Morgunblaðið - 09.12.1997, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.12.1997, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1997 VIÐSKIPTI MORGUNBLADIÐ Nýr fram- kvæmda- stjóri Hótels Sögu HRÖNN Greipsdóttir hefur verið ráðin nýr framkvæmda- stjóri Hótels Sögu í stað Kon- ráðs Guðmundssonar, sem gegnt hefur starfí hótelstjóra og síðar framkvæmdastjóra Hótels Sögu allt frá 1963. Konráð mun stýra viðhalds- og endurnýjunarmálum Hótels Sögu. Hrönn starfaði áður um árabil hjá Urvali-Utsýn, síð- ast sem yfírmaður innan- landsdeildar þar til hún flutt- ist til London árið 1994 þar sem hún stundaði framhalds- nám í viðskiptaft-æðum. Alls sóttu 36 aðilar um starfíð, þeirra á meðal Jónas Hvannberg, núverandi hótel- stjóri Sögu, og Bjarki Júlíus- son, fjármálastjóri Hótels Sögu. Þeir hafa nú báðir sagt stöðum sínum lausum. Bjarki hefur verið ráðinn fjárrnála- stjóri hjá Kaupfélagi Arnes- inga en í samtali við Morgun- blaðið sagðist Jónas ekki geta greint frá því að svo stöddu hvað hann myndi taka sér fyr- ir hendur. Hann sagði upp- sögn sína þó ekki tengjast ráðningu Hrannar. Þróun orku- markaða ÍSLENSK-sænska verslun- arráðið efnir til hádegisverð- arfundar nk. fímmtudag, kl. 12 í Ársal Hótels Sögu, um þróunina á orkumörkuðum og þá sér í lagi einkavæðingu orkufyrirtækja og samteng- ingu orkudreifingar á milli landa. Ræðumaður verður Guðni Dagbjartsson, aðstoðarfor- stjóri viðskiptaþróunar á sviði raforkuflutnings og - dreifingar hjá alþjóðafyrir- tækinu ABB. Hann hefur starfað hjá ABB um árabil og gegnt þar ýmsum störfum. Þátttaka tilkynnist Sænska sendiráðinu. Visa ísland svarar sérkorti Stöðvar 2 og Kreditkorta Fríðindakort með rafrænum afslætti VISA-Island kynnti í gær svar fyrirtækis- ins við nýju sérkorti Stöðvar 2j samstarfs- verkefni Islenska út- varpsfélagsins og Kreditkorta hf. Mun Visa bjóða öllum handhöfum Visa kreditkorta aðgang að svonefndu Fríð- indakorti, sem Fríð- indaklúbburinn hef- ur gefið út undanfar- in 5 ár. Til þessa hef- ur það fylgt Gull- og Farkortum frá Visa. Afsláttur sa sem korthafar munu fá með Fríðindakortinu verður færður raf- rænt á kortareikning viðkomandi og dreg- inn frá heildarupp- hæð kortareiknings um hver mánaðamót. Þá verður hver færsla, þar sem af- sláttur er veittur, merkt sérstaklega. Þeir Einar S. Einarsson, stjóri Visa land, og Kjart- an Öm Ólafs- son, fram- kvæmda- stjóri Fríð- ‘ indaklúbbsins, sögðu að hér væri ekki um svokallað tryggðarkort að ræða heldur hefðbundið afsláttarkort þar sem bryddað væri upp á þeirri nýjung að veita afsláttinn rafrænt. Þeir sögðu að við undirbúning þessa korts hefði m.a. verið tekið tillit til þeirra atriða sem sett hefði verið út á í öðrum slíkum fríðinda- kortum. Með þessu fyrirkomulagi væri afsláttur sýnilegri en ella auk þess sem korthafi þyrfti ekki að bera sig eftir honum, hann færðist sjálfkrafa ef greitt væri með kreditkorti frá Visa. Þá benti Einar EINAR S. Einarsson, forstjóri Visa ísland (t.h.), og Kjart- an Örn Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Fríðinda- klúbbsins, kynntu sam- starf fyrirtækjanna í gær. tæki um aðild að Fríðindakortinu en að sögn- Kjartans er stefnt að því að semja við um 3-400 fyrirtæki um afslátt. Hann sagði afsláttinn í flestum tilfellum vera á bihnu 5- 15% og mikil áhersla væri lögð á að fyrirtæki sem tækju þátt í kortinu veittu verulegan afslátt. Þá hefur jafnframt verið gengið frá samningum við Búnaðarbanka Islands um að bankinn veiti skilvís- um korthöfum sem skuldfæra Visa-reikning sinn beint á banka- reikning í bankanum sérstakan veltutengdann afslátt til lækkunar á öllum mánaðarlegum viðskiptum innanlands. Verður afslátturinn á biUnu 0,1-0,25%. á að afslátturinn rynni beint til korthafa en ekki til nota hjá einhverju tilteknu fyrirtæki. Búnaðarbankinn veitir skilvís- um korthöfum afslátt Þegar hefur verið gengið frá samningum við tæplega 100 fyrir- Skinnaiðnaður hf, 45 millj- óna króna hagnaður áætlaður GERT er ráð fyrir því að hagnaður af rekstri Skinna- iðnaðar eftir skatta muni nema um 45 milljónum króna á yfirstandandi rekstrarári félagsins sem lýkur 31. ágúst á næsta ári. Gert er ráð fyrir því að velta ársins muni verða rúmar 1.100 milljónir króna og veltufé frá rekstri verði um 75 milljónir. Þetta kom fram í máli Bjarna Jónassonar, fram- kvæmdastjóra Skinnaiðnað- ar, á aðalfundi félagsins fyrir helgi. Hagnaður nýliðins reikningsárs nam tæpum 40 milljónum króna en rétt er að geta þess að reikningsárið var aðeins 8 mánuðir að þessu sinni vegna breytinga á því. Á aðalfundi félagsins var samþykkt að greiða hluthöf- um 7% arð af hlutafé vegna ársins 1997. Þá var fráfarandi stjórn þess endurkjörin sam- hljóða. Hana skipa Gunnar Birgisson, sem jafnframt er formaður stjórnar, Þórarinn E. Sveinsson, Ásgeir Magn- ússon, Aðalsteinn Helgason og Ingi Bjömsson. Tæplega 3 milljóna virðis- auki á starfsmann í máli Gunnars Birgisson- ar, stjómarformanns, á aðal- fundinum kom fram að virðis- auki á hvem starfsmann hefði numið 2,85 milljónum króna á nýafstöðnu rekstrarári. Með- alfjöldi starfsmanna á árinu var 147 og því nam virðisauk- inn í rekstri fyrirtækisins um 400 milljónum króna. Þá styrktist eiginfjárstaða félagsins nokkuð á árinu, var 36% í byrjun árs en í lok rekstrarárs var eiginfjárhlut- fall þess rúm 49% og eigið fé fyrirtækisins nam alls 350 milljónum króna. HÁJDEGISVERÐAR FUNDUR Fimmtudaginn 11. desember 1997, kl. 12:00 í Ársölum, Hótel Sögu Alþjóðafyrirtækið ABB og þróun á orkumörkuðum -einkavæðing og samtenging á milli landa Ræðumaður: Guðni Dagbjartsson, aðstoðarforstjóri hjá ABB í Ziirich Guðni mun m.a.segja frá hvemig svo stóru fyrirtæki er stjórnað en starfsmenn fyrirtækisins eru um 215 þús. Hann mun einnig ræða þá þróun sem er á raforkumörkuðum víða um heim t.d. einkavæðingu og samtengingar milli landa. Fyrirlesturinn fer fram á íslensku. Fundargjald kr. 2000.- (hádegisverður innifalinn). Fundurinn er öllum opinn en vinsamlegast tilkynnið þáttöku fyrirfram í síma 520 1230. ilr ÍSLENSK/SÆNSKA VERSLUNARRÁÐIÐ Lakari afkoma hjá Gúmmívinnslunni fyrstu átta mánuðina Hagnaður nam 2,9 millj- ónum króna REKSTUR Gúrnmívinnslunnar hf. skilaði 2,9 milljóna króna hagnaði fyrstu átta mánuði ársins. Ekki liggur fyrir uppgjör fyrir sama tímabil á síðasta ári en fyrstu sjö mánuði sl. árs varð 4,3 milljóna króna hagnaður af rekstri félagsins og því ljóst að afkoman nú er nokkru lakari. Samdráttur í stálsmfði og endurvinnslu Að sögn Þórarins Kristjánsson- ar, framkvæmdastjóra Gúmmí- vinnslunnar, stafar lakari afkoma fyrirtækisins nú fyrst og fremst af nokkrum samdrætti í veltu stál- smíðadeildar og endurvinnsludeild- ar félagsins. Hins vegar hafi orðið góð aukning í innflutningi, í sóln- ingu og á verkstæði, en Gúmmí- vinnslan flytur inn hjólbarða frá Bridgestone/Firestone samsteyp- unni. Aukin samkeppni í vörusölu og þjónustu „Ég vænti þess að við munum ná því að auka veltu félagsins í heild um 10% á milli ára. Hins vegar varð þessi samdráttur í stálsmíða- og endurvinnsludeild til þess að hagnaður félagsins varð minni en við áttum von á. Þá er samkeppnin alltaf að aukast í sambandi við alla vöru og þjónustu," segir Þórarinn. Hann segist ekki vilja gefa upp neinar áætlanir um afkomuna á ár- inu í heild en segist þó reikna með þokkalegri afkomu á síðustu fjór- um mánuðum ársins. Eigið fé Gúmmívinnslunnar var í ágústlok 89 milljónir króna og eig- infjárhlutfall félagsins nam 57,8%. Gúmmívinnslan hf. Milliuppgjör janúar-ágúst 1997 Rekstrarreikningur 1997 Rekstrartekjur Millj. króna 77,7 Rekstrargjöld 69,4 Hagnaður fyrir atskritlir Afskriítir 8,3 3,7 Fjármagnsgjöld 1,3 Hagn. af reglul. starfsemi 6,0 Skattar (3,1) Hagnaður ársins 2,9 Efnahagsreikningur 31/81997 Eiortir: \ Millj. króna 92,0 62,1 Veltufjármunir Fastafjármunir Eignir samtals 154,1 Skulclir oa eigið fÉ:\ 38,1 Skammtímaskuldir Langtímaskuldir 27,0 Eigið fé 89,0 Skuldir og eiglð fé samtals 154,1 Veltufé frá rekstri á sama tímabili nam 7,3 milljónum króna og veltu- fjárhlutfallið var 2,28. Hjá Gúmmívinnslunni starfa nú 15 manns og félagið hefur auð- kenni fyrir hlutabréf sín á Opna til- boðsmarkaðnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.