Morgunblaðið - 12.11.1997, Blaðsíða 50
50 MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
Morgunblaðið/Þórdís Ágústsdóttir
BJÖRK Guðmundsdóttir á tónleikum í París
á mánudag.
Viðbrögðin ólík
eftir löndum
Tónleikar Bjarkar í París á mánudag voru bjartari, ef aðeins er
talað um sjónræna þáttinn, en í Brussel fyrir rúmri viku. Þórunn
Þórsdóttir fylgdist með þeim og heyrði að Frakkar kunnu betur
að meta rólegu lögin en sumir grannar þeirra.
VIÐ forum batnandi með hverjum
tónleikum, vinnum betur og betur
saman. Auðvitað erum við svolítið
þreytt en aðallega ánægð held ég,“
sagði raftónlistarmaðurinn Riehard
Brown eftir tónleika Bjarkar í París
á mánudagskvöld. Þetta voru sjöttu
tónleikamir til að fylgja eftir plöt-
unni Homogenic. Söngkonan, átta
manna íslensk strengjasveit, tækni-
menn og fleira fólk, hefur ferðast
borg úr borg frá byrjun mánaðar-
ins og heldur því áfram fram í
miðjan desember. Eftir
Evrópuleiðangur
sem endar í
Stokkhólmi
22. nóvember verður þó tekin hvfld
en svo farið eins og eldur í sinu um
Bandaríkin í desember. í kvöld og
annað kvöld verða tónleikar í
London, þar sem Björk hefur bæki-
stöðvar.
Miðar á tónleikana í Mutualité,
gamalgrónum sal í 5. hverfi Parísar,
seldust upp á tveim tímum eftir því
sem blöð sögðu. Þannig var húsið
fullt, en ekki troðið, af fólki sem
margt virtist kunna texta laganna
utan að og vera hið glaðasta. Eins
og á fyrstu tónleikum ferðarinnar, í
Brussel, voru gestir margir á svip-
-.uðum aldri og söngkonan, kringum
þrítugt, komnir til að hlusta á tón-
list sem er með vissum hætti rólegri
en fyrr. Brown sagði athyglisvert
hvernig brugðist væri ólíkt við lög-
unum eftir löndum, í París hefðu
áheyrendur einmitt tekið rólegri
eða mýkri lögum mjög vel. Blaða-
maður sá samt að því var fagnað;
með sælubrosi, tappi og veifí; þegar
aukinn kraftur komst í músíkina.
Tónleikarnir stóðu rúma klukku-
stund eins og jafnan og eitt aukalag
var spilað, eftir hæfileg blístur og
köll úr salnum.
Það reyndist snúið að fá miða í
bæði skiptin sem minnst var á og
ekki möguleiki á viðtali við Björk.
Reglan er um klukkustund á dag
fyrir fjölmiðla og ljósmyndatök-
ur hjá Karli Lagerfeld voru á
dagskrá mánudagsins í París.
Til þess að fá að fara á tónleik-
ana þurfti mörg símtöl og meiri
þolinmæði en blaðamaður,
skipulagsfólk og söngkona
hefur. En tónlistin er það sem
máli skiptir, kannski hið mannlega í
henni: Gamla lagið Human
Behaviour hreyfði sýnilega við
mannskapnum í París á mánudag
og menn í námunda við blaðamann
virtust rétta úr sér þegar sungið
var „don’t get angry with yourself‘,
ekki reiðast sjálfum þér, í laginu All
neon like af nýju plötunni.
Lennon
í samstarf
við Oasis
BRÆÐURNIR Noel og Liam Gallag-
her í Oasis eru sagðir vera að íhuga
samstarf við Julian Lennon, son Johns
Lennons og Yoko ’ Ono, í frétt New
York’s Daily News. Þeir hafa aldrei far-
ið dult með hrifningu sína á tónlist Bítl-
anna og myndi samstarfið fela í sér ný
lög og og upptöku á sígildu lagi Bítl-
anna. Enn hefur ekld verið gefið upp
hvaða lag það yrði. Samstarfið myndi
líklega koma Lennon til góða, en ferill
hans hefur gengið heldur skrykkjótt
undanfarin ár. Hins vegar er ekki víst
að Bítlamir George Harrison og Paul
McCartney verði jafn hrifnir af sam-
starfinu. Þeir hafa gagnrýnt Oasis fyrir
að stæla Bítlana.
ÓKEYPIS HÚÐGREINING
Kynning á Dermophil húðsnyrtivörum í
Breiðholtsapóteki, Mjódd,
í dag og á morgun kl. 13-18.
Við bjóðum þér ókeypis húðgreiningu og
ráðgjöf þar sem við mælum með einföldum
hætti húðfítu og rakastig í andliti.
20% kynningarafsláttur.
Sjá nánari upplýsingar á http://www.centrum.is/dermophil
Gæða náttúruefni
frá POWER HEiLLTH
Umboðsaðíli: CBtllS,
Skiplioll 50c, sími 551 7733
Myndasaga
um Díönu
„SÍÐASTA ævintýraprinsessan"
stendur á kápu nýrrar teikni-
myndasögu sem fjallar um ævi lafði
Díönu, prinsessu af Wales. Bókin
kom út í Frankfurt í gær og eru
austurríski rithöfundurinn Robert
Menasse og austurríski teiknarinn
Gerhard Haderer höfundar að
henni. I sögunni er dregin upp
háðsk mynd af ævi Dionu, sem lést í
bflslysi i Paris 31. ágúst sl.
V —.... ^
Sala stofnfjár í
Sparisjóði Ólafsfjarðar
Á fundi stofnfjáreigenda Sparisjóðs Ólafsfjarðar, sem haldinn var
7. september 1997, var samþykkt að auka stofnfé í sjóðnum um
200 millj. kr. Bréfin eru föl einstaklingum og fyrirtækjum um allt
land og kostar hvert bréf 15 þús. kr. Engin takmörk eru á því hve
mörg bréf hver aðili má kaupa, en atkvæðisréttur verður aldrei
meiri en 5% af heildaratkvæðamagni í sparisjóðnum.
Sala bréfanna stenduryfirtil 20. nóvember 1997 og eru þeir, sem
áhuga hafa á að kaupa bréf, beðnir um að snúa sér til Sparisjóðs
Ólafsfjarðar, Aðalgötu 14, Ólafsfirði, sími 466 2215.
Sparisjóður Ólafsfjarðar.
... ........... ^
Díe letzte
Márchenprínzessin