Morgunblaðið - 29.01.1998, Page 8
8 FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
HANN er ekki á biðlista eftir aðgerð hjá Ingibjörgu P. heldur hjá Davíð...
Hugmyndir um nafn nýja sveitarfélagsins
Austrið og fírðimir
koma víða við sögu
ÁKVEÐIÐ hefur verið að skipa
starfshóp til að stýra vinnu við
ákvörðun um nafn á nýja sveitarfé-
lagið sem til verður við sameiningu
Neskaupstaðar, Eskifjarðar og
Reyðarfjarðar. Ýmis nöfn hafa
þegar verið nefnd og tengjast þau
flest austrinu eða fjörðunum.
Gert er ráð fyrir því að íbúum
sveitarfélaganna gefist kostur á að
koma með hugmyndir og síðan
verði kosið á milli nafna í sveitar-
stjórnarkosningunum í vor.
Það er ákveðið fyrirfram að heiti
núverandi sveitarfélaga koma ekki
til greina sem nafn á sameinaða
sveitarfélagið enda munu byggðar-
lögin áfram bera núverandi heiti.
Þó vinna við nafnavalið sé ekki
komin langt áleiðis hafa komið upp
hugmyndir um fjöldamörg nöfn.
Smári Geirsson, fúlltrúi í samein-
ingarnefnd, segir að menn séu
gjaman að reyna að finna eðlilegt
samheiti fyrir svæðið og búa til
nöfn út frá því. Austrið og firðirnir
koma mikið við sögu.
Austurríki
Sem dæmi um þetta má nefna
eftirfarandi hugmyndir: Miðfirðir,
Fjarðabyggð, Firðir og Austfirðir.
Hólmaneskaupstaður hefur verið
nefndur og Gerpisbyggð, hvoru-
tveggja hugmyndir út frá ömefn-
um sem tengja staðina saman.
Hólmanes er sem kunnugt er á
milli Eskifjarðar og Reyðarfjarðar
og ber auk þess í sér nafn Nes-
kaupstaðar. Gerpisbyggð tengist
fjallinu Gerpi sem er útvörður
fjallgarðsins sem skilur að Norð-
fjörð og Reyðarfjörð. Einn við-
mælandi á svæðinu taldi Gerpis-
byggð ómögulegt nafn vegna þess
að íbúar þess hlytu þá að verða
nefndir Gerpi. Austurríki hefur
komið til tals, hugsanlega meira í
gamni en alvöru. Þar kemur
Austrið við sögu og tengja má
seinni hluta nafnsins við mesta at-
hafnamanninn á Eskifirði. Einum
viðmælanda fannst Austurríki allt
of „rautt“ nafn. Smári Geirsson vill
enga ábyrgð taka á þessum hug-
myndum, segir að vinnan sé ekki
komin nógu langt áleiðis til þess að
hægt sé að taka afstöðu til nafna.
Hann vekur athygli á því að hluti
nafnanna samrýmist ekki núver-
andi lögum. Fyrir Alþingi hefur
hins vegar verið lagt frumvarp um
breytingar á nafnareglum og seg-
ist Smári gera sér vonir um að það
verði samþykkt tímanlega fyrir
kosningarnar í vor.
AÍlir dagar eru tilboðsdagar hjá okkur
Úgerð rannsóknarskipanna austur?
Getum ekki boð-
ið þeim annað
en góða aðstöðu
Hafnarstjórnir Eski-
fjarðar, Reyðar-
fjarðar og Neskaup-
staðar hafa kosið undirbún-
ingsnefnd til að vinna að
því að fá útgerð rannsókna-
skipa Hafrannsóknastofn-
unar flutta í nýja sveitarfé-
lagið sem til verður um
næstu kosningar með sam-
einingu þriggja áður-
nefndra staða. Neftidin hef-
ur nú ráðið Magna Krijáns-
son, nafnkunnan aflaskip-
stjóra í Neskaupstað, til að
undirbúa málið.
„Mitt hlutverk er að
kynna mér allar hliðar
málsins og búa það upp í
hendurnar á nefndinni.
Mun ég gera það með ítar-
legri skýrslu," segir Magni.
- Hvernig ætlar þú að
vinna að málinu?
„Eg er að kynna mér starf-
semi Hafrannsóknastofnunar og
þá sérstaklega útgerð rann-
sóknaskipanna. Einnig kjaramál
sjómanna, viðhald, veiðarfæri og
aðra þjónustu við sldpin.
Ég hef farið eina ferð suður
og ræddi þá við fjölda fólks. Fór
á fund Jakobs Jakobssonar for-
stjóra Hafrannsóknastofnunar
og fékk leyfi hans til að fara um
deildir stofnunarinnar og kynna
mér starfsemina, einkum það
sem snýr að útgerðinni.
Ég hef einnig farið í rann-
sóknaskipin þegar þau hafa
komið við hér fyrir austan, fyrst
í Arna Friðriksson og síðan
Bjama Sæmundsson, og kynnt
málið fyrir mannskapnum. Sjó-
mennirnir tóku mér vel og þetta
voru skemmtilegir fundir. Sem
betur fer skömmuðu þeir mig
fyrir að vera að vasast í þessu,
þeir óttast um sinn hag. Eg tal-
aði fyrir málinu og bað um
mótrök því ég vil að öll sjónar-
mið komi fram þannig að ég geti
skilað trúverðugri skýrslu.“
- Eru þeir ekki á móti flutn-
ingi útgerðarinnar austur?
„Jú, þeir eru flestir á móti en
þó ekki allir. Maður getur jafn-
vel séð menn í sömu deild á önd-
verðri skoðun. Þeir tengja þetta
gjarnan rangri byggðastefnu og
tala sumir um græðgi í okkur að
vera að ásælast störf þeirra.
Ég legg aftur á móti á það
áherslu að ekki er verið að hrifsa
neitt frá þeim. Ég sé það fyrir
mér að menn haldi störfum sín-
um og eina breytingin fyrir nú-
verandi starfsmenn yrði sú að
þeir myndu mæta til vinnu úti á
flugvelli í stað þess að mæta
niðri á Ingólfsgarði. Síðan
myndu síast inn í ____________
áhöfnina Austfirðing-
ar, eftir því sem pláss
losna því enda þótt
mikið sé um góða _____________
menn um borð í rann- ““
sóknaskipunum eru störf sjó-
mannanna ekki nema að litlu
leyti sérhæfð.“
- Hafa þeir ekki nokkuð til
síns máls þegar þeir tala um
græðgi? Flutningur ríkisstofn-
ana út á land er umdeild byggða-
stefna.
„Það er verið að toga allt frá
okkur. Loftskeytastöðvamar
eru aðeins eitt lítið dæmi, starf-
semi þeirra hefur víðast hvar
verið lögð niður og flutt til
Reykjavíkur þótt allir sjómenn
viti að það hefur skaðað þjónust-
Magni Kristjánsson
► Magni Kristjánsson er fæddur
í Neskaupstað 24. ágúst 1942.
Hann fór til sjós fyrir fenningu
og eftir nám í Stýrimannaskól-
anum var hann stýrimaður og
skipstjóri á skipum frá Nes-
kaupstað og víðar frá 1962 og
fram undir 1990 og var í hópi
mestu aflamanna í flotanum.
Eftir að Magni fór í land var
hann fyrst við eigin útgerð og
fiskvinnslu og hefur síðan verið
við verslun. Hann rekur nú sölu-
skála og gistiheimili í Neskaup-
stað. Eiginkona hans er Sigríð-
ur Sjöfn Guðbjartsdóttir.
Störfin ekki
nema að litlu
leyti sérhæfð
una. Héðan fóru 2-3 störf vegna
þessa og öllum virðist finnast
það sjálfsagt. Ef til dæmis fimm
menn úr nýja sveitarfélaginu
fengju í upphafi störf um borð í
rannsóknaskipunum samsvaraði
það 150 störfum í Reykjavík.
Það munar um hvert starf.
Flutningur útgerðarinnar
hingað mun líka skila sér í aukn-
um umsvifum þjónustufyrir-
tækja og við það mun starfsemi
þeirra styrkjast og störfum
hugsanlega fjölga.
Við verðum líka að hafa í huga
að ekki er verið að slíta menn
upp með rótum eins og hugsan-
lega gerist þegar hefðbundin
ríkisfyrirtæki eru flutt út á land.
Fjarvistir frá heimilinu eru hluti
af stai-fi sjómannsins, flutningur
hingað austur varðar aðeins
spm-ninguna um það hvar hann
eigi að mæta til vinnu.“
- Hvað með kostnaðinn, er
ekki dýrara að hafa útgerðina
hér þegar flytja þarf mannskap-
inn og tækin hingað austur?
„Miðað við áætlun um leið-
angra sem gefin er út í upphafi
hvers árs virðist ekki skipta máli
________ hvaðan skipin eru
gerð út, maður sér
ekki mun á siglingum.
Eitthvað dýrara verð-
ur að flytja starfsfólk,
veiðarfæri og búnað.
Hafnargjöld eru ekki greidd og
það mun ekki breytast. Hins
vegar tel ég að menn finni að
ýmis þjónusta er ódýrari úti a
landi en í höfuðborginni. Ég hef
þá trú að þetta jafni sig út.
Ég veit að það er afbragðs
mannskapur um borð í rann-
sóknaskipunum og vel að út-
gerðinni staðið í Reykjavík. Við
getum ekki boðið þeim annað en
góða aðstöðu hér. Ég tel enga
ástæðu til að óttast að það takist
ekki því hér eru góðir sjómenn
og góð aðstaða.“