Morgunblaðið - 12.11.1997, Page 36

Morgunblaðið - 12.11.1997, Page 36
36 MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Halldóra Guðrún Ólafsdóttir fædd- ist í Stakkadal á Rauðasandi 12. febr- úar 1929. Hún and- aðist á Landspítalan- um aðfarandtt 3. nóvember síðastlið- ins. Foreldrar henn- ar voru Anna Guð- rún Torfadóttir, f. 6. desember 1894, d. 21. mars 1965, fædd •a, °S uppalin í Kollsvík, og Olafur Hermann Einarsson, f. 27. september 1891, d. 25. maí 1936, fæddur og uppalinn í Stakkadal á Rauðasandi. For- eldrar Halldóru bjuggu í Stakka- dal þar til Ólafur faðir hennar lést langt um aldur fram 1936, eftir það bjó Anna móðir hennar áfram í Stakkadal og síðan í Saurbæ á Rauðasandi með barna- hópinn sinn. Systkini Halldóru eru Torfí, f. 26. maí 1919, Guð- björg, f. 28. desember 1921, Elín, f. 11. desember 1925, María, f. 27. nóvember 1931, Kristín, f. 26. júní 1933, og Valgerður, f. 21. júní 1935. Elsku frænka, þegar kemur að kveðjustund hrannast upp hafsjór minninga um þig sem hefur verið hluti af lífí okkar systurbarna þinna allt frá því við munum fyrst eftir okkur og til þessa dags. Við munum þig unga og fríska með okkur norður á Vindhæli þar sem þú eyddir stórum hluta af sum- arfríinu þínu á hverju ári svo lengi sem við munum og tókst þátt í öllu því sem við vorum að gera hverju «*-'sinni hvort sem það var að mjólka kýrnar, rifja hey eða fara í útreiðar- túra. Þegar við vorum lítil voni þeir dagar sem von var á þér í sveitina eins hátíðlegir og jólin, þá vorum við komin í sparifótin um hádegið og biðum við gluggann því allir vildu verða fyrstir til að sjá til ferða bílsins hans Núma, sem bar þig til okkar. Þegar þú komst var alltaf svo gam- an, stundum komu önnur frændsystkini líka með þér og voru á Vindhæli meðan þú dvaldir þar. Þú töfraðir fram fínustu föt úr gömlum, slitnum fötum og afgöngum og eitt sumarið saumaðir þú fyrir okkur al- vöru tjald úr hveitipokum. Þú sást um að sauma á okkur jólafötin og það voru fínustu jólafótin sem ^krakkar á okkar reki áttu á þeim tíma, þegar ekki voru barnafatabúð- ir út um allt, seinna komu svo ferm- ingarfötin, sem báru af öðram fötum og einhver okkar vora skírð í skírn- arkjólum sem þú saumaðir. Elsku frænka, þú varðir allri ævi þinni í það að hjálpa öðram og gera eitthvað fyrir aðra og hugsaðir aldrei um sjálfa þig. Samheldnari systkina- hópur en systkinin frá Stakkadal er ti'úlega ekki til. Því verða viðbrigðin svo mikil þegar eitt af ykkur er ekki lengur til staðar og ekki er hægt að koma við á Grettisgötunni og fá sér kaffisopa eða matarbita í bæjarferð- um framtíðarinnar. A bernsku- og unglingsárum þín- „'jurn vestur á Rauðasandi hjálpuðust þið systkinin og amma að við það að sjá ykkur farborða eftir andlát afa. Ekki er það að efa að oft hefur verið erfítt að framfleyta barnahópnum af búskapnum í Stakkadal, þar lærðuð þið systkinin nægjusemi og hvað það er mikilvægt að bera umhyggju hvert fyrir velferð annars í lífínu. Þið fenguð gott veganesti úr móðurgarði þar sem amma varð að vera ykkur bæði móðir og faðir í senn. Einhvern veginn hefur það svo orðið að við höfum öll leitað til Dóru frænku ef eitthvað hefur bjátað á á lífsgöng- • unni. Þú varst alltaf sú sterkasta sem við gátum leitað til. Þú áttir líka svo stórt hjarta. Þú talaðir aldrei illa um nokkurn mann. Kenndir okkur að meta það góða í mannseskjunni, sjá björtu hliðamar á lífinu, þrátt fyrir að lífið hafí ekki farið mjúkum höndum um þig sjálfa. Bamið þitt dó nýfætt, þú horfðir upp á þriggja - jnánaða dauðastríð móður þinnar og Halldóra var alla tíð ógift, en eignaðist son 15. febrúar 1961, sem andaðist á fyrsta sólarhring eftir fæð- ingu. Halldóra ólst upp við leik og störf með systkinum sínum á Rauðasandi, en flutti 1949 með móður sinni og yngri systr- um til Reykjavíkur. Hún var einn vetur við nám við Kvenna- skólann Hverabakka í Hveragerði. Eftir að hún flutti til Reykjavíkur vann hún lengst af við saumaskap á Saumastofu Andrésar, Sauma- stofunni Karítas, Saumastofu Steinars Júlíussonar, Saumastofu Sláturfélags Suðurlands og síð- asta áratuginn rak hún sauma- stofuna Saunmálina sf. á Grettis- götu í félagi við fyrrum vinnufé- laga sinn. Síðustu þrjá áratugina hefur Halldóra búið á Grettis- götu 33, Reykjavík. Útför Halldóru fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. tvær bestu vinkonur þínar dóu á besta aldri. Við systkinin á Vindhæli erum alin upp við sögur af paradís vestur á Rauðasandi og ekkert okkar varð fyrir vonbrigðum þegar við komum þangað loksins öll með mömmu og þér sumarið 1981 og gengum um æskuslóðir þínar á Stekkadalstún- inu, niður á sandrifið og víðar á Rauðasandi. Þá lærðum við að þekkja helstu kennileiti, þar sem þið áttuð ótal minningar um hvern stein og hverja þúfu. Fyrstu árin í Reykjavík bjóstu með móður þinni og systrum. Síðan fórstu að leigja með Dísu bestu vin- konu þinni og síðar fjölskyldu henn- ar. Gísli sonur Dísu er eins og eitt af systkinabörnunum. Síðustu þrjátíu árin bjóstu á Grettisgötunni í litla fallega húsinu þínu, sem þú lagfærð- ir smátt og smátt eftir því sem efni og aðstæðui' þínai’ leyfðu. Þar var alltaf nóg pláss til að koma eða gista fyrir okkur öll, hvort sem um langan eða stuttan tíma var að ræða. Einnig lánaðir þú húsið þitt undir próflest- ur, ef svo bar undir og okkur systk- inabörnin vantaði næði. Systurdótth þín, Halldóra Sigrún, dvaldi hjá þér tvo fyrstu vetuma í Reykjavík og frænka þín, Sigrún María, átti einnig húsaskjól hjá þér fyrstu mánuðina í höfuðborginni. Með þér áttu þær stundir sem þær munu aldrei gleyma. Þar sem hjartarúmið er nægt er húsrýmið einnig nægt. Síðasta ár hefur verið þér afar erfítt og við höfum horft harmi sleg- in á hvemig lífsþróttur þinn fjaraði út smátt og smátt í baráttu þinni við krabbamein án þess að nokkuð væri hægt að gera til þess að lina þjáning- ar þínar og koma í veg fyrir ótíma- bært andlát. Elsku Dóra frænka við kveðjum þig með ástarþökk fyrir samfylgdina og þökkum fyrir að hafa fengið að eiga þig fyrir frænku. Við erum miklu ríkari vegna þess og minning- arnar um þig munu lýsa okkur um ókomin ár. Við vottum systkinum þínum okkar dýpstu samúð. Vindhælissystkinin og fjölskyldur. í dag kveðjum við frænku okkar, Halldóru G. Ólafsdóttur. Við minn- umst hennar sem okkar besta og traustasta vinar í gegnum alla okkar ævi. Hún hefur verið hluti af lífí okkar alla tíð, svo að það er erfítt að sætta sig við að hún sé horfín frá okkur. Við vitum samt að nú eru kvalir hennar og veikindi að baki, hún dvel- ur nú í faðmi löngu látinna vina. Með þessum fáu orðum viljum við kveðja frænku okkar og þakka henni allar samverustundir í þessu lífí. Hennar skarð verður ekki fyllt, en tíminn kennir okkur að lifa við það. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfí Jesú, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson.) Blessuð sé minning hennar. Guðmundur, Ólafur, Kristín og fjölskyldur. Dóra hefur verið mér sem önnur móðir alla tíð. Þegar foreldrar mínir kynntust þá bjuggu þær mamma saman í Hátún- inu. Efth að mamma og pabbi giftust og stofnuðu heimili á Kleppsveginum þá leigði Dóra hjá þeim fyrst um sinn áður en hún flutti aftur í Hátún- ið og síðan á Grettisgötu 33 þar sem hún bjó alla tíð síðan. Dóra var heimagangur á heimili foreldra minna og ein af fjölskyld- unni. Hún kom alltaf til okkar á að- fangadagskvöld þó að heimili systk- ina hennar stæðu henni opin og á hverju sunnudagskvöldi í mörg ár var hún hjá okkur og oft bauð hún til höfðinglegrar veislu á Grettisgöt- unni. Hún var okkur stoð og stytta í veikindum móður minnai- og síðar föður míns. Eftir að mamma dó og pabbi flutti á hjúkranardeild Elli- og hjúkrunarheimilisns Grund þá var hún honum alveg einstaklega góð og heimsótti hann reglulega þar og kom stundum með honum til okkar Heið- bjartar á Hávallagötuna. Þegar ég kynnti hana fyrir kærustunni minni henni Heiðbjörtu, þá tók hún henni sem tengdadóttur og veitti henni þá ást og hlýju sem hún alla tíð hefur veitt fjölskyldu minni í blíðu og stríðu. Síðustu árin hefur hún verið hjá okkur á aðfangadagskvöld og það verður tómlegt án hennar á því næsta. Heimili Dóru var hennar fólki opið og oft var þar margt skyldmenna hennar utan af landi, sem fékk hjá henni skjól þegar það var í bænum. Fjölskyldan og rækt við hana var henni mikið hjartans mál sem og vel- ferð allra þeirra er henni stóðu nærri, s.s. systkini, þeirra börn og svo barnabörn. Öllum þótti vænt um Dóru. Dóra hafði gaman af lestri góðra bóka og að hlusta á tónlist ásamt því að spjalla við fólk um allt mögulegt og vai' hún víðlesin. Ferðalögum hafði hún gaman af og ég á góðar minningar frá samverustundum í Austumki og Mexíkó, sérstaklega frá Punta Bete í Mexíkó þar sem við Heiðbjört leigðum með henni lítið strandhús í nokkra daga. Þar naut Dóra sín sérstaklega vel. Hún vann alla tíð við saumaskap af mikilli elju- semi og síðasta áratuginn eða svo rak hún saumastofu í félagi við aðra konu. Hún var morgungestur í Sundhöll- inni í áratugi. Meðan á veikindum hennar stóð birtist ljóslega sá styrkur og sam- staða systkina hennar með henni, sem hún svo oft áður hafði sýnt öðr- um og vottum við Heiðbjört öllum ættingjum hennar okkar dýpstu samúð vegna ótímabærs fráfalls hennai-. Elsku Dóra, ég þakka Guði fyrir að hafa kynnst þér og átt samleið með þér, minningin um þig mun lifa hjá mér alla mína æfí. Þinn vinur að eilífu Gísli. Halldóra föðursystir okkar, eða Dóra eins og hún var jafnan kölluð, hafði sérstöðu í hópi frændfólksins og var jafnan ofarlega í huga. Hún var miðbai'nið í sjö systkina hópi, en líka eins og miðlæg í stórfjölskyld- unni, einkar frændi-ækin og fylgdist vel með gengi ungra sem aldinna. Hún reyndist okkur systkinum sér- stök hjálparhella þegar þær aðstæð- ur komu upp að hún taldi réttilega að liðsinni kæmi sér vel. Systkinin í Stakkadal á Rauða- sandi misstu fóður sinn vorið 1936, þegar Dóra var á áttunda árinu, og sextán ára yfirgaf hún fæðingar- sveitina ásamt móður sinni og fjór- um systrum, en elstu systkinin tvö höfðu áður haldið að heiman. En Dóra var aldrei alkomin í þéttbýlið, hugur hennar einatt bundinn við æskustöðvarnar, mannlíf og um- hverfí. A töfrateppi frásagnar sinnar sveif hún með okkur um sveitir, inn í horfna bæi og hópa, benti á og út- skýrði. Hún var ómissandi tengiliður við fortíðina. Þegar haldin voru ætt- armót og þurfti að miðla fróðleik um einstaklinga og liðinn tíma vai' hægt að sækja í upplýsingabrunn Dóru. Ekki aðeins hafði hún ættfræðina á reiðum höndum heldur gat dregið upp ljóslifandi svipmyndir af fólki, aðstæðum og umhverfí fyrir vestan og skaut oft inn í frásögnina spaugi- legum eða sérstæðum atriðum, enda með góða kímnigáfu og smitandi frá- sagnargáfu. Það jók enn á áhrifin að hún hélt ýmsum blæbrigðum úr vestfirskum framburði. Dóra var fíngerð kona, hlýleg, hæversk og prúð í framgöngu, en hafði til að bera bæði stolt og festu, enda höfðingi í lund. Hún fylgdist vei með atburðum og tíðaranda, hafði skoðanir á mönnum og málefnum, var tilgerðarlaus og hreinskilin, fundvís á ummæli sem hittu í mark. Mótlæti mætti hún og vonbrigðum en fékkst ekki um slíkt. I fasi hennai' ríkti jafnaðargeð. Ekki fannst á henni yfirlæti heldur fágað umburð- arlyndi og víðsýni. Dóra hafði unun af því að ferðast og kynnast nýjum aðstæðum og við- horfum. Hún var þá ekki andvaralít- ill skoðandi heldur dugleg að tileinka sér fi’óðleik, nýtti reynsluna til að skapa sér hærri sjónarhól og víðara svið, með gagnrýni sem bar vott um vakandi auga og skarpan hug. Dóra starfaði við saumaskap nær allan starfsferil sinn. Hún erfði og ræktaði einkenni móður sinnai', sem var annáluð hannyrðakona og einnig tónlistarunnandi. Sú fyi'h’hyggja og það formskyn sem saumaskapurinn krefst og ræktar samsvaraði sér í eðlisþáttum Dóru á öðrum sviðum. Það var hún sem rakti þræði, lag- færði, fyllti upp í, bjargaði, samein- aði, gerði heild úr brotum og lagði sanngjarnt gæðamat á fyrh'bærin. Hún kunni jafnvel að meta gott handverk og traustan málflutning. Alltaf var gaman að ræða við Dóru og ætíð fór maður ríkari af hennar fundi. I bendu og óreiðu hversdags- ins var hún föst viðmiðun, gagnvart kerfisbundinni grámósku var hún lipur endumýjandi. Það er með djúpri virðingu og miklum söknuði sem við kveðjum þessa uppáhaldsfrænku okkar og velgjörðamann, blessuð sé minning hennar. Anna G. Torfadóttir, Helgi Torfason, Ólafur H. Torfason. Ástkær móðursystir okkar er lát- in, eftir hetjulega baráttu við illvígan sjúkdóm. Dóra frænka var eiginlega „ætt- móðirin" í okkar fjölskyldu. Til hennai' leituðu mörg okkar systkina- barnanna til að gleðjast með henni eða þiggja ráð hennar. Heimili henn- ar stóð okkur alltaf opið, hún fylgdist vel með okkur og bar mikla um- hyggju fyrir okkur. Dóra var ekki bara systir móður okkar, heldur líka besti vinur og félagi og um tíma bjó móðir okkar hjá henni í litla húsinu á Grettisgötunni. Dóra frænka ýtti úr vör hugmynd- inni um að þau systkinin hittust ásamt afkomendum við rústir „ætt- aróðals" þein-a í Stakkadal á Rauða- sandi. Þetta var fyrir nær tuttugu áram, áður en það komst í tísku að halda ættarmót. Síðan höfum við frændsystkinin oft komið saman á sumrin, nú síðast vestur á Rauða- sandi, en því miður komst Dóra ekki með í þá ferð vegna veikinda sinna. Við minnumst góðrar konu með fal- legt bros og ornum okkur við ljúfar minningar. Blessuð sé minning hennar. Magnús, Anna, Sigríður, Halldór og Esther. Elsku Dóra frænka. Okkur langar til að kveðja þig með þakklæti fyrir ljúfu og yndis- legu stundirnar og minningar okkar um þig. Þegar þú komst alltaf á laugardögum inn á Hofteig með Guggu systur þinni þar sem aðrar systur þínar bjuggu, Valla og Stína, var oft glatt á hjalla enda ófá systk- inabörnin þar samankomin. Ferða- lögin sem þú komst með okkur í bæði hér heima og erlendis. Kjól- arnir og kápurnar og öll fötin sem HALLDÓRA GUÐRÚN , ÓLAFSDÓTTIR þú saumaðir á okkur systinabörnin þín, vandað og vel gert. Það var alltaf jafngaman og yndislegt að koma í heimsókn til þín á Grettisgöt- una. Þú tókst vel á móti okkur og þú varst svo hress, ræðin og kát. Hjá þér leið okkur vel í heimilislega og hlýlega húsinu þínu. Jóladagskvöld- in sem þú varst hjá okkur fjplskyldu Stínu systur þinnar. Við eigum margar fleiri minningai' um þig en við geymum þær hjá okkur. Þakka þér fyrir allt, elsku Dóra okkar. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hinljúfu og góðu kynni af alhug þökkum hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Systurbörn þín, Bára og Ágúst. Elsku Dóra frænka, nú er lífi þínu lokið. Þær þjáningar sem þú leiðst seinustu vikurnar og mánuðina sætta okkur aðstandendui' þína við ótímabæran dauða þinn og það að sjá á bak þér. Þú varst, það veit ég, engan veginn tilbúin til þess að fara frá okkur nú, þér fannst þú eiga svo margt eftir að gera núna, þegar þú, sem hafðir unnið hörðum höndum alla ævi, varst farin að hugsa til þess að hætta að vinna og lifa lífinu og ferðast til staða sem þig hafði lengi langað að koma til. Dóru frænku minnai' minnist ég sem systur og vinkonu móður minn- ar, en hún var fjórða systkinið sem lifði í stórum barnahópi ömmu minn- ar og afa sem bjuggu í Stakkadal á Rauðasandi, V-Barðasti'andarsýslu, í byi'jun aldarinnar. Afi dó frá stórum barnahópi 1936 og amma stóð ein uppi með 7 börn, yngsta barnið tæp- lega 1 árs. En með hjálp góðra manna tókst ömmu að komast hjá að tvístra hópnum sínum, og á Rauða- sandi ólust þessi systkini upp og urðu mjög tengdur og samhentur hópur. Því veit ég að sorg þeirra og söknuður sem eftir lifa er mikill og bið góðan guð um að gefa þeim styi'k. Fyi'stu minningar mínar um Dóru eru tengdar heimsóknum hennar á heimili foreldra minna í æsku minni. Það var alltaf ægilega gaman hjá okkur systkinunum, þetta var stundum á páskum, þá komu líka aðrir úr móðurfjölskyldunni. Það var oft glatt á hjalla heima á þessum dögum. Dóra gaf okkur systkinun- um fyrstu páskaeggin sem við feng- um um ævina. Dóra fékk alltaf stórt páskaegg frá saumastofu sem hún vann hjá um árabil, á meðan hún vann þar. Eftir að ég var farin að heiman til náms í Reykjavík, bauð hún mér í páskaeggjaát heim til sín, svona hafði hún lag á að halda tengslum við okkur systkinabörn sín og skildi aldrei neinn útundan. Dóra frænka var líka mjög flink sauma- kona en það var ævistarf hennar. Ef mikið átti að vanda til klæðnaðar á mínum æskuárum, var leitað til Dóru sem alltaf brást ljúfmannlega við og gerði hlutina af mikilli ánægju. En núna sé ég það fyrir mér, Dóra, að þú hefur fengið góðar mót- tökur hinum megin, því amma og afi, systirin sem þau misstu og litli drengurinn þinn sem þú fékkst aldrei að njóta, hafa vafalaust tekið fagnandi á móti þér. Hvfl þú í friði, kæra frænka. Kær- ar kveðjur frá börnum Elínar Ernu systur þinnar. Anna María Jónsdóttir. Dóra, fyrrverandi mágkona mín, er dáin eftir erfiða legu á sjúki-ahúsi. Með þessum línum vil ég þakka henni þá samfylgd, sem við höfum átt um 45 ára skeið. Hún var einhver sú ósérhlífnasta manneskja sem ég hefí þekkt og alltaf tilbúin að hjálpa ef eitthvað bjátaði á. Hún hafði stórt hjarta sem rúmaði ómældan kær- leika við náungann og þá er leituðu til hennar. Það er sárt að fínna hana horfna, en um leið samgleðst ég henni að vera frjáls frá kvölum þessa lífs og vera komin á veg Ijóss og frið- ar hjá fóður okkar á himnum. Sigurður Magnússon.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.