Morgunblaðið - 29.01.1998, Side 39

Morgunblaðið - 29.01.1998, Side 39
 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 1998 39 0 i AÐSENDAR GREINAR ferðamenn og gera þeim vist sína hér eftirminnilega. Vanræksla okkar á þessu sviði kann að stafa að einhverju leyti af því að við höfum sjálf lengst af farið til útlanda í leit að ódýru áfengi og hlýju sólskini, vinnuþrælkuð og í mestri þörf lyrir hugsunarlitla hvfld. Þess vegna hefur alltaf verið gert ráð fyrir því hér að túristar væru allir og alls staðar fávísir, áhugalausir og latir að hugsa. En útlendir ferðamenn sem koma til Islands hljóta að vera að leita að einhverju öðru en ódýru áfengi, hlýju sólskini eða íyrirhafnarlausri hvfld. Mér finnst líka ósennilegt að margir þeirra séu að fara í sína fyrstu langferð. Þeir hljóta flestir að vera búnir að fá sig fullsadda af þessu fyrst-mest-stærst-best-gorti, sem allar ferðakynningar hafa ver- ið fullar af svo lengi sem elstu menn muna. Mestur hluti þess fólks sem við eigum möguleika á að taka á móti á íslandi hlýtur að vera menntað fólk, ferðavant og gagn- rýnið. Við það verður að tala í al- vöru og af sannri, haldgóðri þekk- ingu. Allt annað er rányrkja í at- vinnugreininni. Við íslendingar þurfum að byggja upp menntaða ferðaþjón- ustu sem kynnir íslenskan menn- ingararf erlendis og sinnir fólki sem í hefur kviknað áhugi við þá kynningu. Þetta er langtum nær- tækari kostur en flestir hugsa út í hér á landi. Islensk miðaldamenn- ing er auðug og forvitnileg, og hún er þegar orðin þekktari í heiminum en flesta Islendinga grunar. Bara eitt dæmi að sinni: Lærð og alvar- leg bók um þessa menningu eftir bandaríska prófessorinn Jesse Byock, Medieval Iceland, hefur ekki aðeins verið þýdd og gefin út á japönsku, hún er komin þar í annarri útgáfu. Þúsund ára afmæli Vínlandsferðanna er gott tilefni til þess að hefja myndarlegt kynning- arátak á íslenskri miðaldamenn- ingu. Það má gera enn, þrátt fyrir þessi einu nefndarmistök forsætis- ráðuneytisins, en það er sannarlega kominn tími til að hefjast handa. Höfundur er prófessor í sagnfræði. Hvað er Taizé? VIÐ erum stödd í Háteigskirkju í Reykjavík. Það er fimmtudagskvöld. Klukkan er að verða níu. I kirkjunni er allt til reiðu. Kertaljós loga í gluggum og á gólfi, raflýsing í lág- marki, reykelsisilmur í lofti. Við fáum okkur sæti á mjúkum bekkj- unum með sönghefti í hendi. Kyrrðin er nær áþreifanleg. Við virð- um fyrir okkur altaris- myndina, krossinn lit- ríka, tákn lífsins, sem Guð gefur. Hér snertir himinn jörð. Við endurnýjum ósýnilega krossinn okkar í signing- unni og svo hefst söngurinn: Taizé er sveitaþorp í Frakklandi. María Ágústsdóttir segir frá Taizé-messum og -söngvum. „Drottinn Guð hefur sent mér styrk sinn, Drottinn Guð, hann er mér allt. Hann mun vísa mér á sinn veg og breyta ótta í gleði- söng...“ Laglínan er einföld og við getum öll sungið með, studd af orgeli, þverflautu og gítar sem glæða sönginn lífi. A milli söngva er lesið úr ritning- unni. Svo sitjum við í kyrrðinni góða stund og finnum frið Guðs í hjarta og huga. „Vona á Guð, hann kemur fljótt. Vona á Guð, mér gefur frið“. Og svo biðjum við, tendrum ljós og felum Drottni Jesú líf okkar og systkina okkar um allan heim. Aður en við göngum syngjandi út úr kirkjunni gefst okkur kostur á að þiggja fyrirbæn við altarið. Þar er nærvera Guðs sterk. „Þar sem mis- kunn býr og kærleikur, þar ert þú, ó, Guð...“ María Ágústsdóttir Taizé: Sátt og eining Taizé-söngur á upp- runa sinn í samnefndu sveitaþorpi í Frakk- landi. Allt frá síðari heimsstyrjöld hefúr evangelískt bræðrafé- lag haft þar aðsetur sitt og mótað einfalt helgihald, sem hefur samfélag og frið milli manna og þjóða að markmiði sínu. Margt fólk heimsækir Taizé ár hvert og flytur með sér hugsjónina og söngvana heim. Enda gætir áhrifa Taizé um allan heim, ekki síst í samkirkjulegu starfi, þar sem lögð er áhersla á systkinasamfélag allra kristinna manna. Hér á íslandi hafa Taizé-messur verið haldnar víða og með mismun- andi sniði. Tvennt er þó ávallt haft í heiðri, söngvamir, sem kenndir eru við Taizé, og markmiðið, að miðla sátt og einingu. Látið sættast við Guð, segir í helgri bók (II. Kor. 5.20). Taizé-kvöldsöngurinn hjálpar okkur að ná sáttum, að sættast við okkur sjálf, annað fólk, lífið og Guð. Verið velkomin í Háteigskirkju á fimmtudagskvöldum kl. 21. Höfundur er prestur við Háteigs- kirkju í Reykjnvík. ALHLIDA TOLVUKERFI HUGBUNAÐUR FYRIR WINDOWS A annað þúsund notendur KERFISÞRÓUN HF. Fákafeni 11 • Sími 508 8055 www.islandia.is/kerfisthroun Míkiá úrvðl af falleguiti rúfflfatnciái íiði* OMmBröaMgll Simissi 4050 Reyktwfk. JDeqiiiiiUUiíh - kjarni málsins! EUROðATEX' PÍPU- EINANCRUN kk (sjálfKmandi rúllum, plötum og hólkum. Þ. ÞORGRÍMSSON & CO ÁRMÚLA 29 - REYKJAVÍK - SÍMI 38640 J I 4 Super BlackLine 28Lt 4 hausa Hi-Fi Nicam Stereo tæki Long Play, taktu upp 10 tíma af efni 8 liða upptökuminni m/ShowView 2 Scart tengi og RCA f.videtökuvél Fjarstýring og allar aðgerðir á skjá Schneider MP14Q Þessi gefur bíósölunum ■ 200W heimabíómagnari • 3ja diska geislaspilari og tvöfalt kassettutæki • Stafrænt útvarp ... og að sjálfsögðu 5 hátalarar B»Schn0ktef MONTANA Flatur SUPER Blackline myndlampi - Nicam Stereo 2 x 35 wött - Textavarp, Scart tengi - Sjálfvirk stöðvainnsetning - Fjarstýring ofl. - A\xarpsv©^urUmí W\K\ð urva/ af oX Geislaspilari Stafrænt útvarp Kassettutæki Fjarstýring ofi. Tölvur Grensásvegi 3-108 Reykjavlk - Sími: 5885900 - Fax : 5885905 Fyrir falleg heimili! w0m •%a t m ' -I Tneira 1« HÚSGAGNAHÖLLIN Bíldshöfðl 20 -112 Rvfk - S:510 8000

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.