Morgunblaðið - 09.12.1997, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 09.12.1997, Qupperneq 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Talið að 62 hafí farist er rússnesk flutningaþota hrapaði á fjölbýlishils í Irkutsk STÉLHLUTI Antonov-124 heillegur á slysstað, en að öðru leyti brann stærstur hiuti ílugvélarinnar. Reuters BJÖRGUNARSVEITAMENN í Irkutsk rannsökuðu í gær rústir Qölbýlishússins sem þotan rakst á. Öllu flugi An-124 véla hersins aflýst Irkutsk í Rússlandi. Reuters. BJÖRGUNARSVEITIR í Irkutsk í Síberíu kváðust í gær hafa gefið upp alla von um að finna fleiri á lífi í flaki Antonov-124 herflutningaflug- vélar sem hrapaði á fjölbýlishús skömmu eftir flugtak á laugardag. A fréttamannafundi í gær sagði neyðarráðstafanaráðherra Rúss- lands að 41 lík og hlutar úr 16 líkum hafi fundist. Ráðherrann, Sergei Shoigu, tjáði fréttamönnum á slysstað að búast mætti við að tala látinna færi í 62. Ekki var í gær ljóst hver orsök slyssins var. Flugvélin var í flugtaki er hún hrapaði og kom upp eldur í nokkrum byggingum er vélin brot- lenti. 106 manns bjuggu í húsinu sem hún rakst á. Embættismenn í Irkutsk segja að manntjón hefði án efa orðið mun meira ef ekki hefði viljað svo til að skrúfað var fyrir gas í borginni skömmu áður en slysið varð. Interfax fréttastofan greindi frá því að áhöfn vélarinnar hefði til- kynnt um að tveir hreyfla hennar hefðu misst afl skömmu áður en hún hrapaði. NTV sjónvarpsstöðin sagði frá því að ekki hefði verið gengið sem skyldi frá farmi vélarinnar, tveimur orrustuþotum. Flugvélin var ellefu ára gömul og er þetta í fimmta sinn síðan 1992 sem Antonov-124 ferst. í fyrra fór- ust fjórir er An-124 hrapaði nærri Tórínó á Ítalíu. Þetta eru einhverjar stærstu flugvélar sem til eru, hátt í 70 metra langar og vænghafið rúm- lega 73 metrar, knúnar áfram af 4 þotuhreyflum og hámarksburðar- | geta er 120 tonn. Auk þess eru sæti fyrir 88 farþega. An-124 er lítið eitt stærri en Lockheed C-5 Galaxy I flutningavélar bandaríska hersins. Fulltrúar rússneska varnarmála- ráðuneytisins sögðu á sunnudag að öllu flugi An-124 flugvéla hersins hefði verið aflýst uns komist hefði verið til botns í því hvað olli slysinu í Irkutsk. Saksóknari hersins rann- sakar málið einnig. Viktor Tsjemómýrdin, forsætisráðherra, } skoðaði aðstæður á slysstað á sunnudag. Hann er formaður nefndar sem stofnuð var til þess að I rannsaka slysið. Bertine RH HýrMéflane ........... Innborgun .. Meöalgreiðsla 36 greiöslur OPIÐ UM HELGINA laugardag frá kl. 10-16. B&L, Suðurlandsbraut U & Ármúla 13. Slmi: 575 1200, Söludeild: 575 1220, Fax: 568 3818, EmaH: bi@bUs, Internet: www.bl.fs Fyrsta greiðstan 1. april! Fáðu nýjan bíl í Jólaboði B&L - fyrsta greiðslan ekki fyrr en í aprílí Þú kemur með gamla bílinn þinn í Jótaboð B&L og ferð heim á betri bíl. Þú getur valið milli allra þeirra bíla sem B&L hefur umboð fyrir og þú þarft ekki að borga fýrstu afborgunina fýrr en fýrsta april á næsta ári þegar jólaéhyggjurnar eru langt að baki - og það án hækkunar á fyrstu greiðslu. Er ekki ástæðulaust að biða ef þú getur verið á nýjum og hlýjum bil um jólin? Antonov-124 erein stærsta flugvél sem til er, um 70 m að lengt og vænghafið ríflega 73 metrar Vélin fórst skömmu eftir flugtak niður iíbúðahverfi ......... ........ Alyarleg flugslys í Rússlandi og öðrum fyrr- verandi Sovétlýðveldum á undanförnum árum 1994 •3. janúar: Rússnesk Tupolev-154 fórst í Síberíu. 124 létust. • 23. mars: Airbus-310 í eigu Aeroflot hrapaði nærri Novokuznetsk og fórsust 70 manns. • 26. september: Rússnesk Yak-40 fórst nærri Vanavara í Síberíu og 26 sem um borð vom fórust allir. •29. október: 21 fórst er Antonov-12 flutn- ingavél hrapaði nærri Ust-llimsk f Síberíu. 1995 • 8. apríl: lljúsfn-76 hrapaði rétt fyrir I endingu í Petropavlovsk-Kamtsjatskíj og 14 fórust. • 16. júní: Að minnsta kosti 12 fórust er Antonov-2 fórst í illviðri á leið frá Poliníj Osipenko. • 7. desember: Tupolev-154 með 97 manns innanborðs hvarf á leið til borgarinnar Khabarovsk. 1996 • 29. ágúst: Tupolev-154 á leið til Svalbarða rakst á fjall og allir sem um borð voru, 143, fórust. • 14. nóvember: 13 manns fórust er gömul tvíþekja af gerðinni Antonov-2 hrapaði í Komi i Norður-Rússlandi. • 28. nóvember: lljúsín-76 flutningaflugvél hrapaði í Síberíu og 23 fórust. • 17. desember: Antonov-12 í eigu rússneska hersins hrapaði í norðvesturhluta Rússlands og fórust 17 manns. 1997 • 18. mars: 50 manns, farþegar og áhöfn, fórust er afturhluti Antonov-24 brotnaði af á J) flugi á leið til Tyrklands. Verkfalli Israela lokið Jerúsalem. Reuters. ALLSHERJARVERKFALLI, sem hafði lamað atvinnulíf í ísrael í fimm daga og kostað þjóðarbúið allt að 35 milljónum bandaríkjadala (andvirði 2,5 milljarða króna), lauk á sunnu- dag með sigri verkalýðshreyfingar- innar. Verkalýðshreyfingin náði fram flestum baráttumálum sínum, þar á meðal því að gengið yrði til samn- inga um launahækkanir. Þá sam- þykkti ríkisstjómin að falla frá áætl- unum um skattlagningu endur- menntunarsjóða. Samningaviðræð- um um breytingar á fyrirkomulagi eftirlaunagreiðslna var hins vegar frestað en tregða stjórnarinnar til að standa við eftirlaunasamninga sem gerðir voru í tíð síðustu ríkisstjórn- ar, hefur vakið mikla reiði meðal launþega. Verkalýðsleiðtogar sögðu helsta ávinning verkfallsins vera þann að fengist hefði viðurkenning á rétti launþega til þátttöku í ákvörð- unum varðandi fjárlög og þjónustu ríkisins. Benjamin Netanyahu for- sætisráðherra fagnaði samkomulag- inu og sagðist vonast til þess að það yrði ekki til þess að landið yrði fyrir óþarfa kostnaði. } > I > [ )
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.