Morgunblaðið - 09.12.1997, Page 65

Morgunblaðið - 09.12.1997, Page 65
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1997 65 FRÉTTIR Úthlutun Gídeonfélagsins á Nýja testamentinu í eigu allflestra Islendinga 10-55 ára Hollvinasamtök Háskóia íslands Vilja tryggja vísinda legt og fjárhagslegt sjálfstæði HÍ Umferðarfræðsla SVR og lögreglunnar Börn sýna myndir á Hlemmi SVR og lögreglan í Reykjavík hafa um árabil boðið einum árgangi grunnskólanema ásamt kennara á Kirkjusand til umferðarfræðslu. Umferðarfræðslan er fyrir öll 8 ára börn (3. bekkur) í Reykjavík, á Seltjarnarnesi, í Mosfellsbæ og á Kjalarnesi. Að þessu sinni tóku 77 bekkir þátt og var fjöldi nemenda 1.535 og komu með þeim 93 kenn- arar eða leiðbeinendur. í tengslum við fræðsluna var lagt fyrir bekkina verkefni sem þeim var ætlað að vinna í skólanum að heim- sókn lokinni. Mikil þátttaka var í þessu verkefni og er greinilegt að mikil vinna er bakvið sumar lausn- ir. Mörg verk á sýningunni sýna á jákvæðan og skemmtilegan hátt hvað má betur fara í umferðinni og vekur sköpunargleði og sköpun- armáttur barnanna vissulega eftir- tekt. Sýnttiljóla Vegna þessa hefur verið sett upp sýning á verkum barnanna á skipti- stöð SVR á Hlemmtorgi og mun hún standa fram að jólum. Allir eru boðnir velkomnir til að sjá þessa sýningu. Hlemmtorg er ein af stærstu skiptistöðvum SVR. Áætlað er að daglega fari þar um 8-9.000 manns. Húsnæðið er bjart og hrein- legt og er öryggisgæsla þar ströng, segir í fréttatilkynningu. í HAUST heimsóttu liðsmenn Gídeonfélagsins tæplega 200 skóla á landinu eða nemendur 5. bekkjar. Að venju var börn- unum afhent eintak af Nýja testamentinu og Davíðssálm- um. 46. árgangur Islendinga ætti nú að hafa fengið Nýja testamentið að gjöf frá Gíde- onfélaginu eða flestir lands- menn 10-55 ára. Myndirnar voru teknar í heimsókn Gídeonfélagsins í Laugarnesskóla í haust en Laugarnesskólinn var einmitt fyrsti skólinn sem Gídeonfélag- ar heimsóttu til að gefa börnum Nýja testamentið árið 1954. Á myndinni eru Gídeonfélagarnir dr. Jón Tómas Guðmundsson kjarnorkuverkfræðingur og Friðrik Vigfússon, fyrrv. for- sljóri Kirkjugarða Reykjavík- ur, sem var einn af stofnfélög- um Gídeonfélagsins á íslandi árið 1945. Með þeim á myndinni er Jón Freyr Þórarinsson, skólasljóri Laugarnesskóla. Þess má geta að Jón Freyr var einnig skólastjóri Laugarnes- skóla þegar þeir Jón Tómas og Sigurbjörn Þorkelsson, fram- kvæmdastjóri Gídeonfélagsins, voru nemendur í skólanum. AÐALFUNDUR Hollvinasamtaka Háskóla íslands var haldinn 27. nóvember sl. og var vel sóttur, sam- kvæmt því sem segir í fréttatilkynn- ingu. Gagnlegar umræður urðu um næstu verkefni samtakanna, þ.e. hvar þau ættu að bera niður til þess að styrkja Háskólann sem mest og best. Kjörtímabil stjórnar Hollvina- samtakanna er tvö ár þannig að stjórnin er áfram skipuð þeim Ragnhildi Hjaltadóttur, sem er for- maður, Sigmundi Guðbjarnasyni, Önnu Ólafsdóttur Björnsson og Steingrími Hermannssyni. Stúdent- ar hafa hins vegar kjörið nýjan full- trúa i stað Péturs Þ. Óskarssonar en það er Kjartan Örn Ólafsson. Formaður Stúdentaráðs og há- skólarektor hafa auk þess starfað náið með stjórninni. INGI Bæringsson ráðgjafi heldur fyrirl_estur_ á vegum Forvarnadeild- ar SÁÁ í Ármúla 18 í kvöld, þriðju- dagskvöid. Margir foreldrar eru óöruggir um hvað gera skal þegar grunur vakn- ar um að unglingurinn á heimilinu sé farinn að drekka áfengi eða það- Hollvinafélögin eru orðin 10 tals- ins og stofnun nokkurra er í deigl- unni. Hollvinafélag læknadeildar sér um fyrirlestraröð í vetur og nefnist hún Undur líkamans - furð- ur fræðanna. Fleiri slíkar raðir eru á döfínni auk annarra þátta til fróð- leiks og skemmtunar. Skrifstofa Hollvinasamtaka Háskóla íslands er í Stúdentaheimilinu við Hring- braut. Framkvæmdastjóri samtak- anna er Sigríður Stefánsdóttir. Á aðalfundinum var samþykkt eftirfarandi ályktun: „Aðalfundur Hollvinasamtaka Háskóla íslands haldinn í Skólabæ fimmtudaginn 27. nóvember 1997 skorar á stjóm- völd, atvinnulíf og þegna landsins að taka höndum saman um að tryggja vísindalegt og fjárhagslegt sjálfstæði æðstu menntastofnunar þjóðarinnar." an af verra. Á að henda honum út? Hvert á að leita? Hvað getum við gert þegar ráð sérfræðinganna stangast á? Er það sök einhvers þegar barn byrjar að drekka og lendir í ógöngum? Leitast verður við að svara þessum spumingum á fundinum, segir í fréttatilkynningu. Viðbrögð við áfengis- neyslu unglinga Fyrirlestur um þróun mannsins ÚLFUR Árnason prófessor við há- skólann í Lundi, Svíþjóð, heldur gestafyrirlestur miðvikudaginn 10. desember á vegum Líffræði- stofnunar HÍ, sem nefnist „Þróun apa og manns í ljósi sameindalíf- fræðinnar". „Sameindalíffræðin hefur leitt til gjörbyltingar á sviði þróunarfræð- innar, m.a. vegna þess að sameinda- líffræðin gerir það mögulegt að meta skyldleikamun á tölfræðilegan hátt. Skyldleikamuninn er síðan unnt að nota til að tímasetja þróun- arfræðilega aðgreiningu. Fyrir 30 árum ollu Sarich og Wilson gjörbylt- ingu í túlkuninni á þróun mannapa og manns. I grein sinni, sem birtist í Science, héldu höfundarnir því fram að aðgreining mannsins frá öpum hefði átt sér stað fyrir 5 millj- ónum ára,“ segir m.a. í fréttatil- kynningu. Jafnframt segir: „í fyrirlestrinum mun Úlfur gera grein fyrir nýjum aðferðum við tímasetningu í þróun- arsögu spendýra. Fyrirlesturinn verður ekki tæknilegs eðlis og rök- semdafærslan krefst ekki sam- eindalíffræðilegrar kunnáttu.“ Erindið verður haldið í húsakynn- um Líffræðistofnunar, Grensásvegi 12, í stofu G-6 klukkan 12.20. Öll- um er heimill aðgangur. Fræðslufundur um geðheilsuvanda barna og unglinga I TILEFNI af Alþjóðlegum geðheil- brigðisdegi þann 10. október sl. sem helgaður var málefnum barna með geðheilsuvanda var ákveðið af starfsfólki Barna- og unglingageð- deildar Landspítalans að bjóða upp á fræðslu til almennings tíunda hvers mánaðar í tíu skipti. Fræðslukvöldin bera yfirskrift- ina: Hegðun, tilfinning og þroski - Hefur þú áhyggjur af barninu þínu? Efni þeirra hefur verið skipt í þemu, þannig fjalla fyrstu kvöldin um geðheilsu barna, næst verður tekin fyrir geðheilsa ungbarna og að lok- um verður fjallað um geðheilsu unglinga. Næstu fræðslukvöld verða mið- vikudagskvöldið 10. desember kl. 20 á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans, Dalbraut 12 (ekið inn frá Leirulæk). Efni kvöldsins verður Tilfinn- ingatruflanir barna sem Ólafur Ó. Guðmundsson, yfirlæknir, Guðrún Th. Sigurðardóttir, sálfræðingur og Rósa Steinsdóttir, listmeðferðar- fræðingur sjá um. Spurningar frá þeim sem sækja fræðsluna verða vel þegnar. Aðgangur að fræðslukvöldunum er ókeypis. Boðið verður upp á kaffiveitingar. Dagbók lögreglunnar Helgina 5. til 8. desember MIKIÐ annríki var hjá lögreglunni um helgina og ölvun mikil. Alls voru 393 mál færð til bókunar. Aðfaranótt laugardags voru fanga- geymslur lögreglunnar yfirfullar og mikið annríki við móttöku öl- vaðra borgara sem iögreglan varð að hafa afskipti af. Voru vel á fimmta tug borgara handteknir vegna ölvunar. Umferðarmálefni Lögreglan hefur síðustu viku lagt ríka áherslu á að fræða borg- ara um alvöru þess að aka bifreið undir áhrifum áfengis. Það virðist hafa borið nokkurn árangur því „aðeins“ sex ökumenn voru stöðv- aðir um helgina grunaðir um slíkt brot. Um helgina voru 42 umferð- aróhöpp tilkynnt lögreglu. Umferð- arslys varð við Kringluna um miðj- an dag á föstudag er tveir bílar rákust saman. Flytja varð öku- mann annars bílsins í sjúkrabifreið á slysadeild með skurð á höfði en ökumaður og farþegi úr hinum bílnum fóru sjálfir til aðhlynning- ar. Bæði ökutækin voru óökufær og fjarlægð með kranabifreið. Á föstudagskvöld voru tveir 24 ára karlmenn fluttir meðvitundar- lausir á slysadeild eftir að borgari hafði komið að þeim í ökutæki á Háaleitisbraut. í ljós hefur komið að karlmennirnir höfðu neytt vímu- efnis sem kallað er „smjörsýra" og er talið mjög varasamt. Efnið er í fljótandi formi. Ekki þarf að hafa mörg orð urn það hversu hættulegir ökumenn geta reynst sér og öðrum við akstur undir áhrifum hvers konar vímuefna. Útsýni ökumanna takmarkað með lituðum rúðum Þrátt fyrir skýr ákvæði í umferð- arlögum hefur borið á því að ung- ir ökumenn setja dökkar filmur innan á hliðarframrúður bifreiða sinna. Ökumenn sem hafa slíkar fílmur í bifreiðum sínum hafa ver- ið stöðvaðir og þeim gert að fjar- lægja þær áður en akstur getur hafist á ný auk fjársekta. Ökumaður stöðvaður og hald lagt á landa Ókumaður var stöðvaður í Breiðholti eftir að grunur hafði vaknað um að hann væri að selja unglingum landa. Karlmaðurinn viðurkenndi að hafa ætlað um 50 lítra af vökvanum til sölu. Lögregl- an hefur að undanförnu haft tals- vert eftirlit með sölu þessa varn- ings til unglinga og mun gera svo áfram. Oft eru þessir sömu menn einnig að útvega unglingum fíkni- efni. Kynferðisbrot - blygðunar- semibrot Höfð voru afskipti af karlmanni eftir að hann hafði farið inn í kvennaklefa einnar af sundlaugum borgarinnar og sýnt kvenmönnum þar kynfæri sín. Karlmaðurinn sem er um þrítugt var handtekinn og færður á lögreglustöð. Þá var ann- ar karlmaður um þrítugt handtek- inn eftir að upp komst að hann hafði haldið konu á þrítugsaldri nauðugri í íbúð í vesturbænum. Málsaðilar höfðu hist á veitinga- húsi og þau síðan farið heim til mannsins. Konan var flutt á slysa- deild Borgarspítala en hún hefur lagt fram kæru um kynferðisbrot og frelsissviptingu. Karlmaðurinn var vistaður í fangageymslu lög- reglu og hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 23. janúar nk. Innbrot - Þjófnaður Brotist var inní fjögur fyrirtæki í Skeifunni um helgina. Skemmdir voru unnar á hurðabúnaði og nokkru stolið úr einu fyrirtækj- anna. í hinum var rótað og unnar skemmdir en engu stolið. Að morgni laugardags uppgötvaði kona að talsverðu hafði verið stolið af heimili hennar um nóttina. Hún hafði kvöldið áður farið á veitinga- hús og þaðan boðið tveimur karl- mönnum heim til sín. Svo virðist sem karlmennirnir tveir hafi notað tækifærið eftir að konan sofnaði og fjarlægt þaðan helstu verðmæti hússins. Mennirnir tveir hafa verið handteknir og hefur annar þeirra verið úrskurðaður í gæslu í eina viku og hinn í sex vikur vegna annarra brota einnig. Bilum stolið Tilkynnt var að tveimur bílum hefði verið stolið um helgina. Lög- reglumenn á eftirlitsferð veittu annarri bifreiðinni athygli en þá voru í henni þrír piltar, tveir fjórt- án ára og einn sextán, og því eng- inn þeirra með ökuréttindi. Þeir voru fluttir á lögreglustöð þangað sem þeir voru sóttir af forráða- mönnum eftir skýrslutöku. Líkamsmeiðingar Að morgni sunnudags var ráðist á mann í miðborginni og hann lam- inn þannig að hann slasaðist á höfði. Maðurinn var fluttur á slysa- deild með sjúkrabifreið en þrír karlmenn og ein kona, öll rúmlega tvítug, eru grunuð um verknaðinn. Að morgni sunnudags var ráðist á annan karlmann í miðborginni og sparkað í hann þannig að flytja varð á slysadeild með sjúkrabif- reið. Einnig slasaðist stúlka í þess- um átökum. Sautján ára piltur er grunaður um verknaðinn. I liðinni viku voru tveir karlmenn handteknir eftir nokkuð sérkenni- legar innbrotstilraunir. Annar mannanna gerði tilraun til að bijót- ast inn í höfuðstöðvar lögreglunnar við Hverfisgötu. Hafði hann reynt að spenna upp glugga í kjallara en var þá handtekinn af laganna vörðum. Manninum sem ekki gat gefið skýringu á athæfí sínu né heldur hvað hann héti var veitt gisting í fangageymslu. Hinn mað- urinn gerði hins vegar tilraun til að komast inn í fangelsið við Skóla- vörðustíg án þess að vitað sé hvert erindi hann átti þangað.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.