Morgunblaðið - 29.01.1998, Page 36

Morgunblaðið - 29.01.1998, Page 36
36 FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR ! Helgi Hálfdanarson UPPHAF STÓRALDAR ER það ekki með ólíkindum, að um það skuli þráttað, hvort 21. öldin og þar með þriðja stóröld e.Kr. muni hefjast með árslokum 1999 eða með árslokum 2000? Þarna er þrefað um það, hvort í heilum tug séu 9 eða 10 einingar! Hver gæti haldið því fram, að 10 kílómetra leið væri á enda þegar farnir hefðu verið aðeins 9 kíló- metrar? Væri það ekki augljós firra? Árið 1989 stóð um það heil- mikil rimma í blöðum, hvort 9. áratug 20. aldar lyki 31. desem- ber 1989 eða 31. desember 1990. Þá reis upp maður spakvitur og ritaði um málið blaðagreinar fremur tvær en eina, sem síðar slæddust inn í þá bók sem ber titilinn „Skynsamleg orð og skætingur". Og svo ég vitni þangað sem mér þykir helzt hygginda að vænta, gríp ég þar upp þessa klausu: „Ymsir virð- ast réttlæta þetta tímatal [að áramótin 1989/1990 séu um leið áratugamót] með því að gera sér í hugarlund eitthvert núll-ár. En „árið núll“ gat því miður hvergi komizt fyrir í áraröðinni, því ár- ið eitt e.Kr. hófst um leið og ár- inu eitt f.Kr. lauk, rétt eins og hitastigið +1°C tekur við af hitastiginu -el°C; þar er ekkert hitastig á milli.“ Og enn kvað hann: „Einhver segir að ekki sé óeðlilegt að telja saman í hvern áratug hverrar aldar þau ár, sem hafa sama tugarstaf í ártal- inu. En þetta er bara ekki hægt nema með því að stela einu ári ofan af fyrsta tug fyrstu aldar, svo að sá „tugur“ yrði að láta sér nægja níu ár, og hlyti það að kallast býsna skringileg taln- ing.“ Nú er að hefjast ýmislegur viðbúnaður til að heilsa nýrri stóröld. Og samtímis er byrjað sama þrasið og áður um lok og upphaf áratugar og aldar. Væri ekki ráð að sólunda pappír og tíma í annað þarfara en karp um þá augljósu staðreynd, að þriðja stóröld e.Kr. hefst 1. janúar árið 2001, en ekki 1. janúar árið 2000, sem er loka-ár 2. stóraldar. Hvernig væri að ganga í bind- indi á allt raus um slíkt og því- líkt, en ræða af þeim mun meiri alvöru, hvort á því séu horfur, að meinkun af mannavöldum hafi í upphafi 3. stóraldar magnazt svo mjög, að sjá megi fram á hrun byggðar á Islandi, og hversu þá skuli brugðizt við þeim ofur- vanda Umboðsmenn skattgreiðenda MORGUNBLAÐ- IÐ hefur vakið athygli á því að fasteigna- skattar landsmanna munu á árinu hækka óeðlilega mikið þar sem fasteignamatið hefur verið hækkað á milli ára um 4,5%. Samkvæmt lögum skal fasteignamat endurspegla markaðs- verð viðkomandi fast- eignar í nóvember ár hvert. Hækkun fast- eignamatsins byggist á spám um hækkun fasteignaverðs sem ekki hafa gengið eftir. Þvert á móti hefur komið fram að fasteigna- matsverð á höfuðborgarsvæðinu á íbúðum af stærðinni 70-110 fer- metrar hefur sáralítið hækkað á milli ára. Fasteignaskattsgreiðend- ur munu því borga hærri fasteigna- gjöld en þeim raunverulega ber að greiða verði ekki gripið í taumana. Hinir einu og sönnu um- boðsmenn skattgreiðenda Forsætisráðherra hefur gagn- rýnt skattayfirvöld fyrir of mikla hörku á stundum gagnvart skatt- greiðendum og hefur varpað fram þeirri hugmynd að þörf sé á þvi að setja á laggirnar embætti umboðs- manns skattgreiðenda til þess að hafa eftirlit með skattayfirvöldum og tryggja að farið sé að lögum og reglum. Þessi hugmynd er góðra gjalda verð, enda að mörgu að hyggja í þessum efnum og mörg eru dæmin sem renna stoðum undir þá skoð- un að víða sé pottur brotinn í kerfinu. Hinu má ekki gleyma að skattayfirvöld eru fyrst og fremst að framfylgja lögum sem stj ómmálamennimir setja á Alþingi og til- lögum um álagshlutfall sem stjómmálamenn samþykkja í sveitar- stjórnum. Hinir raun- verulegu umboðsmenn skattgreiðenda eru því stjórnmálamennirnir sjálfir. Alþingismenn og sveitarstjórnarmenn. Þeir hafa umboð kjósenda á milli kosninga og þeim ber að sjá til þess að al- menningur, einstaklingar og fyrir- Ekki er til of mikils mælst, segir Gunnar Jóhann Birgisson, en fasteignaskatturinn verði endurmetinn út frá réttri verðlagsþró- un fasteigna í landinu. tæki, þurfi ekki að mæta of mikl- um skattaálögum eða of harkaleg- um innheimtuaðgerðum. Þessu umboði og því trausti sem í því felst mega stjórnmálamennirnir ekki bregðast. Alþingismönnum og sveitarstjórnarmönnum, hinum raunverulegu umboðsmönnum skattgreiðenda, ber því skylda til þess að tryggja það að fasteigna- skattar séu ekki ofáætlaðir. Það er kannski til of mikils ætlast að meirihluti borgarstjórnar sem dundar sér helst við það að finna upp nýjar álögur á borgarbúa bregðist rétt við í þessu máli en það má alltaf reyna. Endurmat og almenn hækkun fasteignamats Rétt er að menn hafi í huga að þessari hækkun, sem nú hefur ver- ið deilt á, má ekki rugla saman við endurmat á fasteignamati ein- stakra eigna eins og sumir hafa gert. Það er t.d. Ijóst að fasteigna- mat einstakra eigna í Reykjavík er vanmetið. Sú staðreynd breytir hins vegar ekki því að hin almenna hækkun fasteignamats sem bygg- ist á spám um verðbreytingar á fasteignaverði er röng. Hin al- menna fasteignaskattahækkun bitnar því jafnt á þeim sem eiga fasteignir sem eru rétt metnar og þeim sem eiga fasteignir sem eru vanmetnar. Nú þarf að finna leiðir til þess að endurmeta fasteignaskattana út frá réttri verðlagsþróun fasteigna í landinu. Það er ekki til of mikils ætlast eða hvað? Þarf kannski sér- stakt embætti umboðsmanns skattgreiðenda til þess að tryggja að það verði gert? Höfundur er borgarfulltrúi. Gunnar Jóhann Birgisson >

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.