Morgunblaðið - 29.01.1998, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 1998 17
LANDIÐ
Egilsstöðum - Hótel Hérað er nafn á
nýju hóteli sem opnað var á Egils-
stöðum um helgina. Eignarhaldsfé-
lagið Ásgarður hf. sá um byggingu
hússins. Stofnendur Asgarðs hf. eru
Egilsstaðabær, Ferðamiðstöð Aust-
urlands, Sjóvá-Almennar, Ferða-
skrifstofa íslands, Kaupfélag Hér-
aðsbúa, Hótel Valaskjálf og Byggða-
stofnun. Auk þess eiga nokkrir ein-
staklingar og félög hlut í hótelinu.
Aðalarkitekt var Björn Kristleifsson
en Sigurður Harðarson arkitekt
kom að hönnun innandyra. Hótel
Hérað hefur 36 tveggja manna her-
bergi m/baði auk fundarsala og mat-
salar sem tekur um 110 manns í
sæti. Gert ráð fyrir að hægt sé að
stækka húsnæðið um helming.
Rekstur Hótels Héraðs hefur verið
leigður út næstu sjö árin til Flug-
leiðahótela, sem reka hótelkeðju
bæði heilsárs- og sumarhótela út um
allt land.
Samningur var undirritaður við
byggingarverktaka, Miðvang hf., 6.
ágúst 1996 og var hótelið afhent eig-
endum sínum nú um helgina.
Bjöm Theodórsson, framkvæmda-
stjóri Icelandair-hótela, sagði er
hann hafði tekið við lykli af Einari
Rafni Haraldssyni, stjómarfor-
manns Asgarðs hf., að fagmennska
hefði verið viðhöfð við hönnun og
smíði hótelsins. Það stæði undir
þeim gæðakröfum sem gerðar era til
heilsárshótela. Viðskiptavinir yrðu
bæði einstaklingar og ferðaskrifstof-
ur, innlendar og erlendar. Bjöm
sagði að þetta stóra skref sem stigið
er nú yrði til eflingar ferðamennsku
á svæðinu.
Þuríður Backman, forseti bæjar-
stjórnar Egilsstaða, ávarpaði gesti
fyrir hönd EgOsstaðabæjar og lýsti
því yfir að mælst yrði til þess við
gesti hótelsins að reykja ekki inni á
herbergjum og vitnaði í franskan
bækling sem hafði lista yfir fjölmörg
hótel sem hefðu lagt metnað sinn í að
halda herbergjum reyklausum.
HAFSTEINN Jónasson staðareftirlitsmaður og Eyþór Þórhallsson,
eftirlitsverkfræðingur og tæknilegur ráðgjafi.
MISSTU EKKI
SJ®NAK Á ÞESSU
25%
AFSLÁTTUR.
af gleraugnaumgjörð
þegar þú setur gömlu umgjöröina
uppí nýja.
Tilboðið gildir til og með 15. febrúar.
GLERAUGN AVERSLUN
HAGKAUPS
Skeifunni Sími 563 51 25
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
FRÁ vinstri: Pálmar Jónsson hraðskákmeistari, en hann fékk 8 vinn-
inga, og Stefán Örn Guðmundsson frá Selfossi, sem fékk Vk vinning.
Hraðskákmeistaramót
ung-ling-a á Selfossi
Fagradal - Um síðustu helgi efndi
Skákskóli Selfoss og nágrennis til
hraðskákmeistaramóts barna og ung-
linga í Sólvallaskóla á Selfossi. Keppt
var í fjóram flokkum, 1.-4. bekkur,
5.-6. bekkur, 7.-8. bekkur og 9.-10.
bekkur grunnskóla. Tefldar voru níu
umferðir eftir monrad-kerfi og var
hver skák 5 mín.
Keppendur voru alls 49 og komu
víðsvegar að af Suðurlandi allt frá
Víkurskóla í Vík, en þaðan komu 15
keppendur. Um 20 keppendur komu
frá Flúðum og nærsveitum. Einnig
mætti öflugt lið frá Árborgarsvæðinu.
I 4. flokki, 1.-4. bekkur, sigraði
Arnar Gunnlaugsson frá Eyrar-
bakka. I 3. flokki, 5.-6. bekkur, sigr-
aði Pálmar Jónsson frá Eyrarbakka.
í 2. flokki, 7.-8. bekkur, sigraði Garð-
ar Tyrfingsson frá Eyrarbakka. í 1.
flokki, 9.-10. bekkur, sigraði Stefán
Orn Guðmundsson frá Selfossi.
Hraðskákmeistari unglinga varð
Pálmar Jónsson með 8 vinninga af 9
mögulegum. Veitt voru verðlaun fyr-
ir þrjú efstu sætin í hverjum aldurs-
flokki.
Sendi- og fólksflutningabíll
Til sölu er Mazda E-2000 4x4, árgerð 1995,
ekinn 50.000 km. Sæti fyrir 8 farþega fylgja.
Verð kr. 1.600.000.
Hentar vel fyrir skólaakstur eða vinnuhópa.
Upplýsingar veitir Einar í síma 510 1700.
_ Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir
ÞURIÐUR Backman, forseti bæjarsfjórnar Egilsstaða, afhenti Birni Theodórssyni ljósmynd af Egilsstöðum.
Nýtt hótel opnað á Egilsstöðum
BJÖRN Theodórsson, framkvæmdastjóri Flugleiðahótela, tekur við
lykli Hótels Héraðs úr hendi Einars Rafns Haraldssonar,
stjórnarformanns Ásgarðs hf.