Morgunblaðið - 12.11.1997, Qupperneq 29
28 MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 1997 29
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
VIRÐA BER LÖG-
MÆLTA FRESTI
YFIRSKATTANEFND hefur lögsögu í landinu öllu.
Nefndinni ber að úrskurða um ágreining um
ákvörðun skatta, gjalda og gjaldstofna. Henni ber að
afgreiða mál, sem til hennar koma, innan þriggja mán-
aða frá því að gögn þau varðandi berast. Á þessu eru
alvarlegir og óviðunandi misbrestir. í frétt Morgunblaðs-
ins í gær segir að nefndin hafi um 700 mál til meðferð-
ar, þar af um 100 eldri en ársgömul, og framundan séu
þeir mánuðir, nóvember og desember, sem langflest
mál berast nefndinni. í frétt blaðsins er einnig greint
frá áliti umboðsmanns Alþingis, þess efnis, að stjórn-
völdum beri að haga meðferð mála þessara með þeim
hætti, að tryggt sé að lögmæltir frestir til afgreiðslu
séu haldnir.
Auga leið gefur að það er mjög bagalegt fyrir skatt-
þegn, sem skotið hefur ágreiningsefni til yfirskatta-
nefndar, að bíða úrskurðar mánuðum og misserum sam-
an. Á sama tíma heldur gjaldheimtan áfram að inn-
heimta þau álögðu gjöld, sem ágreiningurinn stendur
um. Mergurinn málsins er sá, eins og fram kemur í
áliti umboðsmanns Alþingis, að þegar löggjafinn hefur
sett ákveðnar reglur um meðferð mála af þessu tagi,
ber honum og/eða framkvæmdavaldinu að sjá svo um
að þeim sé hægt að framfylgja. Ef Yfirskattanefnd
hefur ekki starfsmenn eða starfsaðstöðu til að fram-
fylgja skyldum sínum að lögum ber snarlega úr að bæta.
Bæði almenningur og fyrirtæki gera mun meiri kröf-
ur til þjónustu opinberra aðila á borð við skattayfirvöld
en áður tíðkaðist. Fyrr á árum tók fólk því þegjandi,
sem að því var rétt og þ.á m. þótt langan tíma tæki
að afgreiða álitamál i sambandi við skattaálagningu.
Þetta er hins vegar liðin tíð. Nú gera fólk og fyrirtæki
kröfur til opinberra aðila, eins og dæmin sanna og
ætlast til þess að fá viðunandi þjónustu fyrir skattpen-
inga sína. Þess vegna m.a. er nauðsynlegt að þeir, sem
hafa sett lög, sem skylda aðila á borð við Yfirskatta-
nefnd til að afgreiða mál á tilteknum tíma, sjái svo um,
að það sé framkvæmanlegt.
RÁÐNING í
HÁSKÓLASTÖÐUR
ISLENZKUR stærðfræðingur og lektor við Lundarhá-
skóla hefur hafið baráttu gegn leynd, sem oft hefur
hvílt yfir ráðningum í stöður fræðimanna við norræna
háskóla. Þetta er dr. Sigmundur Guðmundsson, sem
safnað hefur upplýsingum um lausar stöður við háskóla
á Norðurlöndum og víðar og auglýst þær á veraldarvefn-
um, á sérstakri heimasíðu, sem hann hefur komið sér
upp.
Evrópusamband stærðfræðinga hefur svo tekið upp
hugmynd Sigmunds og fengið hann til þess að sjá um
sams konar síðu fyrir alla Evrópu. í framhaldi af þessu
framtaki hans er nú svo komið að fleiri umsóknir ber-
ast nú um hverja auglýsta stöðu en áður.
Dr. Sigmundur Guðmundsson sagði í samtali við
Morgunblaðið, sem birt var í gær, að á Norðurlöndum
hafi verið í gildi lög um að auglýsa bæri allar háskóla-
stöður, en hinn „mannlegi veikleiki að hygla sínu eigin
fólki“ hafi verið þar sýnilegri, a.m.k. hafi meira verið
um það að „vinir og fyrrverandi nemendur" hafi verið
ráðnir til deildanna. Ráðning í mikilvægar háskólastöð-
ur hafi oft farið þannig fram, að fyrst komi valdhafar
skóla sér saman um hver eigi að fá stöðuna, en síðan
er „klæðskerasaumuð" auglýsing birt með skilyrðum,
sem aðeins einn maður geti uppfyllt.
Þetta eru athyglisverðar athugasemdir og umhugsun-
arefni fyrir forráðamenn háskóla. Það skiptir miklu
máli fyrir vísinda- og rannsóknarstofnanir á borð við
háskóla, að þeim takist að laða að hæfasta fólk á hverju
sviði. Það tekst því aðeins að þeir hinir sömu séu sann-
færðir um að fullkomins jafnræðis sé gætt við stöðuveit-
ingar.
Tvö fyrirtæki keppa um Laugardalshöllina vegna sjávarútvegssýningar haustið 1999
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
TVÖ FYRIRTÆKI keppa nú um að fá Laugardalshöllina til að halda þar sjávarútvegssýningu haustið 1999. Það er alþjóðlega fyrirtækið
Nexus Media, sem stendur fyrir íslensku sjávarútvegssýningunni og Sýningar ehf. sem hyggjast halda sýninguna FishTech. Lausn virðist ekki
í sjónmáli en enginn grundvöllur er talinn fyrir því að halda tvær alþjóðlegar sjávarútvegssýningar hér á landi.
Samkeppn-
in snýst um
sýnendur
Þrátt fyrír samdóma álit sýningahaldara og
sýnenda um að aðeins sé rými fyrir eina sjávar-
útvegssýningu hér á landi á þriggja ára fresti,
ríkir enn fullkomin óvissa um hvor sýningin
hafí vinninginn. Jóhanna Ingvarsdóttir
komst að því að sú hugmynd hefur m.a. skot-
ið upp kollinum að sýnendur sjálfir greiði at-
kvæði um hvor sýningin verði ofan á og yrði
þá minnihluti að lúta vilja meirihluta.
49. þing Norðurlandaráðs í Helsinki
Norrænn ágreining-
ur í stað samstöðu
Helsinki. Morgunblaðið.
FORSVARSMENN þeirra
tveggja sýningafyrirtækja,
sem nú skipuleggja sjávar-
útvegssýningar í Reykjavík,
eru á einu máli um að hér á landi sé
aðeins rými fyrir eina„alvöru“ sjávar-
útvegssýningu á þriggja ára fresti.
Engu að síður hefur nú mikið kapp
færst í samkeppnina um sýnendur
enda eru menn sammála um að þeir
einir komi á endanum til með að kveða
upp úr með það hvor sýninganna fær
að iifa og dafna þar sem greinin hafn-
ar tveimur sýningum.
Fyrirtækin tvö sem bítast nú um
að halda sjávarútvegssýningu í Laug-
ardalshöllinni haustið 1999 eru alþjóð-
lega fyrirtækið Nexus Media, sem
stendur fyrir íslensku sjávarútvegs-
sýningunni og Sýningar ehf. sem
hyggjast halda sýninguna FishTech.
Biðlað til borgarstjóra
Umsóknir frá báðum aðilum um
afnot af Höllinni fyrstu helgina í sept-
ember 1999 bárust íþrótta- og tóm-
stundaráði Reykjavíkur um miðjan
október eftir að bæði fyrirtækin höfðu
gert skoðanakannanir meðal sýnenda
um hvaða tími þeim þætti heppilegast-
ur til sýningahaldsins. Stjórn ITR
hefur enn ekki tekið afstöðu til nýju
umsóknanna, en næsti stjórnarfundur
verður haldinn 17. nóvember.
Efasemdaraddir eru uppi um það að
stjóm ÍTR verði sett í þá aðstöðu að
velja á milli sýningafyrirtækjanna
tveggja. Eiginleg ákvörðun yrði vænt-
anlega tekin ofar í „valdapýramída"
borgarinnar, en bæði fyrirtækin hafa
falast eftir stuðningi borgarstjóra. Til
að leysa þann hnút, sem málið er kom-
ið í, hefur það sömuleiðis komið til tals
í hópi sýnenda að þeir hreinlega greiði
atkvæði um hvor sýningin verður hald-
in og sú lýðræðislega meginregla höfð
að leiðarljósi að minnihluti fylgi vilja
meirihluta að atkvæðagreiðslu lokinni.
Bókarnir „streyma" inn
Talsmenn beggja sýningafyrirtækj-
anna fullyrða að bókanir frá sýnend-
um streymi inn. Á fimmta tug ís-
lenskra fyrirtækja hafa nú þegar lýst
yfir stuðningi við íslensku sjávarút-
vegssýninguna og aðra ekki og segja
forsvarsmenn sýningarinnar enga
leynd hvíla yfir nafnalistanum. Fyrir-
tækin eru: Marel, J. Hinriksson,
Hampiðjan, Baader ísland, Sæplast,
Póls, Eltak, Frigg, Vélaverkstæði Sig-
urðar, Stjörnusteinn, Bátasmiðja Guð-
mundar, Bílanaust, Ásgeir
Hjörleifsson, _ Netasalan,
Plastprent, ísfell, Stikla,
Ellingsen, Verbúðin, Ismar,
ístel, Fálkinn, FTC fram-
leiðslutækni, Hagtæki,
Veiðarfærasalan Dímon, Kerfi, Plast-
os, Skeljungur, Rafver, Vélsmiðjan
Nonni, G.S. Maríasson, Fást, Geiri,
ísaga, Bræðurnir Ormsson, Hafsýn,
Jón Bergsson, Gólflagnir, Trefjar,
Hekla, A.M. Sigurðsson, Smith &
Norland og Króli.
Að sögn forsvarsmanna FishTech
’99 hafa yfir 40 íslensk fyrirtæki bók-
að sig á sýninguna, en vegna sam-
keppninnar vildu þeir ekki gefa upp
hvaða fyrirtæki um væri að ræða.
Hótelin frátekin
Ferðaskrifstofan Úrval-Útsýn hef-
ur yfir 600 hótelherbergjum í Reykja-
vík að ráða þessa fyrstu helgi í sept-
ember. Að sögn Úlfars Antonssonar,
deildarstjóra, hafa þessi herbergi ver-
ið tekin frá fyrir íslensku sjávarút-
vegssýninguna, sem ferðaskrifstofan
hefur átt gott samstarf við lengi.
Verði niðurstaðan hinsvegar á þann
veg að hin sýningin verði ofan á,
væru vonir bundnar við að þeir aðil-
ar, sem að henni standa, beindu við-
skiptum sínum til skrifstofunnar enda
væri hér um nánast allt hótelrými í
Reykjavík að ræða.
„Við erum auðvitað ekki í neinni
aðstöðu til að taka afstöðu með ann-
arri hvorri sýningunni. Það skiptir á
hinn bóginn gríðarlega miklu máli að
sjávarútvegssýning á borð við þá sem
hér hefur verið haldin fái að halda
áfram að dafna enda gefur slíkur stór-
viðburður af sér gríðarlegan virðis-
auka inn í íslenska ferðaþjónustu. Það
má ekki glutra þessu niður vegna ein-
hvers missættis," segir Úlfar.
Sýningar ehf. er fyrir-
tæki, sem stofnað var að
frumkvæði Jóns Hákons
Magnússonar, fram-
kvæmdastjóra Kynningar
og markaðar ehf., fyrr á
þessu ári til að standa að ýmsu sýn-
ingahaldi. Hlutafé nemur fimm milljón-
um króna og er heimild til að auka
það. 60% hlutur er ennþá á hendi
KOM, 20% hjá Samtökum iðnaðarins
og 20% hlutur er í eigu breska sjávar-
útvegsblaðsins Fishing News Intern-
ational, sem er ætlað að sjá um erlend
samskipti og kynningar. Áð sögn Jóns
Hákons er nú verið að skoða eignarað-
ild nokkurra íslenskra fyrirtækja, sem
telja mjög mikilvægt að vera hluti af
Sýningum ehf.
Misjafnir hagsmunir
Ilagsmunir sýnenda eru á vissan
hátt misjafnir og skipta má þeim í tvo
hópa. Annars vegar eru stóru fyrir-
tækin, sem taka þátt í mörgum erlend-
um sýningum og hins vegar hin, sem
nær eingöngu sýna heima fyrir. Fyrir
þau stóru skiptir miklu máli að vera
í samstarfi við einn aðila, sem skipu-
leggur fleiri sýningar erlendis, sem
fyrirtækin taka þátt í. Með því móti
næst betra samstarf milli sýnenda og
skipuleggjenda. Sýnendur sem halda
tryggð við sömu sýningarnar ár eftir
ár, eiga kost á betri kjörum en hinir
og betri staðsetningu á sýningarsvæð-
inu. Þannig viðist ljóst að stóru fyrir-
tækin, sem sýna bæði erlendis og
heima, hafi meiri hag að því að halda
sig við Nexus Media, sem reglulega
heldur sýningar á íslandi og erlendis.
Það skiptir hina, sem síður eða
ekki sækja sýningar erlendis, minna
máli hvort um er að ræða sýningu
einskorðaða við Island eða fjölþjóðlega
sýningu. Fyrir þá skiptir mestu máli
á hér á landi sé velskipulögð og vel-
sótt sýning og kostnaður við hana sé
sem minnstur. Geti tveir aðilar boðið
upp á nokkurn veginn það sama,
ræður þjóðernishyggjan eðlilega úr-
slitum.
Það virðist alveg ljóst að stjórn
Samtaka iðnaðarins hefur verið full
fljót að taka afstöðu án þess að ræða
við stærstu fyrirtækin innan samtak-
anna og jafnframt þau, sem mesta
reynslu hafa af þátttöku í sýningum,
bæði heima og erlendis. Hefði það
verið gert í upphafi er ekki víst að
staðan væri eins vandræðaleg fyrir
alla aðila og nú.
Lítið um samráð
Töluverðrar óánægju hefur gætt
innan Samtaka iðnaðarins vegna
þeirrar ákvörðunar stjórnarinnar að
gerast aðilar að Sýningum ehf. Geir
A. Gunnlaugsson, forstjóri Marel hf.
og stjórnarmaður í Samtökum iðnað-
arins, hefur gagnrýnt þessa ákvörðun,
en hann hefur sjálfur lýst yfir stuðn-
ingi við íslensku sjávarútvegssýning-
una ásamt Hampiðjunni og Sæplasti,
sem ásamt Marel eru með stærstu
fyrirtækjunum innan SI.
„Við hjá Samtökum iðnaðarins höf-
um verið að skoða okkar sýningamál
og meðal annars gerðum við um það
efni könnun meðal félagsmanna. Nið-
urstaðan er sú að tími stóru blönduðu
iðnsýninganna sé liðinn. Nú vilja menn
stuttar og markvissar sérsýningar.
Meðal annars af þessum sökum þótti
stjórn Samtaka iðnaðarins tilvalið
þegar eftir því var leitað að þau
gengju til samstarfs um stofnun á
íslensku fyrirtæki, sem hefði það að
markmiði að standa fyrir sérhæfðum
sýningum. Það er rétt að undirstrika
að Sýningum ehf. er ekki eingöngu
ætlað að standa fyrir sjávarútvegs-
sýningu. Við erum t.d. mjög alvarlega
að skoða möguleika á að halda hér
hugbúnaðar- og tölvusýningu haustið
1998. Við teljum æskilegt að íslensk-
ir aðilar séu ráðandi um slíkt sýninga-
hald hér á landi enda er sýningahald
af þessu tagi víðast hvar í heiminum
á hendi heimamanna," segir Sveinn
Hannesson, framkvæmdastjóri SI.
„Samtök iðnaðarins hafa lagt tals-
vert af mörkum við að aðstoða félags-
menn sína við þátttöku í þeim sjávar-
útvegssýningum, sem haldnar hafa
verið hér á undanförnum árum. Það
sýningahald hefur raunar gengið
kaupum og sölum en er nú í eigu
breska fyrirtækisins Nexus Media.
Eftir því sem þessu sýningahaldi hef-
ur vaxið fiskur um hrygg, hefur það
að sama skapi fjarlægst okkur. Menn
hafa kvartað yfir verðlagningu og því
að lítið samráð sé haft við sýnendur.
Úr þessu vildum við bæta og það er
önnur meginforsendan fyrir aðild okk-
ar að Sýningum ehf. Það má því segja
að við höfum fengið tilboð, sem okkur
leist betur á en áframhaldandi sam-
starf við þá aðila, sem við höfum ver-
ið að vinna með undanfarin ár,“ segir
Sveinn.
Afstaðan kom á óvart
„Okkur þykir það hinsvegar leitt
að ekki skuli ríkja einhugur um aðild-
ina innan okkar raða. Því er hinsveg-
ar til að svara að mál þetta var til
umræðu á tveimur stjórnarfundum og
í hvorugt skiptið var Geir A. Gunn-
laugsson viðstaddur. Það má hinsveg-
ar segja að afstaða hans
síðar hafi komið okkur
verulega á óvart. Mikill
fjöldi fyrirtækja innan okk-
ar raða hefur nú þegar
pantað pláss á okkar sýn-
ingu. Okkur þykir leitt að Marel skuli
ekki vera í þeim hópi,“ segir Sveinn
aðspurður um klofning í stjórninni
vegna þessa máls.
í miklu uppnámi
„Þetta er orðið þvílíkt klúður allt
saman að ég vil sem fæst orð hafa
um þetta,“ segir Guðmundur Gunnars-
son, sölustjóri hjá Hampiðjunni. „Það
kom okkur hinsvegar afskaplega mikið
á óvart þegar forsvarsmenn Islensku
sjávarútvegssýningarinnar tilkynntu í
sumar að sýningin yrði færð fram til
haustsins 1998 án þess að samráð
væri haft við sýnendur. Þessi ákvörðun
setti allt úr jafnvægi hjá okkur enda
hefur þetta verið sú sýning, sem við
höfum lagt hvað mest í og við viljum
hafa sýninguna á þriggja ára fresti.
Sem slík hefur hún notið virðingar og
gefist vel. Nexus Media gerði mistök
með því að hafa ekki samband við sína
viðskiptavini og gleymdi þar með
fyrstu reglu markaðsfræðinnar. Þetta
mál hefur verið í miklu uppnámi og í
það verið sóað miklum tíma og pening-
um. Eins og staðan er nú, myndi ég
vilja að haldinn yrði fundur, þar sem
bæði sýningafyrirtækin kynntu sig
fyrir sýnendum, sem síðan myndu
kjósa um það í leynilegri. kosningu
hvor sýningin yrði valin,“ segir Guð-
mundur.
Borgaryfirvöld taki af
skarið fyrir okkur
„Við erum einfaldlega að vonast til
þess að borgaryfirvöld taki af skarið
fyrir okkur þannig að sýnendur verði
ekki settir í þá aðstöðu að velja á
milli fyrirtækjanna. í sjálfu sér treyst-
um við báðum aðilum til þess að halda
sýninguna þó sitt sýnist hveijum hvor
kosturinn sé æskilegri," segir Reynir
Guðjónsson, framkvæmdastjóri ísmar
hf. og stjórnarmaður í Samtökum
seljenda skipatækja sem í eru níu
fyrirtæki.
„Þegar það kom upp í sumar að
stofnað var annað sýningafyrirtæki,
tókum við í samtökunum þá ákvörðun
að greiða atkvæði um það þann 26.
nóvember nk. hvorri sýningunni við
myndum fylgja og yrði minnihluti að
lúta vilja meirihluta. Hinsvegar eru
líkur á því að atkvæðagreiðslu þess-
ari verði frestað þar sem sú staða er
komin upp að bæði fyrirtækin eru að
sækja um sama tíma og erum við því
að vonast til að við þurfum ekki að
standa í slíku vali, heldur verði það
gert fyrir okkur, hvort sem það fellur
í hlut stjórnar ÍTR eða ofar í kerfinu.
Hinsvegar ef borgaryfirvöld taka ekki
af skarið, gerum við það fyrr en
seinna," segir Reynir og bætir við að
persónulega sjái hann enga ástæðu
til að breyta fyrirkomulagi sjávarút-
vegssýningarinnar frá því sem verið
hefur þar sem Bretarnir hafi hingað
til staðið mjög fagmannlega að verki.
Samstarf nánast
útilokað eins og er
Eins og staðan er nú, útilokar hvor-
ugur sýningaaðilinn samstarf við
hinn. Aftur á móti virðast forsendur
samstarfs beggja aðila vera með þeim
hætti að það sé nánast útilokað. John
Legate, forstjóri íslensku sjávarút-
vegssýningarinnar, og Jón Hákon
Magnússon, skipuleggjandi FishTech
'99, áttu saman fund þann 14. októ-
ber sl. þar sem þeir skýrðu afstöðu
fyrirtækja sinna hvor fyrir öðrum.
John Legate segist ekki hafa hugs-
að sér að láta nýjum aðila eftir að
annast um sitt eigið afkvæmi, sem
hann hafi persónulega leitt til vits og
þroska með þeim afleiðingum að sýn-
ingin væri nú orðin mjög virt sem
slík. Óski hinn nýi keppinautur, sem
að sögn fróðra manna er mjög flinkur
í ráðstefnuhaldi, eftir samstarfi væri
mjög eðlilegt að hann stæði t.d. að
myndarlegri ráðstefnu við hlið sjávar-
útvegssýningarinnar, sem yrði eftir
sem áður haldin alfarið á vegum Nex-
us Media.
Jón Hákon Magnússon, skipuleggj-
andi FishTech ’99, segir að nauðsyn-
legt sé að íslensk sjávarútvegssýning
sé í eigu íslendinga vegna íslenskra
hagsmuna. Aftur á móti stæði ekkert
í veginum fyrir því að er-
lendir aðilar gætu komið
inn til að aðstoða við skipu-
lagningu sýningarinnar.
„John Legate á allt gott
skilið fyrir það sem hann
hefur gert enda er þetta ekki spurning
um menn, heldur um hagsmuni
heildarinnar."
Faglega að málum staðið
Skipuleggjendur íslensku sjávar-
útvegssýningarinnar hafa gefið það
út að verð fyrir sýningarými verði
óbreytt frá árinu 1996 í íslenskum
krónum berist bókanir fyrir áramót
eða 14 þúsund krónur fermetrinn án
sýningarkerfis og 17.500 kr. fermetr-
inn með sýningarkerfi, teppum og
merkingum. Skipuleggjendur Fis-
hTech ’99 hafa hinsvegar, skv. upp-
lýsingum Morgunblaðsins, boðið 10%
lægra verð en sem þessu nemur.
AÐ BAR meira á norrænum
ágreiningi í meginmálum
eins og afstöðunni til Evr-
ópusambandsins, ESB, og
Efnahags- og myntbandalags Evrópu,
EMU en eindrægni og samstöðu á
þingi Norðurlandaráðs í Helsinki. Og
það var einnig áberandi að það voru
Evrópumálin, sem voru efst á baugi
í almennum umræðum þingsins í
gærmorgun, þegar forsætisráðherr-
amir voru viðstaddir. Sama var seinni
hluta dagsins, þegar varnar- og ör-
yggismálin voru á dagskrá.
Davíð Oddsson forsætisráðherra
segir að ergelsi yfir að sjálfstæði land-
anna hafí verið að skerðast undanfar-
in ár móti umræðuna að hluta og
engu líkara en að það virðist koma
fólki á óvart. Halldór Ásgrímsson ut-
anríkisráðherra segir eðlilegt að það
séu Evrópumálin, sem setji mestan
svip á umræðuna, þar sem þau skipti
löndin svo miklu máli.
Það gildir í Norðurlandaráði líkt
og víðar að það er ESB, sem leggur
línurnar þar. Paavo Lipponen forsæt-
isráðherra Finna var einna afdráttar-
lausastur þegar hann kvað Finna hafa
valið hina evrópsku leið, þar sem þeir
stefndu nú meðal annars á að vera
með í Efnahags- og myntbandalagi
Evróu, EMU, frá upphafi. Það örlaði
einnig á þeirri togstreitu, sem er milli
finnsku og sænsku stjórnarinnar
vegna ólíkrar afstöðu þeirra til EMU-
aðildar. Lipponen hafði á orði að
Finnar hefðu ekki áhuga á að flytja
út vanda sinn til annarra landa. og
var það ótvíræð sneið til sænsku
stjórnarinnar fyrir að ætla að standa
utan EMU og geta því fræðilega séð
NORRÆN samvinna verður stöð-
ugt pólitískari og hin alþjóðlega
vídd verður æ skýrari. Þetta benti
Davíð Oddsson forsætisráðherra á
í ræðu sinni á Norðurlandaráðs-
þingi í Helsinki í gær. í ræðunni
drap hann einnig á endurskipu-
lagningu norrænnar samvinnu og
hvernig hún væri nú farin að taka
til nýrra sviða.
Sem dæmi um breytingarnar
nefndi Davíð ráðstefnu um örygg-
ismál, sem Norðurlandaráð hélt í
Helsinki í sumar, auk þriggja til-
lagna um þessi mál, sem liggja fyr-
ir þinginu. Það væri einnig nýlunda
að sænska stjórnin hyggðist beita
notað gengisfellingar áfram, sem
Finnar óttast mjög vegna þess hve
atvinnuvegir Iandanna tveggja keppa
á svipuðum mörkuðum.
Sundrungin undirstrikuð
Carl Bildt, leiðtogi sænska Hægri-
flokksins, Iagði áherslu á þá sundrung,
sem nú ríkti meðal landanna varðandi
ESB. í umræðunum harmaði hann hve
lin tök stjóm sænskra jafnaðarmanna
hefði á því máli, miðað við finnsku
stjórnina. Umræðumar endurspegluðu
því ekki aðeins skoðanamun landanna,
heldur þær pólitísku umræður, sem
uppi em í hveiju landi, eins og var
mjög skýrt, þegar urðu skoðanaskipti
í Danmörku um Amsterdamsáttmál-
ann og komandi þjóðaratkvæða-
greiðslu um hann.
í viðtali við blaðamenn á eftir
hnykkti Bildt á að þegar Svíþjóð og
Finnland gengu í ESB hefði mikið
verið rætt um að ESB-löndin þijú
myndu geta starfað saman á vettvangi
ESB og haft þannig meiri áhrif en
hvert fyrir sig. Það hefði þó ekki orð-
ið, því þó forsætisráðherrar landanna
gerðu mikið úr því að þeir hefðu í
Amsterdam-sáttmálanum náð að koma
norrænum málum á blað eins og at-
vinnusköpun, umhverfismálum, neyt-
endavernd og þetta væri góðra gjalda
vert, hefðu löndin þó ekki áhrif á
kjamamál eins og EMU, því þar skildi
leiðir.
En það var einnig afstaðan til
stækkunar ESB, sem dró skýrar
markalínur milli landanna. Lipponen
varði afstöðu fínnsku stjómarinnar um
að styðja tillögu framkvæmdastjómar
ESB í þá átt að aðeins fímm lönd
sér fyrir átaki í atvinnusköpun,
þegar hún fer með formennsku í
Norðurlandasamstarfinu á næsta
ári.
Samstarf við grannsvæðin er
orðið eitt af kjarnasviðum nor-
rænnar samvinnu og lið í því sagði
Davíð vera opnun upplýsingaskrif-
stofu í Pétursborg og stuðning við
atvinnulif grannsvæðanna, þar sem
íslensk fyrirtæki væru þegar komin
á vettvang.
Davíð nefndi einnig ákvörðun
leiðtogafundar NATO í Madríd í
sumar og aðild Eystrasaltsríkjanna
að ESB, sem hvort tveggja væri
mikilvægur Iiður i öryggi, stöðug-
geti hafíð aðildarviðræður, meðan
sænska og danska stjómin hamra enn
á að reynt verði að koma öllum um-
sóknarlöndunum að í einu.
Geir H. Haarde þingmaður hafði
framsögu síðdegis i gær fyrir tiilögu
forsætisnefndar ráðsins í öryggismál-
um, sem er studd af fulltrúum íhalds-
manna, jafnaðarmanna og miðju-
manna í ráðinu, svo sósíalistar em
þeir einu, sem eru á móti. Það segir
nokkuð um hinn pólitíska vemleika á
Norðurlöndum að þessir þrír flokka-
hópar skuli geta sameinast um ályktun
í þessum efnum.
Endurskipulagning
Norðurlandaráðs skilar sér
Davíð Oddsson forsætisráðherra
sagðist í viðtali við Morgunblaðið bæri-
lega ánægður með umræður á þing-
inu. Ef ekki hefðu komið til þær breyt-
ingar, sem gerðar hafa verið, væri
samstarfið vísast enn brotakenndara
en raun bæri vitni og engin ástæða
til að láta sér þykja lítið til þess koma.
Þetta væri mikilvægur vettvangur^.
til að ræða norræn mál og aldrei stað-
ið til að þaðan væri rekið alþjóðlegt
samstarf. Það væri heldur ekkert nýtt
að löndin væm ekki sammála, saman-
ber hvemig þau hefðu tengst NATO
þegar það var stofnað. Áður hefði hins
vegar ekki mátt tala um skoðanamun
á þessu sviði.
Halldór Ásgrímsson utanríkisráð-
herra sagði í viðtali við Morgunblaðið
að eðlilegt væri að á þinginu væm
rædd þau mál, sem skiptu löndin mestu
máli og því væri umræðan um Evrópu-
málin skiljanleg, en einnig umræða um
stækkun ESB og NATO.
leika og vexti þessara svæða. Það
hvernig tekið yrði á aðildarum-
sóknum þessara landa væri grund-
vallaratriði varðandi mótun
breyttrar Evrópu. Forsætisráð-
herra nefndi einnig hve alþjóðlegt
samstarf væri litlum löndum mikil-
vægt og nefndi mikilvægt framlag ,s
Sameinuðu þjóðanna á því sviði.
Því hefðu allir norrænu forsætis-
ráðherrarnir lýst yfir stuðningi sín-
um við umbótaviðleitni Kofi Ann-
ans framkvæmdastjóra SÞ. Sam-
einuðu þjóðirnar skorti ekki verk-
efni og því skipti miklu máli að
bæta og breyta skipulagningu og
vinnulag samtakanna.
Engin
ástæða til að
breyta til
íslenskir
hagsmunir
skipta miklu
vik, forsætisráðherra, Noregs á þingi Norðurlandaráðs.
Davíð Oddsson á þingi Norðurlandaráðs
Norræn samvinna pólitískari
Helsinki. Morgrmblaðið.