Morgunblaðið - 09.12.1997, Side 16

Morgunblaðið - 09.12.1997, Side 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1997 AKUREYRI MORGUNBLABIÐ AKUREYRARBÆR Sigurhæðir - Hús skáldsins Eyrarlandsvegi 3, 600 Akureyri býður rithöfundum og/eða fræðimönnum á sviði hvers kyns orðlistar fullkomna skrifstofuaðstöðu til leigu á árinu 1998. Um er að ærða tvö herbergi með öllum nauðsynlegum búnði — tölvu, prentara, síma, faxi, internettengingu, skanna, Ijósritun, pappír o.s.frv. — og hefur afnotagjald verið ákveðið 6.000 krónur á mánuði fyrir hvort. Þau leigjast til 1—3ja mánaða í senn og gefst að öðru jöfnu möguleiki á framlengingu, sé hennar óskað í tíma. Athygli er vakin á því að hér er ekki um afnot að íbúð að ræða, heldur vinnuaðstöðu í umhverfi sem ætti að geta orðið til andlegrar hvatningar þeim sem hafa hug á að fást við skriftir, en hefur til þessa e.t.v. vantað aðstöðu eða lítið næði gefist. Er því sérstaklega beint til heimamanna að hagnýta sér á þennan hátt hina nýju bókmenntamiðstöð sem reist er á gömlum grunni. Umsóknir, ásamt greinargerð um verkefnið og á hvaða tíma sá/sú kýs að njóta aðstöðunnar, sendist undirrituðum forstöðumanni fyrir 20. desember. Hann gefur jafnframt allar upplýsingar í síma milli kl. 14 og 16 virka daga aðra en mánudaga. Ljóðakvöld eru á Sigurhæðum alla miðvikudaga kl. 20.40—21.30. Þar flytur Erlingur Sigurðarson „íslands þúsund ljóð“ eftir valinkunn skáld frá ýmsum tímum. Aðgangur er öllum heimill og húsið opið frá kl. 20—22. Matthíasarstofa og neðri hæð hússins er einstaklingum og hópum opin til heimsókna á opnunartíma kl. 14—16 eða eftir því sem um semst. Eru fulltrúar hópa og þeir sem óska sérstakrar móttöku beðnir um að hafa jafnan samband við forstöðumann áður. Njálunámskeið hefst 12. janúar og verður vikulega til vors á mánudögum kl. 17.10 —18.30 eða á öðrum tímum ef um semst og betur þykir henta. Þátttökugjald ákvarðast að nokkru af fjölda þátttakenda en verður á bilinu 6.000— 10.000 krónur. Væntanlegir þátttakendur skrái sig hjá forstöðumanni virka daga aðra en mánudaga frá kl. 14— 16 fyrir 20. desember. Sigurhæðir - HÚS skáldsins - Evrarlandsvegi 3. 600 Akmevri. Erlingur Sipurðarson. forstöðumaður - viðtalslími þriðiud,- föstud. kl. 14-16. Sími: 462 6648 - fax 462 6649 - Netfane: skald@nett.is Svanhildur Sumarrós Leósdóttir, tæplega sextug húsmóðir á Akureyri Gefur út hljómdisk með dans- og dægurlögum SVANHILDUR Sumarrós Leós- dóttir, 57 ára húsmóðir og 5 barna móðir á Akureyri, hefur sent frá hljómdisk með 17 dans- og dægur- lögum. Svanhildur syngur öll lögin á diskinum og samdi auk þess þrjú laganna og tólf texta. Hljómdisk- urinn heitir Perlur minninganna og gefur Svanhildur hann út í eig- in nafni og sér auk þess sjálf um dreifingu. „Með útgáfu á þessum diski er ég að láta draum rætast. Það hafa margir spurt mig að því í gegnum tíðina af hverju ég gefi ekki lögin mín út og nú hef ég loks látið verða af því,“ sagði Svanhildur í samtali við Morgunblaðið. Eiginmaður og sonur taka þátt Hljóðritun fór fram í Studio Iiljóðlist á Akureyri, undir stjórn Kristjáns Edelstein. Hann útsetti einnig öll lögin og lék undir á gft- ar og hljómborð. Auk þess koma Kristján H. Þórðarson, eiginmaður Svanhildar, og Brynjar, yngsti sonur þeirra, að undirleiknum. Kristján leikur á harmoniku og Brynjar á trommur. „Þá fékk ég til liðs við mig þrjá úrvalsmenn til viðbótar, tvo úr Þingeyjarsýslu og einn úr Dala- sýslu. Karl Ingólfsson og Grímur Valdimarsson leika á bassa og Rík- arður Jóhannsson á saxófón." Svanhildur sagði það vissulega kostnaðarsamt að ráðast í útgáfu á svona hljómdiski en hún vonast til að hann borgi sig sjálfur. Hljóm- diskurinn Perlur minninganna er fáanlegur í versluninni Radíónaust á Akureyri og hjá Japis í Reykja- vík. Svanhildur hefur verið mikið í tónlist frá unga aldri og er elsti textinn hennar á hljómdiskinum frá því hún var 15 ára en sá nýjasti frá síðasta ári. Þau hjón, Svanhild- ur og Kristján, hafa spilað mikið á böllum í gegnum tiðina og hefur Brynjar, sonur þeirra, verið með og séð um tronunuleikinn. Brynjar er aðeins 22 ára en hefur spilað á trommur í ein 10 ár. „Bóndinn hef- ur verið á harmoníkunni í hljóm- sveitinni en ég hef spilað á rafgít- ar og sungið," sagði Svanhildur. Morgunblaðið/Hei*mína Gunnþórsdóttir Tónleikar til heiðurs Jóhanni Daníelssyni Dalvík. Morgunblaðið. AFMÆLISTÓNLEIKAR til heið- urs Jóhanni Daníelssyni frá Syðra Garðshorni, en hann varð sjötugur nýlega, voru haldnir að Rimum í Svarfaðardal. Það voru vinir og samferðamenn sem efndu til tón- leikanna en Jóhann er vel þekktur í sinni heimabyggð og víðar fyrir söng og hljóðfæraleik. A tónleikunum mátti heyra þver- skurð þeirrar tónlistar sem iðkuð er í Svarfaðardal og Dalvík, kórsöngur kvenna og karla, kvartett, einsöng- ur, harmonikkuleikur og fleira auk kveðskapar úr fórum „Hins svarf- dælska söltunarfélags" sem Jóhann er meðlimur í. Að auki var gestum boðið upp á veitingar. Morgunverðarfundur Miðvikudaginn 10. desember 1997, kl. 8:00 - 9:30 á Hótel KEA, Akureyri LANDSBYGGÐIN OG LIFSSTILL Getur atvinnulíf á landsbyggöinni boöiö samkeppnishæf lífsgæöi? • Skipta tekjumöguleikar og atvinnuöryggi minna máli en áður? • Hvernig geta fyrirtæki á landsbyggðinni keppt um sérhæft starfsfólk? • Hefur landsbyggðarfólk raunhæfa möguleika á að mennta börnin sín? • Er ekki lengur skemmtilegt að búa úti á landi? RÆÐUMENN:. Einar K. Guðfinnsson, alþingismaður Stefán Jón Hafstein, ritstjóri Bjarni Kristinsson, framkvæmdastjóri Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar Fundargjald (morgunverður innifalinn) kr. 1.500,- Fundurinn er opinn en æskilegt er að tilkynna þátttöku fyrirfram í síma 588 6666 VERSLUNARRÁÐ ÍSLANDS \í Tónlistarskóli Eyjafjarðar Fernir jólatónleikar HALDNIR verða jólatónleikar á starfssvæði Tónlistarskóla Eyja- fjarðar og verða þeir fyrstu á morgun, miðvikudaginn 10. desem- ber kl. 20.30 í Freyvangi en þar koma fram söngnemendur. Næstu tónleikar verða í Gamla skólahús- inu á Grenivík föstudaginn 12. des- ember kl. 20.30 og þriðju tónleik- arnir verða í Freyvangi á laugar- dag, 13. desember kl. 14. Síðustu tónleikamir í röðinni verða í Þela- merkurskóla kl. 16 á sunnudag, 14. desember. A tónleikunum koma fram nem- endur og kennarar skólans og flytja fjölbreytta tónlist sem á flestan hátt tengist jólunum. ------------- Jólatónleikar JÓLATÓNLEIKAR eldri nemenda Tónlistarskólans á Akureyri verða haldnir á morgun, miðvikudaginn 10. desember, í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju kl. 20.30. Tónleik- ar yngri nemenda verða í sal Tón- listarskólans á Akureyri kl. 18 á fimmtudag, 11. desember. .i 1

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.