Morgunblaðið - 12.11.1997, Page 32
32 MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
NÝLEGA birti um-
boðsmaður barna
skýrsluna Heggur sá
er hlífa skyldi, skýrslu
um kynferðisbrot gegn
börnum og ungmenn-
«n og tillögur um úr-
bætur á réttarstöðu ís-
lenskra barna sem beitt
eru kynferðisofbeldi.
í þessari ítarlegu
skýrslu er að finna lög-
fræðilegan samanburð
á ákvæðum ísienskra
hegningarlaga um kyn-
ferðisbrot gegn börn-
um, meðferð og fram-
kvæmd slíkra mála hjá
lögreglu og dómstólum
við réttarstöðu barna í
þessum málaflokki á hinum Norður-
löndunum. Niðurstöður skýrslunnar
eru að brýn þörf sé á að breyta
nokkrum ákvæðum almennra hegn-
—íngarlaga, laga um meðferð opin-
berra mála, skaðabótalaga og laga
um greiðslu ríkissjóðs á bótum til
þolenda afbrota eigi íslensk börn að
búa við svipað réttaröryggi og önnur
börn á Norðurlöndum.
Ég tel að allar breytingatillögur
umboðsmanns barna á ofangreind-
um lögum séu til mikilla bóta og
tryggi betur réttarstöðu barna sem
beitt eru kynferðisofbeldi en núgild-
andi löggjöf gerir. Ég vil í þessu
greinarkorni gera nokkrar af breyt-
ingatillögunum að umræðuefni og
vekja á þeim sérstaka athygli.
I skýrslu umboðsmanns er gerð
tillaga um eins árs lámarksrefsingu
við kynferðisbrotum gegn börnum
almennt. Þessi tillaga er afar mikils
virði einkum í ljósi þess að mjög
margir dómar í kynferðisbrotamál-
um gegn börnum hafa verið afar
vægir, eða nokkurra mánaða fang-
elsi. Þessir vægu kynferðisbrota-
dómar hafa sært réttarvitund al-
mennings og þeir taka ekki mið af
þeim mikla andlega skaða sem barn
sem beitt er kynferðisofbeldi verður
fyrir við slíkan verknað. Auk þess
er eðliiegt að samræmi sé í ákvæðum
hegningarlaga hvað lágmarksrefs-
ingu snertir milli mis-
munandi forms kyn-
ferðisofbeldis, en sé
kynferðisofbeldi kært
sem nauðgun kveða
hegningarlög á um eins
árs lágmarksrefsingu.
Að mínu mati mætti
tillaga umboðsmanns í
þessu efni ganga
lengra, þ.e. að hún tæki
líka til kynferðisbrota
gegn eigin börnum eða
öðrum niðjum, hvort
heldur um blóðtengsl
eða fósturbarn, kjör-
bam, stjúpbam, sam-
búðarbarn eða barn
sem aðila hefur verið
trúað fyrir til kennslu
eða uppeldis er að ræða.
Þá tel ég afar mikilsverða tiliögu
umboðsmanns um að kynferðisbrot
gegn börnum fymist ekki. Það kemur
mörgum á óvart í þessum málum
þegar þeir uppgötva að þessi brota-
mál fyrnast á nokkmm árum eða
lengst 10 árum. Það er sjaldnast
Ég vil í þessu greinar-
korni, segir Guðrún
Jónsdóttir, gera nokkr-
ar af breytingatillögun-
um að umræðuefni og
vekja á þeim sérstaka
athygli.
þannig að börn segi frá séu þau beitt
kynferðisofbeldi. Kynferðisofbeldið
verður oft best geymda leyndarmálið
árum saman eða þar til afleiðingar
þess em orðnar nánast óbærilegar
fyrir brotaþolann og vilji hann þá
kæra álið getur hann ekki einu sinni
komið fram kæm vegna þess að
málið er fyrnt. Breyting á fyrningará-
kvæðum hegningarlaga hvað þetta
snertir er því mikið réttlætismál.
í skýrslu umboðsmanns barna er
einnig að finna mikilsverðar tillögur
um breytingar á málsmeðferð kyn-
ferðisbrotamála í réttarkerfinu þeg-
ar börn eiga hlut að máli. Megintil-
lagan felst í því að rannsókn slíkra
mála fari fram undir stjórn dómara.
Markmiðið með slíkri breytingu á
málsmeðferð er að barn þurfí ekki
að koma fyrir dóm við aðalmeðferð
máls. Þegar kynferðisbrotamál em
kærð skapar það að sjálfsögðu mik-
ið tilfmningalegt álag fyrir barnið,
sem er í raun aðalvitni ákæruvalds-
ins. Ofangreindar breytingar, verði
þær að veruleika, eru viðurkenning
réttarkerfisins á sérstöðu barna í
þessum málum og tilraun til að
draga úr tilfinningalegu álagi þeirra.
í tillögum umboðsmanns varðandi
breytingar á málsmeðferð kynferðis-
brotamála í réttarkerfinu er einnig
að finna mikilsverða tillögu um að
börn eigi að eiga rétt á að fá aðstoð
lögmanns, sér og aðstandendum að
kostnaðarlausu, til að gæta hags-
muna sinna strax á rannsóknarstigi.
Hér er_ um mikilsverða tillögu að
ræða. Óhætt er að fullyrða að það
er almenn reynsla brotaþola í kyn-
ferðisbrotamálum að það að standa
einn og óstuddur frammi fyrir réttar-
kerfinu, sem flestum brotaþolum er
afar framandi, er meiriháttar raun.
Hægt á að vera að komast hjá eða
draga mjög úr þessu með því að
hafa sér við hlið lögfræðing sem
gæti hagsmuna brotaþola, t.d. varð-
andi miskabætur, og fylgist með
gangi málsins í kerfinu og útskýri
hvernig mál ganga þar fyrir sig.
Loks er að finna í skýrslu umboðs-
manns ábendingar til ráðherra fé-
lagsmála um að hvergi nærri sé
tryggt að börn sem beitt hafa verið
kynferðisofbeldi fái viðeigandi að-
stoð og stuðning við að vinna úr til-
finningalegum afleiðingum ofbeldis-
ins, þó réttur þeirra til slíkrar aðstoð-
ar sé ótvíræður samkvæmt barna-
verndarlögum og barnasáttmála
Sameinuðu þjóðanna.
Nú hafa dómsmála- og félags-
málaráðherra haft þessa umræddu
skýrslu umboðsmanns barna til um-
fjöllunar í nokkrar vikur. Ég skora
á þessa ágætu ráðherra að láta nú
hendur standa fram úr ermum í
þessum málum og tryggja að laga-
frumvörp, sem byggi á tillögum
umboðsmanns barna, sjái dagsins
ljós hið fyrsta og að tryggt verði að
barnaverndarnefndir um land allt
geti sinnt sínu hlutverki í kynferðis-
brotamálum gegn börnum þannig
að viðunandi verði.
Höfundur er doktor í
félagsráðgjöf og starfar á
Stígamótum.
Kynferðisof-
beldi og réttar-
staða barna
Guðrún
Jónsdóttir
Vangaveltur um stöðu innflytj-
enda og flóttafólks á Islandi
DAGURINN í dag,
12. nóvember, hefur
verið valinn af félags-
ráðgjöfum í Evrópu til
að draga athygli al-
mennings að málefn-
um sem snerta félags-
lega útilokun ákveð-
inna hópa, svokallaðra
minnihlutahópa.
-•Vinna félagsráðgjafa
beinist oft að ýmiskon-
ar minnihlutahópum,
og er þá hlutverk fé-
lagsráðgjafans að
gæta réttar skjólstæð-
inga sinna, veita þeim
ráðgjöf og leiðbeina í
gegnum frumskóga
kerfisins.
Sú sem þetta ritar er félagsráð-
gjafi að mennt og starfar sem for-
stöðumaður Upplýsinga- og menn-
ingarmiðstöðvar nýbúa sem rekin
»er af Reykjavíkurborg, nánar til-
tekið íþrótta- og tómstundaráði
Reykjavíkur. Tilgangur skrifa
minna er sá, að vekja athygli al-
mennings á þeim minnihlutahópi
sem Miðstöð nýbúa þjónar en það
eru innflytjendur og flóttafólk á
íslandi og fjölskyldur þeirra.
Á undanförnum árum hefur
innflytjendum og
flóttafólki fjölgað á
íslandi. Einstaklingar
frá löndum í Norður-
Evrópu og frá Norð-
ur-Ameríku hafa í
gegnum árin sest að
hér á landi. Uppruni
þessa fólks er í meg-
indráttum ekki svo
ólíkur okkar eigin og
tungumál þeirra er í
flestum tilvikum af
germönskum upp-
runa. Þessir einstakl-
ingar hafa margir
orðið virkir þátttak-
endur í íslensku sam-
félagi án sérstakra
vandkvæða.
í lok áttunda áratugarins og á
níunda áratugnum sérstaklega
hefur nokkur breyting orðið á sam-
setningu hóps innflytjenda og
flóttamanna hér á landi. ísland
hefur tekið á móti nokkrum hópum
flóttamanna frá Víetnam á þessum
tíma og íslenskt atvinnulíf hefur
tímabundið sóst eftir erlendu
vinnuafli. Einnig hefur það aukist
að íslendingar hafa gifst einstakl-
ingum sem koma frá framandi
menningarsvæðum eins og t.d.
Laugardaginn 15.
nóvember verður opið
hús í Háskólabíói, segir
Kristín Njálsdóttir,
þar sem kynnt verður
margbreytilegt starf
félagsráðgjafa.
Filipseyjum og Tælandi. Þó að
ekki sé hér um að ræða stóra hópa,
hafa þeir óneitanlega sett svip sinn
á samfélagið og auðgað það á
margvíslegan hátt.
En það hafa einnig komið upp
ýmis vandamál sem einkum má
rekja til þess að ólíkir menningar-
heimar mætast. Margir einstakl-
ingar koma frá mismunandi mál-
svæðum í Afríku, Austur-Evrópu
og Asíu. Allir hafa þeir verið hluti
af menningarlegri heild í sínu hei-
malandi sem skilur þá og viður-
kennir. Þar ríkir t.d. annað verð-
mætamat, önnur trúarbrögð, aðrir
siðir, látbragð og merkjamál er
öðruvísi og síðast en ekki síst
tungumálið, aðal tjáningarform
mannsins. Allt þetta og meira til
Kristín
Njálsdóttir
Lífslíkur stjúp-
fj ölskyldunnar
ÞEGAR stjúpforeldri kemur inn
í fjölskylduna og börnin taka því
ekki vel er oftast litið svo á að um
byijunarörðugleika sé að ræða, en
vandinn hleður oft upp á sig í stað
þess að lagast.
Fjölskyldur einstæðra foreldra
eru í flestum tilvikum tímabundið
fjölskylduform. Bandarískar rann-
sóknir sýna að um 70-75% fráskil-
inna giftast aftur eða fara í sam-
búð. Um 60% þeirra eru með börn
úr fyrri sambúð. Þegar foreldri fer
í sambúð að nýju verður til stjúp-
fjölskylda. Einnig sýna bandarísk-
ar rannsóknir að skilnaðir í stjúp-
fjölskyldum eru algengari en í
fyrsta hjónabandi, einkum á
tveimur fyrstu árunum. Um 60%
þeirra sem giftast aftur skilja og
helmingur þeirra innan sex ára.
Par sem stofnar stjúpfjölskyldu
gerir það venjulega með bjartsýni
og góðum vilja. Fljótlega koma þó
Stjúpfjölskyldan
þarfnast skilnings og
viðurkenningar, segja
þær Eydís Dóra Sverr-
isdóttir, María Gunn-
arsdóttir og Valgerð-
ur Halldórsdóttir, svo
hún megi dafna og
þroskast.
oft upp óvænt vandamál sökum
þekkingarleysis á eðli stjúpfjöl-
skyldunnar og óraunhæfra vænt-
inga. Nýleg íslensk rannsókn á
högum skilnaðarbarna sýnir að
foreldri sem fer með forræði barns
hindrar í mörgum tilvikum eðlileg
samskipti þess við hitt kynforeldr-
ið. Um leið og skortir á eðlileg
tengsl við það foreldri sem ekki
hefur forræðið eru settar óraun-
hæfar kröfur um tengsl milli stjúp-
foreldris og stjúpbarns. Gert er ráð
fyrir að stjúpforeldrið elski stjúp-
barn sitt sem sitt eigið en á sama
tíma hefur það í mörgum tilfellum
lítið um hagi barnsins að segja.
er ríkur þáttur í vitund manneskj-
unnar og það er eðlilegt að fólk
komi til með að reyna eftir bestu
getu að varðveita það. Það er með
öllu óraunhæft að ætlast til þess
að þessir nýju íbúar á íslandi kasti
frá sér sínum verðmætum og
menningararfi og aðlagist gagn-
rýnislaust því lífi sem Islendingar
hafa þróað með sér. Þá er einnig
vert að hafa í huga að sumir af
okkar nýju þjóðfélagsþegnum er
fólk sem kemur frá stríðshijáðum
löndum og hafa margir hveijir,
fullorðnir og börn, upplifað hörm-
ungar því tengdu.
Islenskt þjóðfélag hefur á marg-
an hátt ekki verið undir það búið
að taka á þeim mörgu verkefnum
sem hafa skapast vegna þróunar
síðustu ára. Engin stefna hefur
verið mörkuð um það á hvern hátt
allir, óháð uppruna, eiga að geta
tekið virkan þátt í samfélaginu.
Vegna þessa er orðið mikilvægt
að stuðla að aukinni umræðu um
stöðu innflytjenda og flóttamanna
á íslandi því nauðsynlegt er að
laga ýmislegt í íslensku samfélagi
að breyttum aðstæðum.
í lokin vil ég vekja athygli á því
að laugardaginn 15. nóvember,
verður opið hús í Háskólabíói frá
kl. 14:00-16:00. Þar gefst gestum
og gangandi tækifæri á því að
kynna sér margbreytilegt starf
félagsráðgjafa.
Höfundur er félagsrá ðgjufi og
forstöðumaður Miðstöðvar nýbúa.
Jafnframt er búist við að Stjúpbörn
hlýði stjúpforeldrum sínum áður
en tilfinningatengsl ná að mynd-
ast. Hlutverk stjúpforeldra eru
fremur óljós og stjúpbörn vita oft
ekki hvers má vænta af stjúpfor-
eldri sínu. Hegðun barna verður
því stundum sérkennileg meðan
þau eru að prófa sig áfram og
skapar það tíðan samskiptavanda
innan fjölskyldunnar. Milli þessara
aðila fjölskyldunnar myndast
þannig oft vítahringur sem líf-
fræðilegt foreldri barns dregst
óhjákvæmilega inn í og lendir milli
steins og sleggju. Þessi vítahring-
ur er algengur í stjúpfjölskyldum
og er stundum erfitt fyrir fjöl-
skylduna að finna leið út úr hon-
um. Mörgum nýtist vel að lesa sér
til, aðrir kjósa aðstoð hjá félags-
ráðgjafa eða sækja námskeið.
Stjúpfjölskyldur langar að
vera „venjuleg fjölskylda"
Áætlað er að 85% þeirra sem
eru í stjúpfjölskyldu skilgreini fjöl-
skyldu sína ekki sem slíka og þau
vandamál sem tengjast fjölskyldu-
gerðinni eru oft á tíðum túlkuð
sem hjónabandsörðugleikar, ungl-
ingavandamál eða óþekkt í börn-
um. Skýringin er ef til vill sú að
fyrirmyndir vantar fyrir stjúpfjöl-
skylduna og þær hugmyndir eru
við lýði að kjarnafjölskyldur og
stjúpfjölskyldur séu mjög svipað-
ar. Stjúpfjölskyldan reynir því
stundum að taka upp hlutverk og
þróa tengsl eins og ríkja innan
kjarnafjölskyldunnar. Er það einn
meginvandi hennar og brýnt að
fólk viðurkenni að það sé eðlilegt
að tengsl og hlutverk innan stjúp-
fjölskyldu séu öðruvísi, vandasam-
ari og oft viðkvæmari en í kjarna-
fjölskyldu.
Verkefni stjúpfjölskyldunnar
eru fjölþættari og venjulega flókn-
ari en kjarnafjölskyldunnar, og í
því felst bæði styrkur hennar og
veikleiki. Best er að gera sér strax
grein fyrir því að hún verði að
mörgu leyti ólík kjarnafjölskyld-
unni. En með raunhæfar vænting-
ar og markmið að leiðarljósi á
nýja fjölskyldan alla möguleika á
velgengni. Fólk sem hyggst stofna
stjúpfjölskyldu þarf að vera reiðu-
búið að vinna ötullega að þvl að
henni farnist vel. Upp geta komið
vandamál sem hún getur þurft
aðstoðar við að leysa. Félagsráð-
gjafar vinna m.a. með stjúpfjöl-
skyldum. í þeirri vinnu hafa þeir
heildarsýn að leiðarljósi og horfa
á einstaklingana í aðstæðum sín-
um, þar sem aðstæðurnar skapa
vandann fremur en einstakling-
arnir.
Stjúpfjölskyldan á alla
möguleika á velgengni
Stjúpfjölskyldan þarfnast
skilnings, viðurkenningar og já-
kvæðs stuðnings þannig að henni
sé skapað vænlegt umhverfi til
að dafna og þroskast. Hún þarf
að eiga kost á fjölskylduráðgjöf,
fræðslu og aðstoð við að líta á
viðfangsefni sín á raunhæfan og
jákvæðan hátt. Þannig styrkist
líka staða hennar í samfélaginu.
Fjölskyldan getur þurft aðstoð við
að þróa ástrík og trygg tengsl.
Þannig má styrkja parasamband-
ið og um leið skapa umhyggju-
samt andrúmsloft fyrir börnin svo
þau geti myndað óþvinguð tengsl
bæði við líffræðilega foreldra sína
ogstjúpforeldra.
I tilefni af degi félagsráðgjafa í
Evrópu verður opið hús á vegum
stéttarfélags íslenskra félagsráð-
gjafa og námsbraut í félagsráðgjöf
við HÍ 15. nóv. nk. í Háskólabíói
kl. 14-16.
Höfundar eru nemendurá 4. ári
ífélagsráðgjöf við Háskóla
íslands.