Morgunblaðið - 12.11.1997, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 12.11.1997, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 1997 43 BREF TTL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 Grettir „Nei‘‘ það er mitt Mér er alveg sama hvað hver segir, Já! Ég Þú eyðilagðir nýja m°ttó ... svarið er „nei“! Er þetta nýja mottóið meina mottóið mitt... þitt, ha? „NEI!“ Svar við bréfi Braga Kristjónssonar Frá Gísla Helgasyni: KÆRI Bragi. Þakka þér ágætis bréf, sem þú sendir Morgunblaðinu þann 7. nóvember sl. vegna væntanlegrar vígslu Karls Sigurbjörnssonar verð- andi biskups. Þú gerir mikið úr per- sónu hr. Ólafs Skúlasonar biskups, hvernig honum hefur tekist með framkomu sinni að mynda gjá milli fólksins í landinu og þjóðkirkjunnar, og veraldlegum viðhorfum biskups- ins, sem m.a. byggjast á því, að ytri aðstæður skipti meiri máli við svo hátíðlega athöfn en innri trúarþörf, venjur og hefðir. Þú ert á móti því að Dómkirkjan, sjálf höfuðkirkja biskupsins verði ekki notuð til vígsl- unnar. En þú veist vel að hversu mikið, sem þú og aðrir skrifið og mótmælið, þá mun hinn hái biskup ekki breyta ákvörðun sinni. Mig langar aðeins að taka upp hanskann fyrir Ólaf biskup. Það er eitt, sem þú gleymir: Þrátt fyrir lát- leysi og mikilfengleik Dómkirkjunn- ar, þá er hljómburðurinn þar ekki mjög góður svo að menn verða að leggja sig alla fram um að heyra hvað biskupinn mælir við vígsluna. Því er kjörið að hafa vígsluna í Hallgrímsirkju, þar sem menn geta gengið til salernis, heyri þeir ekki orðaskil vegna ofurhljóms. Þar af leiðandi kemur ekki til greina að hafa vígsluna í Dómkirkjunni, auk þess, sem hún er ekki fullbyggð, með timburturni, sem er orðinn mjög fúinn og gæti fallið yfir kirkjuna nær hvenær sem er og valdið stórslysi, enda bráðabirgðaturn. Hins vegar er ég þér sammála um að Hallgrímskirkjan henti engan veginn til athafnarinnar, heldur hef ég fundið aðra kirkju hér í borg og skal það nú rökstutt: Á holti einu, nánar tiltekið nálægt Sjómannaskólanum stendur Há- teigskirkja. Hún er tilkomumikil að sjá. Fögur að innan sem utan og þar er hijómburður góður. Þegar séra Karl verður settur í embætti bisk- ups, verða fjórir menn, sem hafa borið, eða bera þennan titil, á lífi. Fjórir turnar kirkjunnar eru tákn um þessa biskupa og því einstakt tækifæri á að notfæra sér það til þess að vígja nýja biskupinn. Hver biskup verður að hafa sinn eigin turn Guði til dýrðar og hver og einn getur svo helgað biskupunum þann turn, sem hveijum þeirra fjögurra þykir hæfa. Að lokum langar mig að segja þér að ég hætti við að segja mig úr Þjóðkirkjunni, þegar séra Karl var kjörinn biskup. Með bestu kveðju GÍSLI HELGASON, Skildingatanga 6, Sketjafirði. Frelsi og kreddur Frá Eiríki Brynjólfssyni: ELSA B. Valsdóttir skrifar í Morg- unblaðið 30. október sl. um ríkis- rekstur, skatta og frelsi. Það varð mér dálítið umhugsunarefni. Eg hnaut reyndar um það í skattakaflanum að menntun og heilbrigðisþjónusta greidd af skattfé sé „óréttlát og siðlaus". Þetta er nýjung fyrir mér en alltaf gaman að sjá hvernig annað fólk hugsar. Það er ekki... Elsa vill selja RÚV. Gott og vel. En af hveiju? Hún segir: „Það er ekki hlutverk hins opinbera að reka fyrirtæki.“ Ég get alveg verið sammála þessu en bendi á að í sjálfu sér er þetta marklaus kredda. Þetta þýðir til dæmis ekki að: „Það sé hlutverk ríkisins að reka ekki fyrirtæki.“ Ríkið rekur fullt af fyrirtækjum, enda er hlutverk ríkisins miklu flóknara en svo að unnt sé að af- greiða það í einni stuttri kreddu. Það hvort ríkið rekur fyrirtæki hlýtur að vera afleiðing af svarinu við því hvert sé hlutverk ríkisins. Ef við erum til að mynda sam- mála um að ríkið eigi að innheimta skatta (sem er ekki sjálfgefíð) þá hlýtur ríkið einnig að reka fyrir- tæki til að innheimta skattana. í lok þessa kafla segir Elsa: „Það er jafn fáránlegt að ríkið eigi útvarpsstöð eins og að ríkið eigi dagblað eða bókaútgáfu.“ Þessi kredda fannst mér ofsa- lega skemmtileg, einkum í ljósi þess að á sömu blaðsíðu í Moggan- um þann 30. var auglýsing frá bókaútgáfu Ríkisstjórnar íslands um bókina Á réttri leið. Hún segir: „Orðið frelsi er að verða skammaryrði í munni þeirra sem vilja miðstýringu og skertan rétt fólks til að ráða lífi sínu sjálft.“ Ég bendi á að frelsi hlýtur að vera skammaryrði í munni þess sem kýs miðstýringu og skertan rétt fólks til að ráða lífi sínu sjálft. Það liggur bara í eðli orðanna. Elsa er á hinn bóginn að misnota frelsishugtakið og reyna að koma því inn hjá fólki að þeir sem eru" andsnúnir hennar skilgreiningu séu miðstýringarsinnar og vilji skerða rétt fólks til að ráða sér sjálft. En Elsa reynir að tengja saman frelsishugmynd sína við RÚV eða ekki RÚV. Eg fullyrði á hinn bóg- inn að RÚV eða ekki RÚV kemur frelsi ekki nokkum skapaðan hlut við. Tökum dæmi af skólum. Hið opinbera rekur flesta skóla í land- inu. Nokkrir skólar eru einkarekn- ir. Þá er frelsinu að hluta til full- nægt, það er bæði einkaaðilar og hið opinbera hafa leyfi til að reka skóla. Að öðru leyti kemur eignar-v haldið frelsi ekkert við. Elsa segir í grein sinni að án frelsis glati maðurinn frumkvæði sínu og sköpunargáfu. Um þetta get ég verið henni heilshugar sam- mála. Útfrá þessi skilgreiningu væri gaman að - ræða starfsemi skóla og fjölmiðla og skoða frelsi starfs- fólksins og aðgang almennings að skólanum eða fjölmiðlinum. Það eru að mínu mati miklu merkiiegra viðfangsefni heldur en það hvort það er gott eða vont að hin opin- bera eigi fyrirtæki. EIRÍKUR BRYNJÓLFSSON, kennari. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni^ til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.