Morgunblaðið - 09.12.1997, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 09.12.1997, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1997 13 Morgunblaðið/Kristján Orð Guðs í dagsins önn ORÐ dagsins sem Jón Oddgeir Guðmundsson á Akureyri stendur að hefur gefið út daga- tal með yfirskriftinni „Orð Guðs í dagsins önn“. Dagatalinu er ætlað að standa t.d. á borði og í því er að finna ritningarorð úr Biblíunni fyrir hvern dag, alla daga ársins, auk útskýringa á þeim. Vikudagar eru ekki sér- staklega merktir þannig að hægt er að nota dagatalið ár eftir ár. Ljósmynd er í bak- grunni, ein fyrir hvern mánuð. Jón Oddgeir segir dagatalið að norskri fyrirmynd og því sé ætlað að vera eins konar hug- vekjubók í dagsins önn. Jón Oddgeir hefur einnig gef- ið út ritningarorð úr Biblíunni í litlum öskjum, Orð Guðs til þín úr Biblíunni, en askjan inni- heldur spjöld með um 200 vers- um. Jón Oddgeir er nú að gefa öskjuna út í fimmta sinn, en hún kom fyrst á markað árið 1984 og hefur á þeim tíma ver- ið gefin út í um 7.000 eintökum. „Eg veit að þetta hefur kom- ið mörgum til hjálpar á erfiðum stundum og verið til blessunar, fólk hefur fundið huggun og von í ritningarversunum og það hef- ur glatt mig mikið,“ segir Jón Oddgeir. Lands- byggð og lífsstíll VERSLUNRRÁÐ íslands gengst fyrir morgunverðarfundi á Hótel KEA á Akureyri á morgun, mið- vikudaginn 10. desember, og stend- ur hann frá kl. 8 til 9.30. Yfirskrift fundarins er „Lands- byggðin og lífsstíll“ og þar verður leitað svara við spurningunni hvort atvinnulíf á landsbyggðinni geti boðið fólki upp á samkeppnishæf lífsgæði. Framsögumenn verða Ein- ar K. Guðfinnsson, alþingismaður, Stefán Jón Hafstein, ritstjóri, og Bjarni Kristinsson, framkvæmda- stjóri Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar. Mikið hefur verið rætt um flutn- ing fólks af landsbyggðinni til suð- vesturhornsins að undanförnu, meira atvinnuöryggi og betri launa- kjör virðast ekki ráða úrslitum um búsetu heldur ásókn í einhver önnur lífsgæði og hefur því verið spáð að þessi þróun muni halda áfram. Um þessi mál verður fjallað á fundinum sem er öllum opinn en tilkynna þarf þátttöku til Verslunarráðsins. Morgunblaðið/Kristján SEX af þeim tólf listamönnum sem standa að rekstri Samlagsins í hátíðarskapi sl. laugardag. F.v. Guðrún Hadda Bjarnadóttir, Gígja Þórarinsdóttir, Jenný Valdimarsdóttir, Sveina Björk Jóhannesdótt- ir, Guðmundur Ármann og Ragnheiður Þórsdóttir. Ný listastofnun á Akureyri Onj Guðs {Önn Fjölbreytt sýning í Myndlistarskólanum SÝNING á verkum nemenda þriggja deilda Myndlistarskól- ans á Akureyri var sett upp í húsakynnum skólans um síðustu helgi. Sýningin var þriskipt, auk þess sem Stefán Örn Arnarson sellóleikari mætti á staðinn og lék fyrir listafólkið og gesti á laugardag. Alan James frá Englandi, einn þeirra nemenda sem ljúka munu námi í Fagurlistadeild næsta vor, sýndi útskriftarverk sín sem hann hefur verið að vinna undan- farnar vikur. Alan lýkur sínum námshluta nú um áramótin og með sýningu á verkum sínum vildi hann gefa bæjarbúum kost á að sjá hvað hann hefur verið að gera í skólanum, áður en hann yfirgefur Akureyri. Alan á myndir á jólakortum sem Þroskahjálp gefur út nú fyrir jólin en um er að ræða myndir af útsýni frá heimili hans við Norðurgötu á Akur- eyri. Nemendur á 1., 2. og 3. ári í listhönnunardeild, grafiskri hönnun, sýndu verk sem þeir hafa unnið að á námskeiði hjá Brynju Baldursdóttur, hönnuði og myndlistarmanni, i umbúða- hönnun. Þarna er á ferðinni ný kynslóð framúrskarandi hönnuða að mati Bryiyu, sem eiga eftir að taka þátt í að marka stefnu ís- lenskrar hönnunar í framtíð- inni. Nemendurnir fengu að velja úr þremur verkefnum og áttu að útfæra þau með lúxusút- gáfu í huga eða framleiðslu í takmörkuðu upplagi. Utkoman var mjög fjölbreytt og unnu nemendurnir í málm, við, stein, gler og tau. Markmið verkefnisins var að sameina fallegt handverk og hugmynd þar sem mörkin milli hluta og umbúða verða óljós. Að sögn Brynju komu nemend- urnir henni skemmtilega á óvart með hversu útsjónarsöm og skapandi þau voru án þess að miðla málum í faglega þættin- um. Þá var til sýnis í Myndlistar- skólanum stórt verk sem fimm nemendur á aldrinum 12-16 ára unnu í tengslum við ferð til Finnlands sl. haust og var fram- lag íslands á samnorrænni sýn- ingu nemenda myndlistarskóla á Norðurlöndum í listamiðstöð- inni í Voipaala. Myndin sem bæði er unnin á hefðbundinn hátt og i tölvu vakti mikla athygli á sýningunni i Finnlandi. Listamenn leggja inn í Samlagið SAMLAGIÐ, ný listastofnun, tók formlega til starfa i Gilinu á Akureyri sl. laugardag. Félag myndlista- og listiðnafólks stend- ur að rekstri Samlagsins en til- gangur félagsins er að koma á framfæri list félagsmanna með kynningu, útleigu og sýningar- haldi. Guðmundur Ármann Sigur- jónsson, einn þeirra sem standa að Samlaginu, segir að markað- urinn fyrir listaverk sé erfiður og að fjárfestingamynstur fólks hafi breyst. Hann segir að með tilkomu Samlagsins hafi skapast betra aðgengi að verkum lista- mannanna og nú sé hægt að borga fyrir málverk og aðra list með ymsum greiðsluskilmálum, m.a. raðgreiðslum. Listaverk til útleigu Samlagið er til húsa í gamla mjólkursamlaginu og með nafn- inu vilja aðstandendur stofnun- arinnar halda í heiðri sögunni í Gilinu. „Við erum lika að leggja okkar list inn í Samlagið." Guðmundur Ármann segir einnig stefnt að því að leigja verk félagsmanna út til fyrir- tækja og stofnana. Samlagið er opið alla daga frá kl. 14-18 en verkin eru einnig til sýnis á heimasíðu Samlagsins á Ver- aldarvefnum. Slóðin er; http//art.myndak.is/samlag/ cV* ( , /:« <s> i % A /l "ÁVH « 1 J ** Morgunblaðið/Kristján ALAN James nemandi í fagurlistadeild Myndlistarskólans á Akur- eyri við eitt verka sinna á sýningunni um síðustu helgi. Morgunblaðið/Kristján Nýtt Frissa fríska gosdrykkir SAFAGERÐ KEA hefur nýlega sett á markað tvo nýja alíslenska gosdiykki og koma þeir úr fjöl- skyldu Frissa fríska en samnefndur ávaxtasafi hefur verið á markaði un nokkurt skeið og líkar vel. Ann- ars vegar er um að ræða appelsínu- gosdrykki og hins vegar gosdrykk með eplabragði. Gosinu er pakkað hjá Víking hf. á Akureyri og er það selt í hálfs lítra áldósutn. STEFÁN Örn Arnarson skoðar verk á sýningunni í Myndlistar- skólanum undir handleiðslu Rannveigar Helgadóttur, sem var á meðal sýnenda. Listasafnið á Akureyri Sýning fram- lengd SÝNINGAR Jóns Laxdals Halldórssonar og Guðrúnar Pálínu Guðmundsdóttur í Listasafninu á Akureyri hafa verið framlengdar til sunnu- dagsins 14. desember næst- komandi. Aðsókn hefur verið af- bragðsgóð og því þykir for- svarsmönnum safnsins ástæða til að gefa enn fleirum kost á að sjá þessar athyglisverðu sýningar. Að þessum sýningum lokn- um tekur við vetrarlokun Listasafnsins á Akureyri og stendur fram í bytjun febrúar þegar nýtt sýningarár hefst með sýningu frá Listasafni íslands. Listasafnið er opið alla daga nema mánudag frá kl. 14 til 18.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.