Morgunblaðið - 12.11.1997, Side 34
34 MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 1997
*------------------------------
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
ALFHEIÐUR
ÁSTMARSDÓTTIR
+ Álfheiður
Ástmarsdóttir
fæddist í Reykjavík
7. mars 1985. Hún
lést á heimili sínu,
Hraunteigi 19 í
Reykjavík, 5. nóv-
ember síðastliðinn.
Foreldrar hennar
eru Ástmar Orn
Arnarson, f. 29.10.
1957, húsasmíða-
meistari, og Guð-
^rún Björg Sigur-
björnsdóttir, f.
24.3. 1958, yfirljós-
móðir og hjúkrun-
arforstjóri á kvennadeild Land-
spítaians. Bróðir hennar er
Björn Ástmarsson, f. 20.1.1987,
og hálfbróðir Ingólfur Ást-
marsson, f. 5.3. 1980. Föður-
amma: Sólbjört Gestsdóttir, f.
11.2. 1934, gift Svavari Fann-
dal, f. 25.9. 1933. Foreldrar
hennar Jakobína Jakobsdóttir,
f. 5.3. 1902, d. 24.9. 1987, og
Gestur Sólbjartsson, f. 6.6.
1901, d. 13.4. 1991.
Föðurafi: Orn Ing-
ólfsson, f. 7.7. 1935,
foreldrar Rósa B.
Blöndals, f. 20.7.
1913, og séra Ing-
ólfur Ástmarsson,
f. 3.11. 1911, d. 3.06
1994. Móðuramma:
Björg Lilja Guð-
jónsdóttir, f. 11.1.
1935, foreldrar
Guðjón Gislason, f.
15.6. 1902, d. 24.7.
1983, og Guðrún
Þorsteinsdóttir, f.
1.6. 1901, d. 12.3.
1981. Móðurafi: Sigurbjörn
Guðmundsson, f. 2.3. 1933,
kvæntur Hönnu Sigríði Anto-
níusdóttur, f. 8.3. 1937. For-
eldrar hans Guðmundur Guð-
mundsson, f. 29.6. 1898, d. 20.6.
1973, og Kristín Kristjánsdótt-
ir, f. 20.6. 1904, d. 23.8. 1986.
Útför Álfheiðar fer fram frá
Hallgrímskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
Álfheiður mín.
Æviskeiði þínu er lokið og þú
lögð af stað í hina löngu eilífðar-
göngu. Við sem eftir stöndum á
landi lifenda skiljum ekki þá ráð-
stöfun almættisins að taka þig svo
fljótt frá okkur. En eigi má sköpum
renna.
Minningar leita á hugann, minn-
ingar um litla stúlku sem brosti
móti lífinu, brosti móti hveijum
þeim sem hún kynntist. Það ríkti
gleði hjá foreldrum þínum, gleði og
eftirvænting eftir að sjá þig vaxa
_£!g dafna, verða fulltíða stúlku.
Svipuð gleði og eftirvænting ríkti
hjá öfum og ömmum og öðrum
skyldmennum þínum.
Þú stækkaðir. Þú kynntist meiru
af heiminum. Margar minningar
eru frá stundum þegar þú varst í
heimsókn i Álftamýrinni hjá afa og
ömmu. Glettin tilsvör. Lítill lófi
lagður í lófa, kinn að kinn. Þú þurft-
ir þína athygli, þína umhyggju og
huggun ef eitthvað bjátaði á. En
ríkari er minningin um gleðina og
þakklætið, ástúðina, þessa umbun
bamsins sem lætur allt annað
hverfa í skuggann, gjöfina sem er
öllum gjöfum æðri og mun ylja
okkur og öðrum þeim sem þér
/ypnntust um langa framtíð.
Við minnumst líka ferða sem þú
fórst með okkur um landið. Oft
minntir þú okkur á það þegar við
komum í Ásbyrgi og að Dettifossi,
hinn tröllaukni foss hafði fest þér
í minni, og ýmislegt fleira úr þeirri
ferð. Einnig dvölin í Berunesi. Þess-
ar endurminningar urðu oft tilefni
til bollalegginga um fleiri ferðir,
framtíðaráform. Framtíðin var þín.
Eitt er það orð sem varð þér oft
á munni og mun lifa lengi í endur-
minningunni, stundum stutt og
hvellt, Bjöm, stundum lítið eitt
langdregnara, Bjö-öm, allt eftir
þeim skilaboðum sem þú þurftir að
koma til bróður þíns. Stundum var
(tíð móðurleg umvöndun eða um-
hyggja sem bjó að baki. Stundum
varstu að vekja athygli bróður þíns
á einhverju í umhverfinu, kalla hann
til leiks eða vara hann við. Sam-
band ykkar systkinanna var náið
og gagnkvæmt. Þið höfðuð mikinn
styrk hvort af öðru í starfi og leik.
Og víst er að Björn mun sakna þín
engu síður en foreldrar þínir. Þar
sem þú varst stendur eftir autt
skarð.
En í öllu þessu bar á skugga,
fyrst veikindi þín er þú varst fimm
Ara. Þá setti að okkur óhug, en
hann virtist óþarfur. Þú virtist hafa
fengið fullan bata, lífið blasti við
þér. Og svo kom reiðarslagið nú í
sumar er sjúkdómurinn tók sig upp
á ný, þessi sjúkdómur sem engum
eirir. En þú barst þitt ok með æðru-
leysi. í því getur þú verið fyrirmynd
margra sem eldri eru.
, Ef þú mættir enn mæla, er vís-
ast að orð þín til okkar sem eftir
lifum, og þá einkum til foreldra
þinna og bróður, væru þessi: Grátið
ekki. Við tökum undir þau orð með
þér þótt við vitum að á stundu sorg-
arinnar verða öll orð fátækleg. Guð
veiti foreldrum þínum og bræðrum
styrk til að takast á við lífið fram-
undan án þín.
Afi og amma í Álftamýrinni.
„Því að ég er Drottinn Guð þinn,
held í hægri hönd þina og segi við
þig: „Óttast þú eigi, ég hjálpa þér!“
(Jes. 41. kap. 13. v.)
Þessi orð dró ég fyrir elsku Álf-
heiði litlu þegar hún veiktist í sum-
ar, þau hughreystu okkur og glöddu
í von um líf.
Eg efast ekki um að Drottinn
hefur leitt hana inn i hið eilifa ríki
sitt.
„Menn færðu börn til Jesú, að
hann mætti snerta þau, en læri-
sveinamir átöldu þá. Þegar Jesús
sá það, sárnaði honum og hann
mælti við þá: „Leyfið börnunum að
koma til mín og bannið þeim það,
eigi, því að slíkra er Guðsríkið.
Sannlega segi ég yður: „Hver sem
tekur ekki við Guðsríki, eins og
barn, mun aldrei inn í það koma.“
Og hann tók þau sér í faðm, lagði
hendur yfir þau og blessaði þau.“
Síra Hallgrímur Pétursson var mik-
ill trúmaður. Hann missti dóttur á
fimmta ári. Sorg hans, og þeirra
beggja hjóna, var djúp og sár. Síra
Hallgrímur orti sálm eftir Steinunni
litlu.
Nú ertu leidd mín ljúfa
listigarð Drottins í.
Það er engum vafa undirorpið
að sálmurinn, sem hann orti síðar
og byijar
Allt eins og blómstrið eina
upp vex á sléttri grund
er í raun erfiljóð eftir Steinunni
litlu.
Hann hefur síðan staðið við hlið
allra syrgjenda með blómstrið eina
og harminn djúpa.
Álfheiður var afar þroskað barn
og hjálpsöm, ótrúlega hugulsöm og
sinnug. Hún var falleg og vel gefin,
hafði blá augu og mikið rauðbrúnt
hár. Hún bar veikindin af hugprýði.
Ég kallaði hana litlu hjúkrunar-
konuna, því að hún vildi alltaf leiða
mig og passa vel úti, frá því hún
var fjögurra eða fimm ára.
Hún lánaði mér herbergið sitt,
þegar ég var lasin um tíma. Hún
var alltaf að leiða mig, kyssa mig
og jgleðja.
Alfheiður mín: Ég sakna er ég
vakna og ég minnist þín.
Móðir Álfheiðar er ljósmóðir og
hjúkrunarfræðingur. Litla stúlkan
fékk því að vera mikið heima og
foreldrar hennar voru hjá henni
heima, þegar hún kvaddi þetta líf.
Tveir lærisveinar Jesú voru
hryggir á leið til þorpsins Emmaus,
þegar Jesús slóst í för með þeim.
Augu þeirra voru haldin, svo að
þeir þekktu hann ekki eftir uppris-
una. Hann fór að útleggja fýrir
þeim ritningarnar. Þeir báðu í sorg
sinni þennan förunaut sem þeim
leið svo vel hjá:
„Vertu hjá okkur, þvi að kvelda
tekur og degi hallar.“ Og hann kom
inn til að vera hjá þeim.
Þú Jesús blessar bömin smá
og býður þér að vera hjá.
Þau hana sjá er syrgja nú
er sjálfum eilífð veitir þú.
Hún vildi hjálp og huggun ljá
og hjúkra þeim er veika sá.
Við englasöng og lífsins ljós
nú lifir þessi fagra rós.
Ástar- og samúðarkveðjur frá
Rósu ömmu.
Elsku Álfheiður,
Það var mikð áfall þegar í ljós
kom í ágúst að veikindi þín höfðu
tekið sig upp að nýju. í okkar huga
tilheyrðu þau hinu liðna og þín beið
björt framtíð. En lífíð er ekki alltaf
eins og við viljum hafa það.
Nú þegar þú ert farin frá okkur
lifir áfram minningin um þær góðu
stundir sem við frændsystkinin átt-
um saman. Þær eru margar útileg-
urnar og sumarbústaðarferðirnar
sem við fórum með afa þínum og
ömmu. Þá var einatt sungið í bílnum
og svo farið í leiki eða spilað á spil
þegar á áfangastað var komið. Þau
eru einnig ófá spilin sem spiluð
hafa verið í heimsóknum ykkar
Björns í Álftamýrina. Þá var einnig
oft setið og rætt saman um Iífíð
og tilveruna. Svona mætti lengi
áfram telja því samverustundirnar
eru svo margar.
Þú hafðir alltaf gaman af fólki
og fylgdist vel með öllum í kringum
þig. Þú þekktir til dæmis alla okkar
vini og vissir hvað þeir voru að
starfa. Ef halda átti boð varst þú
ávallt tilbúin að rétta fram hjálpar-
hönd við skipulagningu og fram-
kvæmd, þú fylgdist vel með öllu sem
fram fór og sást um að passa smá-
fólkið.
Það er sárt að þurfa að kveðja
góða frænku og við vonum að þér
líði vel þar sem þú ert núna. Við
biðjum guð að styrkja foreldra þína
og bróður í þeirra miklu sorg.
Kær kveðja.
Þórunn Björk og Börkur.
Við erum þrumu lostin yfir að
frétta af láti Álfheiðar. Við vorum
einmitt farin að sakna þess að hún
kæmi í heimsókn. Við höfum nefni-
lega verið svo heppin að vera næstu
nágrannar hennar í 7 ár og hún
heimsóttþ okkur alltaf öðru hvoru.
En að Álfheiður hefði veikst og
væri dáin hafði okkur alls ekki grun-
að. Það er eiginlega of ótrúlegt til
þess að vera satt! Hún sem var svo
ung og efnileg og í blóma lífsins.
Þegar við fjölskyldan setjumst
niður og hugsum um hana hrannast
minningarnar upp. Öll munum við
eftir svo mörgu skemmtilegu og
góðu að tilhugsunin um að hún sé
dáin verður óhugsandi. Við skiljum
ekki af hveiju svona indæl stúlka
er tekin svona fljótt frá okkur. Veg-
ir lífsins eru svo sannarlega órann-
sakanlegir! Stundum kom Álfheiður
í heimsókn til okkar til þess að fá
að passa Röskvu, stundum að leika
við Emblu eða Ými og oft á tíðum
bara til að spjalla við okkur full-
orðna fólkið. Þetta lýsir Álfheiði
mjög vel. Hún átti svo auðvelt með
að laga sig að öllu fólki, aldur eða
kyn skiptu engu máli. Hún var svo
þægileg í umgengni við alla, alltaf
svo blíð og yfírveguð. Hún var
óvenju þroskuð í öllum samskiptum.
Hún kunni svo vel að hlusta, tjá sig
og skilja. Hún var líka alltaf einlæg
og jákvæð. Það var ekki hægt annað
en að líða vel í návist hennar jafnt
fyrir litla sem stóra. Bömunum
fannst alltaf eins og góður félagi
væri komin í heimsókn og okkur
fullorðna fólkinu líka.
Álfheiður var einnig uppfinninga-
söm og sniðug stúlka. Embla gleym-
ir því aldrei þegar nokkrar stelpur
í götunni voru á kóngulóarveiðum.
Þær fundu eina svo ógeðslega stóra
og ljóta að þær urðu að hlaupa
heim og biðja Ými að setja hana í
kassann. Á nýársdag var það orðið
hefð að Álfheiður og Björn, Ýmir
og Embla gerðu smá leyndó saman.
Þau tíndu upp rakettur í nágrenninu
og löbbuðu svo með þær í brennuna
frá því deginum áður. Þar var síðan
blásið og blásið í glæðurnar þangað
til það birtist smá ljósgeisli. Þá
nutu þau þess að geta aftur fengið
gínulítið áramótabál út af fyrir sig.
Álfheiður átti oft frumkvæði að því
að fá alla krakkana í götunni til
þess að koma út og leika á fallegum
sumarkvöldum. Hún bankaði upp
hjá krökkunum jafnt stelpum sem
strákum og myndaðist oft dágóður
hópur. Síðan var farið í leiki eins
og hollý hú og stórt skip og lítið
skip. Við dáðumst oft að Álfheiði
fyrir þetta frumkvæði þar sem hún
á þroskandi og uppbyggilegan hátt
sameinaði krakkana í götunni.
Þetta voru yndisleg kvöld hjá börn-
unum sem seint munu gleymast.
Álfheiður var stundum að selja ein-
hveija hluti fyrir ýmis konar félög.
Einhvern tíma fékk hún nokkra
krakka með sér til að halda tom-
bolu niðri við Kveldúlf. Þetta var
heljarinnar lærdómur fyrir þau
yngstu. En við vorum alltaf örugg
með að allt færi vej þegar Álfheiður
var í fararbroddi. Ágóðinn rann svo
óskiptur til Rauða krossins. Það var
í eðli Álfheiðar að vera sífellt að
gera eitthvað gott fyrir aðra. Það
er því alveg í hennar anda að við
sem viljum minnast hennar sendum
styrk til barnadeildar Hringsins.
Við erum afar þakklát að hafa
fengið að kynnast og umgangast
Álfheiði. Við fengum að kynnast
góðri og heilsteypri stúlku sem var
tekin allt of snemma frá okkur.
Stúlku sem hafði svo margt til
brunns að bera, að miklu fleiri hefðu
þurft að fá að kynnast kostum
hennar. Þegar við almennilega átt-
um okkur á því, að við fáum ekki
að sjá Áfheiði aftur, þá munum við
minnast hennar með gleði og hlý-
hug. Við munum sakna hennar sárt.
Elsku Guðrún Björg, Ástmar og
Björn, söknuður ykkar hlýtur að
vera óbærilegur. Þið voruð henni
svo nátengd og lögðuð ykkur alltaf
svo mikið fram. Við vottum ykkur
okkar dýpstu samúð og biðjum þess
að þið fínnið styrk til að halda
áfram.
Sigurlaug, Vigfús, Ýmir,
Embla og Röskva.
Lítil vinkona er farin frá okkur.
Álfheiður, sem reyndar mátti aldrei
vera að því að vera lítil og virtist
alltaf eldri en árin sögðu til um.
Hún var ekki há í loftinu þegar hún
fór að spjalla um lífsins gagn og
nauðsynjar við fullorðna fólkið, allt-
af tilbúin til að ráðleggja og að-
stoða ef það var á hennar færi.
Hún var einstaklega athugul og
setningar eins og : „Ertu í nýjum
skóm ?“, „Varstu nú að láta klippa
þig ?“ eða „Þú þarft að fara að
endurnýja bílinn þinn“ og svipaðar
athugasemdir þekkjum við sem
umgengumst hana.
Alfheiður var mjög félagslynd og
gestrisin og hélt sínu striki undan-
farnar vikur þrátt fyrir mjög erfið
veikindi. Við sem komum í heim-
sókn döpur og kvíðin fórum frá
henni með bros á vör. Hún hug-
hreysti okkur með skemmtilegum
athugasemdum, kjarki sínum og
þrautseigju.
Hún var ábyrg og umhyggjusöm
stóra systir og Bimi bróður sínum
góður félagi. Óðrum börnum sýndi
hún Iíka hlýju og umhyggju eins
og henni hefði verið falið að sjá um
þau og hjálpa þeim. Þá reynslu
höfum við meðal annars síðan í
sumar þegar hún færði okkur gjaf-
ir frá útlöndum handa nýfæddu
barni okkar. Það reyndist vera það
eina sem hún keypti í þeirri ferð.
Við vonum innilega að minningin
um góða og hjálpsama stúlku hjálpi
Birni, Guðrúnu Björgu, Ástmari,
öðrum ættingjum og vinum, að tak-
ast á við söknuðinn og sorgina.
Elsku Álfheiður, þú varst lítill
ljósberi hér í okkar heimi og við
þökkum fyrir að hafa átt þig að í
gegnum árin.
Ragna, Valgeir, Harpa Ósk,
Ragnheiður Ásta
og Hulda Maria.
Það er ótrúlegt að hugsa til þess
að hún Álfheiður sé dáin eftir stutt
veikindi og að hún eigi ekki eftir
taka á móti okkur fagnandi á
Hraunteignum. Álfheiður var
óvenju þroskað barn og hafa fyrri
veikindi hennai- eflaust sett þann
svip á hana. Álfheiður ólst upp í
mikilli hlýju hjá foreldrum sínum
og var gaman að sjá hve samrýnd
fjölskyldan var og hve mikið börnin
tóku þátt bæði leik og störfum for-
eldranna. Þau systkinin voru mjög
náin enda einungis tveggja ára ald-
ursmunur á þeim.
Margar minningar koma upp í
hugann þegar við hugsum um Álf-
heiði. Við sjáum fyrir okkur barnið
með rauða hárið, blíð og með ólíkind-
um dugleg. Hún var alltaf tilbúin
að hjálpa, sérstaklega þeim sem
voru minni máttar. Hún hefur
ábyggilega erft þetta frá móður
sinni; hjúkrunarfræðingnum og ljós-
móðurinni. Þegar við litum við á
Hraunteignum passaði Álfheiður
alltaf upp á að við fengjum kaffí
eða te. Álfheiður varð snemma mjög
sjálfstæð og fór ferða sinna um
bæinn með bróður sínum. Dæmi um
þetta var heimsókn þeirra systkina
til okkar, þegar Árbæjarsundlaugin
var nýopnuð, en þau gátu ekki látið
hjá líða að líta við hjá okkur þar sem
þau voru í hverfínu okkar. Á sumrin
fórum við oft í sumarbústað með
Álfheiði, Birni, Ástmari og Guðrúnu
og þá var alltaf þeirri daglegu skyldu
sinnt að fara í sund, spila og ferð-
ast um landið og skoða það betur.
Við minnumst þessara stunda með
hlýju.
Um hver jól var hún þátttakandi
í uppfærslum sem þau frændsystk-
inin settu upp fyrir fjölskylduna í
jólaboðinu hjá ömmu og afa í
Garðabæ. Þetta voru alltaf viðmikl-
ir viðburðir í lífí barnanna. Og við
sem fullorðin erum sáum þau þrosk-
ast og dafna. Álfheiður naut þess
að hafa fjölskylduna sína, eins og
hún kallaði hana, í kringum sig og
þá átti hún við allt skyldfólk sitt.
Hún var mjög hænd að smábörnum
og naut hún þess að sinna minni
frændsystkinum sínum.
I sumar var Álfheiður glöð og
heilsuhraust. Hún æfði fótbolta hjá
Þrótti og naut þess að fara á pæju-
mótið í Vestmannaeyjum en lið
hennar var valið prúðasta liðið og
var hún stolt af því. Hún hafði
gaman af slíkum samkomum og
þegar Jónsmessuhlaupið var i
hverfinu hjá henni í sumar fékk hún
okkur til að koma með sér og
mömmu sinni í hlaupið. Hún ætlaði
síðan að taka þátt í Reykjavíkur-
maraþoninu en gat það ekki vegna
veikinda sinna. En hún leitaði uppi
árangurinn í blöðunum og næst
þegar við hittumst kom hún fagn-
andi og óskaði mér til hamingju
með hlaupið. Það bjóst enginn við
að með haustinu ætti allt eftir að
breytast.
Við biðjum góðan Guð að blessa
og vernda hana Álfheiði frænku
okkar. Með söknuði kveðjum við
hana og biðjum Guð að styrkja
Ástmar, Guðrúnu og Björn.
Rósa, Jón, Svavar
og Erna Dís.
Ég er harmi slegin.
Við hittumst síðast í Paris í sept-
ember síðasliðnum. Þrátt fyrir að
mér hafi verið sagt að það gæti
orðið okkar síðasta stund saman,
þá vildi ég ekki trúa því. Hvernig
mátti það vera þú sem varst aðeins
barn, tólf ára gömul. Ég var farin
að hlakka til jólanna því þá ætlaði
ég að koma heim og hitta þig.
Málin hafa þróast á annan veg en
ég ætlaði og för minni verður flýtt
og mun hafa annan tilgang en í
upphafi til stóð.