Morgunblaðið - 12.11.1997, Side 24

Morgunblaðið - 12.11.1997, Side 24
TTflAfiTTMIVftTM MORGUNBLAÐIÐ r!v TOf){ í» f 24 MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 1997 LISTIR Fj ölniskomplexínn ekki djúpstæður s Utkoma annars tölublaðs tímaritsins Fjölnis hefur dregist nokkuð en nú er það loksins komið í búðirnar. Þröstur Helgason var einn þeirra sem beið í ofvæni eftir því að blaðið kæmi aftur út og það er ekki laust við að honum sé létt eftir að hafa lesið sig 1 gegnum það. Náttúran og ástarþráin MARGIR voru orðnir úrkula vonar um að Fjölnir hinn nýi fengi tækifæri til að slíta bamsskónum en hér er hann kominn og menn geta tekið gleði sína á ný. Og það sem meira er, ritstjórinn, Gunnar Smári Egilsson, virðist hafa tekið mark á gagnrýni á fyrsta tölublaðið. Hann skrifar reyndar langa þakkargrein til gagnrýnenda sinna aftast í þetta nýja blað þar sem hann lofar þá og prísar fyrir skarplegar athugasemdir. Auðvitað not- ar hann líka tækifærið til að snúa út úr flestu því sem sagt var um blaðið, lesend- um og þó einkum sjálfum sér til skemmtunar, en aðal- atriðið er að hann hefur fært ýmislegt til betri vegar í því. Yfirgengilegur orðavaðall Meginbreytingin á blað- inu frá fyrsta tölublaði er að ritstjóri hefur tekið upp strangari ritstjórn, þó að enn mætti bæta um betur í þeim efnum. I öðm tölublaðinu eru fleiri bita- stæðar greinar en í því fyrsta, en sumar þeirra hefði mátt gera betri og læsilegri með markvissri og vandlátri ritstýringu. I fyrr- nefndri grein sinni furðar Gunnar Smári sig á því að gagnrýnendur skyldu hafa sagt greinar í fyrsta blaðinu of margar og of langar. Hann segir Fjölni vera „textablað eins og Skímir og The EconomisF og engin kvarti undan því að þau blöð séu of efnismikil. Það er hægt að finna greinar í Skírni sem era jafn langar þeim sem um er rætt' í Fjölni en í The Economist eru þær hins vegar sjald- séðar. En það er ekki aðalatriðið hér, heldur hitt að sumar greinar í Fjölni þyrfti augljóslega að vinna meira áður en þær komast á prent, þótt ekki sé gerð krafa um jafn vönduð vinnubrögð og stunduð eru á Skírni og heimsblaði eins og The Economist. Það er bara ekki gott þegar yfirgengilegur orðavaðall greinarhöfundar er farinn að skyggja á umfjöllunarefni hans sem er kannski gott og áhugavert. Þetta gerðist til dæmis í grein Gunnars Smára um málefni kirkjunnar í fyrsta tölublaði Fjölnis og þetta ger- ist einnig í grein hans um Sovét- Island í öðra tölublaðinu. I þeirri grein ber inngangurinn nafn með rentu, Öllu má nú ofgera. Þessi sami galli er á annars ágætri grein Hannesar Sigurðssonar um ís- lenska landslagsmálverkið en þar er á ferðinni námsritgerð sem annar maður en höfundurinn hefur tekið að sér að þýða og stytta. Og greinin ber þess glögg merki. Vafálítið hefði verið betra að fá Hannes sjálfan til að endurskrifa ritgerðina. méð birt- ingu í Fjölni í huga. Margar áhugaverðar - en mis- góðar - greinár era í öðra tölublaði Fjölnis og skal nokkurra þeirra getið hér. Borgarleikhúsið á beinið Jón Viðar Jónsson, leiklistar- gagnrýnandi, heldur áfram þar sem frá var horfið í Dagsljósi Sjónvarps- ins og spyr hversu djúpt Borgar- leikhúsið eigi að sökkva. Jón Viðar deilir hart á störf Þórhildar Þórleifsdóttur: „Mér er ekkert laun- ungarmál, að ég hef aldrei haft sér- stakt dálæti á henni sem leikstjóra og fáar sýningar hennar hafa hrifið mig veralega," segir hann og bætir við: ,A-ð minni hyggju er helsti veik- leiki Þórhildar sem leikstjóra sá, að hún hirðir of sjaldan um að kafa nógu djúpt ofan í textann og kalla fram hið besta í leikendum sínum.“ Jón Viðar segir að Þórhildur hafi verið lofandi leikstjóri þegar hún kom fyrst fram á sjónarsviðið en lítið standi eftir af þeim ferskleika í þeim sýningum sem hún hafi verið að setja upp innan veggja Borgar- leikhússins, svo sem í Völundarhúsi Sigurðar Pálssonar. Jóni Viðari þykir Þórhildur bæði hafa gert góða og vonda hluti síðan hún tók við stjórn Borgarleikhúss- ins, happaráð hennar hafi verið sú viðleitni að endurlífga verk Jökuls Jakobssonar en að öðra leyti hafi verkefnavalið einkennst af mistökum. Stjómunarlegan vanda leikhússins segir Jón Viðar að megi hins vegar leysa með því að taka upp sama fyrirkomulag og gildi inn- an Þjóðleikhússins og minnka þurfi völd félaga Leikfélags Reykjavíkur, það er starfsmanna leikhússins. Myndlistin í orðræðumassanum Fjallað er um íslenskan myndlist- arheim í tveimur greinum. Hannes Lárasson veltir því fyrir sér hvað hrjái íslenskan myndlistarheim. Hannes segir í fremur moðsuðulegri grein sinni að eitthvað mikið sé að þrátt fyrir að öll vinnu- og sýning- araðstaða sé góð, menntun bæði listamanna og annarra sem sýsla við myndlist sé mikil og áhugi einnig. Ástæða þessa segir Hannes að felist í því að „íslenskt menningarlíf, en ís- lenski myndlistarheimurinn alveg sérstaklega, er markaður, mér ligg- ur við að segja sjúkur, annars vegar af valdhroka, fumi og einangran þeirra sem fara með stjórn mynd- listarstofnanana og hins vegar kyrk- ingslegri undirgefni listamannanna sjálfra sem jaðrar við hreinræktaða þrælslund." Hannes nefnir margt fleira sem mætti vera betra, svo sem að íslensk myndlist sé ekki í neinum tengslum við það sem er að gerast erlendis í faginu og að gagnrýni sé ekki stunduð hér að neinu marki. En það sem slær mann kannski helst við þessa grein er að ekkert umkvört- unarefna Hannesar er nýtt, ekkert af því sem hann hefur að segja kem- ur manni í opna skjöldu. Það eina sem traflar lesturinn, ef svo má segja, er heldur órakenndur, lotu- langur og leiðinlegur stíirHannesar. Þessi grein einkennist því af sömu deyfðinni og Hannes segir að umlyki íslenskan myndlistarheim. Hannes Sigurðsson fjallar um sama efni í grein er nefn- ist Upplýsingarbrögð sem myndlist. Meira er á þessari grein að græða en þeirri fyrrnefndu. H. Sigurðsson, eins og höfundur kallaði sig í auglýsingu um árið, fjallar um myndlistina í heimi hlut- anna, í heimi fjölmiðlanna þar sem allt verður að end- ingu að þéttriðnu textaneti, orðræðu. „Með öðram orðum,“ segir Hannes, „þeg- ar efnið sem nýta þarf til að skapa myndlist hefur þjónað tilgangi sínum er það endur- unnið og geymt í samþjöppuðu formi sem texti og mynd.“ Hannes óttast að myndlistin lifi ekki þessa efnishyggju af og niðurstaða hans er eftirfarandi: „Þótt myndlist og hlutvera séu ef til vill jafnórjúfanleg og orð og ljóð er það næstum að verða vistfræðileg nauðsyn að yfirstíga efnislegt eðli myndlistarinnar og svipta starfsemina um leið því framstæða blætiseðli sem tengist hlutnum." Það er rómantísk hugmynd að listin kljúfi sig frá hlutver- unni, eða raunheiminum, og spuming hvort það eigi endilega að vera markmið hennar. Það er líka spurn- ing hvort listin þurfi ekki hreinlega að vera í nánum tengslum við hlut> verana. Og hvort hún þurfi ekki á framhaldslífi í orðræðumassa fjölmiðlanna að halda. Ég er ekki viss um rétt svar við þessum spumingum frekar en H. Sigurðsson sjálfm-. Góð viðbót Fleiri gi'einar í þessu öðra tölublaði Fjölnis era allrar athygli verðar þótt ekki sé rúm til að fjalla um þær hér. Nefna mætti grein Jóns Halls Stef- ánssonar um forsmáðar íslenskar bókmenntir, það er bókmennta- greinar eins og þjóðlegur fróðleikur sem hafa nánast gufað upp. Einnig ritar Matthías Viðar Sæmundsson skemmtilega grein til varnar hjátrúnni en þar svarar hann grein Ama Björnssonar þjóðhátta- fræðings í Skírni um það efni. Þótt nokkrir byrjunarörðugleikar hrjái þennan nýja Fjölni þá er eng- inn vafi á því að hann getur orðið góð - og jafnvel nauðsynleg - viðbót við blaðaflóra landsins. Það er gott að aðstandendur blaðsins skyldu ákveða að losa sig við allar 'tengingar við gamla Fjölni, þeir minnast lítið á þær í þessu tölublaði enda hefði aldrei getað verið um neinar slíkar tengingar að ræða. Tengingin sem birtist á forsíðunni við tímaritið Séð og heyrt er hins vegar hnyttin og gefur til kynna að fjölniskomplexinn hafi ekki verið mjög djúpstæður. TONLIST Hallgrfmskirkja KÓRTÓNLEIKAR Karlakórinn Fóstbræður og Björn Steinar Sólbergsson fluttu verk eftir Poulenc, Mozart, Wagner og frum- fluttu nýtt verk eftir Hróðmar I. Sig- urbjörnsson. Laugardagurinn 8. nóvember, 1997. VANDRÆÐI gagnrýnenda geta verið margvísleg og þar sem óvenjumikið var um tónleika þessa helgi og vegna misskilnings um verkaskiptingu, kom undirritaður seint á tónleikana en náði þó að hlýða á leik Bjöms Steinars Sólbergssonar, sem var auglýst fyrsta verk tónleikanna. Björn Steinar lék E-dúr kóralinn eftir César Franck á Klais-orgelið og var leikur hans mjög fallega framfærður, bæði er varðar leik og raddskipan. Annað viðfangsefni tónleikanna voru Fjórar litlar bænir heilags Franz frá Assisi, eft- ir Francis Poulenc. Þessar fallegu smábænir voru mjög vel fluttar af Fóstbræðrum undir stjóm Ama Harðarsonar og sérstaka athygli vakti smáeinssöngstrófa, sem einn félagi í kórnum, Þorsteinn Guðna- son, söng af glæsibrag. Söngur kórsins, sem í verki Poulenc var án undirleiks, naut sín sérstaklega vel í mikilli enduróman kirkjunnar. Aðalviðfangsefni tónleikanna var nýtt verk fyrir karlakór og orgel, eftir Hróðmar Inga Sigurbjörns- son, sem nefnist De ramis cadunt folia og er samið við 13. aldar ást- arkvæði, eftir óþekktan höfund en sýnir að maðurinn hefur verið sam- ur við sig, hvað varðar ástartrega, eins og lesa má í efnisskrá, í laus- legri þýðingu á kvæðinu, „Veröldin kólnar en mér er einum heitt. LEIKLIST Rfkissjónvarpið AÐEINS EINN: FYRIRTÍÐASPENNAN Höfundur: Hlín Agnarsdóttir. Leik- stjóri: Viðar Víkingsson. Stjórn upptöku: Sigurður Snæberg Jónsson. Myndataka: Dana F. Jónsson, Einar Páll Einarsson, Einar Rafnsson, Jón Víðir Hauksson og Gylfí Vilberg Árnason. Hljóð: Gunnar Hermanns- son og Vilmundur Þór Gislason. Hljóðsetning: Agnar Einarsson. Lýsing: Árni Baldvinsson og Ellert Ingi Harðarson. Förðun: Málfríður Ellertsdóttir og Ragna Fossberg. Búningar: Ingibjörg Jónsdóttir og Stefania Sigurðardóttir. Leikmynd: Snorri Freyr Hilmarsson. Píanóleik- ari: Kjartan Valdemarsson. Leikarar: Edda Heiðrún Backmann, Kjartan Guðjónsson, Steinn Ármann Magnússon, Steinunn Ólafsdóttir og Steinunn Ólina Þorsteinsdóttir. Auk þess kom Léttsveit Kvennakórs Reykjavfkur fram ásamt stjórnanda sinum, Jóhönnu Þórhallsdóttur. Sunnudagur 9. nóvember. í ÖÐRUM þætti leikverksins Aðeins einn er djasssöngkonan Kristín í aðalhlutverki og samband hennar við eiginmanninn, Jóhann, undir smásjánni. I burtu er horfið fínlegur leikur og nýjabrum fyrsta þáttarins en í stað þess einkenna þennan þátt endurtekningar og of- leikur. Aðalvandamálið er að sífellt er höggvið í sama knérann með gamanmálin en lítið nýmeti borið fram. Þessar endurtekningar ættu kannski betur upp á pallborðið ef leikritið væri sýnt sem ein heild, en þáttaröð byggist, auk einingar og Hjarta mitt brennur af ást til þeirrar konu sem ég þrái“. Tónskipan verksins er mikil miðuð við lítla þríund, hreina ferand og fimmund sem mynda eins konar tónferlisramma, sem stefið er ofið um og reyndar mikill hluti verks- ins. I heild er verkið hvað hljómskipan varðar ekki ósvipað því er tónskáld voru að hafna rómantíkinni áður en tónmálið varð algerlega ótónalt. Verkið er kaflaskipt og fylgir það kvæðinu, sem eru fjórar vísur. Þrátt fyrir þetta er verkið mjög samfellt og vantaði því andstæður en aftur- hvarfið til upphafsstefsins við síðustu víuna myndaði fallegt niðurlag. I kvæðinu er að finna samlíking- ar við náttúruna, fölnuð laufblöð og lækkandi sól, frost og kvein nætur- galans, skammdegið og hvíta daga vetrarins en þrátt fyrir kólnandi veröld brennur hjarta skáldsins af ástarþrá. Þarna hefði mátt mála með sterkari litum og andstæðum og að því leyti til var verkið einum of samlitt en mjög vel vel unnið, fallega hljómandi og var í heild sannfærandi flutt, þótt hugsanlega mætti undirstrika ýmislegt með meiri tilþrifum í flutningi og þar með skerpa línur verksins. Slík endursköpun verksins bíður til næsta flutnings og mætti þá allt eins umrita orgelþáttinn fyrir hljómsveit. Tvö síðustu verk tónleikanna vora úr óperam, fyrst kór prest- anna úr Töfraflautunni, eftir Moz- art og Pílagrímakórinn, úr Tann- háuser, eftir Wagner og var flutn- ingurinn allur hinn glæsilegasti, bæði af hálfu Björns Steinars og kórsins undir lifandi stjórn Arna Harðarsonar. endurtekninga, á óvissu og nýbreytni sem skapa framvindu og spennu. Miðhlutinn var í uppbygg- ingu of keimlíkur þeim fyrsta, hafði ekkert nýtt fram að færa í gríninu og varð þannig fyrirsjáanlegur. Hljóðdæmi úr kvikmyndinni Psycho eftir Alfred Hitchcock bregður aftur fyrir og nú fáum við að sjá gróteskan bút úr kvikmynd Cronenbergs, Dead Ringer, sem á kannski að bera saman við lykkju- leit kvensjúkdómalæknisins, sem er í traustum höndum Kjartans Guðjónssonar. Persóna kven- sjúkdómalæknisins tönnlast á hálf- klúram sjúkdómsheitum á milli þess sem hann reytir af sér fróðleik í hlutfallstölum. Aðal brotalömin fyrir utan þreytta brandara er vandræðaleg samskipti hjónanna, sem leikin era af Eddu Heiðrúnu og Steini Armanni. Má segja að Edda fari yf- ir strikið í helmingi atriða, þó að oft sé hún mjög viðunandi, og að Steinn Armamy sé hér langt frá sínu besta. I upphafsatriðinu mismælti hann sig (sem var ekki leiðrétt í hljóðvinnslu) og í öðru atriði heyrðist illa hvað hann var að segja. I heildina má því segja að þessi milliþáttur þáttaraðarinnar Aðeins einn hafi valdið vonbrigðum. Mætti kannski líkja ferlinu við köku sem lofar góðu við fyrsta innlit í ofninn en reynist fallin í miðjunni næst þegar að er gáð. Spurningin er hvort tekst að skapa úr henni sannfærandi heild með sköpunar- gáfu og óvæntum endi eða hvort henni verði ekki bjargað úr þessu. Sveinn Haraldsson TENGINGIN sem birtist á forsíðunni við tíma- ritið Séð og heyrt er hnyttin og gefur til kynna að ljölniskomplexinn hafi ekki verið mjög djúpstæður. Jón Ásgeirsson Fallin í miðjunni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.