Morgunblaðið - 12.11.1997, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 1997 21
Utgáfu-
samningur
við Arsis
Classics
SIGURÐUR Bragason söngvari og
Vovka Ashkenazy píanóleikari hafa
gert samning við útgáfufyrirtækið
Arsis Classics í
Hollandi um end-
urútgáfu og dreif-
ingu á geisla-
disknum Songs of
the Master Pi-
a nists en hann
kom út undir heit-
inu Ljóðakvöld á
íslandi 1995.
Sigurður Disknum verður
Bragason dreift í Bandaríkj-
unum, Kanada,
Japan, Ástralíu og
Evrópu. Einnig
verður þessi nýja
útgáfa til sölu í
helstu
hljómplötuversl-
unum á íslandi.
Á geisladiskn-
um eru þrjú
sönglög eftir
Fryderyk Chopin,
þrjár Petraka sonnettur eftir Franz
Liszt, fimm sönglög eftir Serge
Rachmaninoff, ljóðaflokkurinn Don
Quichotte a Dulcinée eftir Maurice
Ravel og „Persneskur ástarsöngur“
eftir Anton Rubinstein.
SELMA Guðmundsdóttir og
Gunnar Kvaran halda tónleika
á Austurlandi.
Gunnar og
Selma á tón-
leikaferðalagi
GUNNAR Kvaran sellóleikari og
Selma Guðmundsdóttir píanóleikari
halda þrenna tónleika á Austurlandi
dagana 13.-15. nóvember. Fyrstu
tónleikarnir verða í Seyðisfjarðar-
kirkju fimmtudagskvöldið 13.
nóvember kl. 20, aðrir tónleikarnir
verða í Félagsheimilinu Hnitbjörg-
um á Raufarhöfn föstudaginn 14.
nóvember kl. 20.30 en þeir þriðju og
síðustu í Félagsheimilinu Mikla-
garði á Vopnafírði laugardag kl. 17.
Flutt verða þekkt lög eins og Ave
Maria eftir Bach-Gounod, Vókalísu
eftir Rachmaninoff og Svanurinn
eftir Saint-Saéns. Auk þess leika
þau sónötu í e-moll eftir Ántonio Vi-
valdi og Sónötu „Arpeggione" eftir
Franz Schubert.
Gunnar og Selma hafa nú starfað
saman um nokkurra ára skeið. í
fyrra kom m.a. út hljómplatan „E-
legía“ með leik þeirra. Tónleikar
þessir eru styrktir af Félagi ís-
lenskra tónlistarmanna.
----------------
Sýning í Skotinu
í SKOTINU, sýningaraðstöðu í Fé-
lagsmiðstöð aldraðra, Hæðargarði
31, stendur yfir sýning Hjartar
Guðmundssonar.
Verkin eru úr ýmsum efnum og
náttúruefnum s.s. hvalbeini,
góðmálmum, eðalviði, skeljum og fl.
List sína stundaði Hjörtur í
kyrrþey í óratugi þar til hann var
hvattur til að sýna í Nýlistasafninu í
vor. Áður hafði hann tekið þátt í
nokkrum samsýningum félagsstarfs
aldraðra.
Sýningin er opin á afgreiðslutíma
félagsmiðstöðvarinnar í Hæðar-
garði mánudaga til föstudaga kl.
9-17 og lýkur henni 21. nóvember.
Beethoven í brennidepli
EGAR nöfnin Jónas Ingi-
mundarson og Gerrit
Schuil ber á góma dettur
eflaust mörgum í hug pí-
anó. Það verður aftur á móti ekk-
ert píanó á sviðinu á tónleikum
Sinfóníuhljómsveitar Islands í
Háskólabíói annað kvöld, þar sem
þessir ágætu herrar verða í
sviðsljósinu. Gerrit mun stjórna
hljómsveitinni en Jónas kynna efn-
isskrá kvöldsins.
Tónleikarnir eru þeir fyrri af
tvennum í Bláu tónleikaröðinni á
þessu starfsári en sú
röð tók á sig nýja
mynd í fyrra þegar
Jónasi var falið að sjá
um röð kynntra
tónleika að hætti
bandaríska
hlj ómsveitar stj órans
Leonards Bernsteins.
Þá var efnisskrá
tónleikanna haldið
leyndri en nú verður
væntanlegum
tónleikagestum gefin
vísbending um hana.
Þannig er yfirskrift
tónleikanna annað
kvöld Kvöldstund
með Beethoven.
Tveir leynigestir
munu koma fram
með hljómsveitinni,
hverra nöfn eru á
huldu.
„Eg held að þetta
hafi gengið vel í
fyrra, þótt ég sé
auðvitað ekki rétti
maðurinn til að svara
því. í það minnsta
fékk ég mikil
viðbrögð,“ segir
Jónas. „Með þessu er
ekki verið að gefa
hinu hefðbundna
tónleikahaldi langt
nef - betta eru bara
ég þurfti alltaf að vera að sanna
mig! Stutt frí á Islandi, fjarri
skarkala umheimsins, var því
kærkomið.“
En fríið dróst á langinn. „Það
gerðist eitthvað við komuna til
Islands - landið heillaði mig. Ég
hringdi því í umboðsmann minn í
Hollandi og sagði henni að aflýsa
öllum verkefnum mínum næsta
hálfa árið. Brást hún ókvæða við -
spurði hvort ég væri genginn af
göflunum - en lét sig hafa það.“
Undrun umboðsmannsins varð
víst síst minni þegar Gerrit sneri
aftur að hálfu ári liðnu - í þeim til-
gangi að sækja sitt hafurtask.
„Þegar maður er ungur verður
maður að láta sig hafa það að gera
Evrópu annað slagið en kveðst
alltaf ánægðastur að koma heim -
til Islands!
Gerrit segir það hafa komið sér í
opna skjöldu á sínum tíma hversu
blómlegt tónlistarlífið er á íslandi
- og í raun menningin í heild sinni.
„Þegar allt kemur til alls búa ekki
nema um 260 þúsund manns hér!“
Er hann þegar farinn að nýta sér
sambönd sín í Evrópu til að koma
íslenskum tónlistarmönnum á
framfæri enda „myndu fjölmargir
þeirra sóma sér vel á alþjóðavett-
vangi“.
Allir til íslands!
Þá kveðst Gerrit
nýta öll tækifæri sem
gefast til að kynna
Island erlendis, þó
ekki sé nema fyrir þá
einfóldu staðreynd að
„allir erlendir tónlist-
armenn hefðu gott af
að sækja landið heim
til að drekka í sig
menninguna, kynnast
stórbrotinni
náttúrunni - og
veðrinu"!
Að áliti Gerrits eru
gæði Sinfóníu-
hljómsveitar Islands
mikil. Þá sé einstak-
lega gaman að vinna
með hljómsveitinni,
hún sé svo
metnaðargjöm, ein-
beitt og áhugasöm.
„Þetta viðhorf skiptir
ekki svo litlu máli en
ein af ástæðunum fyr-
ir því að ég dró mig í
hlé á sínum tíma var
sú að ég var aftur og
aftur farinn að standa
frammi fyrir
hljómsveitum, mörg-
um hverjum góðum,
sem höfðu ekki
allt sem maður er beðinn um -
mikið af því að minnsta kosti.
Núna er ég aftur á móti búinn að
vera svo lengi í þessum bransa að
ég get orðið leyft mér að gera
eingöngu það sem mig langar til
og hef trú á. Þess vegna ákvað ég
að flytjast búferlum til íslands."
Gerrit hafði hægt um sig fyrsta
árið hér á landi - fékkst við
kennslu og sitthvað smávægilegt
að auki. Fljótlega færðist hann
hins vegar í aukana og hefur hin
síðari misseri verið afar virkur í ís-
lensku tónlistarlífi. Er skemmst að
minnast Schubert-hátíðarinnar
sem hann gekkst fyrir í Garðabæ
fyrr á þessu ári. Hann tekur enn
að sér verkefni víðsvegar um
Kvöldstund með Beethoven er yfirskrif tón-
leika Sinfóníuhljómsveitar íslands í Háskóla-
_______bíói annað kvöld. Að öðru leyti fæst_____
ekkert upp gefíð um efnisskrána, sem Jónas
Ingimundarson mun kynna jafnóðum þegar á
hólminn er komið. Þó er ljóst að fram munu koma
tveir leynigestir. Orri Páll Ormarsson ræddi
við Jónas og Gerrit Schuil hljómsveitarstjóra.
Morgunblaðið/Arni Sæberg
GERRIT Schuil og Jónas Ingimundarson verða í sviðsljósinu á sinfóníutónleikum annað kvöld.
öðruvisi tónleikar. Ég hef orðið
var við að fastagestir á tónleikum
hljómsveitarinnar hafa haft gaman
af þessu en formið ætti ekki síður
að henta fólki sem alla jafna fer
ekki á sinfóníutónleika."
Stutt frí á íslandi
í janúar næstkomandi verða
fimm ár síðan hollenski
hljómsveitarstjórinn og píanóleik-
arinn Gerrit Schuil kom í „stutta
heimsókn“ til Islands. Er hann hér
enn. „Ég var búinn að starfa við
tónlist í meira en tuttugu ár, búa
vítt og breitt um Evrópu, stjórna
hljómsveitum og óperum og var
einfaldlega farinn að lýjast. Líf
mitt var orðin ein stöðug keppni -
minnsta áhuga á að „músisera“.“
Það eina sem stendur Sinfóníu-
hljómsveit Islands fyrir þrifum er,
að mati Gerrits, starfsaðstaðan -
Háskólabíó sé henni ekki sam-
boðið. „SÍ hefúr verið í mikilli
framför undanfarin ár og til þess
að ná enn lengra þarf að byggja
fyrir hana tónlistarhús. Málið er
ekki flóknara en það. Ég tala af
reynslu, því þegar Fílharmóníu-
hljómsveit Rotterdam, sem er um
margt sambærileg hljómsveit,
fékk sitt eigið tónlistarhús skipti
það sköpum. Ekki það að
hljómsveitin færi ósjálfrátt að
leika betur, heldur gjörbreyttist
hugarfarið þegar hún fór að heyra
hvað hún hljómaði vel!“
Af daðri og
draugum
TÓJVLIST
Listasafn Kópavogs
„VIÐ SLAGHÖRPUNA"
Sönglög eftir Felix og Fanny
Mendelssohn, Liszt, Schubert, Clöru
og Róbert Schumann og Richard
Strauss. Þóra Einarsdóttir sópran,
Björn Jónsson tenór; Jónas Ingi-
mundarson, pianó. Inngangsorð:
Eysteinn Þorvaldsson. Upplestur:
Arthúr Björgvin Bollason. Listasafni
Kópavogs, mánudaginn 10.
nóvember kl. 20.30.
ÞAÐ var sannkallaður „soirée“-
svipur yfir tónleikunum í
Gerðarsafni sl. mánudagskvöld,
svo notað sé orð miðevrópskrar
góðborgarastéttar fyrri tíma yfir
menningarlegar kvöldvökur á
betri bæjum við söng, spil og upp-
lestur. Tilefnið var 200 ára afmæli
Heinrichs Heine og störfuðu sam-
an að samkomunni Kópavogur,
Germanía og Goethe-stofnunin.
Efnisskráin var löng og
fjölbreytt. Að inngangssöng lokn-
um, Auf Flúgeln des Gesanges eft-
ir Mendelssohn í meðfórum Þóru
Einarsdóttur, flutti Eysteinn Þor-
valdsson prófessor stutt en
fróðlegt erindi um Heine og áhrif
hans á íslenzk skáld allt frá Fjöln-
ismönnum til Steins Steinarr,
einkum þó um „Heine-bragarhátt-
inn“ er hann nefndi svo, sem menn
munu þekkja frá Die Lorelei, einu
af 16 sönglögum kvöldsins en hér í
fremur sjaldheyrðri tónsetningu
Franz Liszts. Þau Þóra og Björn
Jónsson skiptust síðan á að flytja
hin lögin 15 við píanóundii-leik
Jónasar Ingimundarsonar. Þóra
söng m.a. Die Lotusblume eftir
Schumann, Schlechtes Wetter e.
Strauss, er virtist eiga mjög vel við
rödd hennar, og hina dramatískt
uppsettu útfærslu Liszts á'Lorelei,
er Þóra söng með miklum glæsi-
brag við glimrandi útfærðan pí-
anóleik Jónasar.
Meðal sönglaga Bjarnar Jóns-
sonar voru Schumann-perlur eins
og Im wunderschönen Monat Mai,
Wenn ich in deine Augen sehe og
hið „þríþætta" Der arme Peter, öll
sungin fallega og með skýrum
framburði, en að vísu hvorki á
lýtalausri þýzku né af ýkja mikilli
fjölbreytni í túlkun. Þó færðist ögn
meiri kraftur í Ich grolle nicht
(Schumann) og Der Atlas
(Schubert), þó að heildarsvipurinn
væri svolítið þvingaður, enda
sungið upp úr nótnabók.
Segja má að Arthúr Björgvin
Bollason hafi nærri því stolið sen-
unni með völdum upplestrarbrot-
um á mOli söngatriða úr endur-
minningum Heinrichs Heine, er
gáfu skemmtilega innsýn í
hótfyndni skáldsins og hnyttnar
hugmyndir þess um konur og þann
bruna er þær kveikja körlum og
sveiflast milli óþols og yndis, sútar
og sælu. Náði ágætur upplestur
Arthúrs hámarki með
bráðskemmtilegri lýsingu Heines
á „dulrænni reynslu" er hann varð
fyrir niðdimma nótt eina í keisara-
borginni fornu Goslar, og var þar
lesið með tilþrifum við draugalegt
kertaljós og almennan hlátur
tónleikagesta.
Þetta var óneitanlega öðruvísi
form á ljóðasöngskvöldi en menn
hafa átt að venjast. En eftir undir-
tektum að dæma var ekki annað að
sjá en að áheyrendur kynnu vel að
meta þessa „nýbreytni" aftan úr
samfélagsháttum 19. aldar, og
væri vel athugandi að gera meira
af þvi tagi, því ekki virðist vanþörf
á tilbreytingu í gífurlegu og ört
vaxandi söngtónleikaframboði
höfuðborgarsvæðisins.
Ríkarður Ö. Pálsson