Morgunblaðið - 12.11.1997, Síða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
,NÓTT á sjónum", olía á léreft, 161 x 211cm 1949,
,1 SMID.ni'
vatnslitir, 26.5 x 36 cm. Ekkert ártal,
MYJVPLIST
Lislasutii fslands
HLUTI LISTAVERKAGJAFAR
GUNNLAUGURSCHEVING
Opið þriðjudaga til sunnudaga frá 12-17.
Lokað mánudaga. Til 18. desember. Aðgangur
300 krónur. Sýningarskrá 600 krónur.
ÞAÐ var ekki vonum fyrr, að Listasafn
íslands legði öll húsakynni sín undir hluta
viðamikillar gjafar Gunnlaugs Schevings.
Nefnist framkvæmdin „Ur smiðju lista-
mannsins", frá frumdrögum til fullunnins
verks. Er í góðu samræmi við meginhluta
hennar, sem eru vinnuriss, teikni- og
dagbækur listamannsins, sundurgreinist í 841
blek- og blýantsriss, 256 túsk- og vatns-
litaskissur, 329 túsk- og blekteikningar, 36 lit-
krítarmyndir, 33 litkrítarskissur 3 grafík-
myndir, 2 samklippur og 50 teiknibækur og
dagbækur. Auk þess 12 olíumálverk flest í yf-
irstærðum og 306 vatnslitamyndir, samtals
um 1800 verk. Þetta er að hluta til nokkurs
konar könnun á þróunarferli, frá hugmynd og
til þess augnabliks er listamaðurinn leggur
frá sér penslana og snýr sér að nýju verkefni.
Fullgert myndlistarverk er þó ekki til,
samræðunni aldrei loldð. Það eru rúm tuttugu
ár síðan safnið sýndi fyrst hluta gjafarinnar í
húsakynnum sínum í Þjóðminjasafnsbygging-
unni, sem var eftirminnileg framkvæmd,
byggðist öðru fremur á frumrissum og vatns-
litamyndum. Er næsta rökrétt að álykta, að
rannsóknir á list Schevings hafí yfír sér
nokkum huliðsblæ og hæglæti, ekki síður en
dánargjöf Ásgríms Jónssonar, eftir að kjama-
konan Bjamveig Bjamadóttir féll frá. í öllu
falli veit ég ekki tiltæka aðra greinargerð um
rannsóknir á gjöf Schevings, en greinda upp-
talningu, skráningu og sundurliðun hennar.
Hér er átt við almennar rannsóknir og krufn-
ingu á list og lífsferli, en síður kynningar á
hluta gjafarinnar við ýmis tækifæri, svo sem
fínheit og uppslátt í einstökum listhúsum, og
listhátíðum í landsbyggðinni. Má enn einu
sinni árétta, að slíkar gjafir fela í sér drjúga
ábyrgð fyrir þá sem taka við þeim, svo
viðamikla að afar markaðar og strangar regl-
ur em hvarvetna um móttöku þeirra. Hinar
veigamestu, að húsnæði fjármagn og mannafli
sé fyrir hendi frá upphafi til kynningar og
rannsókna og þær njóti afmarkaðra fjárveit-
inga. Verði ekki ný byrði á fjárvana stofnun
né hemill á ræktun annarra og starfandi lista-
manna. Enginn skyldi ætla, að hér sé verið að
amast við gjöfinni, né gjöfum almennt sem
oftar en ekki era undirstaða stórsafna, en hér
þarf markaðan ramma á sama hátt og það
þarf beinagrind tU að halda mannslíkamanum
uppréttum, um leið þarf hver beinflís að vera
á réttum stað.
Fyrsta mikilsháttar ritgerð í tímarit sem
mér var falið að skrifa um íslenzkan lista-
mann sérstaklega, var um Gunnlaug Schev-
ing. Hún birtist í Iceland Review, fyrsta hefti
1969, undir fyrirsögninni; „Hvítt hús og úfinn
sjór“. Tilvitnunina má rekja til listdóms sem
birtist í dagblaði í Stokkhólmi 1946 og lyfti
mjög undir álit landa hans á málaranum sem
satt að segja var ekki tiltakanlega mikið fyrir.
Málverk með þessu heiti á samnorænni
sýningu fékk mikið lof hins sænska rýnis. Lof
sem endurómaði í íslenzkum fjölmiðlum og oft
var vitnað til á næstu árum. Þá vora vel að
merkja örfá ár síðan sjálfur Kjarval hlaut
fyrst almenna viðurkenningu, og til þess
þurfti heil risasýning í Listamannaskálanum
Fært í
við Kirkjustræti að seijast
upp við opnun (1942), sem
skóp honum alheimsfrægð
á Islandi. Jón Stefánsson
og Júlíana Sveinsdóttir
vora enn fjarlægar
stærðir og takmarkaður
markaður fyrir myndir
þeirra. Asgrímur einn
naut almennrar hylli sem
um margt má þakka
Bjamveigu. Má koma
fram, að helstur
stuðningsmaður Gunn-
laugs var nafni hans
Þórðarson lögmaður, og
gegndi hér miklu hlut-
verki um velferð og frama
listamannsins. Uppörvun
og stuðningur hefur ómet-
anlega þýðingu í lífi lista-
manna eins og flestir vita,
og kemur óvíða fagurlegar
fram en í bréfi Karenar
Bjölstad til Edvards
Munchs á baráttuáram
hans, er gagnrýnin á verk
hans var hvað hatrömust; „Like sterkt som
jeg tror pá Gud, tror jeg pá deg som maler“
(Jafn mjög og ég trúi á guð, trúi ég á þig sem
málara). Karen var móðursystir hans, sem
tók að sér heimili Munchs læknis við fráfall
systur sinnar, var Edvard þá fimm ára. Þessi
sérstaki vettvangur skrifa um myndlistar-
menn í ritinu var nýr á íslandi, og man ég hve
langan tíma það tók mig að semja greinina,
hún útheimti miklar yfirlegur og heilabrot
þótt ekki væri hún ýkja löng. Taldi mig þurfa
að kynnast listamanninum, sem ég þekkti ein-
ungis úr fjarlægð, einna helst sem reglulegs
gests á sýningar mínar. Á áranum í Handíða-
og myndlistaskólanum fóram við skólabróðir
minn stundum á kaffistofu róttæklinga að
Þórsgötu 1, helst í því augnmiði að hitta
kannski á málarahópinn sem vandi komur sín-
ar þangað og við báram óttablandna virðingu
fyrir, blimskökkuðum augum til úr fjarlægð.
Voru það höfuðpaurar Septembersýninganna,
og iðulega sat Gunnlaugur við borð þeirra, en
hann heiðraði jafnan liðið umdeilda með
þátttöku á sýningum þeirra.
Gunnlaugur tók mér afar vel og bauð meira
að segja til minnistæðrar veislu á heimili sínu
með Orlygi Sigurðssyni og fjölskyldu í þann
mund sem ég lauk við greinina. Hitti ég hann
eftir þörfum í sambandi við skrifin og með
okkur tókst góður kunnskapur sem var smám
saman að þróast í vináttu er hann féll frá.
Þótti mikil forréttindi og munaður að hafa
kynnst þessum hægláta trausta manni, eink-
um vegna þess að í ljós kom, að með honum
bjuggu aðrar og mýkri hliðar og að hann var
sögumaður frábær, en var vissulega ekki
allra. Trúlega hefur mér aldrei verið betur
umbunað fyrir skrif, þar sem var viðkynning-
in við listamanninn, og jafnframt jók þetta til
muna áhugann á greinaskrifum. Að baki lífs-
verks þessa mikilhæfa málara var afar traust
akademískt grannnám, sem gengið var að á
þann veg að Gunnlaugur hafði yfirburði yfir
alla hérlenda sem leituðu á lík mið að
myndefnum. Þetta kemur helst fram í teikn-
ingunni og myndbyggingunni, hæfni til að
skynja liti og þjálfuðu hugsæi á ólík myndefni.
stílinn
Slíkir geta leyft sér ýmis
tæknileg frávik, sem
sýnast þó fullkomlega
eðlileg, vegna þess að
skynjunin á heildina er
svo markviss, en verður
að grannristu klúðri hjá
öðrum. Þetta undir-
stöðunám, sem byggðist á
virkjun hugar og handa á
sígildum og fomum
granni opnaði Gunnlaugi
að sjálfsögðu sýn til
höfuðmeistara málaralist-
arinnar. Þó má ætla að
hann hafi orðið fyrir
sterkustu áhrifum í næsta
umhverfi, svo sem Skagen
málurunum og þá helst
Miehael Ancher og hinum
norska Christian Krogh,
sem kom þar einnig við
sögu. Að ógleymdum
franska málaranum
Bastien-Lepage. Átök fiski-
manna við sjávaröflin við
Skagen voru hrikaleg og
bátamir af nokkuð öðrum stærðargráðum en
hér á landi og til þess ber einnig að líta, að
Danir vora ósparir á stór verkefni til handa
myndlistarmönnuni sínum og áttu aldahefð í
minnisvarðalist. Að vera móttækilegur fyrir
áhrifum skiptir miklu, en til úrslita hvemig
viðkomandi vinnur úr þeim, brýtur undir
persónueinkenni sín og menntunarlega bak-
grann. Og hér er kominn kjaminn í sjálf-
sprottinni listsköpun Gunnlaugs Scheving,
einkenni listar hans era ótvíræð. Þó ekki fyrir
svipmikinn frásagnarháttinn einan og sér,
heldur það sem inni fyrir býr og þá sögu sem
hann leggur til sjálfur, allt samanlagt vinnu-
lagið. Hann er skýrt dæmi um að rismikil list
verður ekki kennd, hver og einn verður að
leggja hana til,°því traustari bakgrannur
þeim meiri möguleikar til fjölþættra athafna.
Viðfangsefni heimaslóða voru Gunnlaugi ein-
faldlega hugleikin, að tákngera og skjalfesta
það sem í næsta sjónmáli var er hann óx úr
grasi og var hluti af eðli hans, hér vildi hann
vera virkur með öllum þeim meðölum sem
hann hafði tileinkað sér og réði yfir. Hann var
jarðtengdur listamaður fyrir vinnuferlið og
jafnframt alla tíð sjónrænn skrásetjari tím-
anna sem hann lifði á. Engar Ijósmyndir geta
komið í stað þessarar mikilfenglegu stílfærðu
tjáningar á óvæginni baráttu sjómanna við
hafið og náttúruöflin, vinnulagið að mestu
liðin tíð. Á sama hátt gefur hann okkur innsýn
inn í heim eldsmiðja fortíðar og stílhreinna
timburhúsa í Grindavík og Hafnarfirði, sem
einnig era að mestu horfin. Samanburður við
hina tæknivæddu og kaldhömraðu nútíð er
næsta fáránlegur hvernig sem litið er yfir
sviðið. Fyrir framan sig hafa menn mestu
andstæðu hátækninnar, sem er skynjunin og
innsæið, ásamt þeim yfirburðum mannsins yf-
ir aðrar lífverar að geta horft til baka,
skynjað fortíðina á vitrænan hátt. Yfirburðum
sem seinni tímar hafa snúið í löst á ýmsar
lundir, menn ekki taldir í takt við kviku
núsins, en lestir orðið dyggð þá svo ber undir.
Hvort Gunnlaugur hafi gert sér grein fyrir
hinum miklu breytingum sem örfáum á fáum
áratugum yrðu á högum landsmanna og um-
hverfí öllu verður mjög að draga í efa, líkast
til var hann einungis að bregða upp mynd af
því sem fyrir augu bar og í minni sat líkt og
myndlistarmenn fyrri alda. Þeir voru hvorki
að kortleggja né eftirgera heldur skjalfesta
ákveðna hlutvakta lifun og um leið samtíð
sína, meðvitað sem ómeðvitað. Þetta sem
hann hafði í kringum sig var einstaklega
myndrænt eins og svo margt í íslenzkum
þjóðháttum sem telst helstur sjónrænn arfur
fortíðar og niðurrif siðaskipta höfðu ekki með
öllu afmáð frekar en sagnaarfinn. Þennan
sjónræna arf hafa myndlistarmenn hvorki al-
veg uppgötvað né ræktað sem skyldi, en hann
leyndist í sjálfum hvunndeginum, atferli og
verkháttum landsmanna.
Meinbugur framkvæmdarinnar í listasafn-
inu er helstur, að hún hefur svip af því að
rannsóknir á listaverkagjöfinni stjómist frek-
ar af skyldurækni en eldmóð. Ekki er nóg að
afgreiða gjöfina með slíkri risaframkvæmd á
rúmlega tuttugu ára fresti hve vel sem að
henni er staðið, heldur þarf almenningur að
hafa aðgang að hluta hennar allan ársins
hring. Sýningarskráin telst öðra fremur
kynningarrit og greinarnar tvær á köflum lík-
astar skólabókaritgerðum þar sem lesandinn
er föðurlega leiddur í allan sannleika. Afar
framstætt og neyðarlegt telst að hafa enskan
texta jafnréttháan íslenzkum á síðunum og er
norræn minnimáttarkend í síðmódernískum
anda. Hvorki Halldór Bjöm Runólfsson né
Júlíana Gottskálksdóttir skila nægilegan
sjálfstæðum rannsóknum og á stundum eru
forsendumar sem þau gefa sér afar veikar.
Miðað við ummæli listamannsins sjálfs um
heimslistina er hæpið að hann hafi sótt í
smiðju ýmissa þeirra sem nefndir era í grein
Halldórs Bjöms, né haft tiltakanlegan áhuga
á list þeirra. Þá er tillegg Júlíönu á köflum
líkast skýrslu um það sem hver maður getur
séð, hefur svip af að verið sé að tala við
óþroskaða skólanemendur í heimsókn á
safnið; „Málverkið (Hákarlinn tekinn inn)
sýnir tvo menn á báti. Er báturinn í forgrunni
og hallast fram þannig að sést ofan í hann.
Annar sjómannanna, í brúnum stakk, er neðst
í forgrunni vinstra megin og snýr baki við
áhorfandanum. Hinn, i gulum stakk, stendur
uppréttur í miðju myndar og snýr fram. Hann
heldur á kaðal og athygli hans beinist að há-
karlinum sem kemur inn í myndina efst til
vinstri. Myndin sýnir þá stund, er þessi
stórfiskur kemur úr sjó og á ríður að maður-
inn ráði skjótt niðurlögum hans.“ Allir viti
bomir menn ættu að geta uppgötvað þetta af
eigin rammleik í einni sjónhendingu, og svo er
erfitt að sjá að það komi myndinni par við, að
annar kennari Gunnlaugs á Akademíunni í
Kaupmannahöfn hafi verið eldheitur sósí-
alisti! Þá vitna þau bæði óspart til
framúrskarandi viðtalsbókar Matthíasar Jo-
hannessen frá 1976, sem ber naumast vott um
djúptækar og sjálfstæðar rannsóknir.
Kannski hefði verið farsælast í stöðunni að
endurútgefa bók góðskáldsins í stærra formi
og ríkulega myndskreytta. Sjálf skráin er
hins vegar mjög vel úr garði gerð hvað prent-
un og litgreiningu snertir, en uppsetning dá-
lítið markaðshyggjuleg í lokin, kommercial.
Hér hefði verið möguleiki að þjappa hlutum
betur saman og koma að fleiri upplýsingum,
hefði að auld verið mögulegt að koma að
þýðingum á textum í smærra letri á dönsku
og ensku. Framkvæmd sjálfrar sýningarinnar
og niðurröðun hennar í salina er mjög lifandi
og skilvirk í alla staði og drjúgur fengur að
myndbandinu í kjallara.
(Meira verður fjallað um einstakar myndir
síðar)
Bragi Ásgeirsson
Ljósmynd/Leifur Þorsteinsson
Gunnlaugur Scheving, 1970.