Morgunblaðið - 29.01.1998, Síða 41

Morgunblaðið - 29.01.1998, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 1998 áít- sömu ljúfu söguna. Sérstaklega var þetta áberandi með böm og ung- linga, en það var eins og þau gætu alltaf átt samleið með honum þrátt fyrir oft mikinn aldursmun. Svo sterk aðlaðandi og jákvæð áhrif hafði Finnur á þá sem stóðu honum nærri, að mér finnst ég enn sjá móta fyrir áhrifum frá honum á sumum hans frændum sem voru við sumarstörf í „Ömmuhúsi" - Árna- koti - á sínum bams- og unglings- ánun. Ætlun mín með þessum línum var ekki að rekja æviferil Sigurfinns Klemenzsonar, til þess verða ugg- laust aðrir mér kunnugri. Þetta áttu aðeins að vera nokkur kveðju- og þakkarorð til þessa horfna vinar, en jafnframt vil ég í nafni minna nán- ustu fyrr og nú þakka honum allt sem hann veitti okkur bæði með verkum sínum og hugljúfu viðmóti og biðja honum blessunar á þeirri vegferð sem hann á nú fyrir hönd- um. Ástvinum hans öllum votta ég mína dýpstu samúð. Einar Ólafsson. Fimmtudaginn 22. janúar sl. vom mér færðar þær sorgarfréttir að elskulegi frændi minn, hann Finn- ur, væri farinn frá okkur. Tárin streymdu niður hvert af öðm og all- ar fallegu minningamar um hann skutu upp kollinum. Sem bam kynntist ég þessum elskulega frænda mínum sem var svo góður við alla. Öllum sem komu nálægt honum tók hann opnum örmum. Finnur var frameftir alltaf svo hress og kátur og leyfði okkur krökkunum að leika okkur í brekkunni hjá sér, sem var vel og lengi uppáhalds skíðastaður okkar. Á yngri ámm var maður alltaf að sniglast í kringum hann. Hann gaf okkur gulrætur sem hann hafi tínt úr garðinum. Einnig leyfði hann okkur að tína sjálf rabarbara úr garðinum sínum og borða. Það þótti okkur rosalega spennandi. Fengum við að leika okkur tímunum saman uppi á háalofti hjá honum og kom þá Finnur iðulega og gaukaði að okkur mola. Við litum ávallt upp til hans Finns og öllum þótti svo vænt um hann. Eitt er mér mjög minnis- stætt og það er veggurinn inni í svefnherberginu hans. Þegar við voram yngri þá mældi hann hæð okkar og við skrifuðum nöfn okkar á hann og dagsetningu. Þegar við komum næst þá mældum við okkur aftur og skoðuðum hvort við hefðum stækkað eitthvað. Aldrei málaði hann yfir nöfnin og er veggurinn út- krotaður með hinum og þessum nöfnum. Með þessum orðum er ég eflaust að tala fyrir hönd margi'a annarra sem hafa sömu sögu að segja af Finni. Lengi vel seldi Finnur egg. Man ég þegar okkur á heimilinu vantaði egg og mamma bað einhverja af okkur systranum að fara til Finns og kaupa egg. Þá var aldrei vanda- mál hvort einhver nennti að fara. Allar vomm við fúsar til fararinnar og stundum fórum við bara allar þrjár. Þetta lýsir hve Finnur var elsku- legur og góðhjartaður. Ég náði aldrei að kveðja þig elsku Finnur minn og óraði mig ekki fyrir því að það yrði í hinsta sinn er ég og Ósk systir mín heimsóttum þig á að- fangadag. Það verður tómlegt án þín og skrýtið að hugsa til þess að Vestri-Skógtjörn standi nú auð. Við á Hlein biðjum Guð að vera með þér, elsku Finnur okkar, og þökkum þér allt það sem þú gerðir fyrir okkur. Ema Sif Auðunsdóttir. Nú þegar Sigurfinnur Klemenz- son, kær föðurbróðir, er látinn, streyma minningarnar fram. í hug- ann koma heimsóknimar út á Alfta- nes, til ömmu og Finns í ömmuhús, en svo köllum við alltaf Vestri- Skógtjörn, og síðar til Finns frænda, sem bjó einn í ömmuhúsi eftir að amma dó fyrir 20 áram. Finnur var bóndi alla tíð og við systkinabörnin fylgdum honum hvert fótmál við bústörfin, út í fjós og niður í hænsnakofa, afar lær- dómsríkt fyrir okkur þéttbýlisbörn- in. Síðar hafa bömin okkar einnig notið þessarar einstöku leiðsagnar og hlýju hjá Finni frænda. Hann var sannkallaður uppáhaldsfrændi. Hann var óþreytandi að upplýsa okkur um skepnurnar og umhverf- ið. Hann var einstaklega bamgóður og náði vel til barnanna. Finnur var örlátur maður. Við frændsystkinin nutum góðs af því og ekki síður dýr- in í kringum hann. Hann fóðraði til dæmis fálka í fjöranni á veturna um árabil. Að leiðarlokum erum við einstak- lega þakklát fyrir samverustundirn- ar á ættarmótinu, sem haldið var í Guðnýjarlundi, hjá Hofi á Álftanesi, á einum fallegasta degi síðastliðins sumars. Hafðu þökk fyrir allt, kæri frændi. Guðjónsbörn. Já, nú er hann allur blessaður öðlingurinn hann Finnur, hann dó heima þar sem hann helst vildi vera. Ég minnist allra þeirra stunda sem við frændsystkinin fengum að eyða með Finni, því það þótti dálítil upphefð að vera með honum og gera kannski svolítið gagn. Fyrsta sumarkaupið mitt fékk ég einmitt hjá Finni, þó ég hafi ekki verið ráð- inn í vinnu 10 ára gamall, en Finni fannst að við ættum að fá eitthvað fyrir hjálpina. Það var stoltur strák- ur sem fór heim með fjársjóðinn, 200 kr. í rauðum tíköllum með teygju bundna í kross. Finnur var einstaklega barngóður maður og oft var jafn mikill þungi í börnum sem í heyi í heygrindinni þegar hann var að hirða á sumrin. Þegar ég óx úr grasi skildu leiðir okkar um stund. En alltaf var gam- an að koma við hjá Finni og spjalla svolitla stund. Seinna á ævinni varð ég þeirrar ánægju aðnjótandi að aka honum umhverfis landið. Hann naut þeiiT- ar ferðar mjög og hafði orð á ýmsu á leiðinni sem ég hafði ekki leitt hugann að, því glöggur var hann og minnugur með afbrigðum. Það era sjaldgæfir menn eins og Finnur og hægt að skrifa langt mál um hann, en hér skilja leiðir í bili að minnsta kosti og bið ég honum allr- ar blessunar í eilífðinni. Klemenz á Hofi. Mig langar í fáum orðum að minn- ast frænda míns Sigurfinns Klem- enzsonar. Ég ólst upp í túnfætinum hjá honum en hann bjó hjá mömmu sinni á Vestri Skógtjöm en það hús var alltaf af okkur krökkunum kall- að Ömmuhús. Þegar afi lést var ég það ungur að ég man lítið eftir hon- um. Segja má að Finnur hafi tekið afahlutverkið að sér hjá okkur krökkunum, er við komum í Ömmu- hús. Það var alltaf gaman að koma til Finns, hjálpa honum í fjósinu eða í heyskapnum á sumrin, sækja eða fara með beljumar. Finnur átti alltaf eitthvert góð- gæti til svo sem brjóstsykur, Spur eða appelsínulímonaði. Ég man eftir því er ég réð mig í sumarvinnu hjá Finni. Um haustið þegar við voram að mjólka þá kom Finnur með umslag og lét mig fá og sagði að þetta væri kaupið fyrir sumarið. Eg opnaði umslagið og sá sex brúna. Það var hlaupið hratt yf- ir túnið heim til að sýna öllum hvað ég væri ríkur. Finnur frændi var sérstaklega barngóður og bar um- hyggju fyrir öllum. Hann var alltaf í góðu skapi og hafði gaman af að segja frá. Við hjónin komum til Finns á Þorláksmessu síðastliðna og sátum og spjölluðum lengi sam- an og rifjuðum upp. Þá sagði Finn- ur: Manstu þegar þú komst hlaup- andi þegar þú varst lítil og sagðir að svarta beljan væri bensínlaus. Ég mundi vel eftir því og að Finnur var fljótur að útskýra að það væri Massi harrisin sem gengi fyrir bensíni. Hann var alltaf fljótur að leiðrétta og kenna okkur. Ég vil þakka þér fyrir allar góðu stundirnar og ég veit að þér líður vel hjá afa og ömmu, en minningin um þig mun alltaf lifa. Hallgrímur Sigurðs SNORRI NIKULÁSSON + Snorri Nikulás- son fæddist í Reykjavík 1. ágúst 1929. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur 19. janúar síðastliðinn. For- eldrar hans voru Kristín S. Magnús- dóttir, d. 6.7. 1983, og Nikulás Stein- grímsson, d. 13.8. 1965. Systkini Snorra eru: Guðný, Steingrímur, d. 1997, Magnús, Mar- grét, Sigurður, d. 1973, Þorvaldur, Guðmundur, Ásgeir. Kornabam misstu for- eldrar Snorra, það var óskírt og ungan dreng á fímmta ári sem hét Smári. Hálfbróður átti Snorri sem hét Sveinn Nikulásson, f. 1912, d. 1988. Eftirlifandi kona Snorra er Margrét Ragnars- dóttir. Börn þeirra em: Gunnhildur, Axel, Nikulás, Snorri, Hilmar, Svanfríður. Baraa- börn eru Qórtán og barnabarnabarn er eitt. Útför Snorra fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Með þökk í huga vil ég minnast Snorra Nikulássonar þegar hann er nú héðan burt kallaður. Ávallt er maður óviðbúinn þeim fréttum þeg- ar einhver sem maður þekkir er lát- inn. Konfúsíus sagði: „Vér höfum ekki enn lært að þekkja lífið. Hví ættum við þá að þekkja dauðann?“ Minningar koma upp í hugann og ég lít til baka til þess tíma er fyrstu kynni mín af Snorra hófust fyrir þrjátíu áram. Ekki ætla ég að vera með upptalningu á eðliskostum Snorra, enda held ég að það hefði ekld verið honum að skapi. Samt get ég ekki látið hjá líða að geta nokkurra punkta. Hann var að mörgu leyti dæmigerður íyrir þá kynslóð íslendinga sem mótaðist af kringumstæðum sem sköpuðust af litlu á erfíðum tímum. Snorn var ní- undi í röðinni af ellefu börnum hjón- anna Sigríðar Magnúsdóttur og Nikulásar Steingrímssonar. Níu af ellefu bömum þeirra Sigríðar og Nikulásar komust til fullorðins ára. Á fjórtánda ári hóf Snorri að stunda sjómennsku og var ýmist á bátum eða togurum um all langt skeið. Fyrir mér sem landkrabba era sögur af sjónum ævintýri líkast- ar og naut ég þess að heyra hann rifja þann tíma upp á góðri stundu. Á þessum tíma sem Snorri stundaði sjómennsku var vinna sem unnin var um borð í íslensku fiskiskipi ekki fyrir neina aukvisa. Menn ent- ust ekki nema að vera hraustir og nægjusamir. Ég hafði af því ánægju eins og áður var getið um að heyra Snorra og bræður hans á góðri stundu spjalla saman um löngu liðna tíma. Tíma þegar þeir voru ungir menn og vora ýmist saman til sjós eða á sínu skipinu hver. Á slíkri stundu óskaði ég þess að hafa í höndunum upptökutæki til að geta skráð allan þann hafsjó af fróðleik sem Snorri og bræður hans bjuggu yfir. Þama kom fram reynsluheim- ur sem ég þekkti ekki áður. Aldrei heyrði ég Snorra stæra sig af þess- um tíma sínum sem hann var til sjós enda hæglátur, staðfastur og yfir- vegaður maður sem vandaði orðfæri sitt vel. Snorri hafði hið þétta hand- tak þess sem hefur þurft að taka til hendi á lífsleiðinni. Hann var minn- ugur vel og glöggur var hann í ætt- fræðinni. Eitt lítið dæmi um áræði Snorra til sjós er eftir farandi: í einu af þeim fjölmörgu skiptum sem þeir bræður Snorri og yngri bróðir hans Guðmundur, sem er tengda- faðir minn, vora saman til sjós, voru þeir á togaranum Þórólfi RE frá Kveldúlfi hf. Þeir vora í vondu veðri og sjógangur var mikill og sjór flæddi inn á dekkið. „Maður fyrir borð!“ Yngri bróðirinn farinn fyrir borð og er á sundi upp á líf og dauða í útfallinu frá skipinu. Hann segist ekki vita fyrr en í sig er kippt hraustlega og sér vippað inn á dekk. „Hvert ertu að fara bróðir?" sagði Snorri kankvíslega eftir að hafa bjargað yngri bróður sínum Guð- mundi úr greipum Ægis. Þetta var afrek við hættuleg skilyrði. Vinátta þeirra bræðra Snorra og Guðmundar hefur alltaf verið mikil í gegnum ævina. Og ekki var það til að slá á vináttu þeirra bræðra að vera giftir samrýndum systram. Samgangur var mikill á milli þess- ara tveggja fjölskyldna allt fram á þennan dag. Snorra verður því sárt saknað af bróður sínum og mág- konu. Snorri átti um tíma í bátaútgerð og hafði áunnið sér stýrimannsrétt- indi. I dag hefði slík útgerð verið talin þó nokkur búbót. Þegar mest var átti hann sex báta, ýmist einn eða með öðram. Snorri lenti í því að missa bátinn sinn Sleipni RE úti á miðju Atlantshafi. Mannbjörg varð. Snorri varð ásamt áhöfn sinni að hýrast í þröngum björgunarbát þar til þeim var bjargað af bandarísku herskipi. Af sumum vora þeir taldir af. Það hafa eflaust verið oft langar andvökunætur hjá henni Margréti konu Snorra og bömum þeirra sex. Vitandi um manninn sinn í vondum veðrum úti á rúmsjó við hin verstu skilyrði. Böm Snorra og Margrétar era öll upp komin í dag og bamaböm era fjórtán og eitt langafabam. Þau sakna góðs föður og afa. Það kom greinilega fram hvem mann Snorri hafði að geyma þegar kona hans varð alvarlega veik og óvinnufær. Og hann þurfti síðan sjálfur að gangast undir stóra hjartaaðgerð."- Hann hlúði að konu sinni af slíkri umhyggju og ást að aldrei bar skugga á allt fram á síðustu stundu. Eftir að Snorri varð að hætta á sjó hóf hann störf í landi. Þá komu greinilega fram hæfileikar hans við vélaviðgerðir. Hann starfaði við bíla- og tækjaviðgerðir hjá verktök- um í nokkur ár ásamt akstri á vöra- bflum. Með vökulli umhyggju og tækniþekkingu gat Snorri komið hinum ótrúlegustu vélum og tækj- um til að fara að snúast aftur. Það var ekki skólalærdómur sem aé- baki lá heldur eindæma meðfædd færni og lærdómur úr reynsluheimi daglegs lífs. Ekki liggja fyrir tölur á öllum þeim bflum sem hann átti um dagana og gerði upp. Honum bauðst starf hjá Olíufélaginu Esso og starf- aði þar í 23 ár. Hann gegndi þar trúnaðarstöðu og var ætíð vel liðinn. Á góðri stundu þegar glatt var á hjalla og menn fóru að taka lagið vildi það stundum brenglast hjá okkur í flutningi. En þeir sem á okkur hlýddu fóru aldrei í grafgötur um það að sungið var af innlifun. Þessar gleðistundir búa í minning- unni sem og þær stundir er við sát- um og skeggræddum alvarlega hluti. Snorri var alla tíð sjálfum sér» samkvæmur þegar kom að því að ræða pólitík. Hann var alltaf fylgj- andi bættum hag vinnandi stétta og bar fyrir brjósti hag þeirra sem minna máttu sín. Snorri opnaði mér nýja sýn. Heim þeirra sem stóðu aí sér margan brotsjóinn. Brotsjó sem bugað hefði hvem meðalmann. Með Snorra er genginn góður maður og ég þakka honum allar góðar stund- ir. Eftirlifandi konu hans og íjöl- skyldu sendi ég innilegar samúðar- kveðjur og bið Guð að styrkja þau^^ sorg sinni. Blessuð sé minning Snorra Niku- lássonar. Friðrik Bridde. Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, EINAR M. GUÐMUNDSSON, Grundargerði 18, Reykjavík, lést á heimili sínu þriðjudaginn 27. janúar. Vilborg Ása Vilmundardóttir, Jón Árni Einarsson, Auður Friðriksdóttir, Guðmundur Einarsson, Alda Elíasdóttir, Þorgerður Einarsdóttir, Valdimar Valdimarsson, Einar Einarsson, Sigrún Ásgeirsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, UNNUR HÓLMFRÍÐUR STURLUDÓTTIR frá Hreggstöðum, Vestur-Barðastrandasýslu, Hraunbæ 62, andaðist á Vífilsstaðaspítala þriðjudaginn 27. janúar. Jarðarförin auglýst síðar. Heimir Svansson, Bára Lfsa Svansdóttir, Smári Þór Svansson, Njörður Svansson, Gísli Svansson, Svanberg Örn Svansson, Ægir Svansson, Rúna Rós Svansdóttir, Vala Björk Svansdóttir, Kristjana Birna Svansdóttir, Jónína Ástráðsdóttir, Helena Jóhannesdóttir, Helga Magnúsdóttir, Ágústa Sigurðardóttir, Geirþrúður M. Rósadóttir, Ólafur K. Pálmason, Þórir Bragason, Kristján Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.