Morgunblaðið - 29.01.1998, Page 47
FIMMTUDAGUR 29. JANIJAR 1998 47
MORGUNBLAÐIÐ
I
4
4
.1
4
4
4
4
4
4
■j
4
4
4
1
4
j
Fyrstu styrkir úr
Minningarsj oði
Arsæls kafara
AFHENDING fyrstu styrkja úr
Minningarsjóði Arsæls Jónassonar
kafara fór fram í Slysavamahúsinu
á Grandagarði föstudaginn 16. jan-
úar sl. Björgunarsveit Slysavarna-
félagsins í Reykjavík, Ingólfur, og
Ferðafélag Islands hlutu hvor um
sig 1.750.000 kr. Fyrir hönd björg-
unarsveitarinnar tók Kiástinn
Tanni Hannesarson við styrknum
en Haukur Jóhannesson forseti
Ferðafélagsins við þeirra styrk.
Arsæll kafari, eins og hann var
jafnan nefndur, lést árið 1990 og í
erfðaskrá hans voru fyrh-mæli um
að eftirlátnar eigur hans skyldu
renna í minningarsjóð er bæri nafn
hans.
Tilgangur sjóðsins er að styrkja
menningar- og mannúðarstarfsemi
sem Arsæli var hugleikin. Helmingi
af árlegum tekjum sjóðsins skal
varið til að styrkja björgunarsveit
Slysavarnafélags íslands í Reykja-
vík til kaupa á björgunartækjum og
Ferðafélag íslands til að stuðla að
heilbrigðu útilífí almennings.
Ársæll Jónasson kafari var fædd-
ur í Reykjavík árið 1901. Hann
lærði reiða- og seglagerð sem hann
starfaði talsvert við og á árunum
1937-1955 kenndi hann verklega
sjóvinnu í Stýrimannaskólanum í
Reykjavík. I félagi við Henrik
Thorlacius samdi hann ritið „Verk-
leg sjóvinna" sem var brautryðj-
endaverk á þessu sviði á íslensku.
Með ritinu var einnig lagður drjúg-
ur skerfur til málræktar með því að
færa hugtök á þessu sviði í íslensk-
an búning. I ofangreindu riti er ít-
arlegur kafli um kennslu í köfun og
kunnastur er Ársæll einmitt íyrir
köfunar- og björgunarstörf. Hann
nam þá þekkingu í Kaupmanna-
höfn. Á árunum 1918-1933 var
hann starfandi á björgunarskipum
víða um Evrópu, Asíu og Afríku á
vegum dansks útgerðarfélags og
átti þátt í björgun fjölda stórra
skipa og nokkrum úr bráðri hættu.
Árið 1933 settist hann að í Reykja-
UMSJÓNARMENN Þjóðbrautar, talið frá vinstri: Skúli Helgason, Guð-
rún Gunnarsdóttir, Jakob Bjarnar Grétarsson og Egill Helgason.
Fjölgun á
ÞJÓÐBRAUTIN, síðdegisþáttur
Bylgjunnar, tekur nokkrum breyt-
ingum frá og með deginum í dag.
Þátturinn stækkar að efni og um-
fangi, hefst nú kl. 15 alla virka daga
og stendur til kl. 18.30. Við þessi
tímamót berst þættinum liðsauki
sem er Egill Helgason, margreynd-
ur blaða- og fréttamaður, nú síðast
á fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunn-
ar. Aðrir umsjónarmenn þáttarins
eru: Guðrún Gunnarsdóttir, Jakob
Bjarnar Grétarsson og Skúli Helga-
son. Utsendingarsljóri er Kristófer
Helgason.
Þjóðbraut
Þjóðbrautin fjallar um hinar fjöl-
breytilegustu hliðar mannlífsins;
stjórnmál, menningu, vísindi og það
sem efst er á baugi hveiju sinni.
Nokkrir nýir dagskrárliðir bætast
nú við þá sem fyrir voru. Þar má
m.a. nefna Hólmgönguna, rökræður
um hitamál líðandi stundar þar sem
áskorandi skorar hagsmunaaðila
eða stjórnarherra á hólm. I fyrsta
þættinum í dag skorar Svavar
Gestsson alþingismaður á Kristján
Ragnarsson, framkvæmdastjóra
LIU í einvígi um sjómannadeiluna
og yfírvofandi verkfall.
Heimildarmynd
sýnd í bíósal MÍR
2 PÓLITÍSKA heimildarkvikmyndin
f Venjulegur fasismi sem gerð var í
Sovétríkjunum á sínum tíma verður
sýnd í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10,
sunnudaginn 1. febrúar kl. 15.
Myndin er eftir Mikhaíl Romm, gerð
1965.
Romm, sem var einn snjallasti
kvikmyndagerðarmaður Sovétríkj-
anna um langt árabil, þykir hafa tek-
á ist að lýsa á rnjög persónulegan og
áhrifaríkan hátt uppgangi og þróun
1 fasismans á Ítalíu, Spáni og Þýska-
4 landi, valdatöku fasista og þeim jarð-
vegi sem stefna þeirra vai' sprottin
úr, segir í fréttatilkynningu. Kveikj-
an að gerð myndarinnar á fyrri hluta
sjöunda áratugarins var reyndar
uppgangur hreyfinga nýnasista víða
í Vestur-Evrópu á þessum árum,
einkum í Þýskalandi. Þó að segja
megi að myndin sé þannig persónu-
a legt innlegg höfundar í hina pólitísku
® umræðu, sem uppi var fyrir þremur
y áratugum eða svo, þá heldur hún enn
á gildi sínu sem áhrifarík heimildar-
■ kvikmynd, segh- í fréttinni.
Myndin er talsett á ensku og sett
saman úr frétta- og heimildarmynd-
um frá fjórða og fímmta áratug ald-
arinnar og svipmyndum frá Sovét-
ríkjunum um miðjan sjöunda áratug-
inn. Aðgangur er ókeypis og öllum
heimill.
Opinber fyrir-
lestur í guðfræði-
deild HÍ
DR. ALF Oftestad prófessor við
guðfræðideild Djáknaháskólans í
Osló heldur opinberan fyiárlestur á
vegum guðfí'æðideildar Háskóla ís-
lands fímmtudaginn 29. janúar nk.
kl. 10.15 í V. stofu í Aðalbyggingu
Háskóla íslands. Efni fyrirlestrarins
er hlutverk djáknaþjónustunnar í
nútíma velferðarríki.
Oftestad hefur skrifað fjölda bóka
og greina um þetta efni og haft áhrif
á þróun greinarinnar í Noregi og
öðrum löndum. Hann hefur einnig
starfað sem prestur við sjúkrahús og
sem herprestur. Oftestad er staddur
hér á landi um þessar mundir sem
gistikennari í djáknafræði við guð-
fræðideild Háskólans.
FRÉTTIR
FRÁ afhendingunni, talið frá vinstri: Kristinn Tanni Hannesarson, björgunarsveit Slysavarnafélagsins í
Reykjavík, Haukur Jóhannesson, forseti Ferðafélags Islands, Gunnar Tómasson, forseti Slysavarnafélagsins
og formaður sjóðsstjórnar, Hilmar Foss, Sigurður Jónasson, Garðar Eiríksson og Sigurþór Gunnarsson.
vík. Hann stofnaði og rak köfunar-
og björgunarfyrirtæki og reiða- og
seglagerð. Vann hann að björgun-
arstörfum og mannvirkjagerð víða
umland.
Ársæll tók þátt í stjórn nokkurra
fyrirtækja og félaga og m.a. naut
Slysavarnafélagið krafta hans.
Hann sat í stjóm Slysavarnadeildar
Ingólfs í Reykjavík í 16 ár og var
fyrsti formaður björgunarsveitar
Slysavarnafélagsins í Reykjavík
sem stofnuð var 1944. Hann átti
sæti í varastjóm Slysavarnafélags-
ins 1948-1954, meðstjórnandi
1954-1956. Hann var gerður að
heiðursfélaga Slysavarnafélags ís-
lands árið 1972.
Síðasti skiladagur
nýskráninga og/eða
breytinga vegna
símaskrár 1998 er
Nánari upplýsingar
veitir skráningadeild
Landssímans