Morgunblaðið - 09.12.1997, Page 6

Morgunblaðið - 09.12.1997, Page 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Unnið að hagræðingu á sjukrahúsunum í Reykjavík Hugsanlega hætt við flutning á geðdeild STJÓRN Sjúkrahúss Reykjavíkur fjallar í þessari viku um flutning geðdeildar í húsnæði taugadeildar spítalans á Grensás. Jóhannes Pálmason, forstjóri SHR, segir að fram hafí komið upplýsingar sem bendi til að flutningurinn sé kostn- aðarsamari en upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir. Því sé hugsanlegt að horfíð verði frá flutningnum. Heilbrigðisráðherra, fjármálaráð- herra og borgarstjórinn í Reykjavík undirrituðu samkomulag 12. sept- ember sl. sem fól í sér aukna verka- skiptingu og samvinnu stóru spítal- anna í Reykjavík. Samkomulagið miðaði að því að ná fram spamaði í rekstri, en samhliða var ákveðin aukafjárveiting að upphæð 474 milljónir króna. 15 milljónir duga ekki Jóhannes Pálmason sagði að fram hefðu komið vísbendingar um að þær fjárhagslegu forsendur sem lágu að baki tillögum um að flytja geðdeild (A2) á Grensásdeild og taugadeild frá Grensás í núverandi húsnæði geðdeildar stæðust ekki. Reiknað hefði verið með að stofn- kostnaður við þessar breytingar væri 15 milljónir. Aðstaða fyrir fólk í hjólastólum í núverandi hús- næði geðdeildar væri hins vegar bágborin og ljóst að bæta þyrfti hana ef flytja ætti taugadeild þang- að. Eins væri ekki fyrir hendi öfl- ugt öryggiskerfi á Grensásdeild og nauðsynlegt að leggja í talsverðan kostnað við það ef flytja ætti geð- deild þangað. Allt kostaði þetta fjármuni og það væri nokkuð ljóst að þeir fjármunir sem í þetta áttu að fara myndu ekki duga. Jóhannes sagði að málið yrði tekið fyrir á fundi í stjórn Sjúkra- húss Reykjavíkur í vikunni þegar allar upplýsingar um málið lægju fyrir. Nefndinni sem undirbjó sam- komulagið yrði síðan gerð grein fyrir niðurstöðunni. Spamaðartil- lögurnar voru strax í haust gagn- rýndar, en nefndin sem undirbjó þær svaraði gagnrýninni með því að benda á að tillögumar væru upphaf- lega komnar frá spítölunum sjálf- um. Jóhannes sagði rétt að stjóm- endur SHR hefðu sett fram sparn- aðartillögur, en spamaðamefndin hefði síðan valið úr þeim. Þegar til- lögur væm teknar út úr heildstæð- um tillögum yrðu áhrifín af þeim ekki þau sömu. Unnið að breytingum á Vífllsstaðaspítala Vigdís Magnúsdóttir, forstjóri Ríkisspítalanna, sagði að unnið væri að þvi að koma þeim þáttum sam- komulagsins sem snem að Ríkis- spítölunum í framkvæmd. Búið væri að ganga frá því að starfsemi Kleif- arvegsheimilisins færðist undir bama- og unglingageðdeildina um næstu áramót. Verið væri að skoða flutning á bráðalækningadeild Víf- ilsstaðaspítala á Landspítala og uppbyggingu endurhæfingadeildar á Kópavogshæli. Það væri ekki komin nein dagsetnig á þessar tvær breytingar. Einnig væri verið að undirbúa breytingar á skurðsviði. Vigdís sagði að enginn ágreining- ur væri um þá tillögu að flytja deild- ina frá Vífilsstöðum. Menn sæju hins vegar ekki fram á að geta gert það strax. Menn þyrftu að sjá fyrst hvemig staðið yrði að uppbygging- unni á Kópavogshæli. Þegar búið væri að byggja nýjan bamaspítala yrði auðvelt að koma deildinni á Víf- ilsstöðum fyrir á Landspítalanum. Gert er ráð fyrir að í framtíðinni verði hjúkrunarheimili á Vífilsstöð- um. Nefnd undir forystu heilbrigðis- ráðuneytisins er að vinna að þeim þætti samkomulagsins sem snertir aðskilnað á rannsóknarstofum SHR og Ríkisspítala frá öðmm rekstri spítalanna. Norrænir landafundir sýndir í Ameríku RANNSÓKNAMIÐSTÖÐ um Norðurslóðir við Smithsonian safnið í Washington, Þjóð- minjasafn Bandaríkjanna, kannar nú í samráði við Nor- ræna ráðið möguleika á vand- aðri farandsýningu um landa- fundi norrænna manna í Amer- íku sem áætlað er að opnuð verði þar vestra árið 2000. Áætlað er að sýningin verði í Náttúmfræðisafni Smithsoni- an Institute, í Menningarsögu- safni Kanada í Ottawa, í nátt- úrufræðisöfnum í Denver, Anchorage í Alaska og víðar. Sýningunni er ætlað að skýra líf norrænna manna á víkingaöld og skýra ástæður sem gátu legið til víkingaferða vestur um haf og austur um Eystasalt og síðan til fundar hinna áður ókunnu landa í vestri, Færeyja, íslands, Grænlands og loks meginlands Ameríku. Er þess vænst að á sýningunni verði kynntar nið- urstöður nýjustu rannsókna vísindamanna og fræðimanna um þessi efni og þá ekki síður það sem lengi hefur verið þekkt um ferðir og landafundi og hvem þátt einstakar þjóðir áttu þar. Væntir Smithsonian safnið þátttöku og liðveislu stofnana á Norðurlöndum og norrænna fræðimanna til að sýningin geti orðið sem vönd- uðust. Býðst hér einstætt tæki- færi til kynningar á siglinga- afrekum norrænna manna og þá ekki síst íslendinga sem varðveittu siðan heimildir í bókum um þessa atburði, segir í frétt. Boðað hefur verið til fundar fræðimanna og safnamanna frá Norðurlöndum, Grænlandi, Kanada og Bandaríkjunum, sem kannað hafa landnám nor- rænna manna vestanhafs. Þar munu lagðar fram hugmyndir og hvemig einstök lönd gætu tekið í sýningunni. Frá íslandi mun þjóðminjavörður sækja fundinn. Morgunblaðið/Ami Sæberg FORSETI Islands, Olafur Ragnar Grúnsson, gengur til kirkju á laugardag ásamt Tom Söderman sendiherra og eiginkonu hans, Kaiju Söderman. s „Ahersla lögð á aldagamla frelsisþrá“ FINNAR fögnuðu á þjóðhátíðar- degi sinum á laugardag 80 ára afmælisjálfstæðisyfírlýsingar- innar. í tilefni þess efndu Tom Söderman, sendiherra Finnlands á íslandi, og frú Kaija Söder- man, til hátíðarmóttöku í Nor- ræna húsinu. Fyrr um daginn var fínnsk-íslensk hátíðarguðs- þjónusta í Hallgrímskirkju og var forseti íslands, Ólafur Ragn- ar Grímsson, viðstaddur. Karlakórinn Fóstbræður flutti nokkur lög á hátíðarsamkom- unni sem fjöldi gesta sótti, þ. á m. fínnsk börn, búsett hér á landi. Sendiherrann ávarpaði gestina og sagði hann m.a. að sjálfstæðisdagurinn, 6. desem- ber, hefði brennt sig inn í vitund þjóðarinnar. „f sjálfstæðisyfirlýsingunni er áhersla lögð á aldagamla frelsis- þrá Finna,“ sagði Söderman. „Af því má vitaskuld draga þá álykt- un að ríkisstjórnin sem að henni stóð undir forsæti Per Evind Svinhufvuds, sem frægastur hef- ur orðið fyrir að láta aldrei haggast í baráttunni fyrir lögum og rétti í Iandinu, hafí rakið frelsisþrána til þess tíma, áranna 1809-09, þegar Finnland hafði verið skilið frá Svíþjóð og var orðið stórfurstadæmi með ákveðinn sjálfstjórnarrétt í tengslum við rússneska keisara- veldið." Séra Hannu Savinainen þjón- aði fyrir altari Hallgrímskirkju ásamt séra Sigurði Pálssyni. Finninn lagði út af orðum Páls í Postulasögunni, 17. kafla, þar sem segir að Guð hafí skapað heiminn og allt sem í honum er. Savinainen minntist erfíðra tíma í sögu Finna á öldinni, hvernig Kyösti Kallio forseti hefði meðan á Vetrarstríðinu stóð hvatt landa sína til að lesa Biblíuna, forsetinn sagðist sjálf- ur fínna fyrir handleiðslu Drott- ins og styrk hans. „Nú á dögum heyrast þessi orð æ sjaldnar af vörum þjóðaleiðtoganna þó svo að oft væri þörf fyrir uppörvun þeirra," sagði Savinainen. Allt samfélagið væri orðið veraldar- vætt, tekið væri eftir því að andagift kirknanna væri orðin af þessum heimi. Hann taldi ekki að trúin hefði minnkað en menn þekktu ekki eins og á fyrri tím- um Orð Guðs og kristilegt Iíf- erni. Hins vegar hefði fjölþjóða- væðing og velmegun með til- komu Evrópusambandsins fært Finnum, sem hefðu verið nokkuð afskekktir, ávexti sem þroskuðu þjóðina og færðu hana nær evr- ópskri hugsun og umburðar- lyndi. Andlát RAFN ALEXANDER PÉTURSSON RAFN Alexander Pét- ursson fyrrverandi framkvæmdastjóri er látinn 79 ára að aldri. Rafn fæddist í Bakka- koti, Lýtingsstaða- hreppi í Skagafirði 3. ágúst 1918, sonur Pét- urs Jónssonar verk- stjóra á Sauðárkróki og konu hans, Ólafíu Sigurðardóttur frá Dýraflrði. Rafn lærði skipa- smíði hjá Nóa Krist- jánssyni á Akureyri 1937-41. Hann stund- aði nám við Iðnskólann á Akureyri sömu ár og lauk sveinsprófi 1942. Hann lauk námi í fiskvinnslu hjá Fiskmati ríkisins 1949 og var Sfld- ar- og fiskmatsmaður frá 1950. Skipasmíði stundaði hann á Akur- eyri 1937-45 og var yfirsmiður við skipasmíðastöðina í Innri-Njarðvík 1945-54. Frystihússtjóri var hann 1950-54 á sama stað og síðar hjá Haraldi Böðvarssyni & Co. á Akra- nesi 1954-1960. Framkvæmda- stjóri og eigandi Fiskiðju Flateyrar hf. 1960-67. Verkstjóri hjá Foss- krafti við byggingu Búrfellsvirkj- unar 1968-69. Fulltrúi Lands- banka Islands við Utgerðarstöð Guðm. Jónssonar í Sandgerði 1969-70. Frá 1970 til 1988 stofnaði hann og rak frystihúsið R.A. Pétursson hf. í Ytri- Njarðvík. Hann var í prófnefnd skipasmiða á Suður- nesjum 1945-54. I stjóm Fél. ungra sjálf- stæðismanna á Suður- nesjum 1946. I hrepps- nefnd Njarðvíkur- hrepps fyrir Sjálfstæð- isflokkinn 1946-50 og aftur 1954. Hann sat í bæjarstjórn Akraness íyrir Sjálfstæðisflokk- inn og í útgerðarráði 1958-60. Rafn var formaður Sjálfstæðisfé; lags Önundarfjarðar 1961-67. í hreppsnefnd og oddviti Flateyrar- hrepps 1962-66. Hann var í stjórn Iðnaðarmannafélags Flateyrar. Stofnfélagi og í stjórn félags fisk; vinnslustöðva á Vestfjörðum. I stjórn Sölumiðstöðvar hraðfrysti- húsanna 1962-68. Rafn var varaþingmaður Sjálf- stæðisflokksins í Vestfjarðakjör- dæmi 1963-67 og sat á Alþingi vor- þingið 1965. Rafn kvæntist Karólínu Júlíus- dóttur 19. október 1946 en hún lést 6. desember 1994. Eftirlifandi börn Rafns og Karólínu eru sjö.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.