Morgunblaðið - 17.02.1998, Side 18

Morgunblaðið - 17.02.1998, Side 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Formaður sauðfjárbænda telur afurðasölukerfið ekki nógu markaðsvænt AÐALSTEINN Jónsson við gegningar f Ijárhiísunum í Klausturseli, mokar töðunni , Morpmblaðið/Sigurður Aðalstemsson á vagn sem hann notar við að gefa á garðann. KLAUSTURSEL á Jökuldal. STAÐAN er slæm. Búin eru almennt allt of lítil til að fjölskyldurnar geti haft fullar tekjur. Við sjáum ekki fram úr þessu þótt tekjur okk- ar hafí aukist á síðasta ári,“ segir Aðalsteinn Jónsson, bóndi í Klaust- urseli á Jökuldal, formaður Lands- samtaka sauðfjárbænda. Telur hann að bændur verði áfram að leita allra leiða til að minnka kostnað við framleiðsluna. Þá þurfí að fylgja eftir þeim til- raunum sem gerðar hafi verið til útflutnings. Það sé eina leiðin til að auka framleiðsluna. Segir Aðal- steinn að leggja þuríl rækt við Færeyjamarkað sem sé besti er- lendi markaðurinn. Þá bindur hann vonir við markaðsstarf KASK í Belgíu, SS í Danmörku og Kjötum- boðsins og KÞ í Bandaríkjunum. Útflutningur á þessa markaði sé enn í smáum stíl og verðið þurfí að hækka en útflutningurinn lofi góðu. Bjartsýni - svartsýni Þegar Aðalsteinn tók við for- mennskunni á aðalfundi í ágúst var bjartsýni ríkjandi um betri tíð fyrir bændur eftir að þeir höfðu lifað sín mögrustu ár til þessa. Bændur höfðu fengið hækkanir á afurðum, bæði á markaði innanlands og utan. Enn meiri áhrif hafði að kinda- kjötsfjallið sem bændur, sláturhús og ríkið höfðu verið í vandræðum með í mörg ár virtist vera orðið að lítilli þúfu, birgðir kláruðust að mestu fyrir sláturtíð. Þá jók nýr búvörusamningur svigrúm sauð- fjárbænda til framleiðslu. „Það hefur heldur dökknað síðan við vorum í þessu bjartsýniskasti í ágúst,“ segir Aðalsteinn um þróun- ina síðan. Sala kindakjöts hefur minnkað aftur. Þannig var salan eftir ágúst 25% minni en í sama mánuði árið áður og lítil sala var í október og nóvember. Aðalsteinn hefur þó þann fyrirvara á að við- miðunartölurnar kunni að vera falskar vegna þess að fyrra árið hafí gamalt kjöt verið sett á útsölu fyrir sláturtíð. „Kjötkaupmenn sem ég hef rætt við merkja ekki veru- legan samdrátt,“ segir hann. Sameining sláturleyfishafa Kindakjöt er í harðri samkeppni við aðrar kjöttegundir og hefur farið sérstaklega halloka gagnvart svína- kjöti. Er nú svo komið að kindakjöt sem var ráðandi kjöttegund fyrr á árum er komin niður í 40% af kjöt- neyslu landsmanna. „Margir telja þetta eðlilega neyslubreytingu. Að mínu áliti er þetta of ör breyting og ég kenni umboðssölukerfinu að hluta til um,“ segir Aðalsteinn. Bændur hafí for- ystu um breytingar Formaður Landssamtaka sauðfjárbænda telur að afurðasölukerf- ið sé ekki nógu markaðsvænt og vill breyta því fyrir haustið þeg- ar verðlagning sauðfjárafurða verður gefín frjáls. Telur að annars verði halla af slátrun og dreifíngu velt yfír á bændur. Aðalsteinn Jónsson telur rétt að öll kaupfélagssláturhús landsins sameinist um sláturfélag en að öðrum kosti að sölufyrirtæki þeirra kaupi allt kjötið við lok sláturtíðar og beri ábyrgð á sölu þess. Helgi Bjarnason ræddi við bóndann í Klausturseli. Nánar spurður um þetta segir formaður sauðfjárbænda: „Mér finnst umboðssölukerf- ið ekki nógu mark- aðsvænt og hef gagn- rýnt það að æði stór hluti kindakjötsfram- leiðslunnar er til sölu hjá aðila sem á ekki kjötið." Með þessum orðum er hann að vísa til sölufyrirtækis kaup- félagssláturhúsanna, Kjötumboðsins hf. í Reykjavík. Segir Aðal- steinn að málið sé til umræðu og vonast eft- ir breytingum. Telur hann að tvær leiðir komi til greina. Fyrri möguleikinn sem hann nefnir er að sláturhúsin sem tengjast kaupfélögum landsins komi sér saman um stofnun sam- eiginlegs sláturfélags. Sá síðari er óbreyttur rekstur sláturhúsa en að þau selji umboðsíyrirtækinu allt kjötið í lok sláturtíðar. Varðandi stofnun sameiginlegs sláturbandalags segh- Aðalsteinn að bændur gætu þá lagt inn hjá ein- um aðila, sama hvar þeir byggju, og það væri síðan slátursamlagsins að semja um slátrun við eigendur slát- urhúsanna. Það gæti dregið úr þrýstingnum á fjárfestingar í slát- urhúsum vegna útflutnings. Ef þessi leið yrði farin myndu stór kaupfélagssláturhús sem nú standa utan kjötumboðsins væntanlega koma þar að og til yrðu tvö öflug sláturfélög í landinu, nýja slátur- samlagið og Sláturfélag Suður- lands, sem myndu keppa innbyrðis og við vaxandi kjötinnflutn- ing. Ef ekki næst sam- komulag um þessar skipulagsbreytingar telur Aðalsteinn nauð- synlegt að gera þær breytingar á núverandi fyrirkomulagi að um- boðsfyrirtækið taki fulla ábyrgð á sölu af- urðanna. „Bændur verða að taka forystu í afurðasölumálunum. Ef þeir gera það ekki er þeim ekki viðbjarg- andi. I mínum huga get ég ekki fengið markaðskerfíð til að virka öðruvísi en að hagur seljand- ans ráðist af því hvemig hann stendur sig í sölunni. Söluhvatann vantar í núverandi umboðssölukerfí því sölufyrirtækið fær auk sölulaun- anna fast gjald af hveiju einasta kjötkílói sem fer í gegnum slátur- húsin sem eiga aðild að því, hvort sem fyrirtækið fær kjötið til sölu eða ekki.“ Frjáls verðlagning í liaust Ekki má draga breytingarnar úr hömlu, að mati Aðalsteins. Hinn 1. september verður verðlagning kindakjöts gefin frjáls, í samræmi við gildandi búvörusamning. Þá verður að hans mati að skilja slát- urhúsin frá kaupfélögum sem verið hafa í blönduðum rekstri. Annars verði ekki unnt að sjá hverju hver þáttur rekstrarins skilar. „Það er hluti af samkeppnisumhverfi okkar að sláturkostnaður hverrar kjöt- greinar er ekki gerður hreint upp, kostnaðarliðir eru færðir á milli eft- ir því hvernig markaðsaðstæður eru. Fyrirtækin eru búin að taka margan slaginn á markaðnum í nautakjöti og svínakjöti á sama tíma og verðlagning hefur verið bundin í kindakjötsframleiðslunni. Þvi hefur skráður kostnaður við sauðfjárslátrun orðið óeðlilega hár miðað við nautgripa- og svínaslátr- un. Þetta er gert í skjóli opinberra fjárveitinga til sauðfján-æktarinn- ar,“ segir Aðalsteinn. Spurningu um það hvernig sauð- fjárbændur séu undir það búnir að starfa við skilyrði frjálsrar verð- lagningar afurðanna í haust svarar formaður sauðfjárbænda á þá leið að það fari eftir því hvernig þeim takist að búa sig undir breytinguna. „Það þarf að ráðast á slátur- og heildsölukostnaðinn og lækka hann. Annars lendir hluti hans á bændum og lækkar laun okkar.“ Fækkun sláturhúsa Hann tekur undir þau sjónarmið að aukinn sveigjanleiki geti jafn- framt verið jákvæður fyrir bændur. „Samkeppni milli sláturleyfíshafa um hylli bænda eykst og þar ræður pyngjan en ekki gamaldags trúar- brögð um það hvar skuli leggja inn. Vegna bættra samgangna og nýrr- ar og hagkvæmari flutningatækni skiptii- fjarlægð frá sláturhúsi ekki eins miklu máli og áður og hægt er að sækja sláturfé í önnur héruð. Þeir sláturleyfishafar sem eru bún- ir að byggja upp aðstöðu og standa sig vel í vöruþróun og sölu geta Aðalsteinn Jónsson greitt hærra verð fyrir innleggið. Þeir munu fá slátrunina en hinir sem ekki geta lofað bændum eðli- legu verði fá einfaldlega ekkert að gera,“ segir Aðalsteinn. Hann telur að breytingar í verð- lagningu geti leitt til fækkunar slát- urhúsa. Það sé af hinu góða vegna þess að til þess að sauðfjárbændur haldi markaði verði að hagræða í slátrun og minnka kostnað; fækka sláturhúsum og lengja sláturtímann til að auka nýtingu þeirra sem eftir verða. Hann telur einnig að tvær blokkir verði ráðandi í slátrun, úr- vinnslu og dreifíngu kindakjöts, Sláturfélag Suðurlands annars veg- ar og meginhluti kaupfélagsslátur- húsanna hins vegar. Að mati Aðal- steins hafa sláturleyfishafarnir al- mennt ekki búið sig nægilega vel undir breytingarnar í haust. Þó sé verið að gera góða hluti á ýmsum stöðum. Nefnir SS sérstaklega í því sambandi og telur að það fyrirtæki muni njóta þess forskots sem það hafi í þróunarstarfi. Markaður er meginmálið „Eg trúi því. En þá þurfum við að fá viðurkenningu á hreinleika- ímynd okkar vöru,“ segir Aðal- steinn þegar hann, í ljósi þróunar síðustu ára og áratuga, er spurður að því hvort hann telji að sauðfjár- ræktin verði alvöru atvinnugrein í framtíðinni. Hann telur að fyrr en síðar komi að því að bændur fái betra verð fyrir vottaðar afurðir. Vottunin byggist á hreinleika af- urðanna af lyfjum og hóflegri nýt- ingu landsins. Eftir það muni bændur sem ekki hafa aðgang að nægilegu beitilandi ekki eiga mögu- leika á því að hafa sauðfjárrækt að aðalatvinnu. „Við erum með aftöppunarleið í gegnum útflutninginn þannig að ekki á að vera hætta á birgðasöfnun á samningstímanum,“ segir Aðal- steinn um stöðu mála árið 2000 þeg- ar núverandi búvörusamningur rennur út, í ljósi stöðugt minnkandi lambakjötssölu. Hann segir að nú- verandi búvöi-usamningur byggist á því að 7.200 tonn seljist á ári. Salan það sem af er þessu verðlagsári samsvari hins vegar 6.800 tonna sölu. Ef þessi samdráttur yrði stað- reyndin í lok samningstímans myndi samningsstaða bænda gagnvart rík- isvaldinu verða lakari og hætt við að beingreiðslur í nýjum samningi myndu lækka sem því nemur. „Markaðurinn er grundvöllur þess að hægt sé að halda uppi lífskjörum fólks sem byggir afkomu sína á sauðfjárrækt og því verður að leggja áherslu á markvisst markaðsstarf," segir Aðalsteinn Jónsson í Klaustur- seli. i r ® I f ! í I i Í | I I í 1

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.