Morgunblaðið - 29.01.1998, Side 40
MORGUNBLAÐIÐ
, 40 FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 1998
MINNINGAR
SIG URFINNUR
KLEMENZSON
+ Sigurfinnur
Klemenzson
fæddist 9. október
1913. Hann andaðist
á heimili sínu 22.
janúar síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Auðbjörg Jónsdótt-
ir, f. 5.5. 1888, d.
14.12. 1977, hús-
freyja á Vestri-
Skógtjörn, og Klem-
enz Jónsson, f. 1.4.
1876, d. 16.8. 1955,
bóndi, skólastjóri og
oddviti á Vestri-
Skógtjörn. Systkini
hans voru: Jón, f. 30.12 1907,
sjómaður í Reykjavík (látinn);
Eggert, f. 19.7. 1909, skipstjóri
á Skógtjörn (látinn); Guðjón, f.
4.1. 1911, læknir í Keflavíkur-
héraði (látinn); Guð-
ný Þorbjörg, f. 8.2.
1912, húsfreyja á
Hofi á Álftanesi (lát-
in); Sveinbjörn, f.
1.10. 1914, vélstjóri
á Sólbarði á Álfta-
nesi (látinn); Gunn-
ar, f. 28.1. 1916,
stýrimaður í
Reykjavík (látinn);
Guðlaug, f. 5.1.
1918, húsmóðir í
Reykjavík; Sveinn
Helgi, f. 29.11 1921,
b. á Tjarnarbakka á
Álftanesi; Sigurður,
f. 31.8. 1926, múrari á Búðarflöt
á Álftanesi.
Utför Sigurfinns fer fram frá
Bessastaðakirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
Þegar mágur minn er kvaddur
hinsta sinni koma margar minning-
ar upp í hugann í gegnum áratuga
nærveru og náin kynni. Finnur var
hann kallaður í daglegu tali, af sín-
um nánustu ættingjum og vinum.
Finnur ólst upp í stórum systkina-
y. hópi, var hann sjötti í aldursröðinni
af tíu systkinum. Áhugi eldri systk-
ina beindist í ýmsar áttir þegar þau
uxu úr grasi og þau fóru fljótlega að
heiman í nám og störf.
Fljótt kom í ljós að Finnur var
natinn við skepnumar, hann var vel
greindur og hagur í höndum og for-
eldrar hans vildu að hann færi til
Reykjavíkur og lærði eitthvað eins
og hin systkinin. Hans var valið og
hann gat vel hugsað sér að verða
smiður. Honum var komið í læri í
- þeirri grein og hann fór á tilsettum
' tíma til Reykjavíkur í fyrirhugað
trésmíðanám. En hann staldraði að-
eins stutt við. Þegar heim kom
sagðist hann ekki hafa kunnað við
sig.
Mörgum áratugum seinna þegar
við Finnur áttum tal saman um lífið
og tilveruna barst talið að trésmíða-
námi hans sem ekkert varð úr á
hans yngri árum. Finnur sagðist
aldrei hafa séð eftir því að svo fór.
Hann sagði mér ástæðuna fyrir því:
„Þú veist að pabbi hafði lítinn tíma
til að hugsa um skepnurnar og bú-
skapinn, með skólanum, oddvita-
störfum og alls komar félagsstörf-
um. Eg vissi að yngri bræður mínir
myndu fara að heiman þegar þeir
'•^hefðu aldur til og mamma var
heilsuveil með stórt heimili.“
Ég kynntist Finni strax og ég
kom í fjölskylduna og fluttist alfarið
á Álftanesið haustið 1941. Við
bjuggum fyrst á Skógtjörn sem
Eggert mágur minn átti. Það var
mikill samgangur á milli Skógtjarn-
ar og Vestri-Skógtjarnar. Ég sótti
mjólkina í fjósið til Finns og komst
ekki hjá því að sjá hvað hann hugs-
aði vel um kýrnar, þar ríkti natni,
þrifnaður og reglusemi. Þannig var
Finnur í öllum sínum störfum, allt
fram á síðasta dag.
Mér kemur nú í hug smáatvik
sem gerðist á einhverju merkisaf-
mæli Klemenzar föður hans. Það
'?#var veisla og margir gestir saman-
komnir. Börnin í fjölskyldunni sem
þá voru ung að árum, voru að sjálf-
sögðu þama líka. Kona úr Reykja-
vík snýr sér að ungum dóttursyni
Klemenzar og spyr hvort hann
hjálpi ekki Finni í fjósinu. „Jú,“ seg-
ir sá stutti. Konan heldur áfram að
spyrja hvað afi hans eigi margar
kýr. „Hann á engar kýr, hann Finn-
ur á kýrnar." „Nú,“ sagði konan „á
afi þinn þá húsið hérna?“ „Nei,
amma á húsið,“ svaraði drengurinn.
„Á afi þinn þá ekki neitt?“ spyr kon-
an. Drengurinn hugsar sig um og
segir svo íbygginn: „Jú, hann á
margar, margar bækur.“ Ég sem
var þama í grennd og heyrði um-
ræðumar hugsaði með mér að
málshátturinn „bragð er að þá
barnið finnur" sannaðist hér. Sann-
leikurinn er sá að Vestri-Skógtjörn
gekk aldrei undir öðra nafni hjá
má ekki skilja orð mín svo að bömin
hafi ekki elskað og virt afa sinn,
hann var elskulegur afi, en hann var
mikið að heiman, en Finnur og
amma alltaf á sínum stað og til taks
er á þurfti að halda.
Já, það var mikil gæfa fyrir börn-
in okkar að eiga hann Éinn fyrir
frænda og vera í nálægð hans.
Hann var einstaklega barngóður.
Bömin söfnuðust í kringum hann og
öllum börnum þótti vænt um hann,
hvort sem þau vora skyld honum
eða óvandabundin.
Eftir að vélarnar komu við sögu
sóttust eldri drengirnir eftir að sitja
á hjá Finni. Traktorinn hafði mikið
aðdráttarafl eins og allir vita. Það
var gaman að fá að taka í stýrið,
Finnur var umburðarlyndur en við-
hafði alla gætni.
Það var mikið um að vera þegar
hann var að hirða heyið og koma því
í hlöðu. Við mæðurnar sem sáum út
um gluggana okkar allt þetta
krakkastóð í kringum hann, með
galsa og hávaða, báðum Guð að
hjálpa okkur og forða börnunum frá
slysum. Það var með ólíkindum
hvað Finnur hafði gott lag á börn-
unum og í gegnum lífið komst hann
án þess að nokkurt óhapp eða slys
yrði í sambandi við heyskapinn.
Á stríðsáranum breyttust bú-
skaparhættir á ýmsa lund. Margir
bændur hér á Álftanesi fóra út í
hænsnarækt. Finnur byrjaði hægt í
þeirri búgrein en óðum fjölgaði
varphænum og hann fékk sér út-
ungunarvél. Þá var nú gaman fyrir
bömin að fylgjast með því furðufyr-
irbæri.
Finnur var farsæll maður í lífi og
starfi, hann var jafnlyndur og hress
og hafði gaman að því að fá heim-
sóknir og spjalla við fólk. Hann var
mikill náttúruunnandi og fróður um
marga hluti eftir lestur góðra bóka.
Hann var hraustur, en gerð var á
honum mjaðmaaðgerð fyrir mörg-
um áram.
Nú I seinni tíð fór aftur að bera á
bilun á mjöðm og fótum. Hann átti
orðið erfitt um gang, sem endaði
með því að hann varð ófær að ganga
utandyra, ennfremur að ganga
stiga. Hann lifði í voninni að komast
í aðgerð nú í febrúar eftir langa bið.
Ég kom til Finns einn fagran
sumardag á síðastliðnu sumri. Hann
var þá með sjónaukann sinn að
horfa á hið fagra útsýni er við hon-
um blasti í gegnum gluggann hans.
Það stytti honum margar stundim-
ar, dægrin löng. Hann sagðist íylgj-
ast með fuglunum sínum á Skóg-
tjörninni áfram en verst þætti hon-
um að geta ekki gefið þeim eins og
hann hafði alltaf gert. Ég fann að
það þótti honum sárt. Það er marg-
breytilegt fuglalíf á Skógtjörninni
og hann þekkti alla fugla og ég held
að þeir hafi þekkt hann.
Éinnur var andlega hress til hins
síðasta dags og hann fékk hægt
andlát.
Fallinn er frá maður er öllum
þótti vænt um er honum kynntust
eitthvað að ráði. Hann var mjög
þakklátur því fólki er aðstoðaði
heilsunnar vegna, að bjarga sér
sjálfur. Ber þar að nefna bræður
hans og Sigurrósu mágkonu hans.
Enn fremur vil ég koma þakklæti
til Gunnars Halldórssonar, sem
gerði honum lífið léttbærara síðustu
vikumar, með breytingu og lagfær-
ingu á húsnæði hans.
Far þú í friði,
friður Guós þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Margét Sveinsdóttir,
Sólbarði, Álftanesi.
í dag kveðjum við Sigurfinn Klem-
ensson. Það er undarlegt til þess að
hugsa að hann sé ekki lengur á
meðal okkar. Finnur sem skipaði
svo stórt hlutverk í æsku okkar.
Þegar við systkinin ólumst upp
bjuggum við fyrstu árin í Ömmu-
húsi, með foreldram okkar, ásamt
Finni og ömmu. Allir krakkarnir
kölluðu húsið Vestri-Skógtjörn
„Ömmuhús" og skipti þá engu hvort
amma, Auðbjörg Jónsdóttir, var
amma þeirra eða ekki. Frá því við
munum eftir okkur sá Finnur um
búskapinn. Hann var bóndinn.
Hann hugsaði um dýrin, sá um tún-
in og dyttaði að útihúsunum. Aldrei
féll honum verk úr hendi. Við minn-
umst vorsins þegar sauðburðurinn
stóð sem hæst og Finnur bað okkur
krakkana að ganga um túnin til að
fylgjast með litlu nýfæddu lömbun-
um. Þegar við gengum fram á lömb-
in tvö sem höfðu fæðst andvana og
lágu hreyfingarlaus en mamma
þeirra jarmaði ámátlega. Hlaupin
heim, gráturinn og sorgin. En síðan
rólegar útskýringar Finns á gangi
lífsins, settar fram á einfaldan og
tilgerðarlausan hátt fyrir okkur
börnin.
Við minnumst sumarsins, þegar
fullorðna fólkið var á þönum við
sláttinn. Finnur standandi við
hlöðuvegginn ásamt bræðrum sín-
um að spá í veðrið. Það varð að ná
heyinu þurru inn í hlöðu áður en
hann rigndi. Við krakkarnir reynd-
um að hjálpa til sem mest. Við rök-
uðum, snerum og elstu strákamir
fengu að stjórna traktornum. Allir
þóttust vera að hjálpa til. Það var líf
og fjör langt fram á kvöld. En þessu
stjómaði Finnur á sinn rólega hátt.
Það hefði mátt ætla að krakka-
mergðin myndi slá hann út af lag-
inu, en aldrei sáum við hann skipta
skapi eða missa þolinmæðina gagn-
vart okkur. Þegar dimma tók á
kvöldin í ágúst söfnuðumst við
krakkarnir saman hjá Ömmuhúsi
og fóram í leiki. Það voru feluleikir,
fallin spýta, yfir og ýmsir drauga-
leikir. Það var svo gaman að leika
sér í kringum öll útihúsin þar sem
vora ótal felustaðir. Oft aflagaðist
eitthvað í þessum leikjum okkar þar
sem við hlupum í gegnum útihúsin,
yfir þau og kringum. Daginn eftir
þurfti Finnur oft að laga til eftir
okkur, en ekki minnumst við þess
að hann hafi skammað okkur alvar-
lega fyrir hamaganginn.
Iðulega sagði Finnur okkur frá
ýmsu sem gerðist þegar hann ólst
upp. Hann sagði okkur sögur frá því
þegar hann var ungur maður á ferð
með bræðrum sínum og systram.
Hann sagði okkur frá hemámstím-
anum og fjölmörgu öðru ógleyman-
legu. Alltaf talaði hann við okkur
eins og jafningja. Það var því engin
furða að alltaf væri fullt af börnum,
skyldum og óskyldum, hjá Finni í
Ömmuhúsi. Þegar við systkinin ux-
um úr grasi og eignuðumst sjálf
okkar eigin börn sóttu þau jafn mik-
ið í Finn og við höfðum gert.
Það er ekki hægt að skrifa um
Finn án þess að nefna öll dýrin sem
löðuðust að honum. Við munum
ekki eftir Finni öðra vísi en að það
væri köttur einhvers staðar nærri
honum, ýmist sofandi í fanginu á
honum eða labbandi á eftir honum.
Það var ekki erfitt að skilja tíkina
Dísu eftir heima þegar við fóram í
skólann og mamma og pabbi fóra til
vinnu. Við vissum að um Ieið og við
færam myndi hún labba yfir til
vera þar í góðu yfirlæti. Einnig
söfnuðust fuglarnir í kringum Finn
og gaf hann þeim iðulega eitthvað í
gogginn, sérstaklega þegar snjór lá
yfir öllu. Fræg er sagan um fálkann
sem kom á hverjum degi og fékk þá
eitthvað matarkyns.
Hjarta þitt var hlýtt og gott,
hugurinn rór og mildur,
fas þitt allt bar fagran vott
um fómarlund og skyldur.
Blessuð sé minning Sigurfinns
Klemenssonar.
Ingólfur, Pálína, Ásmundur,
Jón Guðlaugur og Baldvin.
Finnur móðurbróðir minn er dá-
inn. Hann hét Sigurfinnur Klem-
enzson og var eitt tíu barna afa og
ömmu, þeirra Auðbjargar Jóns-
dóttur og Klemenzar Jónssonar á
Vestri-Skógtjörn. Finnur var
bóndi að Vestri-Skógtjörn eftir að
afi og amma hættu búskap. Ætt
hans og uppruni verður ekki rak-
inn hér, það gera aðrir betur, en ég
vil geta nokkurra atriða sem
verma minninguna um Finn.
Frænda mínum var margt til lista
lagt. Hann var smiður góður á tré
og járn og stundaði einnig bókband
á yngri árum. Að eðlisfari var hann
afskaplega geðgóður, skipti aldrei
skapi.
Finnur var mikill bamavinur,
hann giftist aldrei og eignaðist eng-
in böm en barnalán hans var í raun
mikið vegna þess að öll börn hænd-
ust að honum og dáðu hann, þau
fylgdust með honum við störf hans
og tóku þátt í þeim. Aldrei þurfti
Finnur að brýna raust sína þegar
hann ávarpaði börnin, enda vora
orð hans lög hjá þeim öllum. I
reynd má segja að Finnur gegndi
hlutverki leikskóla á Suðurnesinu
meðan hann var bóndi á Vestri-
Skógtjörn. Finnur var einnig mikill
dýravinur og fóðraði dýr og fugla á
vetuma. Ég á mynd í fóram mínum
þar sem fimm fálkar voru saman að
gæða sér á kræsingum sem Finnur
fóðraði þá á í Skógtjamarfjöranni.
Finnur var minnugur og afskaplega
fróður um lífið hér á Álftanesinu áð-
ur fyrr þegar hér var bændasamfé-
lag.
Mig langar að þakka frænda mín-
um ljúfar minningar frá uppvaxtar-
áram okkar systkinanna á Hofi. Það
var hlutverk okkar að sækja mjólk
til hans út í Ömmuhús (Vestri-Skóg-
tjörn) á morgnana en þá var oft
spjallað við Finn um heimspekileg
málefni við mjaltimar. Gaf hann
okkur góð ráð og alltaf ræddi hann
við okkur sem jafningja.
Ekki má gleyma ævintýraferðun-
um þegar um hrognkelsanetin var
vitjað svo ekki sé talað um að fá að
fara á skak á stóra bátnum, það var
toppurinn á tilveranni.
Að lokum vil ég þakka frænda
mínum fyrir samverana og hollt
veganesti. Minning hans gleymist
ekki.
Jón G. Gunnlaugsson
(Ummi frá Hofi).
Fuglar himinsins þekktu hann.
Þeir vissu hvert þeir áttu að leita
þegar harðna fór á dalnum. Engan
hef ég annan þekkt sem hafði jafn-
vel fálka undir sínum verndarvæng.
Hann slátraði hænu ef á þurfti að
halda til að geta gefið þessum vini
sínum eitthvað í gogginn. Kalda,
virka daga, þegar borgarbörnin
máttu ekki vera að því að muna eft-
ir álftunum á Tjörninni, kom það
fyrir að „Reykjavíkurdömurnar",
eins og hann kallaði þær, bragðu
sér hingað í sveitina til þess að
kvaka út brauðmola. Á vorin vakti
hann með kíkinum sínum yfir unga-
mömmunum á Skógtjöminni. Ef
veiðibjallan varð uppvís að því að
ganga of nærri þeim með græðgi
sinni, var haglabyssan sótt og skoti
hleypt af. Hræið hengdi hann upp á
stöng á fjörukambinum, öðrum
vargi til vamaðar.
Það var ávallt upplifun að koma í
Ömmuhús. Sérstök lykt, einstakt
andrúmsloft. Viðmót bóndans
hæversklegt og vingjarnlegt. Fram-
heldur spurði Kristján minn: „Hvað
segir hún?“ Með tímanum eignaðist
ég vináttu hans og fannst ég rík.
Einhvem veginn hef ég þó hálfpart-
inn skammast mín fyrir að tilheyra
neyslukynslóð nútímans, sem lagði
túnin hans undir óþarflega stór hús
og garða með fánýtum skraut-
jurtum.
Hann virtist þó ekki láta þessa
innrás raska tilvera sinni um of,
heldur hélt áfram að hugsa um
hænurnar og rækta garðinn sinn af
þeirri natni og festu sem einkenndi
líf hans. Heimilisbragurinn á bæn-
um bar vott um nægjusemi og um-
fram allt reglusemi. Hver hlutur
þjónaði sínum tilgangi og var á sín-
um stað. Nöfnin á veggnum við
hurðina í herberginu hans eru til
marks um það, að þó þessi öðlingur
hafi ekki eignast neina afkomendur,
þá átti hann eitthvað í ótal einstak-
Iingum. Hver krakkakynslóðin af
annarri hefur sótt í hlýjuna og ör-
yggið sem frá honum stafaði.
Það hefur verið dýrmætt fyrir
bömin mín að fá að kynnast frænda
sínum. Síðustu bændumir á Álfta-
nesi hverfa nú hver af öðrum á fund
feðra sinna. Sigurfinnur Klemenz-
son fæddist, lifði lífi sínu og dó á
sama stað. Gamlar hendur bæra
ekki gluggatjöldin lengur, hjartað í
húsinu er hætt að slá. Hann fékk að
fara með þeirri reisn og fegurð sem
hann átti inni hjá almættinu. Guð
geymi Finn minn, hér eftir sem
hingað til.
Kristín S. Sigurleifsdóttir.
Það kom mér ekki beint á óvart
þegar hringt var í mig 22. janúar sl.
og mér sagt að minn gamli vinur og
sveitungi, Sigurfinnur Klemenzson,
Vestri-Skógtjörn, væri látinn. Það
var svo í þetta sinn sem oft áður að
ég hafði hugsað mér að heimsækja
hann um nokkurt skeið, en af slóða-
hætti ekki komið þvi í verk. Nú var
það orðið of seint. Er ég heimsótti
Sigurfinn síðast hafði hann látið svo
mjög á sjá, að ljóst virtist vera að
leiðin langa væri fyrir stafni og ef til
vill ekki svo langt að bíða þess að
ferðin hæfist.
Margar ljúfar minningar leita á
hugann, allt frá minni bemsku til
síðustu ára. Ótrúlega margt birtist
huganum, þótt allmörg ár hafi að-
skilið aldur okkar Finns. Get ég í
þessum línum ekki látið hjá Hða að
geta sameiginlegs vinar sem geng-
inn er fyrir nokkrum árum, en það
var Magnús Stefánsson á Klöpp.
Áttum við þrír margar góðar stund-
ir saman, einkum og sér í lagi minn-
ist ég stunda er Bakkus gamli var
með í för og hressti upp á samkund-
una með sinni einstöku lagni sem
hann býr yfir, ef bönd era á honum
höfð. Þegar kemur að ferðinni löngu
hjá undirrituðum ætla ég rétt að
vona að þessir gömlu félagar mínir
og sönnu vinir verði tilbúnir með
smá uppákomu fýrir sjálfskipaðan
fulltrúa „Gesthúsaslektisins", verði
okkur ætluð dvöl á nærliggjandi
slóðum.
Mjög sterk tengsl hafa ætíð verið
milli heimilanna Amakots og Gest-
húsa. Meðal annars mun Sigurfinn-
ur og sumir hans eldri bræðra hafa
unnið Gesthúsaheimilinu hér áður
fyrr, bæði til sjós og lands. Bræður
mínir tveir, mér eldri, héldu einnig
mikinn kunningsskap við Finn og
hans yngri bræður. Þessi tengsl
hafa síðan enn haldist með þriðja
ættlið og hér var það Finnur sem
ávallt var miðpunkturinn. Eftir að
ég óx úr grasi og gat eitthvað farið
að bjástra var það iðulega svo ef um
eitthvað vanhagaði heima í Gesthús-
um, sem ekki var hægt að bjarga af
heimamönnum, að sagt var:
„Skrepptu suður í Árnakot og biddu
Finn“ að hjálpa með þetta eða hitt.
Ævinlega var Finnur reiðubúinn til
aðstoðar hver svo sem vandamálin
vora. Og eru honum hér með færðar
síðbúnar þakkir fyrir hans liðleg-
heit.
Sigurfinnur var ekki víðfórall um
dagana svo mér sé kunnugt um, en
hann virðist ekki hafa þurft þess
með til að kynnast og laða að sér
fólk. Það má undran sæta hversu
margir bæði ungir og aldnir þekktu