Morgunblaðið - 17.02.1998, Blaðsíða 1
112 SIÐUR B/C
STOFNAÐ 1913
39. TBL. 86. ÁRG.
ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Sá ekki flugbrautina
Talið er að dimm þoka hafl orðið
til þess að lending þotunnai- mis-
heppnaðist. „Fyrst heyrði ég mikla
sprengingu og himinninn lýstist síð-
an skyndilega upp,“ sagði sextug
kona sem varð vitni að slysinu.
„Flugvélin sundraðist," sagði ljós-
myndari Reuters á staðnum. „Brak-
ið dreifðist yfir stórt svæði og líkin
eru úti um allt. Mörg líkanna eru án
útlima og illa brunnin. Það sjást
engin merki um líf.“
Björgunarsveit fann ungbarn í
Reuters
BJÖRGUNARSVEIT að störfum við hús sem urðu fyrir logandi braki úr tævanskri farþegaþotu sem sprakk í loft upp í lendingu á alþjóðaflugvellin-
um í Taipei f gær. Allir um borð í þotunni, 197 manns, biðu bana í slysinu auk að minnsta kosti tveggja íbúa í húsunum.
Taoyuan. Reuters.
TÆVÖNSK farþegaþota sprakk í
loft upp í lendingu á alþjóðaflugvell-
inum í Taipei í gær. Allir um borð í
þotunni, 197 manns, létu lífið. Eldar
kviknuðu einnig í nokkrum húsum,
sem urðu fyrir logandi braki úr þot-
unni, og að minnsta kosti tveir íbúar
þeirra biðu bana. Ungbam fannst á
lífi í húsarústunum. Talið er að
dimm þoka hafi stuðlað að slysinu.
Þotan var af gerðinni Airbus 300
og í eigu tævanska flugfélagsins
China Airlines. Flestir farþeganna
voi-u á heimleið úr orlofi á eyjunni
Balí í Indónesíu en á meðal þeirra
sem týndu lífi voru einnig seðla-
bankastjóri Tævans, Sheu Yuan-
dong, eiginkona hans og þrír starfs-
menn bankans, sem höfðu fylgt hon-
um á fund seðlabankastjóra í-íkja
Suðaustur-Asíu á Balí. Nokkrir er-
lendir farþegar vora í vélinni en
ekki var vitað um fjölda þeirra og
þjóðerni.
182 farþegai- voru í vélinni auk
fimmtán manna áhafnar og embætt-
ismenn á Tævan sögðu að litlar líkur
væru á því að einhver þehra hefði
komist lífs af. Þetta er mannskæð-
asta flugslys sem orðið hefur á Tæv-
an og hið annað mesta í sögu China
Airlines, stærsta flugfélags lands-
ins. 264 manns fórast árið 1994 þeg-
ar Airbus 300-þota flugfélagsins
flaug á fjall í Japan.
rústunum um tveimur klukkustund-
um eftir slysið. Talið er að barnið
hafi ekki verið í þotunni, heldur í
einu húsanna sem urðu fyrir braki
hennar. Nokkrir íbúa húsanna slös-
uðust alvarlega, þeirra á meðal tíu
ára drengur sem lést á sjúkrahúsi.
Óstaðfestar fregnir hermdu að
allt að fimm menn hefðu beðið bana
í bílum sem urðu fyrir braki úr þot-
unni.
„Svarti kassinn", sem gæti veitt
upplýsingar um orsök slyssins,
fannst í gærkvöldi. Talsmaður China
Airlines sagði að svo virtist sem flug-
mennirnir hefðu lent í vandræðum í
aðfluginu. „Skyggnið var mjög
slæmt,“ sagði hann. „Flugmaðurinn
sagðist ekki geta séð flugbrautina í
aðfluginu og óskaði eftir heimild tO
að reyna aftur að lenda þotunni.
Þegar hann hafði óskað eftir annarri
lendingartilraun rofnaði samband
hans við flugumferðarstjóra."
100 km •^vvv’’
KINA ^
vW <§>
Talið er að þoka hafí stuðlað að mannskæðasta flugsiysinu í sögu Tævans
199 manns biðu bana
er þota fórst í lendinfm
Líkur á að, Annan reyni
að leysa Iraksdeiluna
Loiulon, París. Reuters.
LIKLEGT er að Kofi Annan, fram-
kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna,
ræði við Saeed al-Sahaf, utanríkis-
ráðherra Iraks, í París á morgun til
að freista þess að leysa deiluna um
vopnaeftirlitið í írak. Talsmaður
Jacques Chiracs, forseta Frakk-
lands, sagði að hann teldi að frið-
samleg lausn deilunnar væri í sjón-
máli og því væri mikilvægt að Kofi
Annan ræddi við íraska ráðamenn í
Bagdad.
„Annan hyggst ræða við Sahaf í
París svo framarlega sem hann
verður fullvissaður um að Irakar
fallist á drög að lausn deilunnar og
heimili ótakmarkaða leit á stöðum
sem tilheyra íraska forsetaembætt-
inu,“ sagði heimildarmaður sem
hefur tekið þátt í samningaviðræð-
um um hugsanlega ferð Annans til
Parísar og síðan til Bagdad. „Ef
hann fer til Parísar er það 99% ör-
uggt að hann fer til Bagdad," sagði
hann.
Talsmaður Chiracs sagði að for-
setinn teldi að hægt yrði að knýja á
íraka um að standa við ályktanir
öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna
án þess að beita hervaldi. Chirac
hyggst ræða við íraska utanríkis-
ráðherrann í París í dag. Sahaf
kvaðst ætla að færa forsetanum
skilaboð frá Saddam Hussein Iraks-
forseta.
Vilja ströng skilyrði
Annan ræddi í gærkvöldi við
sendiherra ríkjanna fimm, sem eiga
fasta aðild að öiyggisráðinu, og sagði
fyrir fundinn að líkurnar á því að
hann færi til Bagdad hefðu aukist.
Stjórnarerindrekai- sögðu að
Bandaríkjamenn og Bretar gætu
fallist á að Annan færi til Bagdad að
því tilskildu að öryggisráðið næði
samkomulagi um hvaða skilyrði
hann ætti að setja írökum. Breskur
embættismaður sagði að á meðal
þeirra skilyrða, sem Bandaríkja-
menn og Bretar beittu sér fyiár,
væri að írakar féllust á að heimila
leit að gereyðingarvopnum á öllum
þeim stöðum sem deilt hefur verið
um, að eftirlitsnefnd Sameinuðu
þjóðanna fengi að ákveða hvar og
hvenær leitað yrði og að fulltrúar
hennar sæju um leitina.
■ 1.500 frakar gætu fallið/26
Viðræðurnar um frið á N-írlandi
Bretar vilja ut-
hýsa Sinn Fein
Dublin. Reuters.
BRESKA stjómin lagði til í gær
að Sinn Fein, stjórnmálaflokki
Irska lýðveldishersins (IRA), yrði
meinað að taka þátt í viðræðum
um frið á Norður-írlandi vegna
tveggja morða, sem lögreglan tel-
ur að IRA hafi staðið fyi-ir.
Tímabundin
brottvísun?
Mo Mowlam, N-írlandsmála-
ráðherra Bretlands, lagði fram
formlega beiðni um brottvísunina
þegar þriggja daga samningavið-
ræður hófust í Dublin í gær. For-
ystumenn Sinn Fein bragðust
ókvæða við beiðninni og sögðu að
ekki yrði hægt að semja um var-
anlegan frið á Norður-írlandi
nema Sinn Fein tæki þátt í við-
ræðunum.
Mitchel McLaughlin, formaður
Sinn Fein, sagði að flokkurinn
myndi reyna til þrautar að koma í
veg fyrir brottvísunina. Sinn Fein
væri meðal annars að íhuga að
leita til dómstóla á Norður-írlandi
og Irlandi.
Stærsti flokkur mótmælenda
hefur hótað að sniðganga viðræð-
urnar ef Sinn Fein fær að taka
þátt í þeim. Hugsanlegt er talið að
Sinn Fein verði vísað úr viðræð-
unumum sinn.