Morgunblaðið - 29.01.1998, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 29.01.1998, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 1998 31 Vaxtarbroddar í arkitektúr og hönnun MYNBI.IST Iláðhús Reykjavíkur ARKITEKTÚR OG HÖNNUN Lokaverkefni arkitekta, landslags- arkitekta og iðnhönnuða. Opið mán.-fös. frá 8-19, lau. og sunn. 12-18. Aðgangur ókeypis. Til 3. febrúar. í RÁÐHÚSI Reykjavíkur er þessa vikuna sýning á lokaverkefn- um 14 arkitekta, landslagsarkitekta og iðnhönnuða. Sýningar á arki- tektúr og hönnun geta reynt á þolrif þeirra sem eru ekki vanir að lesa úr flóknum uppdráttum. Teikningar arkitekta hafa oft að geyma feiki- legt magn upplýsinga, þannig að jafnvel þótt þær sýni allt sem arki- tekt þarf að vita, þá segja þær óþjálfuðu auga næsta lítið. A sýn- ingunni er um mjög ólík verkefni að ræða, sem þar að auki eru sett fram á misjafnan hátt, án þess að það sé reynt að skapa heildarsvip. Ekki er það til að auka manni þolinmæði að sýningin virðist hafa verið sett upp í flýti, flekum og borðum raðað sam- an, myndum raðað upp meira með tilliti til þess að koma sem flestu að, frekar en að gera það aðgengilegt. Merkingar voru ekld nógu skýrar og ekkert samræmi í uppsetningu. Allt gerir þetta áhorfandanum erfltt fyrir og er ekki til þess fallið að halda athygli hans og áhuga. Þetta kemur á óvart því hér eru hönnuðh' á ferð og maður hefði haldið að skýr framsetning á tillögum væri hluti af starfi þeirra. Það kemur heldur hvergi fram, eftir því sem ég gat best séð, hver stóð fyrir sýningunni og sá um uppsetningu. Þegar rýnt er í gögnin kemur ýmislegt athyglisvert í ljós. Nokkur verkefni fást við innlendan vett- vang. Úlla Rolf Pedersen gerir til- lögu að nýju skipulagi fyiir Austur- völl, og Hermann Georg Gunn- laugsson endurskipuleggur Lysti- garðinn á Akureyri og umhverfi hans. Þorleifur Eggertsson vinnur á athyglisverðan hátt úr hugmynd um aðlögunarheimili fyrir unga eitur- lyfjaneytendur. Halldóra Vífilsdótt- ir setur fram spennandi tillögu um hvernig megi gera Öskjuhlíðina að vettvangi íyrir menningarsamskipti og umhverfislist, í tilefni af alda- mótaárinu og hlutverki Reykjavíkur sem menningarborgar Evrópu. Framsetning Halldora á sinni til- lögu var líka einna skýrust fyrir hið ótamda auga. Þarna voru líka mjög metnaðarfull verkefni, eins og vín- verksmiðja á Spáni eftir Orra Arna- son, og skipulag á sendiráðum Norðurlandanna á sameiginlegri lóð við Tiergarten í miðborg Berlínar. Fjölbreytnin er því mikil og við- fangsefnin ólík, þannig að það er ómögulegt að gera sér einhverja heildarmynd af þeim lærdómi sem þessi hópur kemur með að utan. En ef það væri eitthvert eitt atriði, sem ég ætti að tiltaka, sem væri ein- kennandi fyiir verkefnin, þá væri það hið mikla dálæti sem þau virð- ast hafa á ósamhverfu. Flest allir forðast samhverfuna og regluna. Það er enginn miðlægur ás sem hliðar speglast um. Ef um er að ræða einhvern ás þá birtist hann sem vegur, múr, stígur eða gangui' sem klífur í sundur og brýtur upp einingu heildarinnar. Bandaríski myndlistannaðurinn Donald Judd skrifaði einhvers stað- ar að samhverfa eigi að vera reglan í arkitektúr, nema að mjög góðar astæður komi til. Hér virðist hið þveröfuga gilda, að byggingar og skipulag skuli ekki vera sam- hverfar nema annað sé óhjákvæmi- legt. Það væri gaman að spyrja sig hverju það sætir að ungir arkitekt- ar og hönnuðir forðist samhverfuna í lengstu lög. Skyldi einhver einfóld tvíhyggjuhugsun liggja þar að baki, sem sagt, að samhverfa sé reglu- bundin, ströng, ópersónuleg og módernísk, en ósamhverfa, aftur á móti, órökræn, frjáls, persónuleg og póstmódernísk? Eða er þetta bara tíska? Heildaráhrifin af sýningunni voru eins og að upplausnarástand væri ríkjandi, og manni dettur ósjálfrátt í hug hvort sýningin sé lýsandi fyrir ástandið í arkitektúr og iðnhönnun í heiminum í dag. Skipulagt kaos? Gunnar J. Arnason afsláttur Laugavegi 51 - S. 551-7717 Við setjum MENNINGAR-, SKIPULAGS- OG UMHVERFISMÁL á oddinn og leggjumst á eitt að tryggja Guðrúnu Jónsdóttur arkitekt og formanni Menningarmálanefndar Reykjavíkur öruggt sæti í borgarstjórn. * Heildarsýn í skipulagsmálum * Einhæft og fátæklegt líf er afleiðing staðlaðra félagslegra lausna * Virk þátttaka almennings eflir samkennd og sátt í samfélaginu. Gerður Steinþórsdóttir cand. mag. Snorri Ingimarsson læknir Kristín Ástgeirsdóttir alþingiskona Kristinn Hrafnsson myndlistarmaður Kolbrún Bergþórsdóttir bókmenntafræðingur Ólöf Guðný Valdimarsdóttir framkvæmdastjóri Dagfríður Halldórsdóttir ritari Sigrún Karlsdóttir félagsráðgjafi Steinunn Þórarinsdóttir myndlistarmaður Gunnhildur Valdemarsdóttir hjúkrunarforstjóri Arinbjörn Vilhjálmsson arkitekt Helga Hannesdóttir læknir Sigrid Valtingojer myndlistarmaður Ólöf Magnúsdóttir útibússtjóri Agnes Hansdóttir myndmenntakennari Sigríður Guðmannsdóttir sjúkraliði Þór Vigfússon myndlistarmaður Páll Agnar Pálsson fv. yfirdýralæknir Helga K. Bjarnason framkvæmdastjóri Birgir Andrésson myndlistarmaður Anna Eyjólfsdóttir form. myndhöggvarafélagsins Hulda Hákon myndlistarmaður Ólafur Ingi Jónsson forvörður Anna Fjóla Gísladóttir Ijósmyndari Arnar Jónsson leikari Sylvía Guðmundsdóttir kennari Júlíana Gottskálksdóttir listfræðingur Auður Haralds rithöfundur Brynhildur Þorgeirsdóttir myndlistarmaður Brynja Benediktsdóttir leikstjóri FELUM HENNI FORYSTU!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.