Morgunblaðið - 29.01.1998, Side 24

Morgunblaðið - 29.01.1998, Side 24
24 FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 1998 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ KRAFTMIKIL STEFNURÆÐA BEINIR ATHYGLI FRÁ ÁSÖKUNUM STEFNURÆÐA Clintons er líklega mikil- vægasta ræða sem hann hefur flutt á póli- tískum ferli sínum. Hann minntist ekki á mál Lewinsky en setti þess í stað málefnin á oddinn og lagði til aukna áherslu á vel- ferðarmál. Um svipað leyti og ræðan var flutt bárust fréttir af fyrrum elskhuga Lewinsky sem ætlar að veita saksóknaran- um Starr þær upplýsingar sem hann hefur. Stefnuræðunni var almennt vel tekið og kannanir sýna jákvæð viðbrögð kjósenda. I . gær kom Hillary Clinton aftur fram í morg- unsjónvarpi og vísaði ásökunum í tengslum við Lewinsky-málið á bug. Sjálfur hélt for- setinn ásamt varaforseta sínum AI Gore í ferð um Illinois og Wisconsins til að ræða pólitísk stefnumál sín. Fékk hann mjög góðar viðtökur er hann ávarpaði háskóla- nema í Illinois. Rannsókn Starr hélt hins vegar áfram og var Leon Panetta fyrrum skrifstofustjóri Hvíta hússins meðal þeirra sem báru vitni í gær. STEFNURÆÐA CLINTONS Tekjuafgangurinn fari í að efla lífeyriskerfíð BILL Clinton, forseti Banda- ríkjanna, flutti langa og yf- irgripsmikla stefnuræðu á bandaríska þinginu í fyrr- inótt og lagði áherslu á að nota þyrfti væntanlegan afgang af fjárlögum næstu ára til að styrkja almanna- tryggingakerfið. Forsetinn minntist ekki á ásakanimar um að hann hefði haldið við Monicu Lewinsky, fyrrver- andi starfsstúlku Hvita hússins, og hvatt hana til að bera ijúgvitni um samband þeirra. Hann beindi hins vegar athyglinni að fjáriögunum, ýms- um vandamálum sem steðja að heim- inum og kynnti metnaðarfull áform um úrbætur í menntamálum, aukna aðstoð við foreldra sem eiga böm á dagheimilum og breytingar á sjúkra- tryggingum aldraðra. Ræðu forsetans var almennt vel tekið en forystumenn repúblikana vömðu við því að ýmis áform forsetans yrðu of dýr. Stefnuræða forsetans tók 72 mín- útur og Clinton þurfti alls 104 sinn- um að gera hlé á máli sínu vegna lófataks þingmanna beggja deilda þingsins, ráðherra, dómara hæsta- réttar og stjómarerindreka, sem hlýddu á ræðuna. Aðstoðarmenn Clintons höfðu óttast að þingmenn- imir myndu taka ræðunni fálega vegna máls Lewinsky en þær áhyggj- ur reyndust ástæðulausar. Asakanirnar á hendur Clinton og fjölmiðlafárið, sem þær hafa valdið, urðu til að mikil spenna var í þingsalnum áður en forsetinn hóf ræðuna. Áhugi sjónvarpsáhorfenda á stefnuræðunni var einnig óvenju mikill vegna máls Lewinsky. „Bjargið almannatrygginga- kerfínu fyrst“ Forsetinn sagði að stefna sín hefði stuðlað að góðæri í Bandaríkjunum en hann forðaðist þó að gagnrýna repúblikana og sagði að þeir hefðu lagt sitt af mörkum til að eyða fjár- lagahallanum. Áætlað er að afgangur fjárlaga næstu fimm ára nemi um 200 milljörðum dala (14.400 milljörðum króna) og Clinton lagði til að þessir fjármunir yrðu geymdir þar til samið yrði um úrbætur á almannatrygg- ingakerfinu. „Hvað eigum við að gera við þenn- an væntanlega afgang?" spurði Clint- on. „Svar mitt er einfalt og stutt: bjargið almannatryggingakerfinu fyrst.“ Ráðgert er að þingið breyti lögum um almannatryggingamar á næsta ári vegna fyrirsjáanlegrar fjölgunar ellilífeyrisþega á næstu öld. Yfirvöld hafa áætlað að verði ekkert að gert geti almannatryggingakerfið aðeins náð til um 75% af áætluðum fjölda Bandaríkjamanna á ellilífeyrisaldri árið 2029. Ymsir atkvæðamiklir þingmenn úr röðum repúblikana tóku tiilögu Clint- ons vel. „Beiti hann sér fyrir því að afgangurinn verði notaður til að bjarga almannatryggingunum, ætla ég að styðja það heilshugar," sagði öldungadeildarþingmaðurinn og repúblikaninn Phil Gramm. Fulltrúadeildarþingmaðurinn Mark W. Neumann tók í sama streng en hann er aðalhöfundur áætlunar, sem nýtur mikils stuðnings meðal íhaldsmanna, um að afgangurinn verði notaður til að lækka skatta, minnka skuldir ríkisins og til að standa straum af kostnaði nýrra verkefna. Hann kvaðst telja að marg- ir repúblikanar myndu styðja tillögu forsetans. Clinton kynnti ýmsar aðrar tillög- ur um úrbætur í félagsmálum. Hann kvaðst til að mynda viija lækka lág- marksaldur þeirra, sem eiga rétt á sjúkratryggingum fyrir aldraða, og nokkrir repúblikanar hlógu þegar forsetinn hélt því fram að slík breyt- ing kallaði ekld á aukin útgjöld ríkis- sjóðs. Forsetinn lagði til að 22 milljörð- um dala (1.600 milljörðum króna) yrði varið á næstu fimm árum til að minnka bekkjarstærðir í grunnskól- um landsins, reisa nýja skóla og til starfsþjálfunar fyrir ungt lágtekju- fólk. Clinton lagði ennfremur til að ríkin fengju 7,5 milljarða dala (165 millj- arða króna) til viðbótar til að niður- greiða dagvistargjöld fyrir börn lág- tekjufólks. Forsetinn vill einnig að reglur um skattaafslætti vegna dag- vistargjalda verði rýmkaðar. Forystumenn repúblikana sögðu að „óskalisti" forsetans myndi kosta FORTÍÐ LEWINSKY Fyrrverandi elskhugi afhendir Starr gögn LÖGMAÐUR fyrrverandi elskhuga Monicu Lewinsky segir hana haldna lyga- og kynlífsáráttu. Mað- urinn hafi verið sannfærður um að Lewinsky hafi haldið til starfa sem lærlingur í Hvíta húsinu með það fyrir augum að komast að því hversu langt kynlífið gæti fleytt. henni, að því er hann fullyrti í sam- tali við NBC-sjónvarpsstöðina. Andy Bleiler, sem átti í ástarsam- bandi við Lewinsky, segir hana hafa látið sig fá myndir og skjöl sem hún hafi beðið hann að geyma en að hans sögn er engin mynd- anna af Bill Clinton Bandaríkjafor- seta. Hann hefur verið sakaður um að hafa átt í kynferðissambandi við hana og neytt hana til að ljúga til um sambandið. Bleiler var leiklistarkennari í skólanum sem Lewinsky gekk í i Oregon og hófst ástarsambandið eftir að hún lauk námi, 18 ára göm- ui, árið 1992. Því lauk í fyrra er eig- inkona Bleilers komst að samband- Reuters. BILL Clinton flytur stefnuræðu sína í þinginu. ríkissjóð 40-45 milljarða dala (2.80CU3.200 milljarða króna) á næsta ári. Ymsar af tillögum forsetans væru of kostnaðarsamar og gengju því í berhögg við samkomulag flokk- anna um að setja þak á ríkisútgjöldin til að eyða fjárlagahallanum og greiða fyrir skattalækkunum. Clinton hvatti ennfremur til þess að lágmarkslaun yrðu hækkuð og repbúblikanar tóku þeirri tillögu fá- lega. Embættismenn í Hvíta húsinu qramps handsome Arfwnal'io'rtcen*':'8' Haj>py val«ntlne'6 D«y Reuters TALIÐ er að Monica Lewinsky hafi sett þessa auglýsingu í Washington Post á degi elskenda á síðasta ári og ætlað hana forsetanum. Fullyrt er að á margumræddum upptökum af samtölum hennar og Lindu Tripp segi hún Tripp frá aug- lýsingunni, þar sem vitnað er í kafla úr Rómeó og Júlíu eftir William Shakespeare. sögðu að hann myndi leggja til á næstunni að lágmarkstímakaupið, sem nemur nú 5,15 dölum, verði hækkað um einn dal í áfóngum á næstu árum. Saddam varaður við Clinton notaði einnig tækifærið til að vara Saddam Hussein íraksfor- seta við því að hann myndi ekki kom- ast upp með að hindra vopnaeftirlit Sameinuðu þjóðanna í írak. „Þú getur ekla virt vilja heims- happv MOM B' I Uires M' 1 MyUte.ii inu en hjónin segja það hafa gerst er Lewinsky hafi stært sig af því við gamla skólafélaga. Lögmaður Bleiler-iijón- anna, sem boðaði til blaða- mannafundar með þeim um stundarfjórðungi áður en | forsetinn flutti stefnuræðu sína í fyrrakvöld, sagði uewinsky hafa vingast við fjölskylduna og að hún hafi sagt þeim hjónum að hún hafi átt í ástar- sambandi við „háttsettan embættis- mann í Hvíta húsinu". Lewinsky hafi talað um að hún hafi einungis átt munnmök við manninn og verið „ör- væntingarfúll" vegna þess að hann viidi ekki ganga lengra. Segir lögmaðurinn að Lewinsky hafi beðið Bleiler-hjónin að geyma fyrir sig skjöl og myndir, sem þau hyggist afhenda Kenneth Starr, byggðarinnar að vettugi. Þú hefur beitt gjöreyðingarvopnum áður. Við erum staðráðin í að koma í veg fyrir að þú getir notað þau aftur.“ Clinton ræddi ennfremur fjár- málakreppuna í Asíuríkjum eins og Indónesíu, Suður-Kóreu og Tælandi og sagði að margir Bandaríkjamenn gerðu sér ekki grein fyrir því hvemig slík vandamál gætu haft áhrif á af- komu þeirra sjálfra. Þingið frestaði því í fyrra að ræða beiðni forsetans um fjárveitingu til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF), sem hefur reynt að binda enda á kreppuna í Asíu, vegna deilu um fóst- ureyðingar. Clinton hvatti þingið til að flýta afgreiðslu málsins en því var fálega tekið. Flestir repúblikanar og demókrat- ar voru sammála um að Clinton hefði enn einu sinni sannað að hann væri mikill ræðumaður og honum hefði tekist að beina athyglinni frá máli Lewinsky, að minnsta kosti um sinn. Flutningur ræðunnar þótti áhrifa- mikfil og ýmis ummæli forsetans voru þess eðlis að jafnvel hörðustu andstæðingar hans meðal repúblik- ana urðu að klappa fyrir honum; til að mynda þegar hann gagnrýndi bamaþrælkun og kynnti „hugrakkan hermann" sem hafði barist í Bosníu og sat við hlið Hillary Clinton í þingsalnum. Nokkrir af hörðustu andstæðing- um Clintons sögðu að ræðan myndi að öllum líkindum auðvelda honum að takast á við nýju ásakanirnar en þessi sigur væri skammgóður verm- ir. „Hann lék þetta hlutverk mjög vel,“ sagði repúblikaninn og öldunga- deildarþingmaðurinn Rick Santomm. „Þegar stjórnmálamenn lenda í vand- ræðum gera þeir það sem þeir gera best - eyða peningum.“ Lott boðar skattalækkanir Trent Lott, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, svaraði ræðu Clint- ons í beinni sjónvarpsútsendingu og lofaði að lækka skatta og skera upp herör gegn eiturlyfjaneyslu. Lott minntist ekki á ásakanirnar á hendur forsetanum en gagnrýndi stefnu hans og sakaði hann um að vilja auka umsvif ríkisins, hækka skatta og skerða frelsi fjölskyldn- anna. „Forsetinn virðist telja að auk- in ríkisumsvif geti leyst vandamál bama okkar ef þið fallist á að láta stjórninni í té meira af peningunum ykkar - og veita henni meira vald yf- ir lífi ykkar. Vitleysa." Lott kvaðst ekki samþykkur til- lögu Clintons um að nota allan af- ganginn af fjárlögum næstu ára til að styrkja almannatryggingakerfið og sagði að nota bæri hluta hans til að minnka skuldir ríkisins og lækka skatta. „Þegar allt kemur til alls em þetta ykkar peningar." saksóknara í málinu. Hann neitaði því hins vegar að einhveijar mynd- anna væm af Clinton. Þá hafi Lewinsky aldrei nefnt Clinton á nafn en kallað téðan embættis- mann „kvikindið". Það er sama nafn og fullyrt er að hún hafi gefið forsetanum á upptökum sem Linda Tripp gerði af samtölum hennar og Lewinsky. Eftir að Lewinsky hætti störfum í Hvíta húsinu hafí hún ennfremur sagt hjónunuin að hún hafi farið í fóstureyðingu en lögmaðurinn svar- aði ekki spurningum um hver faðir- inn hefði verið. Lögmaðurimi dró upp ófagra mynd af Lewinsky. Sagði hann hana hafa vanda til þess að hagræða stað- reyndum til að bæta ímynd sína og fullyrti að hún liefði troðið sér inn á fjölskyldu Bleilers til að ná betra taki á honum. Hefði Lewinsky neit-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.