Morgunblaðið - 29.01.1998, Page 30

Morgunblaðið - 29.01.1998, Page 30
30 FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR EDITA Gruberova, þú ert ein eftirsóttasta söngkona okkar tíma, stundum ertu kölluð hin nýja Callas, að- dáendur elta þig jafnvel um allan heim. Veldur slík aðdáun ekki mikil- mennskubrjálæði? „Nei, hún gerir mig öllu heldur auðmjúka.“ Hvemig stendur á því að varla hefur dregið af rödd þinni þrátt fyr- ir langan söngferil? „Það er gífurlegum aga að þakka. I því felst meðal annars, að ég syng á sviði í mesta lagi 50 sinnum á ári og að ég syng aldrei iengur en tvo tíma á dag. Eftir að hafa troðið upp tek ég mér að minnsta kosti tveggja daga hvfld. Sumir starfsfélagar syngja í þremur heimsálfum á einni viku. Það get ég ekki.“ Sú saga gengur, að þú mælir ekki stakt orð af vörum daginn sem þú átt að syngja á frumsýningu og sért aðeins í skriflegu sambandi við fólk. „Þetta er satt. Ég geri þetta líka stundum á æfingum." Eru þetta ekki prímadonnulæti? „Það fínnst mér ekki. Ég þarf oft á hvfldarstundum að halda. I 14 ár söng ég við Salzburg-hátíðina; öll þau ár fór ég aldrei í sumarfrí. En núna er það liðið.“ Pér finnst ekkert spennandi leng- ur við Salzburg, Mekka tónlistarel- ítunnar? „Að sjálfsögðu syng ég gjarnan þar, en mikilvægara þykir mér að hefja söngárið með óaðfinnanlegum hætti." Forðastu ekki Salzburg líka vegna þess að þar er með Gerard Mortimer við stjómvölinn maður sem vill stokka upp i hlutunum? „Nei, áður en hann kom til var ég hvort eð er hætt að bjóða upp á annað en vísnakvöld þar.“ En ef Mortimer myndi reyna að lokka þig á staðinn með því að færa upp óþekkta Donizetti-óperu...? „... þá yrði ég tilneydd að fresta sumarfríinu. En af efnisvali hans hingað til að dæma er slíkt mjög ósennilegt.“ Callas hin síðari Hún er sögð komast næst því að vera goð- sögnin Callas endurborin. Sópransöngkon- an Edita Gruberova segir í nýlegu viðtali við Die Woche frá frægð, fyrirmyndum og háum fjárhæðum í óperuheiminum. Þér fellur ekki sérlega vel við hið leikstýrða óperuleikhús nútímans? „Ég á í vissum mínum erfíðleik- um með það, ég viðurkenni það fús- lega. Það eru til leikstjórar sem geta ekki einu sinni lesið nótur og koma einhverju á fjalirnar eingöngu vegna þess að það á að heita dramatískt. Þá væri þeim nær að færa upp nútímaleikrit. I óperum eru partítúrar aðalviðfangsefnið, leikstjórnin verður að lúta þeim.“ Þú sérð sjálfa þig sem þjón tón- listarinnar? „Já. Þess vegna skil ég heldur ekki hvernig leikstjóra sem stýrir uppfærslu á „Rigoletto" dettur í hug að setja Stalín, Chaplin og Hitler á sviðið. Það fæ ég ekki til að stemma við þessa Verdi-óperu. Eða þegar Peter Sellars færir „Don Giovanni" í fátækrahverfin. Hvað á það að þýða? Það sem okkur hefur í áratugi verið selt sem eitthvað nú- timalegt og nýtt hefur í raun allt verið til áður. Hin svokallaða nýja ópera endar samkvæmt mínum skilningi með Riehard Strauss.“ Eftirlætistónskáld þín eru Don- izetti og Bellini og þú grefur nú upp gleymdar óperur þeirra - eins og núna með „Lindu di Chamounix". „Ég er svo þakklát íyrir að til voru tónskáld á borð við Donizetti og Bell- ini; það er mín tónlist, mitt fag. Ég ber þá tvo alltaf saman við Mozart." Hvenær syngurðu „Normu“ í fyrsta sinn? „Hana syng ég ekki.“ Hvers vegna ekki? „Norma“ á ekki við mína rödd. Hún nær í raun yfir þrenns konar raddir: eina leikræna, eina fyrir lit- brigðin og eina fyrir miðjusviðið, sem hefur mest að segja fyrir hlut- verk hennar." Háu tónarnir eru enn þin sterka hhð? „Einmitt. En ég ber líka svo mikla ofurvirðingu fyrir þessari óp- eru, sem gerði jú Callas svo fræga. Þetta var hennar hlutverk. Hún er líka eins og helgimynd fyrir mér. Hana snerti ég ekki.“ Var hún þín fyrirmynd? „Hvað tjáningu varðar já. Röddin var ekki alltaf sú fallegasta og tæknilega söng hún heldur ekki alltaf eins og bezt verður á kosið. Að endingu eyðilagði hún sig líka á því að syngja allt mögulegt í einni kös. Jafnvel ekki hin guðdómleg- asta rödd getur sungið Lucia di Lammermoor og Lady Macbeth. Það er eins og tenórsöngvari sem væri vanur að syngja Mozart reyndi allt í einu að spreyta sig á barítón- hlutverkum." Fyrir skömmu tróðstu upp í heimahéraði þínu Slóvakíu í fyrsta sinn í tæp 20 ár. Voru pólitískar ástæður fyrir því að þú söngst þar ekki í svo langan tíma? „Ég hef aldrei skipt mér af stjórnmálum og ég var aldrei skráð í neinn stjórnmálaflokk. Ég fór frá Edita Gruberova Alþjóðlegur ferill sópransöng- konunnar frá Bratislava hófst 1976 þegar hún söng hlutverk Zerbinettu í „Ariadne á Naxos“ Richards Strauss undir sijórn Karls Böhm. Á síðustu árum hefur Gruberova, sem fær svip- uð laun fyrir söng sinn og Pavarotti eða Domingo, helgað sig Belcanto-söngi. Sérstaklega hefur hún blásið nýju lífi í gleymdar óperur eftir Gaetano Donizetti og Vincenzo Bellini. Bratislava á sínum tíma, 1970, fyrst og fremst af fjölskylduástæð- um.“ Þú hefur engan áhuga á skiptingu heimalands þíns [í Tékkland og Slóvakíu]? „Jú, að sjálfsögðu. En ef ein- hverjir geta ekki verið saman þá verða þeir að skilja. Hver þjóð hef- ur rétt til þess. Ég hef skilning á þessari ásælni þjóðar eftir sjálfs- stjóm. Það kom líka fyrir að ég sem Slóvaki yrði fyrir barðinu á mis- munun.“ Eitu trúuð? „Ég trúi á að það sé eitthvað sem leiði okkur öll. Ég trúi því líka að söngur sé guðleg gjöf, sem fengin er að láni.“ Myndir þú hafa áhuga á því að troða upp - svipað og tenórarnir þrír - ásamt tveimur öðrum sópransöngkonum á íþróttaleik- vöngum ? „Nei, slíkt væri bara eftirlíking. Líklega er ég líka sjálfselsk. Ef mér tekst vel upp vil ég sitja ein að ár- angrinum. Þar að auki yrði þá að syngja með hljóðnema og það kann ég ekki við.“ Finnst þér þau laun sem greidd eru í óperunni sanngjörn með tiIUti til slæmrar stöðu flestra opinberra sjóða? „Við stjörnusöngvararnir erum ekkert dýrir. Það er okkur að þakka að leikhúsin fyllast og það er til að sjá og heyra okkur sem gestir greiða háan aðgangseyri. Það sem er dýrt er allt umstangið í kring. En hver vill spara af ein- hverri alvöru? Þegar ég lagði til, ekki sízt með kostnaðarsparnað í huga, að Ziirich-uppfærslan á „Regimentstochter" yrði líka sýnd í Vín og í Munchen höfnuðu því all- ir - vegna þess að allir vilja vera fyrstir með allt, enginn vill gera eitthvað eftir öðrum. Þetta er al- veg jafn fáránlegt og á sínum tíma með Giorgio Strehler-uppfærsluna á „Don Giovanni" í Mílanó. Við æfðum í fimm vikur þar til allir voru orðnir hásir. Síðan æfi ég aldrei lengur en í þrjár vikur fyrir nýja uppfærslu. Svo flókin getur engin sýning verið að ég geti ekki lært á tveim, þrem dögum til hvers er ætlazt af mér.“ Undrahallir í Selárdal ALTARISTAFLA Samúels Jónssonar í Selárdal, sem varð tilefni þess að hann reisti kirkju. MYIVPLIST G a 11 e r í II o r ii i ð SÖFNUNARSÝNING SAMÚEL JÓNSSONí SELÁRDAL OG AÐRIR LISTAMENN Opið alla daga frá 14-18. Aðgangur ókeypis. Til 11. febrúar. GALLERÍ Hornið stendur nú í vikunni fyrir sýningu sem er ætlað að hrinda af stað átaki til að bjarga og endurreisa hinar sérstæðu byggingar og styttur sem aldraður bóndi í Selárdal við Arnarfjörð, Samúel Jónsson, reisti einn síns liðs kominn Samúel er einn af okk- ar minnisverðustu alþýðulista- mönnum, sem lét sér ekki aðeins nægja að mála myndir, heldur reisti einnig yfir þær kirkju og listasafn og skapaði í kringum sig heilan undraheim. Samúel lést 1969 og síðan hafa byggingar hans og styttur smám saman verið að grotna niður. Skemmdimar væru líklega óbæt- anlegar ef síðasti ábúandi í Selár- dal, Olafur Gíslason, hefði ekki að eigin framkvæði tekið sig til og byrjað að bjarga þeim frá bráðri eyðileggingu. Ólafur J. Engilbertsson, sem hefur haft umsjón með sýningum á Horninu við Hafnarstræti, hefur lengi sýnt listsköpun alþýðulista- manna áhuga og hefur greinilega ákveðið að við svo búið mætti ekki lengur standa. Ólafur hefur, ásamt nafna sínum Gíslasyni, lagt sitt lóð á vogarskálarnar til að endurreisa verk Samúels, með því að efna til sýningar til að safna fé til endur- reisnar á listasafni Samúels Jóns- sonar. Hann hefur fengið í lið með sér Jón Sigurðsson og endursmíð- að líkan Samúels af Péturskirkj- unni í Róm, sem Samúel geymdi í kirkjunni, en hvarf sporlaust það- an, ásamt líkani hans af indversku hofi. Líkanið setur óneitanlega skemmtilegan svip á sýninguna. Ólafur hefur einnig skrifað handrit að leikinni heimildarmynd um ævi og störf Samúels sem nú er í smíð- um, og það er vonandi að sú mynd nái að opna augu fleiri fyrir sér- stæðum töfram staðarins og sögu hans. Ellefu listamenn hafa sýnt mál- staðnum stuðning með því að bjóða fram listaverk til sýningarinnar. Þar á meðal era Tolli, Guðbjörg Lind, Halldór Ásgeirsson og Magnús Tómasson. Samsýning listamanna er aðallega í frásögur færandi fyrir þann samhug og skilning sem þeir sýna þessu fram- taki. I kjallara getur svo að líta þrettán myndir eftir Samúel sjálfan, þar á meðal altari- stöfluna ör- lagaríku, sem varð til þess að hann byggði kirkju. Áuðvitað ætti ekki að þurfa að standa fyrir söfnun af þessu tagi, né reiða sig á að einhverjum detti í hug að reyna að bjarga málunum þegar allt er að hrani komið. En þetta er ekki eina dæmið, því miður, um kæraleysi okk- ar Islendinga og hugsunarleysi gagnvart eigin menningararfi. Ekki fyrir svo löngu varð stór partur af sjóminjasögu Islendinga að ösku í miklum eldi, þegar kviknaði í hrip- lekri og ómannheldri skemmu í Kópavogi, sem stóð á víðavangi og hýsti leifarnar af árabátasögu þjóð- arinnar. Um árabil hefur sjálft Þjóðminjasafnið verið svo illa farið að um tíma var rætt um hvort eina ráðið væri ekki að rífa það. Safn- munum hefur verið komið undan og stungið í geymslur hér og þar um bæinn. Það mætti halda að íslend- ingum þætti það hin mesta pen- ingasóun og braðl að viðhalda eigin menningararfi. Á meðan hugarfarið er svona er ekki við öðru að búast en að það sem byggt hefur verið upp af hugsjónafólki grotni jafn- harðan niður aftur. Gunnar J. Árnason Tindur ísjakans TÓIVBÓKMENNTIR Nólnaliækur SÖNGLAGABÆKUR Islenzk sönglist: Einsöngslög IV- VI fyrir háa/Iága rödd. Ritstjóri: Ólafur Vignir Albertsson. Lagaval: Jón Kristinn Cortes, Jónas Ingi- mundarson, Ólafur Vignir Alberts- son og Trausti Jónsson. Isalög, Reykjavík 1997. 3 x 54 síður. Verð (Tónastöðin): 3 x 2.200 kr. ÓHÆTT er að segja að söng- lagið hafi verið svo til eina tón- greinin sem iðkuð var að ráði hér á landi á fyrri hluta aldar- innar, enda virðist sönglaga- framleiðslan hafa verið furðu- mikil miðað við fámenni og að- stæður. Þó munu áhöld um laga- fjöldann, og ræður breidd skil- greiningar þar miklu. I strang- asta listræna skilningi tala fróðir menn um 2.-2.500 lög á nótum, en ef allt er talið með, einnig lög á tveim nótnastrengjum án sjálf- stæðs undirleiks, þjóðlagaút- setningar, dægurlög o.þ.h., er talið að samanlögð niðurskrifuð söngsköpun landans slagi hátt í 10.000 lög. Þar sem megnið er aðeins til í handriti, þá gefur augaleið, að enn mun af ærnu að taka fyrir útgefendur, jafnvel þótt þeir einskorði sig við mjósta veg listagyðjunnar. Auk nýlegra sérútgáfna Isa- laga á sönglögum Jórannar Við- ar og Jóns Þórarinssonar nær sönglagaútgáfa forlagsins með tilkomu ofangreindra þriggja hefta nú yfir 8 bækur; Sönglög I-II og Éinsöngslög I-VI. Að frádregnum nokkram tvíbirting- um milli Sönglaga I-II og Ein- söngslaga I-VI nemur saman- lagður fjöldi laga í þessum tveim útgáfuröðum um 140 eða u.þ.b. 6% af 2.500, svo við sjáum hér semsé aðeins glitta í efsta tind ísjakans! En hálfnað er verk þá hafið er, segir máltækið. Höfundar eru nú alls 48, og 27 þeirra með fleira en eitt lag hver. Ef marka má verkavalsnefnd útgáfunnar er Sigvaldi Kaldalóns (14 lög (33 síður)) vinsælasti sönglagahöf- undur landsins fyrr og síðar, og kæmi það svosem fáum á óvart. Næst á eftir fylgja Sigfús Ein- arsson (10 (16 s.)), Jórunn Viðar (9 (26 s.)), Páll ísólfsson (9 (19 s.)), Karl O. Runólfsson (8 (18 s.)) og Árni Thorsteinson (6 (13 s.)). Það er vitanlega vonlaust verk að velja úr sönglagaaríi lands- manna svo öllum líki, og hlýtur því smekkur og yfirsýn aðstand- enda að bíða dóms síðari tíma. En jafnvel þótt aðeins takist að komast yfir lítið brot af afrakstri íslenzkra sönglagahöfunda, þá mun þegar ljóst, að með þessum 8 heftum - ásamt þrem nýjum (Einsöngslög VII-IX) áformuð- um síðar á þessu ári - fer Isa- lagaútgáfan senn að skipa sér í röð merkustu nótnaútgáfna lýð- veldisins við hlið fyiTÍ tíma af- reka eins og „Fjárlögin," Ljóð og lög og Musica Islandica, svo eitthvað sé nefnt. Ættu venjulegar bókmenntir í hlut, hefði álíka framtak án efa hlotið ríkisstyrk fyrir löngu. En eins og dæmin sanna, þá sitja syfjaðar meyjar um fjárveiting- arvaldið, þegar tónlistannál eru annars vegar - jafnvel þótt um þjóðargersemar sé að ræða. Ríkarður Ö. Pálsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.