Morgunblaðið - 29.01.1998, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 29.01.1998, Blaðsíða 47
FIMMTUDAGUR 29. JANIJAR 1998 47 MORGUNBLAÐIÐ I 4 4 .1 4 4 4 4 4 4 ■j 4 4 4 1 4 j Fyrstu styrkir úr Minningarsj oði Arsæls kafara AFHENDING fyrstu styrkja úr Minningarsjóði Arsæls Jónassonar kafara fór fram í Slysavamahúsinu á Grandagarði föstudaginn 16. jan- úar sl. Björgunarsveit Slysavarna- félagsins í Reykjavík, Ingólfur, og Ferðafélag Islands hlutu hvor um sig 1.750.000 kr. Fyrir hönd björg- unarsveitarinnar tók Kiástinn Tanni Hannesarson við styrknum en Haukur Jóhannesson forseti Ferðafélagsins við þeirra styrk. Arsæll kafari, eins og hann var jafnan nefndur, lést árið 1990 og í erfðaskrá hans voru fyrh-mæli um að eftirlátnar eigur hans skyldu renna í minningarsjóð er bæri nafn hans. Tilgangur sjóðsins er að styrkja menningar- og mannúðarstarfsemi sem Arsæli var hugleikin. Helmingi af árlegum tekjum sjóðsins skal varið til að styrkja björgunarsveit Slysavarnafélags íslands í Reykja- vík til kaupa á björgunartækjum og Ferðafélag íslands til að stuðla að heilbrigðu útilífí almennings. Ársæll Jónasson kafari var fædd- ur í Reykjavík árið 1901. Hann lærði reiða- og seglagerð sem hann starfaði talsvert við og á árunum 1937-1955 kenndi hann verklega sjóvinnu í Stýrimannaskólanum í Reykjavík. I félagi við Henrik Thorlacius samdi hann ritið „Verk- leg sjóvinna" sem var brautryðj- endaverk á þessu sviði á íslensku. Með ritinu var einnig lagður drjúg- ur skerfur til málræktar með því að færa hugtök á þessu sviði í íslensk- an búning. I ofangreindu riti er ít- arlegur kafli um kennslu í köfun og kunnastur er Ársæll einmitt íyrir köfunar- og björgunarstörf. Hann nam þá þekkingu í Kaupmanna- höfn. Á árunum 1918-1933 var hann starfandi á björgunarskipum víða um Evrópu, Asíu og Afríku á vegum dansks útgerðarfélags og átti þátt í björgun fjölda stórra skipa og nokkrum úr bráðri hættu. Árið 1933 settist hann að í Reykja- UMSJÓNARMENN Þjóðbrautar, talið frá vinstri: Skúli Helgason, Guð- rún Gunnarsdóttir, Jakob Bjarnar Grétarsson og Egill Helgason. Fjölgun á ÞJÓÐBRAUTIN, síðdegisþáttur Bylgjunnar, tekur nokkrum breyt- ingum frá og með deginum í dag. Þátturinn stækkar að efni og um- fangi, hefst nú kl. 15 alla virka daga og stendur til kl. 18.30. Við þessi tímamót berst þættinum liðsauki sem er Egill Helgason, margreynd- ur blaða- og fréttamaður, nú síðast á fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunn- ar. Aðrir umsjónarmenn þáttarins eru: Guðrún Gunnarsdóttir, Jakob Bjarnar Grétarsson og Skúli Helga- son. Utsendingarsljóri er Kristófer Helgason. Þjóðbraut Þjóðbrautin fjallar um hinar fjöl- breytilegustu hliðar mannlífsins; stjórnmál, menningu, vísindi og það sem efst er á baugi hveiju sinni. Nokkrir nýir dagskrárliðir bætast nú við þá sem fyrir voru. Þar má m.a. nefna Hólmgönguna, rökræður um hitamál líðandi stundar þar sem áskorandi skorar hagsmunaaðila eða stjórnarherra á hólm. I fyrsta þættinum í dag skorar Svavar Gestsson alþingismaður á Kristján Ragnarsson, framkvæmdastjóra LIU í einvígi um sjómannadeiluna og yfírvofandi verkfall. Heimildarmynd sýnd í bíósal MÍR 2 PÓLITÍSKA heimildarkvikmyndin f Venjulegur fasismi sem gerð var í Sovétríkjunum á sínum tíma verður sýnd í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10, sunnudaginn 1. febrúar kl. 15. Myndin er eftir Mikhaíl Romm, gerð 1965. Romm, sem var einn snjallasti kvikmyndagerðarmaður Sovétríkj- anna um langt árabil, þykir hafa tek- á ist að lýsa á rnjög persónulegan og áhrifaríkan hátt uppgangi og þróun 1 fasismans á Ítalíu, Spáni og Þýska- 4 landi, valdatöku fasista og þeim jarð- vegi sem stefna þeirra vai' sprottin úr, segir í fréttatilkynningu. Kveikj- an að gerð myndarinnar á fyrri hluta sjöunda áratugarins var reyndar uppgangur hreyfinga nýnasista víða í Vestur-Evrópu á þessum árum, einkum í Þýskalandi. Þó að segja megi að myndin sé þannig persónu- a legt innlegg höfundar í hina pólitísku ® umræðu, sem uppi var fyrir þremur y áratugum eða svo, þá heldur hún enn á gildi sínu sem áhrifarík heimildar- ■ kvikmynd, segh- í fréttinni. Myndin er talsett á ensku og sett saman úr frétta- og heimildarmynd- um frá fjórða og fímmta áratug ald- arinnar og svipmyndum frá Sovét- ríkjunum um miðjan sjöunda áratug- inn. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Opinber fyrir- lestur í guðfræði- deild HÍ DR. ALF Oftestad prófessor við guðfræðideild Djáknaháskólans í Osló heldur opinberan fyiárlestur á vegum guðfí'æðideildar Háskóla ís- lands fímmtudaginn 29. janúar nk. kl. 10.15 í V. stofu í Aðalbyggingu Háskóla íslands. Efni fyrirlestrarins er hlutverk djáknaþjónustunnar í nútíma velferðarríki. Oftestad hefur skrifað fjölda bóka og greina um þetta efni og haft áhrif á þróun greinarinnar í Noregi og öðrum löndum. Hann hefur einnig starfað sem prestur við sjúkrahús og sem herprestur. Oftestad er staddur hér á landi um þessar mundir sem gistikennari í djáknafræði við guð- fræðideild Háskólans. FRÉTTIR FRÁ afhendingunni, talið frá vinstri: Kristinn Tanni Hannesarson, björgunarsveit Slysavarnafélagsins í Reykjavík, Haukur Jóhannesson, forseti Ferðafélags Islands, Gunnar Tómasson, forseti Slysavarnafélagsins og formaður sjóðsstjórnar, Hilmar Foss, Sigurður Jónasson, Garðar Eiríksson og Sigurþór Gunnarsson. vík. Hann stofnaði og rak köfunar- og björgunarfyrirtæki og reiða- og seglagerð. Vann hann að björgun- arstörfum og mannvirkjagerð víða umland. Ársæll tók þátt í stjórn nokkurra fyrirtækja og félaga og m.a. naut Slysavarnafélagið krafta hans. Hann sat í stjóm Slysavarnadeildar Ingólfs í Reykjavík í 16 ár og var fyrsti formaður björgunarsveitar Slysavarnafélagsins í Reykjavík sem stofnuð var 1944. Hann átti sæti í varastjóm Slysavarnafélags- ins 1948-1954, meðstjórnandi 1954-1956. Hann var gerður að heiðursfélaga Slysavarnafélags ís- lands árið 1972. Síðasti skiladagur nýskráninga og/eða breytinga vegna símaskrár 1998 er Nánari upplýsingar veitir skráningadeild Landssímans
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.