Morgunblaðið - 12.11.1997, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 1997 23
LISTIR
Góður gestur
í Dómkirkjunni
TOIVLIST
Tónl istardagar
Dómki rkj unnar
EINLEIKSTÓNLEIKAR
Orgelleikari: Dr. Orthulf Prunner.
Viðfangsefni eftir J.S. Bach. 9.
nóvember kl. 17.
MARGIR hafa vafalaust saknað
Prunners þegar hann flutti sig um
set til heimalands síns, Austuníkis,
eftir margra ára dvöl á Islandi og
heillaríkt starf í Háteigskirkju og
víðar. Anægjulegt var því að sjá
hann, eftir nokkurra ára fjarveru,
lítið breyttan að öðru leyti en því
að hrokkni makkinn hafði vaxið til
muna og synd var að enginn
myndasmiður var nærstaddur þeg-
ar undii-ritaður, með sinn ijósa
tímabundna hýjung á höfðinu,
þakkaði Orthulfi fyrir tónleikana,
slík mynd hefði getað skemmt ein-
hverjum.
Pi-unner minnti á heimsókn sína
nú á þann máta sem orgelleikurum
er nærtækastur, nefnilega með
orgeltónleikum og til þess valdi
hann ekki auðvelda efnisskrá, það
var heldur ekki háttur Prunners
hér áður fyrr, t.d. þegar hann lék
allar sex orgelsónötur Bachs í
Dómkirkjunni, sem í minnum er
haft. Orthulf valdi að nokki-u verk-
efni sem tengja má því tímabili
kirkjuársins sem við erum að
ganga í gegnum, þ.e. allra heilagi-a
og allra sálna messu. Fyrsta verk-
efnið á efnisskránni var e-moll
prelúdían og fúgan (BWV-548), þar
sem báðir þættirnir, prelúdían og
fúgan, eru langir og tyrfnir. Ort-
hulf valdi verkinu sterkar raddir,
m.a. fagottrödd í pedal, og með
þessari raddskipan lék hann báða
hlutana og án þess að breyta
nokkurn tíma um nótnaborð. Víst
er þetta skilningur sem sumir
leggja í Bach-spil. Margir staðir
eru þó, bæði í prelúdíunni og
fúgunni, þar sem auðveldlega má
flytja sig milli nótnaborða og ein-
falda áheyrandanum kannske
hlustunina, því dálítið þreytandi
getur orðið að heyra báða hlutana
þrumaða með nær því sama radda-
vali á eitt og sama nótnaborðið út í
gegn. Síðasta orgelsónata Bachs,
sú í G-dúr, kom næst og nú var öllu
raddavali haldið í skefjum, þótt í
síðasta þættinum íyndist mér hann
tefla dálítið djarft og var sónatan
fallega leikin. Fantasían og fúgan í
c-moll (BWV-537) fékk sömu
meðferð og fyrsta verkið, allt á
sama nótnaborð og jafn sterkt
raddaval. Kannske hefur Prunner
ætlað að gera Dómkirkjuna að
hljómmiklum „cathedrale“, en slíkt
er vonlaust, kirkjan er takmarkað
tónleikahús og á það verður að
spila. Forvitnilegt var að heyra alla
sex „Schubler-forleikina“ og segja
má að allir sálmforleikir Bachs eigi
erindi til allra heilagra og allra
sálna. Orthulf Pranner lauk
tónleikunum með stóra Es-dúr
prelúdíunni og „trippel“-fúgunni.
Ymislegt fór úrskeiðis, tæknilega,
á leiðinni í þessu erfíða verki og
skaut þeirri hugsun upp hjá mér að
Orthulf hafí ætlað sér í gegnum
verkið á „rútínunni" en á slíku
skyldi maður vara sig. Orthulf
Pranner er duglegur og metnaðar-
gjarn orgelleikari en ég sakna
stundum hjá honum fallegs, bund-
ins spils og tæknilegs öryggis, en
leikur hans er alltaf forvitnilegur
og forvitnin helst alltaf þangað til
næst. Mætti hann koma í heimsókn
aftur áður en langt um líður.
Ragnar Björnsson
Stríð og friður
KVIKMYNDIR
Háskðlabfó/
Laugarásbío
„THE PEACEMAKER"
Leikstjóri: Mimi Leder. Handrit:
Michael Schiffer. Kvikmyndataka:
Dietrich Lohmann. Aðalhlutverk:
George Clooney, Nicole Kidinan,
Armin Mueller-Stahl, Alexander
Baluev og Marcel Iures. 123 mín.
Bandarísk. DreamWorks. 1997.
„The Peacemaker" er að
mörgu leyti rennileg hasarmynd
með vel útfærðum eltingarleik og
laglegum hetjum. Akkilesarhæll
hennar era tilraunir til að höndla
flókin siðferðileg og pólitísk
vandamál á milli þess sem skotið
er á allt sem hreyfist og spreng-
ingar þeyta fólki í loft upp.
Myndin má þó eiga það að
móralski útgangspunkturinn
leyfir aðalhryðjuverkamanninum
að vera mannlegum en ekki sál-
arlausum satanista eins og er
dæmigert fyi'ir hlutverk illra
manna sem ógna lífi bandarískra
borgara í bandarískum afþrey-
ingarmyndum. Þó að angurvær
píanóleikur bosníska hryðju-
verkamannsins Dusan Gavrich
sé stundum einum of mikið af því
góða má þó segja það um Marcel
Iures að hann nýtir hlutverkið
vel til að gefa myndinni vigt.
Að sjálfsögðu þarf einhver að
vera hið illa afl til að skapa
mótvægi við góðu gæjana frá
Hollywood og sú standard ralla
fellur í hlut peningagráðugs
rússnesks herforingja, Alexand-
ers Kodoroffs (Alexander Balu-
ev), sem okkar maður, Thomas
Devoe ofursti (George Clooney),
fær að berja á til þess að fá útrás
fyrir fóðurlandsástina. Tónlistin í
myndinni var á köflum svo há-
stemmd að ég bjóst við að næst
myndi bandaríski þjóðsöngurinn
óma. Hvað um það, Clooney er
rosalega myndarlegur í her-
mannabúningi og getur hoppað
og skoppað af mikilli list, þannig
að hlutverkið verður að teljast
hans skásta á hvíta tjaldinu til
þessa.
Clooney er samt alltaf voðalega
innantómur og það sama verður
að segja í þetta skipti um Nicole
Kidman sem er í hlutverki hinn-
ar hámenntuðu og fallegu Juliu
Kelly. Bandarískar hasannyndir
era ekki ennþá búnar að finna al-
mennilegan farveg fyrir týpur
eins og Kelly en eftir vandræðal-
ega kynningu þar sem karl-
mennið Devoe slær hana út af
laginu tekst Kidman að koma
sinni konu nokkuð vel á strik.
Margar misfellur og hnökrar
era á framvindu „The Peacema-
ker“. Sem dæmi má nefna að í
upphafi springur kjarnorku:
sprengja sem síðan gleymist. I
ljósi þess að hún ógnar ekki
bandarískum borgurum og ekki
virðist nein hætta á að geislavirk
ský eða aðrar afleiðingar slíkrar
sprengju ógni hetjunum á
þvælingi þeirra um Austur-
Evrópu þá er gleymskan líklega
lógísk í mynd af þessu tagi.
The Peaeemaker" er engu að
síður virðingai-verð tilraun til
þess að víkka út möguleika
hasarmynda og leikstjórinn,
Mimi Leder, afgreiðir þrjú lykil-
atriði, eltingarleik í Vín (góð
auglýsing fyrir Mercedez Benz),
skotbardaga við landamæri
Irans og lokaeltingarleikinn í
New York, af miklum myndar-
skap. Útkoman er því fín
skemmtun.
Anna Sveinbjarnardóttir
Siemens 1150 ar
ITILEFN1150 ARA AFMÆLIS SIEMENS NU IAR
bjóðum við í nóvemberýmis Siemens heimilistæki á
sérstöku afmælisverði meðan birgðir endast.
Þú lendir sannarlega í afmælisveislu ef þú kemurtil
okkar eða umboðsmanna okkar og kaupir þértæki.
Gríptu gæsina meðan hún gefst!
SIEMENS
UMBOÐSMENN OKKAR A LANDSBYGGÐINNI ERU:
Akranos:
Rafþjónusta Sigurdórs
Síglufjorour:
Torgiö
Akureyri:
Ljósgjafinn
Húsavik:
Öryggi
Vopnofjörður:
Rarmagnsv. Arna M
Noskaupstaður:
Rafalda
Vík í Mýrdal:
Klakkur
Borgnrnos:
Glitnir
Vostmannaeyjar:
Tróverk
SMITH &
NORLAND
Snœfollsbœr:
Blómsturvellir
Grundarfjöröur:
Guöni Hallgrímsson
Hvolsvöllur:
Rafmagnsverkst. KR
Holla:
Gilsá
Stykkishólmur
Skipavík
Solfoss
Árvirkini
Arvirkinn
Grindavík:
Rafborg
Garður:
Raftækjav. Sig Ingvarss.
Kaflavík:
Ljósboginn
Hafnarfiörður:
Rafbúö Skúla, Álfaskeiöi
uðardalur:
subúö
Royöarfjöröur:
Rafvólaverkst. Árna E
Isafjörður:
Póllinn
Noatum 4 • Simi 5113000
www.tv.is/sminor
Egilsstaðir:
Sveinn Guömundsson
Breiðdalsvík:
Stefán N. Stofónsson
Höfn í Hornafirði:
Króm og hvítt
Hvammstangi:
Skjanni
Sauðárkrókur:
Rafsjá
IVAR Örn Sverrisson og íris María Stefánsdóttir í hlutverkum sínum.
í herbergi ofan
við bilskúrinn
LEIKLIST
llulíOai'saIiir Verzlun-
arskula íslands
ALGJÖRT RUGL
Leikstjóri: Bjarni Haukur Þórsson.
Leikarar: Ivar Orn Sverrisson,
Rebekka Árnadóttir, íris María Stef-
ánsdóttir, Kari Guðlaugsson, Jóhann-
es Ásbjörnsson, Snævar Darri
Ingólfsson. Þýðandi: Birgir Sig-
urðsson. Nemendafélag Verzlunar-
skóla íslands. Föstudagur 7. nóv.
ALLT milli himins og jarðar,
leikfélag Verzlunarskóla íslands,
frumsýndi föstudaginn 7. nóvember
leikritið Algjört rugl eftir
Christopher Durang. Bara til að
koma í veg fyrir allan misskilning,
áður en hann kemur upp, ætla ég að
segja að nafnið lýsir leikritinu ekk-
ert, það var alls ekkert rugl. Reynd-
ar var söguþráður þess hálfgert
rugl, og persónurnar voru líka allar
meira og minna kolruglaðar, en
lengra náði ruglið ekki.
Verkið fjallar um samband, og
sambandsleysi fólks, en ekki síður
um sambandsmyndanir og -slit.
Þess má geta að tvær af sex
persónum verksins era sjálfstætt
starfandi sálfræðingar, Klara Dís
(Iris María Stefánsdóttir) og Stefán
(Kári Guðlaugsson). Þau nálgast fag
sitt, og sjúklinga, eftir ólíkum
leiðum. Jakob Smári (Ivar Öm
Sverrisson) og Auðbjörg (Rebekka
Ái-nadóttir) eru í meðferð hjá sínum
sálfræðingnum hvort, í raun með
ósköp svipuð vandamál. Þau finna
bót sinna mála hvort hjá öðru, enda
sálfræðingar þeirra vart hæfir til að
hjálpa sjálfum sér, hvað þá öðrum.
Jakob Smári vill ganga í
hjónaband, með konu. Helzta hindr-
unin er Þór (Jóhannes Asbjörns-
son), sambýlismaður hans og elsk-
hugi. I öllum framtíðaráformum
Jakobs gerir hann ráð fyrir Þór.
Einsog gefur að skilja á Auðbjörg
frekar erfitt með að sætta sig við þá
tilhögun. Af þessu hlýst hin
skemmtilegasta flækja sem leysist á
veitingastaðnum sem leikritið
byrjaði á. Þar skýtur allt í einu upp
kollinum þjónn (Snævar Darri
Ingólfsson) sem var aldrei til staðar
áður (hans er reyndar ekki getið
heldur í leikskránni) og málin leys-
ast. Allt fer vel að lokum, býst ég
við, í það minnsta eina kvöldstund.
Leikarar náðu vel saman svo
verkið rann átakalaust áfram. Þar
tel ég þátt leikstjórans, Bjarna
Hauks Þórssonar, ekki hvað
minnstan. Leikarar áttu þó allir
sína „einleiksspretti", ef ég mætti
nota það orð.
Sviðið var með eindæmum breitt
og vægast sagt grunnt. Þar sem
leikurinn fór fram á fjórum stöðum
var sviðinu fjórskipt, þ.e. aldrei var
skipt um svið, heldur aðeins skipt
um stað á sviðinu. Það kom nokkuð
vel út, nema kannski fyrir þá sem
sátu utarlega á fremstu bekkjunum;
„ónotuð“ sviðsmynd skyggði þá ögn
á þá sem var í notkun.
Mikið var lagt í leikmuni, svo allt
væri sem eðlilegast. Þar sem sviðin
voru fjögur gæti ég vel trúað að
heldur lítið pláss sé í leikmuna-
geymslunni. Búningar og förðun
voru virkilega góð, allt frá toppi
Stefáns til táa Þórs. Eg hef í raun
fáu við þetta að bæta, nema því að
núna og fram til sunnudagsins 16.
nóvember er frábær sýning í há-
tíðarsal Verzlunarskóla Islands.
Heimir Viðarsson