnaður eigenda framangreindra ökutækja vegna númera- skipta verði um 132 milljónir króna, sé eingöngu talinn kostnað- ur vegna númeraspjalda," segir í greinargerð. Þar segir enn- fremur að þingályktunartillagan hafi umtalsverðan sparnað í för með sér fyrir bifreiðaeigendur. Alþ'mgi ÞINGFUNDUR Alþingis hefst kl. 13.30 í dag. Fyrst verða lagðar fram fyrirspurnir til ráðherra: 1. Til iðnaðarráðherra. Fyr- irspurn um markaðshlutdeild fyrirtækja. 2. Til viðskiptaráðherra. Fyrirspurn um markaðshlut- deild fyrirtækja. 3. Til samgönguráðherra. Fyrirspurn um ljósleiðara. 4. Til menntamálaráðherra. Fyrirspurn um aðgerðir í jafn- réttismálum. 5. Til menntamálaráðherra. Fyrirspurn um móttökuskil- yrði útvarps og sjónvarps á Suðurnesjum. Þá eru eftirfarandi mál á dagskrá: 1. Þingvallaurriðinn. Frh. Fyrri umr. (Atkvgr.) 2. Aukin hlutdeild almenn- ings í atvinnurekstri. Frh. fyrri umr. (Atkvgr.) 3. Stefnumótun í málefnum langsjúkra barna. Frh. fyrri umr. (Atkvgr.) 4. Orka fallvatna. Frh. 1. umr. (Atkvgr.) 5. Jarðhitaréttindi. Frh. 1. umr. (Atkvgr.) 6. Áætlanir sveitarfélaga um sjálfbæra þróun. Frh. fyrri umr. (Atkvgr.) 7. Lífsiðfræðiráð. Frh. fyrri umr. (Atkvgr.) 8. Þingsköp Alþingis. Frh. 1. umr. (Atkvgr.) 9. Úttekt á hávaða- og hljóð- mengun. Frh. fyrri umr. (Atkvgr.) 10. Tekjuskattur og eignar- skattur. Frh. 1. umr. (Atkvgr.) 11. Umboðsmaður jafn- réttismála. Frh. 1. umr. (Atkvgr.) 12. Sveitarstjórnarlög. Frh. 1. umr. (Atkvgr.) 13. Tekjuskattur og eignar- skattur. Frh. 1. umr. (Atkvgr.) 14. Tilraunaveiður á ref og mink. Frh. Fyrri umr. (Atkvgr.) 15. Aukatekjur ríkissjóðs. Frh. fyrri umr. (Atkvgr.) 16 Þingsköp Alþingis. Frh. 1. umr. (Atkvgr.) 17 Aðgerðir til að mæta mismunandi þörfum drengja og stúlkna í grunnskólum. Frh. fyrri umr. (Atkvgr.) 18. Úrbætur á Norðaustur- vegi frá Húsavík til Þórshafn- ar. Frh. fyrri umr. (Atkvgr.)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.