Morgunblaðið - 12.11.1997, Síða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Breyttur dómur í máli bresku barnfóstrunnar kom foreldrum látna drengsins í opna skjöldu
„Það er ekkert
vit í þessu“
Breskir fjölmiðlar fara fögrum orðum
um bandarískt réttarkerfí
LOUISE Woodward yfirgefur réttarsal í Massachusetts frjáls ferða sinna.
FORELDRAR Matthews Eappens,
sem lést af völdum höfuðáverka ní-
unda febrúar sl., voru furðu lostnir
er dómari í máli bresku barnfóstr-
unnar, sem sakfelld var fyrir að
hafa orðið Matthew að bana, dæmdi
hana í 279 daga fangelsi, sem hún
hafði þegar afplánað, og leyfði
henni því að fara frjálsri ferða sinna
innan Massaehusettsríkis.
Kviðdómur úrskurðaði 30. októ-
ber að barnfóstran, Louise Wood-
ward, 19 ára, væri sek um að hafa
myrt Matthew að yfirlögðu ráði.
Saksóknari hélt því fram að Matt-
hew hefði verið hristur harkalega
og höfði hans slegið við harðan flöt
4. febrúar sl., er hann var í umsjá
Louise. Hann lést á sjúkrahúsi
fimm dögum síðar. Við réttarhöldin
viðurkenndi hún að hafa „kannski
verið dálítið harðhent" við Matthew.
Verjendur Louise héldu því fram
að hann hefði látist af völdum
áverka er hann hefði hlotið fyrir 4.
febrúar. Sakfellingu um morð að yf-
irlögðu ráði fylgdi sjálfkrafa dómur
í ævilangt fangelsi með möguleika á
náðun eftir 15 ár.
Sunil og Deborah Eappen sættu
sig við að úrskurði kviðdóms væri
breytt í sekt um manndráp af gá-
leysi. En dómur Hillers B. Zobels,
dómara í málinu, kom þeim í opna
skjöldu.
Meint tvöfeldni dómarans
„Hann nefndi í úrskurði sínum að
hann eigi barnaböi-n," sagði Sunii
Eappen, faðir Matthews, við The
Boston Globe í gær. „Hvað ef Matt-
hew hefði verið sonarsonur hans?
Skilur hann þetta ekki? Einhver
myrti Matthew. [Dómarinn] viður-
kennir annarsvegar að einhver hafi
myrt Matthew, en hinsvegar lætur
hann hana lausa. Það er ekkert vit í
þessu.“
„Eg ber virðingu fyrir dómaran-
um,“ sagði Deborah Eappen, móðir
Matthews, við The Boston Globe.
„En ég held að það búi í honum, og
okkur öllum, eitthvað sem vill ekki
trúa þvi að fólk sem lítur út eins og
Louise geti gert það sem Louise
gerði. Við viljum trúa því að fólk
sem myrðir lítil börn sé ekkert líkt
okkur, en sannleikurinn er sá að
það er alveg eins og við. Louise
myrti Matthew og Zobel dómari
bæði viðurkennir það og lætur hana
ekki axla ábyrgð á því sem hún
gerði. Hefði hann gert þetta fyrir
fátækan, svartan eða rómanskan
sakborning?“
Eappen-hjónin, sem bæði eru
læknar, óttast líka að mál Wood-
wards muni gera að engu þann ár-
angur sem náðst hafi á undanfómum
áratug við að fá almenna viðurkenn-
ingu á því hversu algengt er að böm-
um sé misþyrmt. „Einu sinni töldum
við okkur trú um að bamamisþyrm-
ingar væra einungis vandamál meðal
hinna fátæku," segir Sunil. „Svo er
ekki. Þær eiga sér stað í öllum stétt-
um þjóðfélagsins."
Bjóst við 10 ára fangelsi
Stuðningsfólk Woodwards fagn-
aði dómnum fram á rauða nótt.
Systir hennar, Vicky, tjáði frétta-
stofu Reuters að Louise hefði búist
við því að verða dæmd í 10 ára fang-
elsi. Kvaðst Vicky hafa talað við
systur sína örfáum mínútum eftir
að dómurinn féll. „Hún er afskap-
lega ánægð. Hún trúir þessu varla,“
sagði Vicky.
Breskir fjölmiðlar, sem fyrir viku
áttu vart tii nógu sterk orð til þess
að lýsa fyrirlitningu sinni á banda-
rísku réttarkerfi, kepptust í gær við
að hlaða þetta sama réttarkerfi lofi,
og þá ekM síst Zobel dómara. „Nafn
Hillers Zobels mun seint gleymast
héma megin Atlantshafsins, að
minnsta kosti ekki á meðan við mun-
um og metum að verðleikum hug-
rakka og sanngjama menn,“ sagði
götublaðið Daily Express í leiðara.
Flest blöð viðurkenndu að banda-
rískt réttarkerfi hefði reynst vaxið
þeim vanda sem svo oft hefði orðið
breska kerfinu ofraun. The Guardi-
an benti á, að bandarísk lög hefðu
gert dómara kleift að leiðrétta aug-
ljós mistök innan fárra daga. Hins
vegar hafi tekið allt að 15 árum að
leiðrétta alræmd réttarbrot í Bret-
landi, til dæmis er tíu menn voru
ranglega dæmdir fyrir þátttöku í
hermdai’verkum á írlandi.
„Geðþóttaákvörðun“
Saksóknarar í málinu sögðu, er
dómurinn var fallinn, að ákvörðun
dómarans væri „stórfurðuleg“,
byggð á „geðþótta" og bæri vott
um hræsni. Tom Reilly, aðalsak-
sóknari í Middlesexsýslu í
Massachusettsríki, sagði á frétta-
mannafundi: „Eg veit ekki hvað
gerðist. Eg hef aldrei séð neitt í
líkingu við þá hröðu atburðarás
sem varð hér í dag. Eg er furðu
lostinn ... Réttlætinu var ekki full-
nægt fyrir hönd Matthews Eapp-
ens í dag,“ sagði Reilly með tárin í
augunum.
Reilly sagði að saksóknaraemb-
ættið myndi áfrýja dómi Zobels, en
afgreiðsla málsins gæti tekið að
minnsta kosti eitt ár, ef ekki tvö ár.
Reilly og samstarfsfólk hans kvaðst
ekki geta komið því heim og saman
að Zobel hefði látið Louise lausa eft-
ir að hafa sagt í úrskurði sínum að
hann teldi hana hafa orðið valda að
höfuðáverkum sem leitt hefðu Matt-
hew til dauða.
Áður en Zobel kvað upp dóm sinn
á mánudagskvöld fóru saksóknarar
fram á að hann tæki til greina að
hún vildi ekki enn axla ábyrgð á
glæp sem dómarinn hefði sagst
telja hana seka um. „Hann trúði
greinilega ekki framburði hennar,
og hann ákvað að sér væri sama,“
sagði Reilly.
Martha Coakley, aðstoðarsak-
sóknari, sagðist telja að ákvörðun
Zobels væri ógn við öll fórnarlömb
barnamisþyrminga. The Boston
Globe hefur eftir henni að dómar-
inn, og margir þeirra er studdu
Louise, hafi ekki gert sér grein fyr-
ir því hvað ofbeldi gegn börnum sé
alvarlegur hlutur, og gætu ekki
skilið að kurteis og sjálfsörugg 19
ára stúlka af góðu fólki gæti verið
sek um slíkt.
Áfrýjun tímafrek
I úrskurði sínum sagði Zobel að
það hefði ekki verið misráðið af sak-
sóknara að hefja málssókn á grund-
velli ákæru um fyrstu gráðu morð
að yfirlögðu ráði. Sagði dómarinn að
vísbendingar hefðu verið, „að vísu
naumar", um að grundvöllur væri
fyrir ákæru um skelfileg voðaverk,
sem er forsenda ákæru um fyrstu
gráðu morð.
Saksóknarar munu fyrst fara
þess á leit við dómara í áfrýjunar-
rétti Massachusettsríkis að Louise
verði gert að sæta varðhaldi áfram
uns ákvörðun hefði verið tekin um
frekari áfrýjun. Farið verður fram á
að úrskurður kviðdóms um að Lou-
ise sé sek um annarrar gráðu morð
að yfirlögðu ráði verði látinn
standa. Afgreiðsla þeirrar áfrýjunar
gæti tekið nokkra mánuði, ef ekki
ár, að því er lögskýrandi The
Boston Globe segir.
Barry Scheck, einn verjenda
Louise, tjáði fréttamönnum að verj-
endur myndu einnig áfrýja úrskurð-
inum því Louise sitji enn undir því
að hafa verið fundin sek um mann-
dráp. „Við teljum að með fleiri vís-
indalegum sönnunargögnum og
rannsókn og vinnu getum við gert
meira til þess að hreinsa mannorð
skjólstæðings okkar og sýnt að hún
er ekki sek um þennan glæp,“ sagði
Scheck.
Hann sagði að verjendur Louise
bæru mikla virðingu fyiúr dómaran-
um og því hugrekki sem hann hefði
sýnt með því að breyta úrskurðin-
um og kveða upp nýjan dóm.
Scheck sagði ennfremur að varnar-
aðferð lögmannanna í málinu og
vitnisburður sérfróðra ráðgjafa
þeirra í læknisfræði muni verða for-
dæmi öðrum sem eigi eftir að verða
ranglega ákærðir um misþyrmingar
á börnum.
Opinber heimsókn Jeltsíns til Kína
Gagnrýna
lítil viðskipti
landanna
Harbin. Moskvu. Reuters.
BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti
heimsótti í gær kínversku borgina
Harbin á þriðja degi heimsóknar
sinnar til Kína en borgin er miðstöð
viðskipta milli Rússlands og Kína.
Jeltsín lagði blómsveig að minnis-
varða um sovéska hermenn sem
féllu í átökum á svæðinu á lokadög-
um síðari heimsstyrjaldarinnar.
Fjöldi manna af rússneskum upp-
runa, afkomendur fólks sem flýði til
Harbin í rússnesku byltingunni,
fagnaði Rússlandsforseta við minn-
isvarðann.
Rússneskir fjölmiðlar lögðu mikið
rými undir 5. leiðtogafund þeirra Ji-
angs Zemins Kínaforseta í fyrra-
dag. Sögðu fjölmiðlar augljósan vin-
skap, þéttingsföst faðmlög leiðtog-
anna og pólitískan ávinning af fund-
um þeirra ekki draga athyglina frá
hörmulegri stöðu viðskipta land-
anna.
Reuters
Boris Jeltsin Rússlandsforseti
umkringdur öryggisvörðum.
Áætlað er að viðskipti ríkjanna
nemi jafnvirði sjö milljarða dollara,
490 milljarða króna, á árinu. Að
mati rússneskra fjölmiðla er það lít-
ið í samanburði við stærð ríkjanna
tveggja. Sömuleiðis sé það langt
undir 20 milljarða markinu sem þau
höfðu sett sér að viðskiptin næmu
fyrir aldamót.
Helsti efnahagslegur ávinningur
Jeltsíns af förinni er samningur um
smíði gasleiðslu frá Síberíu til
Kyrrahafsstrandar Kína en hann er
jafnvirði 12 milljarða dollara. Um
leiðsluna mun gas flæða í 30 ár til
Kína, Japans og Suður-Kóreu.
Norska stjórnin vill .
frekara samstarf
Helsinki. Morpunblaðið.
KJELL Magne Bondevik, hinn ný-
kjömi forsætisráðherra Norð-
manna, segir stjóm sína hafa fullan
hug á góðu samstarfi við íslend-
inga um tengslin við Evrópusam-
bandið og vonast eftir að Rússar
náist að samningaborðinu um
Smuguna. Þetta kom fram í viðtali
við Morgunblaðið á 49. þingi Norð-
urlandaráðs í Helsinki. Bondevik
hefur þótt koma vel fyrir í forsæt-
isráðherrahlutverkinu og hvorki
sýnt fum né fát. Á norrænum vett-
vangi er forsætisráðherrann á
heimavelli, því hann hefur um ára-
bil verið ákafur þátttakandi í Norð-
urlandaráði, nú síðast sem formað-
ur í einni aðalnefnd ráðsins og er
því öllum hnútum kunnugur í því.
Þegar það er borið undir
Bondevik að Islendingum hefði
fundist eins og það andaði köldu
frá Noregi eftir að nýja stjórnin
tók við og það vakið áhyggjur á Is-
landi um harðari afstöðu í þeirra
garð en áður er hann fljótur til
svars: „Nei, ég held það sé engin
ástæða til að segja það. Utanríkis-
ráðherra okkar hafði strax sam-
band við íslenska starfsbróður sinn
um að hefja samninga við íslend-
inga, meðal annars um Smuguveið-
arnar. En það mál snertir þrjár
þjóðir, því Rússar koma þar líka
við sögu. Um leið og þjóðirnar
þrjár setjast að samningaborðinu,
held ég að við eigum ekki langt, í
land með að ná samningum."
- Geturðu tiltekið einhver tíma-
mörk varðandi hugsanlega Smugu-
samninga?
„Nei, um það þori ég ekkert að
fullyrða, því þejr era ekki aðeins
mál Noregs og Islands, heldur líka
Rússa. Ég veit þvl hvorki hvenær
hægt verður að ná þeim að samn-
ingaborðinu né hvað samningavið-
ræður muni taka langan tíma.“ .
- Það hefur ekki verið sérlega *
mikil samvinna milli norsku og ís- y
lensku stjórnarinnar varðandi k
samskiptin við ESB. Mun verða
einhver breyting á því?
„Það má vera að sú samvinna
geti verið meiri. Ég þori ekki að
segja til um hvernig sambandið var
áður, en ég hef þegar rætt við Dav-
íð Oddsson forsætisráðherra og
Halldór Ásgrímsson utanríkisráð-
herra. Við höfum allir þekkst lengi, k
meðal annars gegnum samvinnu í
Norðurlandaráði og höfum allir »
áhuga á að efla samvinnuna. Bæði y
löndin geta öragglega haft gagn af
því, þar sem bæði era utan ESB,
en aðilar að EES.“