Morgunblaðið - 29.01.1998, Side 6

Morgunblaðið - 29.01.1998, Side 6
6 FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda Lánveiting- ar hafnar SJÓÐFÉLAGAR Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda eiga nú á ný kost á lífeyrissjóðsláni frá sjóðnura. Hægt er að fá að láni allt að 2 milljónir króna með 6% vöxtum auk verð- tryggingar. Lánstími getur verið á bilinu 8-20 ár allt eftir vali sjóðfé- laga. Til þess að eiga kost á láni þurfa sjóðfélagar hins vegar að eiga ákveðin lágmarksréttindi hjá sjóðn- um. Samkvæmt upplýsingum forráða- manna sjóðsins er Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda ætlaður öllum laun- þegum og sjálfstætt starfandi mönnum sem ekki eiga sjálfsagða aðild að öðrum lífeyrissjóðum. Samkvæmt nýjum lögum um starfsemi lífeyrissjóða sem taka gildi 1. júlí 1998 fær sjóðurinn m.a. það hlutverk að taka við iðgjöldum þeirra sem telja fram iðgjalda- skyldar tekjur í skattframtali, en af einhverjum ástæðum greiða hvorki til lífeyrissjóðs né tilgreina lífeyris- sjóð í sínu framtali. Morgunblaðið/Golli gliiPlil Skipt um peru ÞAÐ borgar sig að hafa kveikt á perunni, það vita þeir þessir vösku menn sem voru að skipta um peru við höfnina í Hafnarfirði og sjást hér bera við himin. Féll af hestbaki og fót- brotnaði KONA féll af hestbaki í gær og fótbrotnaði. Var hún stödd við svæði hestamannafélags- ins Gusts í Kópavogi, skammt frá Reykjanesbraut. Konan var flutt til aðgerðar á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur. Þá handarbrotn- aði kona þegar hún varð fyrir bíl á stæðinu við Bónus í Kópavogi. Forsætisnefnd Norðurlandaráðs Mannréttindadómstóll Evrðpu Norðurlöndin sameinist gegn Sellafield FORSÆTISNEFND Norðurlanda- ráðs hvetur ríkisstjórnir Norður- landa til að taka höndum saman og mótmæla við brezk stjórnvöld áformum um að leyfa Sellafíeld- kjarnorkuendurvinnslustöðinni í Skotlandi að auka losun geislavirkra efna út í andrúmsloftið. f yfirlýsingu frá forsætisnefndinni segir að nýlega hafí komið í ljós að í sjónum úti fyrir ströndum Noregs hafi fundizt geislavirk efni, sem að öllum líkindum séu komin frá Sellafield, þar sem kjamorkuúr- gangur er endurunninn. Nýlega hafi Sellafield-stöðin sótt um leyfi brezkra yfirvalda til að auka losun geislavirkra efna út í andrúmsloftið. „Forsætisnefndin telur að hætta sé á að geislavirknin breiðist út og að losunin frá Sellafield sé því mál, sem varði öll Norðurlönd sameiginlega," segir nefndin. „Norðurlandaráð hvetur ríkis- stjórnir nomænu ríkjanna til að senda sameiginlega hvatningu til brezkra stjórnvalda um að stöðva þessi áform. í orðsendingunni ætti að taka fram að í samskiptum ná- granna sé ekki hægt að sætta sig við einhliða aðgerðir af þessu tagi, sem hafa hættu i fór með sér.“ Forsætisnefndin segir að Norður- landaráð hafi áður hvatt til þess að ríkisstjórnir Norðurlanda þrýsti á brezk stjómvöld vegna hættu á um- hverfisslysum af völdum starfsem- innar í Sellafield. Því miður hafi ekki verið hlustað á þá gagnrýni. í 13 manna forsætisnefnd Norð- urlandaráðs sitja þrír alþingismenn, þingflokksformennirnir Geir H. Haarde, Sjálfstæðisflokki, Rannveig Guðmundsdóttir, þingflokki jafnað- armanna, og Valgerður Sverrisdótt- ir, Framsóknarflokki. Gaukur kjörinn dómari Strassborg. Morgunbladið. ÚRSLIT í kjöri til hins nýja Mannréttindadóm- stóls Evrópu voru kynnt í gær. Gaukur Jörunds- son umboðsmaður Al- þingis var kosinn yfir- burðakosningu og hlaut 198 atkvæði af 212. Það er þing Evrópuráðsins sem velur dómarana og er kosinn einn frá hverju landi af þriggja manna lista sem aðildarríkin bjóða fram. Um er að ræða nýjan dómstól sem leysir nú- verandi Mannréttinda- dómstól Evrópu og Gaukur Mannréttindanefnd Evr- Jörundsson ópu af hólmi. Dómarai’n- ir verða í fullu starfi en ekki í hluta- starfi eins og verið hefur. Ekki er dómstóllinn fullskipaður enn, en búið er að kjósa 30 dómara af 39. Farið að tillögum dómnefndar Það kom fátt á óvart þegar úrslitin voru kunngerð í gær. Þingmenn íylgdu að öllu leyti tillögum dóm- nefndar, sem skipuð hafði verið, nema í til- viki Möltu þar sem sá sem nefndin mælti með laut í lægra haldi fyrir Giovanni Bonelio. Þess má geta að hann rak harða kosningabaráttu, að sögn íslensks þing- manns, sem rætt var við, og naut þess einnig að vera í fyrsta sæti á listanum, sem Malta skilaði inn. Konum fjölgar í dóm- stólnum miðað við það sem nú er. Elisabeth Palm frá Svíþjóð náði kjöri en hún er nú eina konan í gamla dóm- stólnum. Aðrar konur í nýja dóm- stólnum eru þær Hanne Sophie Greve frá Norgei, Wilhelmina Thom- assen frá Hollandi, Viera Stráznická frá Slóvakíu og Margarita Caca- Nikolovska frá Makedóníu. Meirihluti dómaranna sem kjörnir hafa verið hefur starfsreynslu frá Strassborg. 17 dómarar af 30 hafa annaðhvort átt sæti í mannréttinda- dómstólnum eða í mannréttinda- nefndinni, stofnununum sem nú leggjast af. Ekki fullskipaður enn Eins og fyrr segir er dómstóllinn ekki fullskipaður enn. Þannig var efnt til annarrar umferðar í gær um fulltrúa Belgíu vegna þess að enginn af þarlendu frambjóðendunum náði hreinum meirihluta. Sum ríki hafa ekki enn skilað inn framboðslista og hjá öðrum þótti hann ekki fullnægj- andi. Fyrir þau lönd verður kosið í apríl næstkomandi. Nýi dómstóllinn tekur svo til starfa 1. nóvember. Dr. Gaukur Jörundsson er fæddur 24. september 1934. Hann er óðals- bóndi í Kaldaðamesi í Flóa og hefur verið umboðsmaður Alþingis frá stofnun embættisins árið 1988. Gaukur hefur átt sæti í Mannrétt- indanefnd Evrópu frá árinu 1974. Fráfarandi dómari af íslands hálfu er Þór Vilhjálmsson dómari í EFTA-dómstólnum í Lúxemborg. Hefur hann átt sæti í mannréttinda- dómstólnum allt frá árinu 1971 en einungis norsku og þýsku dómararn- ir hafa setið þar lengur. Grein í Bandaríska blaðinu New York Times um loftslagsbreytingar á norðurslóðum Breytingar geta orðið skyndilega BANDARÍSKA blaðið New York Times birti í fyrradag ýtarlega grein, þar sem sagt er frá því að nýjar rannsóknir á borkjörnum úr Grænlandsjökli bendi til að breyt- ingar á hitastigi og úrkomu á Norð- ur-Atlantshafssvæðinu á undan- fómum árþúsundum hafi orðið skyndilega, á aðeins fáum árum eða áratugum. Blaðið segir að þetta stangist á við viðteknar hugmyndir um að hugsanleg hlýnun vegna uppsöfnun- ar koltvísýrings og annarra svokall- aðra gróðurhúsalofttegunda í and- rúmsloftinu muni eiga sér stað hægt og rólega og gefa mönnum tíma til að bregðast við. í grein New York Times er m.a. vitnað í nýbirtar niðurstöður rann- sókna, sem gerðar voru á borkjörn- um úr Grænlandsjökli undir stjóm dr. Jeffreys Severinghaus, vísinda- manns við Rhode Island-háskóla I Bandaríkjunum. Samkvæmt niður- stöðum Severinghaus og samstarfs- manna hans hlýnaði loftslag á Grænlandi um fimm til tíu gráður á fáum árum eða áratugum fyrir i.þ.b. 11.000 árum, er síðustu ísöld /ar um það bil að Ijúka. Það er i.m.k, þriðjungur þeirrar hlýnunar, sem orðið hefur frá því ísöldinni lauk þar til nú. Vísindamennirnir komast jafnframt að þeirri niður- stöðu að áhrifa þessarar skyndilegu hlýnunar hafi gætt um allt norður- hvel jarðar. Skyndilegar breytingar er „þröskuldum“ er náð Einnig er vitnað til rannsókna dr. Peters deMenocal, sem starfar við Columbia-háskóla i New York. Hann hefur komizt að þeirri niður- stöðu að skyndilegar breytingar á hitastigi Atlantshafsins undan ströndum Norður-Afríku hafi átt sér stað á u.þ.b. 1.500 ára fresti. „Loftslagsbreytingar, sem við héld- um að ættu að taka þúsundir ára, geta orðið á einni tii tveimur kyn- slóðum í mesta lagi,“ er haft eftir deMenocal í NYT. Blaðið segir að til skamms tíma hafi vísindamenn talið að loftslags- kerfið brygðist hægt og rólega við breytingum á borð við aukið magn koltvísýrings í andrúmslofti eða aukinni geislun sólar. Nú vaxi þeirri kenningu hins vegar fylgi að ytri breytingar hafi lítil sem engin áhrif fyrr en ákveðnum „þröskuldi" sé skyndilega náð og jafnvægi lofts- lagskerfisins raskist, Stærstu sveiflurnar A Norður-Atlantshafssvæðinu? Greint er frá rannsóknum dr. Kendrícks Taylor, vísindamanns við Nevada-háskóla, en hann hefur líkt og Severinghaus komizt að þeirri niðurstöðu að ísöldinni hafi lokið skyndilega. „Ef við komumst að raun um að við erum langt frá ein- um af þessum þröskuldum, getur verið að við getum aukið magn koltvísýrings í andrúmsloftinu án þess að það hafi nein áhrif," segir Taylor. „Hins vegar getur verið að við komumst að því að við séum mjög nálægt einum þessara þrösk- ulda og að það krefjist meiri athygli samfélagsins.“ Blaðamaður New York Times segir óijóst hvar „þröskuldarnir“ gætu legið í framtíðinni. Jafnframt sé óljóst hvaða áhrif hinar miklu sveiflur í loftslagi á Grænlandi hafi haft annars staðar á jörðinni. Breytingar á hitastigi séu yfirleitt sveiflukenndari á norðurslóðum en sunnar á norðurhveli og stærstu stökkin í hitabreytingum kunni að hafa takmarkazt við Norður-Atl- antshafssvæðið. Frekari rannsókna þörf Trausti Jónsson veðurfræðingur, sem unnið hefur að rannsóknum á loftslagsbreytingum, segir að þær upplýsingar, sem komi fram í grein New York Times, séu í samræmi við það, sem vitað hafi verið um loftslagsbreytingar, en bæti út af fyrir sig litlu nýju við vitneskju manna um áhrif uppsöfnunar gróð- urhúsalofttegunda í andrúmsloft- inu. Trausti segir að skyndilegar breytingar á veðurfari séu hugsan- legar, en einnig sé hugsanlegt að engar breytingar verði eða þá á löngum tíma. „Mér finnst aðalatriðið vera að reyna að kynnast betur þeim lög- málum, sem þama liggja að baki, fremur en að hiaupa upp til handa og fóta,“ segir Trausti. „Það tekur áratugi að fá einhvem botn í það og margt er enn ekki vitað.“ i fi I r : i i * i i ! i f i I I [ I l I ? I

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.