Morgunblaðið - 29.01.1998, Síða 14

Morgunblaðið - 29.01.1998, Síða 14
14 FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Opið htís fyr- ir aldraða OPIÐ hús verður fyrir aldraða í Akureyrarkirkju í dag, fímmtudag- inn 29. janúar, og hefst það kl. 15 og stendur til 17. HaUdóra Ingimarsdóttir spjallar við gesti af alkunnri snilld, þrjú börn, frá 11 til 15 ára leika á harm- óníkur, þau Einar Bjöm Einars- son, Hólmfríður Katla Ketilsdóttir og Svanhildur Ketilsdóttir. Jón Viðar Guðlaugsson stjórnar fjölda- söng, séra Svavar Alfreð Jónsson flytur stutta hugvekju. Boðið verð- ur upp á kaffí og brauð á vægu verði, 200 krónur. Akstur er í boði frá Víðilundi og Dvalarheimilinu Hlíð. --------------- Ólafur sýnir á Kardlínu ÓLAFUR Sveinsson myndlistar- maður sýnir verk sín á Café Kar- ólínu, Kaupvangsstræti á Akur- eyri. A sýningunni em vatnslita- myndir, en þema hennar em gluggar. Olafur hefur lokið námi frá mál- unardeild Myndlistarskólans á Akureyri ásamt námsdvöl í Lathi í Finnlandi. Hann hefur áður haldið einkasýningar hérlendis og tekið þátt í samsýningum hér á landi og í Danmörku. Sýningin er opin á almennum af- greiðslutíma Café Karólínu og stendur hún til febrúarloka. Morgunblaðið/Kristj án Sólbakur EA fær andlitslyftingu HÓPUR málara var á fleygiferð með málningarrúllur og pensla í Sólbak EA, frystitogara Ut- gerðarfélags Akureyringa hf. í blíðviðrinu í gær. I þeim hópi var Guðmundur Rafnsson, sem hér fer fimlega með rúlluna um síðu skipsins. Sólbakur er til sölu og hefur legið við bryggju á Akureyri frá í maí á síðasta ári, fyrir ut- an að skipið fór einn rækjutúr í desember sl. Sæmundur Frið- riksson, útgerðarstjóri UA, sagði skipið óselt en nokkuð hefði verið um fyrirspurnir frá bæði innlendum og erlendum aðilum. Hann sagði hins vegar nauðsynlegt að halda skipinu við og þessi vinna málaranna væri liður í því. Þorramaturinn á þrotum ÞORRAMATUR er að verða uppseldur hjá kjötvinnslum á Akureyri, þótt aðeins sé liðin tæp vika af þorra. Astæðan er m.a. meiri sala en undanfarin ár, auk þess sem mjög margar versl- anir þjófstarta og bjóða þorramat strax í byrjun janúar. „Þetta er alltaf að færast framar og það hefur komið íyrir að við höfum afgreitt frá okk- ur þorramat á milli jóla og nýárs,“ sagði Björn Arason hjá Nýja Bautabúrinu. Elís Arnason hjá Kjötiðnaðarstöð KEA sagði að framleiðslan væri að minnka og erfið- ast væri að eiga nóg af hrútspungum, þar sem sláturfé væri alltaf að fækka. „Fólk lítur ekki við þorrabökkunum þegar pungarnir eru búnir og þetta er orðið spurning um að fara að fram- leiða einhvers konar punglíki. Við erum að selja okkar afurðir mjög víða og vandamálið er það vilja allir fá þorramatinn í búðirnar strax 3. janúar. Þetta ástand virðist vera nokkuð víða, því það eru kjötvinnslur að hringja til okkar og leita eftir þorramat. Ástandið er nokkuð svipað og í fyrra, þótt það sé kannski heldur verra í ár.“ Salan alltaf að færast framar Eiður Gunnlaugsson hjá Kjamafæði hafði sömu sögu að segja. „Það er mikil eftirspurn og mér sýnist við verða búnir með okkar þorramat um næstu helgi. Salan fór vel af stað í byrjun árs og svo kom aftur mjög sterkur kippur í hana, ég man ekki eftir að slíkt hafi gerst af jafn miklum krafti og nú. Salan er alltaf að færast framar og kemur nú í beinu framhaldi af jólun- um. Þorramaturinn er þess eðlis að hann þaif ákveðið ferli í fi'amleiðslu sem tekur nokkum tíma og því er ekki hægt að stökkva til og fram- leiða meira þegar komið er fram á þennan tíma. En þrátt fyrir þessa stöðu framleiddum við mun meira af þorramat nú en áður.“ Bjöm Arason hjá Nýja Bautabúrinu sagði orðið eitthvað lítið eftir af þorramat á þeim bænum, þótt framleiðslan hafi verið meiri nú en áður. „Þomamatur virðist seljast æ betur og neyslan er alltaf að færast framar. Ég held að það sé til nægt hráefni en þetta er vara sem maður vill selja upp og hún geymist ekki á milli ára.“ Ferðafélag Akureyrar Farið á Súlumýrar NÝTT starfsár er nú að hefj- ast hjá Ferðafélagi Akureyi'ar og hefur ferðaáætlun félagsins sem nýlega kom út verið kynnt, en í henni er að finna ferðir við sem flestra hæfi. Fyrsta ferð félagsins á þessu starfsári er ferð á Súlu- mýrar næstkomandi laugar- dagsmorgun, 31. janúar, og verður lagt af stað kl. 10. Fer það eftir veðri og færð hvort þetta verður gönguferð eða farið verður á gönguskíðum. Skráning fer fram á skrif- stofu félagsins á Strandgötu 23, en hún er opin á fimmtu- dögum og föstudögum frá kl. 17.30 til 19 fyrir auglýstar ferðir. Fundur um alzheimer- sjúkdóminn FUNDUR verður haldinn hjá Félagi áhugafólks og aðstand- enda sjúklinga með alzheimer- sjúkdóm og skylda sjúkdóma á Ákureyri og nági’enni, FAASAN, á morgun, föstu- daginn 30. janúar og hefst hann kl. 17 í sal Dvalarheimil- isins Hlíðar. Gestur fundarins verður Jón Snædal, sérfræð- ingur í öldrunarlækningum. Hann mun fjalla um alzheimersjúkdóminn og helstu nýjungar í greiningu og meðferð slíkra sjúklinga. Fundurinn er öllum opinn. Skyldu- leikjamót SKYLDULEIKJAMÓT verð- ur haldið í skákheimili Skák- félags Akureyrar við Þing- vallastræti 18 á Akureyri föstudagskvöldið 30. janúar og hefst það kl. 20. Umhugs- unartími er 7 mínútur, en nánar verður fjallað um skylduleik á mótsstað. Allir eru velkomnir. Ferðafólagið hyggst bjóða upp á fjölbreyttar ferðir Morgunblaðið/Kristján HORÐUR Harðarson, sprautari á bifreiðaverkstæði Hölds, við vinnu sína í nýja sprautuklefanum. Með honum á myndinni eru Björn Rúnar Magnússon verkstjóri og Ari Fannar Vilbergsson, nemi í bílasprautun. Höldur tekur nýjan sprautuklefa í notkun FERÐAFÉLAG Akureyrar hefrn- kynnt ferðaáætlun sína fyrir árið 1998 og verða að venju fjölbreyttar ferðir í boði. Fram á vorið eru skíðagöngu- ferðir fyrirferðarmestar, í febrúar eru tvær slíkar á döfínni, annars vegar þorraferð í Botna, þar sem gengið verður frá Svartárkoti um Suðurárbotna í skálann Botna þar sem verður gist og sama leið geng- in til baka daginn eftir, og í lok mánaðarins er óvissuferð. Einnig eru tvær skíðagönguferðir á dag- skránni í mars, annars vegar um Norðurárdal-Hörgárdal og svo um Stóra-Vatnsskarð að Þúfnavöllum í Víðidal. Skíðagönguferðir í Þorvaldsdal, Glerárdal, og frá Svarfaðardal í Ólafsfjörð verða í aprílmánuði. Að venju verður gengið á Súlur 1. maí, skíðagönguferð á Kaldbak, fugla- skoðunarferð í nágrenni Akureyrar og sigling í Málmey eru einnig í boði. Tvær ferðir um Öskjuveg Meðal ferða sumarsins má nefna að í byrjun júní verður gönguferð í Botna, frá Svartárkoti, gengið verður á Þverbrekkuhnjúk í Öxna- dal, gengið verður inn í Glerárdal og í Bægisárdal. Einnig er í boði ferð úr Ólafsfirði, um Héðisfjörð og í Siglufjörð, gengið verður á Mæli- fellshnjúk og Kerlingu. Ekið verður um Brúaröræfi, að Snæfelli, Eyja- bökkum og í Fljótsdal um miðjan júlí en dagana 17. til 23. júlí verður farin gönguferð með allan útbúnað eftir Öskjuveginum svonefnda, frá Herðubreiðarlindum í Svartárkot, og gist í skálum félagsins, Þor- steinsskála, Bræðrafelli, Dreka, Dyngjufelli og Botnum. Sama leið verður gengin í byrjun ágúst, en þá er um svokallaða lúxusferð að ræða, þar sem gengið verður með lágmarksútbúnað og ekið með far- angur göngufólks milli skála. Gönguferð um Fjörður og Látra- strönd er á dagskrá um verslunar- mannahelgi og í samvinnu við Ferðafélag Islands verður boðið. upp á gönguferð um svonefndan Laugaveg um sömu helgi. Jeppa- ferð um hálendið norðanvert verður í byrjun ágúst, farið í Laugafell, Gæsavatnaleið, í Öskju og Herðu- breiðarlindir. Gengið verður um Vindheimafjallgarð í sumar og áætl- að er að fara frá Ólafsfirði í Hvann- dali og aftur til Ólafsfjarðar. Þá má nefna gönguferð á Hreppsendasúl- ur á Lágheiði og gönguferð um Þingmannaveg, frá Hróarsstöðum í Fnjóskadal að Eyrarlandi í Eyja- firði. í september verður gengið á Hálshnjúk í Fnjóskadal. Frá Ólafsfjarðarmúla til Akureyrar Líkt og síðasta sumar verður boðið upp á raðgöngu í sumar, í fjögur skipti, og verður gengið frá Ólafsfjarðarmúla með ströndinni inn Eyjafjörð og til Akureyrar. Fyrsta ferðin verður 27. júní þegar gengið verður frá Mígindi í Ólafs- fjarðarmúla að ósum Svarfaðar- dalsár, þar hefst annar hluti göng- unnar 4. júlí og verður gengið frá Hálsá að sjó og að Víkurbæjunum á Árskógsströnd. Þriðja göngufórin hefst þar og verður gengið að Hörg- árósum, þar sem fjórða ferðin hefst 25. júh', en hún endar á Akureyri. BIFREIÐAVE RKSTÆÐI Hölds á Akureyri hefur tekið í notkun nýjan og glæsilegan sprautuklefa. Klefinn er af gerðinni Carmat og er einn sá fullkomnasti á landinu í dag. í gegn- um klefann fara um 26.000 rúmmetr- ar af lofti á klukkustund, sem þýðir um 7-8 loftskipti á mínútu, og það má kynda hann yfir 100 ° á C. Gamli sprautuklefinn á verkstæði Hölds hefur einnig verið endurnýj- aður og því er hægt að sprauta í tveimur klefum í einu. Þá hefur Höldur tekið í notkun nýja vatnslakkið frá Glassurit sem Bíla- naust í Reykjavík hefur umboð fyrir. í fréttatilkynningu frá Höldi segir m.a. að þetta nýja lakk þyki hrein bylting frá því sem verið hefur og er rætt um að frá árinu 2000 verði skylda að nota þannig vatnslakk. Nýja lakkið er umhverfisvænt, nokk- uð sem ekki er hægt að segja um annað lakk, auk þess sem notkun leysiefna verður nánast úr sögunni við sprautun. H í 11 i ' i I , C V € r k ú (• Q u ( H

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.