Morgunblaðið - 29.01.1998, Side 49

Morgunblaðið - 29.01.1998, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 1998 49 ___________FRÉTTIR________ ! Búvísindadeild skipu- leggur Ráðunautafund RÁÐUNAUTAFUNDUR Bænda- samtaka íslands, Búvísindadeildar i Bændaskólans á Hvanneyri og Rannsóknastofnunar landbúnaðar- 1 ins verður haldinn í ráðstefnusal A { á 2. hæð Hótels Sögu 10.-13. febrú- ar nk. Ráðunautafundur hefur verið árlegur viðburður síðan 1952 en Bú- vísindadeild Bændaskólans á Hvanneyri stendur nú að fundinum í fyrsta sinn. Ráðunautafundurinn er alhliða fagráðstefna þar sem lagt er fram margvíslegt efni úr niðurstöðum 4 rannsókna og umræður fara fram um ýmis framfaramál í landbúnaði. I Fundurinn er öllum opinn. { Ráðstefnunni er skipt niður í hálfs dags fundi sem hver um sig fjallar um ákveðið þema. A fyrsta fundinum verður „Hagfræði land- búnaðarstefnunnar“ rædd og þar mun Eiríkur Einarsson, deildar- stjóri hjá ríkisendurskoðun í Sví- þjóð, flytja erindi um „Rekstrarum- hverfi landbúnaðarins hér á landi samanborið við útlönd" og hagfræð- ingarnir Markús Möller og Guð- mundur Stefánsson fjalla um „Hag- fræðilegar forendur landbúnaðar- stefnunnar, einkum með tilliti til búvörusamninga". „Fóðurfræði" og „Búfjárrækt“ fá hvor sinn fundinn en sérstök áhersla er lögð á jarðfræði að þessu sinni og er fimmtudagurinn helgað- ur henni. Einnig verður fjallað um „Endurheimt votlendis“. Góð vinnu- brögð eru ofarlega á baugi því fyrri hluta miðvikudags er málefnið „Markviss framsetning leiðbein- inga“ og ráðstefnunni lýkur með fundi um „Gæðastjórnun í landbún- aði“ en gæðastjórnun er vaxandi áhersluatriði í landbúnaði eins og öðrum atvinnugreinum. Skráning og afhending gagna hefst kl. 8.15 þriðjudaginn 10. febr- úar og fundurinn verður settur stundvíslega kl. 9. Ráðstefnugjald er 7.000 kr. og er innifalið í þvl ráð- stefnurit með öllum erindum eða yf- irlitum og kaffi/te. Ráðstefnugjald fyrir einn dag er 2.000 kr. og ráð- stefnuritið kostar í lausasölu 2.500 kr. Nánari upplýsingar um fundinn er hægt að fá hjá Bændasamtökum íslands (Kristinn Hugason), Bændaskólanum á Hvanneyri (Haukur Gunnarsson) og Rann- sóknastofnun landbúnaðarins (Hólmgeir Bjömsson). Úrslit í i söngkeppni < félagsmið- stöðva ÚRSLIT í Söngkeppni félagsmið- stöðva 1998 fara fram fimmtudaginn 29. janúar á Hótel íslandi. Þessi keppni er fyrir unglinga á aldrinum 13—16 ára og er nú haldin í sjöunda | skipti. Frá því 1992 hefur þessi keppni verið haldin við miklar vin- * sældii' og þetta er í þriðja skipti sem { hún er haldin á Hótel íslandi. Vin- sældir keppninnar hafa verið slikar að á síðustu keppnum mættu í kring- um 2000 unglingar, segir í fréttatil- kynningu. Undanfarna mánuði hafa farið fram undankeppnir í 28 félagsmið- stöðvum og skólum um land allt sem veita rétt til þátttöku í keppninni á 4 Hótel íslandi. Gert er ráð fyrir um 50 keppendum en það er einungis I brot af öllum þeim unglingum sem { þátt hafa tekið í undankeppnum um allt land. Keppendur koma víða af landinu en flestir keppendurnir eru þó af suðvestur horni landsins. í fyrsta skipti verður eingöngu keppt í einum flokki þar sem bæði hópar og ein- staklingar taka þátt. Húsið verður opnað kl. 18.30 og , keppnin sjálf byrjar kl. 19 stundvís- i lega og er áætlað að henni Ijúki kl. | 22.30. Kynnir verður Ottó Tynes en 4 dómnefndina skipa; Sigrún Eiríks- ' dóttir úr Kolrössu krókríðandi, Steinþór Einarsson, formaður Sam- fés, Hulda Guðrún Geirsdóttir, óp- erusöngkona, Hrólfur Sæmundsson, söngnemi og Þorvaldur Kristjáns- son, fulltrúi unglinga. Verðlaunin eru m.a. ferðageisla- spilari frá Heimilistækjum hf., 8 leikfimis- og Ijósakort frá líkams- | ræktarstöðinni Hress í Hafnarfirði, i geisladiskar frá Spor ehf., líkams- , ræktarkort frá Eróbik Sport o.fl. * Einungis er hægt að kaupa miða í félagsmiðstöðvum og er miðaverð 400 kr. Það er félagsmiðstöðin Þrótt- heimar í Reykjavík í samvinnu við Samfés, samtök félagsmiðstöðva, sem stendur að þessari keppni. Fræðslufundur fyrir foreldra j ungs fólks í vímuefnavanda SÁÁ efnir til ffæðslu- og umræðu- fundar fyrir foreldra ungs fólks í vímuefnavanda föstudaginn 30. janú- ar. Fundurinn verður haldinn í göngudeild SÁÁ, Síðumúla 3-6 og , hefst kl. 20. Aðgangur er ókeypis. Rætt verður um þau meðferðarúr- il ræði sem standa ungu fólki i vímu- < efnavanda tilboða, þá hugmynda- ' fræði sem býr að baki meðferðinni og hvernig unga fólkið bregst við. Á fundinum er foreldrum einnig boðið að tjá hug sinn og fá nánari skýring- ar. Frummælendur verða Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á sjúkrahús- inu Vogi og Hjalti Björnsson, dag- skrárstjóri göngudeildar SÁA. Fræðslufundur Greiningar- stöðvarinnar FORELDRA- og styrktarfélag Greiningarstöðvar verður með fræðslufund í kvöld í húsnæði Greiningarstöðvar, 4. hæð, og hefst fundurinn kl. 20.30. Foreldrafélagið er að hefja fyrir- lestraröð í samvinnu við sérfræð- inga Greiningarstöðvar. Fyrirhugað er að hvert fótlunarsvið sjái um fræðslu á einum fræðslufundi í vet- ur. í kvöld sér fötlunarsvið I um fræðsluna og mun Ti-yggvi Sigurðs- son sálfræðingur halda fyrirlestur. Foreldrafélagið hvetur foreldra fatlaðra barna til að mæta. Kaffi- veitingar. Fyrirlestur um náttúruheilun JÓGAKENNARINN Dada Druvan- anda frá Bandaríkjunum kjmnir náttúralegar aðferðir (naturopathy) og heilsufræði jóga föstudaginn 30. janúar kl. 20 í stofu 101 í Odda, við- skipta- og félagsvísindadeild HÍ við Suðurgötu. I fréttatilkynningu segir að heilsuaðferðirnar séu einfaldar og auðlærðar og byggist á lögmálum náttúrunnar til sjálfsheilunar. Þær hafi verið þaulreyndar í mörg ár og hafi reynst árangursríkar. Hægt er að túlka fyrirlesturinn fyrir þá sem vilja. Aðgangur er ókeypis. MS-fyrirlestur í líffræði STEFÁN Þ. Sigurðsson flytur fyrir- lestur um genabreytingar og krabbamein fostudaginn 30. janúar kl. 15 í stofu G6 Líffræðistofnun, Grensásvegi 12. Fyrirlesturinn fjallar um tengsl p53 og óstöðugleika erfðaefnisins og erfðabreytingar 1 blöðruhálskirtils- krabbameini. Rætt um stöðu átthagafélaga í TILEFNI af 60 ára afmæli Hún- vetningafélagsins í Reykjavík stend- ur félagið fyrir málþingi um fortið og framtíð átthagafélaga í Húnabúð, Skeifunni 11, sunnudaginn 1. febrú- ar, kl. 13. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Framsöguerindi flytja Jón Björnsson, framkvæmdastjóri menningar-, uppeldis- og félagsmála hjá Reykjavíkurborg, Jón Torfason, íslenskufræðingur og Eyrún Inga- dóttir, sagnfræðingur. Ennfremur gefst gestum kostur á að leggja fram fyrirspurnir. Kristinn Björnsson í Skátabúðinni SKÍÐAMAÐURINN Kristinn Björnson frá Ólafsfirði verður stadd- ur í Skátabúðinni við Snorrabraut fimmtudaginn 29. janúar kl. 16 þar sem hann heilsar upp á gesti og gangandi. Þar gefst mönnum kostur á að hitta Kristin, ræða við hann um afrek hans á erlendum vettvangi og hverjar horfm-nai- eru fyrir Ólympíuleikana. Ki-istinn mun einnig árita og gefa Rossignol boli, plaköt og myndir. Þorrablót Andvara HESTAMANNAFÉLAGIÐ And- vari heldur sitt árlega þorrablót laugardaginn 31. janúar í Félags- heimilinu. Húsið verður opnað kl. 20. Ræðu- maður kvöldsins er Andrés Sigurðs- son, formaður íþrótta- og tóm- stundaráðs Garðabæjar. Veislustjóri verður Þorkell Bjarnason, fyrrver- andi hrossaræktaráðunautur. Miðar verða seldir í Félagsheimil- inu í dag og á morgun frá kl. 20-22. Miðaverð er 2.900 kr. LEIÐRÉTT Árétting í VIÐTALI við Katrínu Óskarsdótt- ur í Daglegu lífi síðastliðinn föstudag með yfirskriftinni Ofurkonan að- framkomin er eftirfarandi setning: Og enn jók Katrín vinnuna. Hún gerðist stuðningsfulltrúi lesblinds drengs í Hlíðaskóla og stuttu síðar leysti hún vinkonu sína af sem mvndmenntakennari í tvo tíma á dag í Álftamýrarskóla. í framhaldi er bein tilvitnur. í Katrínu sem segir: „Eftir þá reynslu vorkenni ég kennurum. Hlutskipti þeirra er að aga gjörsamlega agalaus börn. Mér finnst aðdáunarvert hvernig þeir geta haldið geðheilsu undir stöðugu áreiti. Af gefnu tilefni vill Katrín Óskars- dóttir taka fram að hún er með þessu að skirskota til agaleysis barna al- mennt en ekki agaleysis lesblinda drengsins. Kvikmynd í röngu kvik- myndahúsi Kvikmyndin „In & Out“ er sýnd í Stjörnubíói og Sambióunum. Þetta var ekki rétt í dómi um myndina í gær. Beðist er velvirðingar á mistök- unum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.