Morgunblaðið - 09.12.1997, Qupperneq 66

Morgunblaðið - 09.12.1997, Qupperneq 66
66 ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Tommi og Jenni Hvar er stóri strákurinn í dag? Hvar eru þá Móðir hans lét hann í annan allir litirnir? Ég Iita himininn alltaf bláan ... skóla... BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 Biblían á tunglinu Frá Sigurbirni Þorkelssyni: SENNILEGA mótmæla því fáir að Biblían sé ein útbreiddasta bók veraldar. Hún hefur farið víða og hana má finna á ólíklegustu stöð- um. Jólakveðja frá tunglinu Á jólunum 1968, er geim- farið Appollo 8 var að nálgast tunglið og geimfararstjór- inn var að lýsa hinni miklu víðáttu tunglyfirborðs- ins, þá skýrði hann sjónvarpsáhorf- endum um allan heim frá því að áhöfnin í Apollo 8 hefði jólaboð- skap og kveðju að flytja öllum jarð- arbúum. Geimfararstjórinn hóf síðan að lesa úr Biblíunni. Hann las úr I. Mósebók um sköpunina. Síðan rétti hann Biblíuna áfram til fé- laga síns, sem hélt lestrinum áfram. Því næst var þriðja geim- faranum rétt Biblían og lauk hann lestrinum. Fréttamenn urðu furðu lostnir og einn þulur sjónvarpsstöðvar sagði: „Mennirnir hafa rétt í þessu lok- ið við að lesa úr Biblíunni á tungl- inu og ef barnsminnið svíkur ekki, þá lásu þeir úr I. Mósebók." Sennilega hafa aldrei áður jafn- margir heyrt lesið úr Biblíunni I einu. Á þessu augnabliki var fólk í milljónatali djúpt snortið af orði Guðs. Biblíulestur um aðventu og jól Ég er þess fullviss að við gerum ekkert ljótt eða rangt með því að fínna heimilis Biblíuna nú á að- ventunni og blása af henni rykið, eða Nýja testamentið, sem flestir íslendingar 10-55 ára ættu að hafa fengið að gjöf frá Gídeonfé- laginu. Hvet ég hér með menn til að lesa úr Biblíunni fyrsta kafla fyrstu Mósebókar er fjallar um sköpun heimsins. Fyrsta Mósebók er ritið sem við fínnum fremst í Bibh'unni. Orð varð hold Á jólunum fögnum við og höld- um upp á það að Orðið varð hold og hann bjó með okkur fullur náð- ar og sannleika. Við getum nánar lesið um það í fyrsta kafla Jóhannesarguð- spjalls, sem hefst á blaðsíðu 111 í Biblíunni frá 1981 og á blaðsíðu 163 í Nýja testamentinu frá Gíde- onfélögum, sem öll íslensk börn fá að gjöf frá félaginu við 10 ára aldur. Einnig minni ég á jólaguðspjall- ið, sem skráð er hjá Lúkasi guð- spjallamanni og við heyrum oft hljóma á jólum. Það má finna á blaðsíðu 70 í síðari hluta Biblíunn- ar frá 1981 eða í 2. kafla Lúkasar- guðspjalls og á blaðsíðu 104 í bláa Gídeon Nýja testamentinu. Höfum við nokkru að tapa Ég er viss um að við höfum ekki neinu að tapa þótt við prófuð- um að lesa svolítið í Biblíunni á aðventunni og um þessi jól. E.t.v. er það einmitt það sem við erum að leita eftir, eftir allt saman. Mitt í öllu stressinu, kaup- mennskunni og kapphlaupinu. En við hvað er svo allt kapp- hlaupið eftir allt saman ef við svo gleymum innihaldi jólanna. Hon- um, frelsaranum, sem kemur til okkar á svo látlausan og hógværan hátt að hans eigin menn þekktu hann ekki. Með bæn um sanna, friðsama og gleðiríka jólahátíð. SIGURBJÖRN ÞORKELSSON framkvæmdastjóri Gideonfélagsins á íslandi. Sigurbjörn Þorkelsson Enn og aftur um rafknúin farartæki Frá Gísla Júlíussyni: ÞAÐ var ánægjulegt að heyra að umhverfisráðherra ræddi nú í út- varpinu í fyrsta sinn, að því er ég veit, í sambandi við umræðu um Kyoto ráðstefnuna, að leggja þyrfti áherslu á að fá rafmagnsbíla til landsins til að minnka koltvísýr- ingsútblástur. Framfarir í þróun rafgeyma og smíði farartækja hafa verið það örar, að rafbílar eru nú orðnir vænlegur kostur. Ég kom einu sinni með þá tilgátu, að hér- lend skip myndu verða knúin með raforku, í sambandi við ál-loftraf- geyma, sem ég hef skrifað um, og geri aftur mjög fljótlega. Góðar fréttir eru, að nýja hafrannsókna- skipið verður knúið með rafhreyfli en raforkan unnin með dísilvélum, og er þá ekki langt í það að nýta megi rafgeyma í staðinn fyrir dísil- vélarnar. Það er mjög mikilvægt að raforka okkar verði nýtt til að koma í veg fyrir koltvísýringsút- blástur nú, þegar umræðan fjallar um gróðurhúsaáhrifin, því að mengun frá farartækjum og skip- um er meirihluti útblásturs hér- lendis. Því legg ég til að yfirvöld geri mönnum auðveldara að nýta raforkuna, sem við erum svo hepp- in að eiga í miklu magni, með skattalegri aðlögun, og að fylgjast vel með því, sem er að gerast í þessum málum erlendis. GÍSLIJÚLÍUSSON, rafmagnsverkfræðingur. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.