Morgunblaðið - 12.11.1997, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 1997
-L
AÐSEIMDAR GREIIMAR
Rangfærslur og
bókhaldsblekkingar
FYRIR nokkru var
tilkynnt um raforku-
sölusamning Lands-
virkjunar til álvers á
Grundartanga. Þessi
samningur var sagður
mundu gefa Lands-
virkjun 1 milljarð
króna í ágóða á samn-
ingstímabilinu. Það er
ekki mikill ágóði miðað
við t.d. að Landsvirkj-
un hefur þegar eytt
hálfum öðrum milljarði
í undirbúning að álveri
á Keilisnesi sem ekkert
hefur orðið _úr. Skipt
milli allra íslendinga
nægir hinn árlegi ágóði
af þessum samningi aðeins fyrir ein-
um strætómiða handa hveijum.
En það er reyndar ekkert að
marka þessar uppjýsingar. Það
verður enginn ágóði. íslenskir skatt-
greiðendur og raforkunotendur
verða látnir greiða rafmagnið handa
álverinu eins og hingað til því fram-
leiðslukostnaður Landsvirkjunar á
rafmagni er helmingi hærri en sölu-
verðið til álversins.
Taflan sýnir niðurstöðutölur
Landsvirkjunar síðustu 6 árin. Af-
skriftir eru hér eins og í ársskýrsl-
unum innifaldar í rekstrarkostnaði
og íjárfesting miðast við afskrifaðar
eignir Landsvirlq'unar.
Nýjar virkjanir eru um
80% dýrari þ.e. um 25
krónur á kílówatt-
stund/ári miðað við að
raforkuframleiðsla
Landsvirkjunar sé nú
heil Blönduvirkjun um-
fram raforkusölu. í
töflunni er miðað við
5% vexti og arðsemis-
kröfu. Minna getur það
nú alls ekki verið.
Það má vera að það
sé dýrara að framleiða
rafmagn fyrir almenn-
ingsveiturnar en stór-
iðjuna vegna styttri
nýtingartíma en það er
alls ekki sá 40% munur sem Lands-
virkjun staðhæfír enda virðist hún
reikna þar með alls engri vatnsmiðl-
un og að stóriðjan nýti nýjustu virkj-
unina að fullu en almenningur að-
eins að hálfu leyti. Sú staðreynd að
Blönduvirkjun hefur staðið alveg
ónýtt alian tímann sem hún var
nýjasta virkjunin sýnir best hversu
fráleit sú seinni forsenda er. Séu
miðlunarlónin nægilega stór ætti
vatnsrennslið eitt að takmarka ork-
una og framleiðslukostnaður að vera
svipaður til stóriðju og almennings.
20% munur væri því nær sanni, eða
minni. Kostnaður til stóriðjunnar
Landsvirkjun hefur
aldrei greitt eiganda
auðlindarinnar krónu
fyrir hana, segir Einar
Júlíusson í þessari síð-
ari grein af tveimur, en
valdið honum ómældum
skaða í náttúruspjöllum.
væri þá 10% minni en meðalkostn-
aðurinn sem taflan sýnir og til al-
menningsveitnanna að sama skapi
10% hærri.
Taflan sýnir raunverulegan fram-
leiðslukostnað eins og hann er eða
hefur verið á undanförnum árum
og ijóst er að Landsvirkjun hefur
alltaf selt stóriðjunni rafmagnið á
minna en hálfvirði en almenningur
borgað brúsann. Meðalkostnaðar-
verð er rúmar 2 krónur (um 2.50
og 2.05 eftir því hvort framleitt er
fyrir almenningsveitur eða stóriðju)
og rafmagnið sem allur almenning-
ur kaupir á yfir 8 krónur fær stóriðj-
an á innan við eina krónu eða 40%
af meðalkostnaðarverði! Taflan sýn-
ir samt að Landsvirkjun hefur ekki
Einar
Júlíusson
Ár 1991 1992 1993 1994 1995 1996
V erðbreytingarstuðull 1.156 1.132 1.115 1.095 1.061 1.000
Raforkusala (Gwh) 3904 4015 4188 4257 4449 4550
Rekstrarkostnaður. (Mkr) 5124 5155 5678 5812 5614 5358
Eignir (Gkr) 81.3 83.9 90.6 86.4 81.2 77.1 ‘
Piárfesting (kr/kWh) 20.8 20.9 21.6 20.3 18.3 17.0
Rekstur á kWh (kr/kWh) 1.31 1.28 1.36 1.37 1.26 1.18
Pjármagnskostn. (kr/kWh) 1.04 1.04 1.08 1.01 0.91 0.85
Heildarkostn. (kr/kWh) 2.35 2.32 2.44 2.38 2.17 2.03
Verð til veitna (kr/kWh) 2.60 2.63 2.72 2.80 2.62 2.51
- til stóriðju (kr/kWh) . 0.91 0.82 0.82 0.89 1.12 0.99
selt almenningsveitunum rafmagnið
neitt hátt yfír kostnaðarverði, þ.e.
ekki síðan verðið til þeirra lækkaði
fyrir rúmum áratug. Það er því
Landsvirkjun sjálf sem mest hefur
greitt með stóriðjurafmagninu á
þessum tíma og miðað við 6% vexti
hefur núvirt eigið fé hennar minnk-
að um heila 40 milljarða síðan 1984.
Til að rétta við reksturinn og bæta
það tap upp þyrfti Landsvirkjun
næstum að tvöfalda strax og um
aila framtíð verðið til almennings-
veitnanna. Segja má að Landsvirkj-
unin hafi gefið stóriðjunni 40 millj-
arða króna á þessum 13 árum og
einhveija milljarða hafa almennir
rafmagnsnotendur og skattgreið-
endur gefið til viðbótar. Það eru
takmörk fyrir því hvað Landsvirkjun
getur gefið svo nú verður Hitaveitan
að virkja fyrir Grundartanga og
rætt er um í fúlustu alvöru að Norsk
Hydro verði gefinn rétturinn til að
virkja árnar á Austurlandi. Austfirð-
ingar fengju í staðinn afnot af jarð-
göngunum sem þyrfti þá að gera
þar, fyrir utan þau forréttindi að fá
að vinna á vinnustað sem er „óvinn-
andi í sökum hita, loftmengunar og
óþrifnaðar" eins og segir um nýja
Straumsvíkurálverið í kvörtun
verkamannafélagsins Hlífar til
vinnueftirlitsins.
Aldrei hefur Landsvirkjun greitt
eiganda auðlindarinnar krónu fyrir
hana en valdið honum miklum skaða
með náttúruspjöllum og sjónmengst
un, útrýmt stærsta og merkasta
urriðastofninum og heimtað að nátt-
úruperlur eins og Þjórsárver og
Eyjabakkar, aðalheimkynni heiðar-
gæsarinnar í heiminum, verði sökkt
undir vatn. Aðeins hatrömm barátta
erlendra náttúruunnenda gat bjarg-
að því sem bjargað varð af Þjórsár-
verum og óvíst er enn hvort ein-
hveiju verður bjargað af Eyjabökk-
um.
Samningar Landsvirkjunar hljóta
að teljast svik, ekki aðeins við hinn
almenna rafmagnsnotanda heldur
líka við umhverfið og aðrar þjóðir.
Þótt þær reyndu ekki að þvinga
umhverfísspellvirkjana með olíu,-
hafnbanni til að standa við samningU
ana sem þeir skrifuðu undir í Ríó
er ljóst að strætómiðinn frá Grund-
artanga verður dýru verði keyptur.
Höfundur er eðlisfræðingur.
Á SÍÐUSTU miss-
erum hefur samkeppn-
isaðstaða sendibíl-
stjóra breyst mikið til
hins verra fyrir stétt-
ina. Ein af ástæðum
fyrir þessu er sú að
ríkisvaldið hefur ekki
samið reglugerð með
núgildandi lögum og
því má segja að hálf-
gert stjómleysi ríki í
greininni. Sífellt fleiri
bílstjórar stunda það
sem við köllum „sjó-
ræningj astarfsemi“ en
þá bjóða þeir þjónustu
sína án þess að hafa
til þess tilskilin leyfi.
Ef þessi þróun heldur áfram óáreitt
mun fátt geta komið í veg fyrir að
sendibílstjórastéttin líði undir lok
eins og hún er í dag og eftir verði
óskipulagðir hópar sem fara hvorki
að lögum né reglum.
Af hverju að panta sendibíl af
stöð?
í mars 1995 tóku gildi ný lög
um leigubifreiðar. Þau kveða.á um
að þar sem viðurkenndar bifreiða-
stöðvar eru starfandi er öllum sem
aka utan þessara stöðva bannað
að taka að sér eða stunda leigu-
akstur á viðkomandi sviði. Sendi-
bifreiðastöðvum eru lagðar þær
skyldur á herðar að fylgjast með
því að ökumenn, sem þar hafa
afgreiðslu, fari eftir fyrirmælum
laga og reglugerða. í því felst að
ökumenn þeirra hafi óflekkað
mannorð, fullnægjandi heilbrigðis-
vottorð og fjárhagsstöðu. Auk þess
eiga þær, í samráði við félög sendi-
bifreiðastjóra, að skipuleggja
starfsemi sína með þeim hætti að
almenningi sé veitt góð og örugg
þjónusta. í lögunum er kveðið á
um að samgönguráðherra myndi
setja reglugerð um framkvæmd
laganna en hún hefur enn ekki lit-
ið dagsins ljós.
Sendibifreiðastöðvamar sinna
þessari skyldu sinni af
samviskusemi að því
ég best veit. Vanda-
málið er að þar sem
reglugerðin hefur ekki
enn tekið gildi er ekki
hægt að taka á þeim
aðilum sem keyra
sendibifreiðar án þess
að vera á stöð. Þessir
„sjóræningjar" sendi-
bílstjórastéttarinnar
keyra vörur fyrir gjald
án þess að vera eig-
endur, seljendur eða
kaupendur hennar og
eru þar með fyrir utan
lög og rétt. Enginn
fylgist með því að „sjó-
ræningjarnir“ hafi óflekkað mann-
orð eða fullnægjandi fjárhagsstöðu
þar sem þeir eru ólöglegir. Ef við-
Félag sendibifreiða-
stjóra er orðið lang-
þreytt, segir Eyrún
Ingadóttir, á seina-
gangi í reglugerðar-
smíð í samgöngu-
ráðuneytinu.
skiptavinur er ósáttur við þjónustu
þeirra eru engar leiðir færar til fá
Íeiðréttingu sinna mála. Ef við-
skiptavinur er hins vegar ósáttur
við sendibílstjóra á stöð þá getur
hann kvartað þangað. Stöðvarnar
reyna eftir fremsta megni að leysa
slík vandamál og eru með siða-
nefndir sem taka málin fyrir.
Trausta, félagi sendibifreiðastjóra,
berast öðru hvoru kvartanir frá
óánægðum viðskiptavinum en
flestar þeirra eru vegna „sjóræn-
ingja“ og því lítið hægt að gera.
Það er ástæða til að vara almenn-
ing við að nýta sér þjónustu „sjó-
ræningja“ því þetta eru oft aðilar
sem hafa ekki samlagast reglum
sendibifreiðastöðva eða ekki kom-
ist þar að vegna þeirra skilyrða
sem lög kveða á um og fyrr er
getið.
Af fleiri sjóræningjum
„Sjóræningjar“ eru ekki ein-
göngu einstaklingar sem eru fyrir
utan lög og rétt. Trausta hafa ítrek-
að borist kvartanir um að stórfyrir-
tæki í Reykjavík reki ólöglega
sendibifreiðastöð. Fyrirtækið er
með a.m.k. tvær eigin sendibifreið-
ar í þessari starfsemi auk þess sem
nokkrir „sjóræningjar“ starfa hjá
þeim. Fyrirtækið er búið að opna
vöruhótel og býður nú öðrum fyrir-
tækjum upp á vörudreifingu. Þar
sem þetta fyrirtæki er hvorki eig-
andi, seljandi né kaupandi vörunnar
sem flutt er gegn gjaldi flokkast
þessi flutningur undir leiguakstur
sendibifreiða. Þetta er því klárlega
lögbrot sem sendibflstjórar standa
berskjaldaðir gagnvart.
Aðgerða er þörf
Sjálfsagt velta lesendur því fyrir
sér hvernig standi á því að málum
sé svo háttað í sendibílstjórastétt-
inni í dag. Sem fyrr segir er ástæð-
an m.a. sú að reglugerð með lögun-
um frá 1995 hefur enn ekki litið
dagsins ljós. Vegna þessa hafa
„sjóræningjar" getað stundað sín
ólöglegu viðskipti óáreittir þar sem
engin kæruleið hefur verið fær.
Þar sem málum er svo háttað
ákvað félag sendibifreiðastjóra að
kvarta yfir „sjóræningjum“ til
samgönguráðuneytisins. Við von-
umst til þess að tekið verði með
festu á málinu þar.
Á meðan þetta ástand ríkir er
ekkert yfirvald sem fylgist með því
hvort menn eru í löglegum rekstri.
Félag sendibifreiðastjóra er orðið
langþreytt á seinagangi í reglu-
gerðarsmíð í samgönguráðuneyt-
inu. Við erum búin að bíða hátt á
þriðja ár eftir reglugerð og er nú
sagt að bíða enn um sinn þar sem
breyta eigi lögunum frá 1995. Það
segir sig sjálft að það er erfitt
fyrir heila stétt manna að bíða
eftir því að lög og reglur gildi um
starfsemi þeirra.
Höfundur er framkvæmdasijóri
Trausta, félags
sendibifreiðastjóra.
Sendibílstjórar
á tímamótum
Eyrún
Ingadóttir
Umrétt
launafólks
FIMMTUDAGINN
6. nóvember birtist í
Morgunblaðinu grein
eftir Guðbjörn Jónsson,
starfsmann Félags
starfsfólks í veitinga-
húsum. Þar fer hann
mikinn og fjallar um
réttleysi launafólks á
vinnumarkaði og tiltek-
ur sérstaklega veit-
inga- og skemmtistaði.
Ekki hef ég hug á
því að skattyrðast við
Guðbjörn Jónsson á síð-
um dagblaðanna, en get
þó ekki látið hjá líða að
koma nokkrum athuga-
semdum á framfæri.
Ekki veit ég hvernig Guðbirni
dettur í hug að tala um réttleysi.
Bæði starfsfólk og vinnuveitendur
þeirra eiga réttindi og hafa skyldur
skv. kjarasamningum svo og ráðn-
Þorri veitingastaða er
rekinn af fagmennsku,
segir Erna Hauksdótt-
ir, en tekur undir að-
fínnslur um „slælega
framgöngu þeirra sem
sinna leyfísveitingum“.
ingarsamningum sem aðilum er
skylt að gera þegar ráðning á sér
stað. Brýnt er að verkalýðsfélögin
komi þeim boðum til starfsfólks.
Ég kannast ekki við þessar lýsing-
ar Guðbjöms hjá félagsmönnum
Sambands veitinga- og gistihúsa
(SVG), enda gerir SVG kjarasamn-
inga við verkalýðsfélögin og era fé-
lagsmenn SVG vel upplýstir um
bæði ákvæði kjarasamninga svo og
lög og reglugerðir sem um þennan
rekstur gilda. Allur þorri félags-
manna sækir námskeið og fræðslu-
fundi um kjaramál auk þess sem
mikið er leitað ráðgjafar bæði hjá
okkur og lögfræðingum okkar hjá
Vinnuveitendasam-
bandi íslands. Utanfé-
lagsmenn njóta ekki
þessarar þjónustu og
má vera að einhveijir
þeirra séu fákunnandi
um kjarasamninga og
aðrar reglur sem gilda
um samskipti á vinnu-
markaði. Það sem hrell-
ir mig mest við þessa
grein er að Guðbjöm
dæmir þama heila at-
vinnugrein vegnlf
meintra brota einhverra
fyrirtækja sem ekki era
tiltekin. Veitingamenn
eru að vísu vanir illu
umtali, en Iengi má
manninn reyna. Það era hundrað
veitingastaða starfandi á Stór-
Reykjavíkursvæðinu, umráðasvæði
FSV. Allur þorri þessara veitinga-
staða er rekinn af fagmennsku og
skv. lögum og reglum og farið að
kjarasamningum og oft gott betur.
Veitingareksturinn veitir þúsundum
manna atvinnu og veitir ekki aðeins
íslendingum þjónustu heldur færir
mikinn gjaldeyri í þjóðarbúið vegna
viðskipta við erlenda ferðamenn. Auk
þess greiða fáar atvinnugrein&'
jafnmikið í skatta og alls kyns sér-
gjöld sem greininni fylgja. Það má
lesa greinar í tímaritum um allan
heim um hve matargerð á íslandi
stendur framarlega. Það er því óþol-
andi hvað þessi atvinnugrein má
þola af aðdróttunum vegna einhverra
sem ekki eiga samleið með fjöldan-
um. Ég get verið sammála Guðbimi
um slælega framgöngu þeirra sem
sinna leyfisveitingum enda hefur
SVG margoft beðið um að haldið sé
uppi aga af hálfu þeirra aðila. Enn-
fremur er SVG að vinna að því ajfc,
herða reglur um skilyrði til leyfa.
En það breytir þvi ekki að greinar
sem þessi, sem geta átt við einhvern
tiltekinn fjölda fyrirtælq'a, setja blett
á heila atvinnugrein sem á það ekki
skilið.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Sambands veitinga- og gistihúsa.*
Erna
Hauksdóttir