Morgunblaðið - 17.02.1998, Page 19
MORGUNB LAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 1998 19
Kvenfélagskonur í tölvunámi
Elsti nemandinn
á níræðisaldri
Borgamesi - Konur úr Sambandi
borgfirskra kvenna stunda tölvu-
nám af kappi um þessar mundir.
Að sögn formanns SBK leitaði fé-
lagið til Farskóla Vesturlands er
hugmyndin að námskeiðinu
kviknaði. Áhugi reyndist mikill
og um þrjátíu konur era skráðar
í námskeiðið.
Kennslan fer fram einu sinni í
viku í Borgaraesi og stendur í
fimm vikur. Tíu komast að
hverju sinni svo um þrjú nám-
skeið er að ræða. Konumar eru
víðs vegar að úr héraðinu, úr
flestum kvenfélögunum innan
SBK. Formaður Sambands borg-
firskra kvenna er Ragnheiður
Ásmundsdóttir á Sigmundastöð-
um í Þverárhlíð.
Elsti þátttakandinn
87 ára
Elísabet Guðmundsdóttir á
Skiphyl á Mýrum er elsti nem-
andinn á tölvunámskeiðinnu, en
hún er 87 ára. Þegar hún var
spurð að því hvað hefði fengið
konu á þessum aldri til að heija
tölvunám sagði hún:
„Ég get ekki annað sagt en að
mig langaði á þetta námskeið. Ég
hef aldrei lært neitt, nema það
litla sem Iífið hefur kennt mér.
En ég hef stundum verið að taka
saman ýmislegt gamalt en á orð-
ið bágt með að skrifa. Svo er
auðveldara að vinna að ættfræð-
inni í tölvunni," segir Elísabet.
Kristín systir hennar lést í
Morgunblaðið/Ingimundur
ELÍSABET Guðmundsdóttir
Skiphyl á Mýrum er 87 ára en
stundar tölvunámið af kappi.
október á sfðasta ári en hún vann
mikið að ættfræðirannsóknum.
Elísabet fékk tölvuna hennar og
sá sig tilneydda að fara í tölvu-
nám. Hún sagðist aldrei hafa
stutt fingri á ritvél, en hefði góða
von um að tölvan kæmi sér að
góðum notun. Hún hefði verið
stirð í fyrstu, en væri farin að
skrifa og hefði góða von um það
að tölvan gagnaðist henni í fram-
tíðinni.
LANDIÐ
Morgunblaðið/Sig. Fannar
ÁSBORG nýtir sér Netið til kynningar á verkefninu. Hér er hún ásamt
stjórnarmönnum Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands.
ÁSBORG Arnþórsdóttir, ferðamálafulltrúi uppsveita Árnessýslu,
ásamt börnum úr Reykholtsskóla.
Uppsveitir Árnessýslu
Góð sam-
vinna í
ferða-
þjónustu
Selfossi - Eitt ár er liðið frá því að
átta sveitarfélög í uppsveitum Ár-
nessýslu skrifuðu undir samning
ásamt Atvinnuþróunarsjóði Suður-
lands um stefnumótun í ferðaþjón-
ustu á svæðinu. Ásborg Amþórs-
dóttir var ráðin til starfa sem ferða-
málafulltrúi uppsveitanna ásamt því
að starfa sem verkefnisstjóri að
stefnumótunarverkefninu.
Samvinnan góð
Ásborg segir árið 1997 hafa verið
gott ár í uppsveitunum. „Við höfum
fundið fyrir miklum samvinnuvilja
hjá ferðaþjónustuaðilum og ekki síst
á milli sveitarfélaganna á svæðinu."
Ásborg hefur mörg jám í eldinum og
eitt er að halda utan um sameiginleg
kynningarmál sem bæði sparar
sveitarfélögunum peninga og sam-
hæfir markaðssetningu svæðisins.
Ásborg hefur ásamt Rögnvaldi Guð-
mundssyni ferðamálafræðingi unnið
veigamikla skýrslu um stöðu ferða-
mála í uppsveitunum. Skýrslan kemur
út á næstunni og að sögn Ásborgar
gefur hún sveitarfélögunun glöggar
vísbendingar sem þau geta nýtt sér til
árangurs í ferðaþjónustunni.
Mikil vinna framundan
Gísli Einarsson, oddviti Biskups-
tungnahrepps, er afar ánægður með
verkefnið og framgang þess. Hann
telur þó að menn megi ekki missa
sjónar á tilgangi verkefnisins. „Það
er ekki nóg að búa til skýrslur og
móta stefnuna, það verður einnig að
framkvæma það sem betur má fara,“
segir Gísli.
Hann telur að halda beri áfram því
góða starfi sem Ásborg hefur unnið
fyrir uppsveitirnar og hann leggur
áherslu á að verkefnið sé sett af stað
með það í huga að auka störf í ferða-
þjónustu á svæðinu.
Frábært tilboð á vorferðum SAS
Vorfargjöld SAS „Super Jackpot" hafa sjaldan veriö hagstæöari
en núna og gilda þau frá 4. apríl til 30. maí. Flogiö er meö SAS
á laugardögum. Hámarksdvöl er einn mánuöur. Fáðu allar nánari
upplýsingar á næstu ferðaskrifstofu eöa hjá SAS.
Kaupmannahöfn 22.250
Álaborg 22.920
Árósar 22.530
Karup 22.550
Malmö 20.710
Gautaborg 23.510
Osló 24.860
Stokkhólmur 23.540
París 29.500
Brussel 29.740
m/sns
Laugavegi 172 Sími 562 2211
Lágmarksfyrirvari á bókun er 14 dagar. Síöasta heimflug 30. maí. Rugvallarskattar eru innifaldir í veröi.