Morgunblaðið - 29.01.1998, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 29.01.1998, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 1998 17 LANDIÐ Egilsstöðum - Hótel Hérað er nafn á nýju hóteli sem opnað var á Egils- stöðum um helgina. Eignarhaldsfé- lagið Ásgarður hf. sá um byggingu hússins. Stofnendur Asgarðs hf. eru Egilsstaðabær, Ferðamiðstöð Aust- urlands, Sjóvá-Almennar, Ferða- skrifstofa íslands, Kaupfélag Hér- aðsbúa, Hótel Valaskjálf og Byggða- stofnun. Auk þess eiga nokkrir ein- staklingar og félög hlut í hótelinu. Aðalarkitekt var Björn Kristleifsson en Sigurður Harðarson arkitekt kom að hönnun innandyra. Hótel Hérað hefur 36 tveggja manna her- bergi m/baði auk fundarsala og mat- salar sem tekur um 110 manns í sæti. Gert ráð fyrir að hægt sé að stækka húsnæðið um helming. Rekstur Hótels Héraðs hefur verið leigður út næstu sjö árin til Flug- leiðahótela, sem reka hótelkeðju bæði heilsárs- og sumarhótela út um allt land. Samningur var undirritaður við byggingarverktaka, Miðvang hf., 6. ágúst 1996 og var hótelið afhent eig- endum sínum nú um helgina. Bjöm Theodórsson, framkvæmda- stjóri Icelandair-hótela, sagði er hann hafði tekið við lykli af Einari Rafni Haraldssyni, stjómarfor- manns Asgarðs hf., að fagmennska hefði verið viðhöfð við hönnun og smíði hótelsins. Það stæði undir þeim gæðakröfum sem gerðar era til heilsárshótela. Viðskiptavinir yrðu bæði einstaklingar og ferðaskrifstof- ur, innlendar og erlendar. Bjöm sagði að þetta stóra skref sem stigið er nú yrði til eflingar ferðamennsku á svæðinu. Þuríður Backman, forseti bæjar- stjórnar Egilsstaða, ávarpaði gesti fyrir hönd EgOsstaðabæjar og lýsti því yfir að mælst yrði til þess við gesti hótelsins að reykja ekki inni á herbergjum og vitnaði í franskan bækling sem hafði lista yfir fjölmörg hótel sem hefðu lagt metnað sinn í að halda herbergjum reyklausum. HAFSTEINN Jónasson staðareftirlitsmaður og Eyþór Þórhallsson, eftirlitsverkfræðingur og tæknilegur ráðgjafi. MISSTU EKKI SJ®NAK Á ÞESSU 25% AFSLÁTTUR. af gleraugnaumgjörð þegar þú setur gömlu umgjöröina uppí nýja. Tilboðið gildir til og með 15. febrúar. GLERAUGN AVERSLUN HAGKAUPS Skeifunni Sími 563 51 25 Morgunblaðið/Jónas Erlendsson FRÁ vinstri: Pálmar Jónsson hraðskákmeistari, en hann fékk 8 vinn- inga, og Stefán Örn Guðmundsson frá Selfossi, sem fékk Vk vinning. Hraðskákmeistaramót ung-ling-a á Selfossi Fagradal - Um síðustu helgi efndi Skákskóli Selfoss og nágrennis til hraðskákmeistaramóts barna og ung- linga í Sólvallaskóla á Selfossi. Keppt var í fjóram flokkum, 1.-4. bekkur, 5.-6. bekkur, 7.-8. bekkur og 9.-10. bekkur grunnskóla. Tefldar voru níu umferðir eftir monrad-kerfi og var hver skák 5 mín. Keppendur voru alls 49 og komu víðsvegar að af Suðurlandi allt frá Víkurskóla í Vík, en þaðan komu 15 keppendur. Um 20 keppendur komu frá Flúðum og nærsveitum. Einnig mætti öflugt lið frá Árborgarsvæðinu. I 4. flokki, 1.-4. bekkur, sigraði Arnar Gunnlaugsson frá Eyrar- bakka. I 3. flokki, 5.-6. bekkur, sigr- aði Pálmar Jónsson frá Eyrarbakka. í 2. flokki, 7.-8. bekkur, sigraði Garð- ar Tyrfingsson frá Eyrarbakka. í 1. flokki, 9.-10. bekkur, sigraði Stefán Orn Guðmundsson frá Selfossi. Hraðskákmeistari unglinga varð Pálmar Jónsson með 8 vinninga af 9 mögulegum. Veitt voru verðlaun fyr- ir þrjú efstu sætin í hverjum aldurs- flokki. Sendi- og fólksflutningabíll Til sölu er Mazda E-2000 4x4, árgerð 1995, ekinn 50.000 km. Sæti fyrir 8 farþega fylgja. Verð kr. 1.600.000. Hentar vel fyrir skólaakstur eða vinnuhópa. Upplýsingar veitir Einar í síma 510 1700. _ Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir ÞURIÐUR Backman, forseti bæjarsfjórnar Egilsstaða, afhenti Birni Theodórssyni ljósmynd af Egilsstöðum. Nýtt hótel opnað á Egilsstöðum BJÖRN Theodórsson, framkvæmdastjóri Flugleiðahótela, tekur við lykli Hótels Héraðs úr hendi Einars Rafns Haraldssonar, stjórnarformanns Ásgarðs hf.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.