Morgunblaðið - 12.11.1997, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSEÍMDAR GREINAR
MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 1997 25
Kröfur okkar í Kyoto
Umhverfi og nýting orkulinda
Á SÍÐUSTU miss-
erum hefur það
glögglega komið í ljós
að það sýnist sitt
hverjum þegar kemur
að nýtingu orkulind-
anna til atvinnuupp-
byggingar. Ég hef
áður lagt á það
áherslu en sé ástæðu
til að ítreka það að í
þeirri umræðu er
mikilvægt að menn
hafi sannleikann að
leiðarljósi en byggi
ekki málflutning sinn
á sleggjudómum og
upphrópunum.
Finnur
Ingólfsson
hefur verið bent á er
losun gróðurhúsaloft-
tegunda hnattrænt
vandamál. Þannig
skiptir ekki máli hvar
losunin á sér stað, held-
ur hversu mikil hún er.
í Ijósi þessa, loka-
markmiðs loftslags-
samningsins og þess
hve brennsla jarðefna-
eldsneytis á stóran þátt
í losun gróðurhúsaloft-
tegunda í heiminum,
ber að stuðla að því að
orkufrek framleiðsla
iðnaðarvöru fari fram í
ríkjum þar sem hrein
orka er nýtt til fram-
leiðslunnar. Annað væri rökleysa.
Niðurstaðan í Kyoto
„Ríósamningarnir"
í „Dagskrá 21. Aldarinnar",
sem er eitt þeirra skjala sem sam-
þykkt voru á Ríóráðstefnu Sam-
einuðu þjóðanna um umhverfi og
þróun árið 1992, var sérstök
áhersla lögð á;
• að hlutur endurnýjanlegra
orkulinda verði aukinn í orkubú-
skap heimsins,
• að ríki heims vinni saman að
lausn á hnattrænum vandamálum,
og
• að ríki sem hafa yfir end-
urnýjaniegum orkulindum að ráða
miðli henni til ríkja sem ekki ráða
yfir slíkum orkulindum.
Á sömu ráðstefnu var ramma-
samningur Sameinuðu þjóðanna
um loftslagsbreytingar samþykkt-
ur. Lokamarkmið þess samnings
er að koma í veg fyrir hættulegar
breytingar á loftslaginu af manna-
völdum. Það er í fullu samræmi
við ákvæði samningsins að stuðla
að því að orkufrek framleiðsla iðn-
varnings fari fram þar sem losun
gróðurhúsalofttegunda er minnst.
Hér á landi, þar sem vatnsafl
er nýtt til raforkuvinnslu, er losun
gróðurhúsalofttegunda við álfram-
leiðslu í lágmarki, en eins og oft
„Gætirðu
nokkuð fært
þig örlítið?“
á m\ ndbaridi
TI1J30Ð
£ýMmynda>tafa
Cjutuianð 3itgimwíð » onwi
Suðurveri, sími 553 4852
Hugmyndir ýmissa ríkja og
ríkjasamtaka um landsbundin út-
blástursmörk mega ekki einar og
sér verða ráðandi um samning-
sniðurstöðu í Kyoto í Japan. Slíkar
hugmyndir geta takmarkað mögu-
leika til alþjóðlegs árangurs, nái
þær fram að ganga.
Undirbúningur fyrir ráðstefn-
una í Kyoto er nú í fullum gangi
og fyrir fáeinum dögum lauk
langri fundatörn í Bonn, vegna
hennar. Það er ljóst að þjóðir heims
eru mjög langt í frá samstíga þeg-
ar kemur að ákvörðunum um með
hvaða hætti skuli unnið gegn lofts-
lagsbreytingum af mannavöldum.
Það er mat ýmissa að erfitt verði,
ef ekki útilokað, að ná samkomu-
Skynsamleg nýting
orkulinda okkar til at-
vinnuuppbyggingar hér
á landi og alþjóðleg
markmið í lofbslagsmál-
um fara saman, segir
Finnur Ingólfsson og
undirstrika að efna-
hagsmál og umhverfis-
mál eru nátengd.
lagi um þessi mál í Kyoto, til þess
eru enn of mörg deilumál óleyst -
því miður.
Kröfur íslands
Kröfur íslands í þessum efnum
eru skýrar. Okkar meginkrafa er
að þegar ákvörðun verður tekin
skuli hún gera ráð fyrir minnk-
andi losun á öllum þeim efnum sem
teljast til gróðurhúsalofttegunda
og að áætlanir taki til allra landa
jarðarinnar. Að þessu tilskildu eru
það einkum þrjár kröfur sem ís-
lendingar setja á oddinn:
1. Við krefjumst þess að viður-
kenndar verði breytilegar aðstæð-
ur einstakra ríkja og skuldbinding-
ar verði mismunandi þegar mark-
mið eru sett. Þannig verði t.d. tek-
ið tillit til þeirra aðgerða sem þeg-
ar hefur verið gripið til við að
draga úr útblæstri gróðurhúsaloft-
tegunda. Þá verði sérstaklega
viðurkennd sérstaða tengd mögu-
leikum ríkja til nýtingar endurnýj-
anlegra orkulinda, sem komið geta
í stað orkuframleiðslu annars stað-
ar, byggðrar á jarðefnaeldsneyti
s.s. kolum og olíu.
2. Við krefjumst þess að heim-
ilt verði að mæta skuldbindingum
með aukinni bindingu gróðurhúsa-
lofttegunda í gróðri, t.d. með stór-
felldri tijárækt eða annarri rækt-
un, sem viðurkennt er að hefur
alþjóðleg áhrif í þessu sambandi.
Slíkar heimildir liggja ekki fyrir
nú.
3. Að lokum er okkar krafa sú
að litið verði til notkunar á öllum
þeim gastegundum sem teljast til
gróðurhúsalofttegunda en ekki
einungis hluta þeirra. (Með því er
átt við C02, CH4, N20, HFCs,
PFCs og SF6 en ekki einungis
C02, CH4, N20 eins og t.d. þjóðir
ESB vilja gera.) Allt annað teljum
við hráskinnaleik, sem ekki muni
skila tilætluðum árangri.
Eins og fyrr sagði er það mitt
mat að langur vegur sé í að sam-
komulag náist meðal þjóða um
markmið við minnkun útblásturs
á gróðurhúsalofttegundum, hvað
þá heldur aðferðirnar. Það er okk-
ur mikið kappsmál að skynsamleg
niðurstaða fáist í Kyoto og að all-
ar þjóðir leggi sitt af mörkum. Það
er hins vegar alls óljóst hvort tak-
ast muni að ná samkomiulagi í
Kyoto í desember en mikil ábyrgð
hvílir á stjórnvöldum ríkja heims
í þessum efnum.
Virðing fyrir ólíkum
sjónarmiðum
Að nýta sér rammasamning
Sameinuðu þjóðanna til að vinna
gegn nýtingu endurnýjanlegra
orkulinda væri misnotkun á samn-
ingnum og markmiðum hans. Það
hlýtur að vera krafa okkar sem
þjóðar að um umhverfismál sé á
alþjóðavettvangi fjallað af virð-
ingu fyrir öllum íbúum jarðarinn-
ar. Vandamálið er hnattrænt, það
er ekki bundið landamærum ein-
stakra ríkja.
Mikilvægt er að hvert ríki geti
lagt sitt af mörkum og í því sam-
bandi er aukin nýting hreinna ís-
lenskra orkulinda mikilvægur
þáttur. Okkar markmið ætti jú að
vera að skila næstu kynslóð jörð-
inni í jafngóðu eða betra ásig-
komulagi en hún var þegar við
tókum við henni. Við höfum hins
vegar einnig ríkum skyldum að
gegna gagnvart afkomendum okk-
ar hvað varðar efnahagslegt ör-
yggi og lífsgæði. í þessum efnum
verður því að ríkja nokkurt jafn-
vægi, hvorug áherslan má bera
hina ofurliði.
Það er með slík sjónarmið í for-
grunni sem íslensk stjórnvöld hafa
mótað sér stefnu sína í þeim al-
þjóðlegu samningaviðræðum sem
nú fara fram og lúta ab sam-
drætti á útblæstri gróðurhúsaloft-
tegunda.
Niðurstaða þeirra samningavið-
ræðna, sem fram fóru í Bonn á
dögunum og á að ljúka í Kyoto í
desember, á ekki, og má ekki,
koma í veg fyrir að endurnýjanleg-
ar orkulindir séu nýttar til efna-
hagslegra framfara, hvorki á ís-
landi né í öðrum löndum. Skyn-
samleg nýting orkulinda okkar til
atvinnuuppbyggingar hér á landi
og alþjóðleg markmið í loftslags-
málum fara saman og undirstrika
það enn og aftur að efnahagsmál
og umhverfismál eru nátengd.
Höfundur er iðnaðar- og
viðskiptaráðherra.
,«"'****% ""41
. *m % flL
Jólavörur
á tilboðsverði
T'
'yH
Matar&tell
á góðu verði
QýCðimsJ/és
Suðurlandsbraut 54 (Bláu húsin),
sími 568 9511.
Kærustu
• •
ponn
í Heimsljósi
Nú er rétti tíminn til að fá
sér ný linífapör. Glæsileg
knífapör, með eða án
gfyllingfar, með vegflegfum
jólaafslætti í Heimsljósi.
I.
20%
Ö11 hnífapör
meS 20% afslœtti
fessa viku.