Morgunblaðið - 12.11.1997, Síða 13

Morgunblaðið - 12.11.1997, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 1997 13 FRÉTTIR Morgunblaðið/Árni Sæberg ,ÉG ER svona stór, en er ennþá barn inni í mér,“ sagði Ami Ragnar Georgsson, sem er með asperger-heilkenni. Þekking og skilningur á einhverfu hefur aukist YFIRSKRIFT málþings um ein- hverfu sem haldið var í Ráðhúsi Reykjavíkur á sunnudaginn var „Hér leynist fólk.“ Þátttaka var góð, um 400 manns, að sögn Astrósar Sverrisdóttur, formanns Umsjónar- félags einhverfra. „Fólk hafði á orði að það hefði ver- ið sterkt andrúmsloft í Ráðhúsinu á sunnudaginn," segir Ástrós. „Það er alveg á hreinu að þekking á ein- hverfu hefur aukist og þar með skilnmgurinn, svo fordómarnir eru að minnka. Enda eru fordómar ekk- ert annað en vanþekking. Mér finnst mjög ánægjulegt að fmna að fólk hefur áhuga á að vita hvað einhverfa er, en hún er afar flókin og sérstök fotlun. Þess vegna hefur umsjónarfé- lagið lagt svo mikla áherslu á fræðslu. Eg á t.d. strák sem er að verða níu ára og ég er enn að kynn- ast einhverfunni og sjá einhverfuna í honum.“ Þurfa að læra félagsleg samskipti Astrós segir það hafa verið mjög áhrifaríkt að hlýða á systkini ein- hverfra segja frá og einnig foreldra einhverfra bama. Þá hafi Arni Ragn- ar Georgsson, ungur maður með asperger-heilkenni, sem er fótlun nátengd einhverfu, haft mikil áhrif á viðstadda. „Hann taiaði um áhuga- mál sín, sem eru vitar og stjörnu- kort. Hann er sérfræðingur í að gera stjömukort og hann þekkir alla vita á Islandi og hefur teiknað þá í ná- kvæmum hlutföllum. Eins hefur hann kynnt sér vita í Noregi og í Færeyjum. flann endaði á því að segja: „Sjáið þið, ég er svona stór _ í þessum stóra líkama. En ég er enn- þá bara barn inni í mér. Mig langar til að eiga vini en ég á enga vini, því að ég kann ekki félagsleg samskipti, ég þarf að læra þau.“„ Sérstakir gestir málþingsins voru mæðginin Judy og Sean Barron frá Bandaríkjunum, en Sean er ungur maður með einhverfu. Hann skrifaði ásamt móður sinni bókina „Hér leyn- ist drengm-," þar sem þau lýsa bar- áttunni við fótlunina, sem hann telur sig hafa fengið fullan bata af. Astrós segir það vissulega hafa verið stór- kostlegt að kynnast honum og sögu hans en segir þó nauðsynlegt að hafa í huga að þetta sé einstakt tilfelli. „Ég les bókina með því hugarfari að skilja einhverfuna betur, en ekki að barnið mitt hætti að vera einhverft." Kjörinn formaður samtaka norrænna blaðalj ósmyndara KJARTAN Þorbjömsson, Golli, ljós- myndari á Morgunblaðinu, var nýlega kjörinn formaður samtaka norrænna blaðaljósmyndara. KJARTAN Þorbjömsson, ljósmyndari á Morgun- blaðinu, Golli, var sl. laugardag kjörinn for- maður samtaka nor- rænna blaðaljósmyndara. Innan samtakanna starfa um 2.500 blaðaljósmynd- arar á Norðurlöndum, þar af um 45 á íslandi. Flestir eru í Svíþjóð eða um 900, 680 í Danmörku, 600 í Finnlaudi og 440 í Noregi. Á ársfundi samtak- anna, sem haldinn var í Finnlandi um síðustu helgi, var að sögn Kjart- ans rætt um margvíslegt norrænt samstarf, m.a. sýningarhaid og hvernig styrkja má og tryggja höfundarétt blaðaijós- myndara. Fram kom á fundinum hörð andstaða við þá kröfu sem tón- leikahaldarar víða á Norðurlöndunum hafa sett fram um að blaða- ljósmyndarar afsali höf- undarétti sínum á filmum, sem þeir taka á tónleikum, til tón- leikahaldara eftir að myndir hafa verið birtar í viðkomandi blöð- um. Segir Kjartan slíkt ekki koma til greina af hálfu ljós- myndara. Um það sé algjör sam- staða meðal norrænna ljósmynd- ara að gefa ekki eftir í þessu réttindamáli. Næsti aðalfundur norrænu samtakanna verður haldinn á ís- landi að ári. Kjartan er einnig formaður Blaðaljósmyndarafé- lags Íslands. Þriðjudaginn 18. nóvember gangast blaðaljós- myndarar fyrir pallborðsumræð- um um íslenska fréttaljósmyndun á Sólon íslandus í Reykjavík. Er það í tengslum við 100 ára af- _ mælishald Blaðamannafélags Is- lands. Ræðir um- hverfísálag byggingar- mannvirkja MÁLSTOFA verður í umhverf- is- og byggingarverkfræðiskor fimmtudaginn 13. nóvember, kl. 16.15. Þar mun prófessor Júlíus Sólnes kynna bók- sína Stochastic Processes and Random Vibrations í erindi sem hann nefnir Hönnun og hegðun byggingarmannvirkja í tilviljunarkenndum heimi. Bókin, sem kom út fyrr á ár- inu, er gefin út af virtu alþjóð- legu forlagi, John Wiley & Sons. Þar fjallar Júlíus um umhverfis- áraun byggingarmannvirkja sem ekki er auðvelt að lýsa og meta með hefðbundnum aðferð- um vegna þess hversu óregluleg hún er. Það er meðal annars af völdum jarðskjálfta og vindá- lags sem þessi óvenjulega áraun á byggingar kemur til sögunnar. Hér nýtist vel áratuga reynsla Júlíusar sem kennara, fræði- manns og hönnuðar, en Júlíus er einn af frumkvöðlum á þessu sviði, ekki aðeins hérlendis held- ur einnig á alþjóðavettvangi, segir í fréttatilkynningu. Fyrirlesturinn verður hald- inn í stofu 157 í VRII, húsi raunvísinda- og verkfræðideild- ar við Hjarðarhaga 2-6. Öllum er heimill aðgangur. I lok fyrir- lestrar mun Júlíus svara fyrir- spurnum. and\ Frá Reykjavík til Akureyrar alla virka daga kl. 17 Vörur sem fara frá afgreiðslunni í Skútuvogi 8 í Reykjavík kl. 17 eru komnar til viðtakanda á Norðurlandi strax næsta dag. Hlutverk okkar er að hjálpa viðskiptavinunum — við leggjum metnað okkar í skjóta, persónulega þjónustu og góða vörumeðferð.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.