Morgunblaðið - 12.11.1997, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 1997 11
FRÉTTIR
Island, Grænland og
Noregur semja
um lögsögumörk
Helsinki. Morgfunblaðið.
HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis-
ráðherra, Niels Helveg Petersen,
utanríkisráðherra Dana, og Jon-
athan Motzfeldt, formaður græn-
lensku landstjórnarinnar, undirrit-
uðu í gær í Helsinki samning um
afmörkun hafsvæðisins milli ís-
lands og Grænlands. Um leið und-
iiTÍtuðu Halldór, Knut Vollebæk,
utanríkisráðherra Noregs, og Hel-
veg Petersen tvíhliða bókanir land-
anna um endanlega afmörkun haf-
svæðisins þar sem lögsögumörk ís-
lands, Grænlands og Jan Mayen
skerast. Island á nú ekki í neinum
deilum við nágrannalöndin um
mörk fiskveiðilögsögu nema við
Færeyjar, sem ekki viðurkenna
Hvalbak sem grunnpunkt íslensku
lögsögunnar.
Island annars vegar og Danmörk
og Grænland hins vegar náðu síð-
astliðið sumar samkomulagi í
grundvallaratriðum um afmörkun
umdeilds hafsvæðis norður af Kol-
beinsey. Við afmörkun nýrrar mið-
línu var tekið tillit til allra þátta,
sem áhrif höfðu á afmörkunina, t.d.
grunnlína, viðmiðunarpunkta, því
að hve miklu leyti löndin eru háð
fiskveiðum, lengd viðkomandi
stranda og nauðsyn stöðugleika og
varanleika.
Semja þurfti við Noreg vegna
dóms um lögsögumörk
Samkomulagið tekur bæði til
fiskveiðilögsögu og landgrunns og
bindur enda á deilur ríkjanna í eitt
skipti fyrir öll. Samkvæmt því fær
Island 30% hins umdeilda svæðis í
sinn hlut en Grænland 70%. Samn-
ingurinn, sem nú var undirritaður,
er formleg útfærsla þessa sam-
komulags og tekur ekíd aðeins til
svæðisins norður af Kolbeinsey,
heldur allrar miðlínunnar milli ís-
lands og Grænlands, sem hefur
verið yfirfarin rækilega af sérfræð-
ingum landanna. I samningnum er
tekið fram að stjórnvöld í löndun-
um þremur óski þess að „viðhalda
og styrkja hið góða nágrannasam-
band milli Islands og Danmerk-
ur/Grænlands.“
Samkomulagið við Noreg er til
komið vegna dóms Alþjóðadóm-
stólsins, sem fyrir fjórum árum úr-
skurðaði í deilu Grænlands og Nor-
egs um lögsögumörk. Dómstóllinn
dæmdi Grænlandi í hag og færði
miðlínu nær Jan Mayen. Um syðsta
hluta línunnar, næst íslensku lög-
sögunni, úrskurðaði dómstóllinn
hins vegar ekki, þar sem endanleg
lega hennar hlaut að verða samn-
ingsatriði við ísland. Lega lögsögu-
marka á tæplega 2.000 ferkílómetra
hafsvæði hefur því verið í óvissu þar
til nú. Samkvæmt samkomulaginu
við Noreg færast lögsögumörk Is-
lands eilítið til norðurs á nokkurra
mílna kafla.
Jonathan Motzfeldt, fomaður
grænlensku landstjórnarinnar,
hafði orð fyrir ráðherrunum við
undirskriftina og sagðist glaður yfír
árangi-inum, þó hann hefði aldrei
litið svo á að hann ætti í neinu stríði
við Islendinga vegna deilunnar um
lögsögumörkin. Góð kynni nágrann-
anna héldu áfram eftir sem áður og
myndu enn styrkjast, þegar Davíð
NTB
HALLDÓR Ásgrímsson, Niels
Helveg Petersen og Jonathan
Motzfeldt undirrita samning
Islands, Danmerkur og Græn-
lands. Lengst til vinstri stend-
ur Tómas H. Heiðar, aðstoðar-
þjóðréttarfræðingur í utanrík-
isráðuneytinu og samninga-
maður Islands í viðræðunum
um lögsögumörkin.
Oddsson forsætisráðherra kæmi í
opinbera heimsókn til Grænlands á
næsta ári. Eini vandinn væri nú að
fiskurinn hefði sporð og synti yfir
öll mörk. Þar væri þó til bóta að
löndin ynnu vel saman að hafrann-
sóknum og öðrum skyldum málum.
Halldór Ásgrímsson sagði að ekki
hefðu staðið átök um línurnar, en
ánægjulegt væri að þetta gamla
deilumál væri nú leyst án þess að
þurft hefði að bera það undir dóm-
stól. Allir aðilar hefðu þurft að slá af
kröfum sínum. Lausnin sýndi að
löndin gætu komið sér saman og nú
væru orðin fá óleyst deilumál milli
landanna.
Lofar góðu um Smuguviðræður
í samtali við Morgunblaðið sagði
Knut Vollebæk að undirritun samn-
inganna nú lofaði góðu um önnur
deilumál eins og Smugudeiluna og
hefði hann fullvissað íslenskan
starfsbróður sinn um að Norðmenn
hygðust ekki taka sér réttindi, sem
þeir ekki hefðu. Rétt eins og Norð-
menn ættu Islendingar mikilla
hagsmuna að gæta á sviði sjávarút-
vegs og bæði löndin reyndu auðvit-
að að gæta þeirra af fremsta megni.
Norska stjómin hefði ekki hug á
öðru en að fara í öllu eftir alþjóðleg-
um reglum og samningum. Stjórnin
hefði áhuga á að kanna hvort
grundvöllur væri fyrir að færa fisk-
veiðilögsögu sína út í 250 sjómílur
innan gildandi reglna, en hefði að
sjálfsögðu ekki hug á að lýsa yfir
slíkri lögsögu. Aðspurður hvort
sjávarútvegsmálaráðherrann hefði
fullan skilning á þessari afstöðu
fullyrti Vollebæk að svo væri.
Kreditkort fyrir
áskrifendur Stöðvar 2
Hljóðfæraleikurum SÍ
boðin 20% launahækkun
ÍSLENSKA útvarpsfélagið og
Kreditkort hf. hafa samið um út-
gáfu á nýju kreditkorti, Sérkorti
Stöðvar 2. Um er að ræða svo-
nefnt tryggðar- og fríðindakort,
þ.e. alþjóðlegt Eurocard kredit-
kort, sem korthafar fá sér að
kostnaðarlausu. Um 25 fyrirtæki
taka þátt í samstarfi um kortið
og veita handhöfum afslátt.
Að sögn Bergsveins Samsted,
markaðssljóra Kreditkorts hf.,
búa nokkuð flóknir útreikningar
að baki ákvörðun um fríðindin
sem þessi kort veita. Ávinningur
korthafa kemur fram á yfirliti
þeirra um hver mánaðamót og
kemur til frádráttar á áskriftar-
gjaldi Stöðvar 2, Sýnar og
Fjölvarps. Ef afsláttur nemur
hærri upphæð en áskriftargjald-
inu dregst mismunurinn frá öðr-
um liðum á kortreikningnum.
Meðal þeirra fyrirtækja sem
eru í samstarfi vegna Sérkorts
Stöðvar 2 eru Nóatún, Olís, Essó,
Skífan, Samvinnuferðir-Landsýn
og Gúmmívinnustofan. Berg-
sveinn segir að 0,65% afsláttur sé
veittur af matvöru, 1,25% af
bensíni. 5-10% er algengur af-
sláttur í sérverslunum. Berg-
sveinn segir að viðskiptavini sem
verslar fyrir 60 þúsund krónur
hjá aðildarfyrirtækjunum 25 sé
tryggður 1.100 kr. afsláttur af
áskriftargjaldi Stöðvar 2. Það
nýtist þeim best sein nota kort
sitt til að kaupa mat og bensín.
Það séu þó fáir. Meðalkorthafinn
noti 25% upphæðarinnar á reikn-
ingi sínum í stórmörkuðum, 13%
á bensínstöðvum, 7% í fataversl-
unum, 6,3% í sérverslunum, 5%
til að kaupa gjafavöru, 6% á veit-
ingastöðum, 11% í viðskipti við
flugfélög, 6% í húsgagnaverslun-
um og 13% eru óflokkuð útgjöld,
þar á meðal boðgreiðslur.
Sá sem kaupir t.d. heimilistæki
fyrir 65 þúsund krónur og fær
8% afslátt með Sérkorti Stöðvar
2, fær 5.200 króna afslátt af þeim
viðskiptum einum.
Bergsveinn segir að miðað við
algengustu blöndun viðskipta hjá
venjulegum korthafa láti nærri
að sá sem hefur 90 þúsund króna
kortareikning og verslar fyrir þá
upphæð hjá aðildarfyrirtækjum
kortsins einum fái ókeypis
áskrift að Stöð 2.
RUNÓLFUR Birgir Leifsson,
framkvæmdastjóri Sinfóníuhljóm-
sveitar íslands, segir að samninga-
nefnd ríkisins hafi lagt fram skrif-
legt tilboð sem feli í sér um 20%
launahækkun til handa hljóðfæra-
leikurum SI í kjaradeilu þessara
aðila. Því hljóti að vera um ein-
hvern misskilning að ræða hjá Hlíf
Sigurjónsdóttur, formanni Starfs-
mannafélags SI, í Morgunblaðinu í
gær þar sem hún sagði að hljóð-
færaleikurunum hefðu ekki verið
boðnar launahækkanir.
Boðuð vinnustöðvun hjá Sinfón-
íuhljómsveit Islands kemur ekki
til framkvæmda 25. til 27. nóvem-
ber eins og ráðgert hafði verið
heldur fimmtudag og fóstudag 27.
og 28. nóvember. Stafar þessi
breyting af tæknilegum göllum við
boðunina. Björn Th. Árnason, for-
maður Félags íslenskra hljóðfæra-
leikara, segir að verði af vinnu-
stöðvuninni komi hún niður á upp-
tökum sem fyrirhugaðar eru þessa
dagan.
I máli Hlífar Sigurjónsdóttur kom
fram að samninganefndin vilji hafa
tvenna tónleika í viku innan vinnu-
skyldu hljómsveitarinnar og að all-
ir laugardagar verði vinnudagar.
Segir Runólfur þetta á misskilningi
byggt. „í dag má, samkvæmt
kjarasamningi, nýta vinnutímann,
22 stundir á viku, eftir því sem
hentar best, í tónleika eða æfingai-,
eins og tíðkast hjá öllum sinfóníu-
hljómsveitum, þar sem við þekkj-
um til, í löndunum í kringum okk-
ur. Hljóðfæraleikarar Sí hafa hins
vegar viljað breyta þessu og var
samninganefndin reiðubúin að
ræða þau mál og nefndi sem hugs-
anlegan möguleika að heimildin
yrði bundin við einungis tvenna
tónleika í viku.“
Varðandi laugardagsvinnuna
segir Runólfur, að samkvæmt gild-
andi kjarasamningi sé heimilt að
efna til tónleika sex laugardaga á
ári sem hluta af vinnuskyldunni.
Greitt sé vaktaálag í slíkum tilvik-
um.
Vildu ekki ræða hugmyndirnar
Hlíf gat þess einnig að samn-
inganefndin vildi minnka vægi tón-
leika, það er greiða hljóðfæraleik-
urunum þrjár vinnustundir í stað
þriggja og hálfrar nú. Runólfur
segir rétt að þessi hugmynd hafi
komið fram í viðræðunum. Hún
hafi á hinn bóginn verið sett fram í
samhengi við hugmyndina um
tvenna tónleika í viku, því með
þessum hætti yrði auðveldara að
greiða hljóðfæraleikurunum yfir-
vinnu fyrir aukatónleika ef til
þeirra þyrfti að koma.
Runólfur tekur fram að þetta
hafi allt verið hugmyndir en hljóð-
færaleikararnir hafi ekki verið
reiðubúnir að ræða þær. Runólfur
segir tímasetningu vinnustöðvun-
arinnar koma SÍ illa, því mikið sé í
húfi en vonandi muni samstarf SÍ
og Naxos ekki bíða skaða af.
Þrátt fyrir þetta ítrekar Runólf-
ur samúð sína með launabaráttu
hljóðfæraleikaranna, laun þeirra
þui-fi að hækka. „Meðaldagvinnu-
laun hljóðfæraleikara í SÍ eru 110-
120 þúsund krónur á mánuði sem
er svipað og hjá framhaldsskóla-
kennurum en flestir eru sammála
um að það séu lág laun. Miðað við
tilboð samninganefndarinnar færu
dagvinnulaunin upp í 130-145 þús-
und krónur.“